Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 17 Þjóðleikhúsið: Tvö gamanverk frum- sýnd á miðvikudaginn MIÐVIKUDAGINN 30. janúar frumsýnir Þjóðleikhúsið tvo farsa sem hlotið hafa samheitið „Náttfari og nakin kona“, en þeir eru eftir Georges Feydeau og Dario Fo, en verk þeirra beggja hafa verið sýnd hér á landi fyrr svo sem Fló á skinni, Hvað varstu að gera í nótt? Þjófar, lík og falar konur og Við borgum ekki. í frétt frá Þjóðleikhúsinu segir m.a. svo um verkin og leikendur þeirra: Farsinn eftir Feydeau heitir „Vert’ekki nakin á vappi" í þýð- ingu Flosa Ólafssonar og fjallar um pólitískan framagosa sem er orðinn þingmaður og væntir þess að verða ráðherra. Elsku litla konan hans er öll af vilja gerð að styðja mann sinn til upphefðar, en hún getur bara ómögulega sætt sig við að þurfa að dveljast í Parísar- borg um hásumarið meðan hitinn er óbærilegur. Svo þessi heitfenga kona hreinlega kafni ekki í moll- unni, tekur hún til sinna ráða og kemur þar með manni sínum í óendanleg vandræði. Sigríður Þorvaldsdóttir leikur eiginkonuna en Gísli Alfreðsson leikur eiginmanninn. Önnur hlut- verk leika Sigmundur Örn Arngrímsson, Flosi Ólafsson og Valur Gíslason sem kémur nú fram eftir nokkurt hlé. Benedikt Arnason er leikstjóri Feydeau- farsans. Farsinn eftir Dario Fo heitir „Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði" í þýðingu Úlfs Hjörvar'. Hér segir frá innbrotsþjófi sem lendir í hinni furðulegustu aðstöðu þegar innbrot hans í fínt hús mislukkast. í rauninni er lítið hægt að segja um ganginn í þessum farsa án þess að segjá of mikið. Ekki má taka skemmtunina frá áhorfendum, en þó má geta þess að hinn sígildi þjófur í verkum Dario Fo verður hér leiksoppur óvenjulegra örlaga og úr því hann er ærlegur þjófur, óskar hánn þess miklu frekar að fá að fara í fangelsi en að flækjast í þann blekkingavef sem hér er boðið upp á. Bessi Bjarnason leikur þjófinn, en með önnur hlutverk fara m.a. Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Helgi Skúlason, Þóra Friðriks- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir, og Erlingur Gíslason. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir, en hún hefur kynnst Fo og var m.a. við leiklistarnám hjá sama kennara í París og hann. Leikmyndin í sýningunni er eftir Sigurjón Jó- hannsson. Fastagestir, sem eiga aðgangs- kort, athugi að þetta er fjórða verkefni og er merkt „gamanleik- ur“ á kortunum. hlutverkum sínum i „Vert’ekki nakin á vappi“. Bessi Bjarnason og Þórunn Magnea Matthiasdóttir í hlutverkum sinum i „Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði“. hefði það bjargað miklu, ef skipt hefði verið yfir í netaveiðar, með- an rækjan var ekki við en ágæt mið eru undan Rauðunúpum, — rétt við bæjarvegginn. Húsvíkingar og Kópaskersbúar hafa nýtt rækjuna í Öxarfirði að jöfnu. A því sést, hversu þungur skellurinn er af aflaleysinu í vetur, að þess hefur verulega gætt á Húsavík, þar sem atvinnulífið hefur þó verið svo fjölbreytilegt og blómlegt. Land og synir ísfilm frumsýndi á föstudags- kvöldið kvikmyndina Land og syn- ir samtímis á Dalvík og í Reykjavík við mjög góðar undir- tektir kvikmyndahúsgesta. Þessi mynd eftir ágætri skáldsögu Ind- riða G. Þorsteinssonar og undir stjórn Ágústs Guðmundssonar er í senn menningarleg og sönn og vekur óneitanlega nokkurn söknuð eftir því þjóðfélagi, sem einu sinni var. Þeir, sem að þessari kvik- mynd stóðu, hafa unnið umtals- vert listrænt afrek, sem mun gleðja dætur og syni landsins um ókomin ár. í henni eins og sögunni ríkir það skáldlega andrúm, sem sköpum skiptir. í þessari kvikmynd slátrar ungi maðurinn öllu sauðfé að föður sínum látnum, selur jörðina og fellir hest sinn. Jafnvel unnustu sína verður hann að skilja eftir, af því að hann getur ekki sætt sig við stöðnunina heima, — finnur að hann hefur ekki möguleika til þess að takast á við þau verkefni, sem hljóta að kalla á ungar hendur. Ekki einu sinni stórvirku tækin, sem breyta móa í tún, voru til í hans heimasveit. Að sumu leyti stöndum við íslendingar nú í sömu sporum. Synir landsins vita af ótal mögu- leikum, sem bíða eftir því að vera nýttir. Á því landssvæði, sem hér hefur verið gert að umræðuefni, eru einhver ákjósanlegustu skil- yrði, sem hægt er að hugsa sér, til lax- og silungseldis eins og í Fjallalóni og Litlu-Á í Keldu- hverfi, svo að dæmi sé tekið. En þar sem annars staðar stranda þvílíkar framkvæmdir á því, að lánsfé er hvergi falt, en ásókn ríkisins í eigið fé fyrirtækja þvílík, að það er sama og að kasta fé sínu á glæ að setja það í atvinnurekst- ur. Eða hví skyldu menn hætta fé sínu í slíkt og verða hundeltir af skattayfirvöldum, ef þeir geta tekið allt á hreinu áhyggjulaust með því að kaupa verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs? Og ekki má gleyma stóriðjunni og þeim tröllauknu verkefnum, sem bíða okkar í tengslum við hana. Það er óþarfi að kippast við út af mengunarhættu, þegar talið berst að slíku. Við getum sjálf valið úr, hvað við viljum. Járn- blendið er í Hvalfirðinum og álið í Straumsvík. Vel má hugsa sér einhvern annars konar rekstur fyrir norðan til þess að styrkja atvinnulífið og þar með byggðina. Ekki veitir af. Ðæmi af Kópaskeri minnir okkur enn á, að svipull er sjávarafli og bágt að vanta kjark- inn til þess að takast á við stóru verkefnin. Að rétta upp hönd með framleiðni Lúðvík Jósepsson var eini maðurinn í þingflokki Alþýðu- bandalagsins, sem hafði skilning á því, að atvinnufyrirtæki þyrftu að bera sig. Ef hann datt í þá freistni að látast ekki vita það, voru félagar hans og sameignarmenn austur á Norðfirði fljótir að kippa í hann og minna á sig. I því sveitarfélagi fer það saman að heita fulltrúi verkalýðsins en vera forsjármaður útgerðarinnar og kaupa togarann samt að utan, þótt ráðherra og bankastjórar banni. Eftir að Alþýðubandalagið komst í ríkisstjórn á haustdögum 1978 hefur afrakstur þjóðarbúsins minnkað jafnt og þétt. Hringinn í kringum landið eru einstaklingar æ neikvæðari gagnvart því að standa fyrir rekstri á eigin ábyrgð og ekki er að sjá, að þar verði á nein breyting á þessu ári, nema eitthvað sérstakt komi til. Þegar Svavar Gestsson tók að sér myndún ríkisstjórnar skrifaði hann það niður á blað eftir að hafa borið það upp á fundi i Alþýðubandalaginu, að ef hann yrði forsætisráðherra, myndi framleiðni í sjávarútvegi sjálf- krafa aukast svo og svo mikið og í iðnaði eitthvað annað eins eða kannski heldur meira. Og svo ætlaði hann að lækka verðbólg- una, án þess að nokkur fyndi fyrir því. Það er í rauninni illt, að hann skyldi ekki hafa gert neitt af þessu, meðan hann átti að heita viðskiptaráðherra fyrir nokkrum mánuðum. íslendingar voru illa blekktir af síðustu ríkisstjórn. Við finnum fyrir því núna. Lífskjörin versna dag frá degi, eftir því sem harðar er að atvinnuvegunum gengið. Sumir hafa við orð eins og ungi maðurinn í Landi og sonum að yfirgefa ættland sitt, en aðrir viija þrauka. Og það er engum of gott að þrauka. Skilningurinn er óðum að vakna á ný fyrir því, að stórhugurinn sem lýsti sér í stofn- un Kísiliðjunnar í Mývatnssveit skilar okkur áleiðis að því tak- marki, sem við viljum öll setja okkur að ná, að hér á landi séu lífskjör svipuð og þau gerast bezt annars staðar, að hér á landi sé menningarþjóðfélag, þar sem samanburðurinn og metnaðurinn vísar fram á veg og upp á við. — Og því skulum við ekki gleyma, að unga stúlkan í Landi og sonum hélt tryggð við sveitina sína, þótt ungi maðurinn færi út í ævintýrið á mölinni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar — og margir menn horfið aftur heim, þar sem ævintýrin hafa ekki síður orðið að veruleika en annars staðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.