Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 Ár trésins 1980: Höfuðáhersla lög á skipu- lagningu gróðursetningar SKÓGRÆKTARFÉLAG íslands verður 50 ára í vor en það var stofnað á Þingvöllum Alþingis- hátíðarárið 1930. Stjórn félags- ins ræddi sl. vetur hvernig minn- ast skyldi afmælisins, en henni var kunnugt um að í ýmsum löndum, t.d. Norðurlöndum og Bretlandi, hefur verið staðið að samræmdu átaki í trjá- og skóg- rækt og var ákveðið að efna til slíks átaks hér á landi á afmælis- árinu. Samstarfsnefnd var sett á lagg- irnar í vor en í henni eiga sæti fulltrúar frá eftirtöldum aðilum: Búnaðarfélagi Islands, Búnaðar- félagi Suðurlands, Félagi garð- yrkjumanna, Félagi Landslags- arkitekta, Félagi ísl. garðmið- stöðva, Félagi skrúðgarðyrkju- meistara, Garðyrkjufélagi Islands, Garðyrkjuskóla ríkisins, Kvenfélagasambandi Islands, Landvernd, Landbúnaðarráðu- neýtinu, Samtökum Líf og Land, Menntamálaráðuneytinu, Sam- bandi ísl. sveitarfélaga, Skógrækt- arfélagi íslands, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Skógrækt ríkisins og Ungmennafélagi Islands. Með „Ári trésins 1980“ er stefnt að því að kynna trjárækt skóg- vernd og skógrækt á íslandi og áhersla lögð á mikilvægi þess að koma upp trjágróðri til skjóls og nytja. Þá verður staðið að leið- beiningum um plöntun trjáa í garða, skjólbelti og skóglendi og hirðingu þeirra. Áhersla er lögð á að sem allra flestir geti tekið þátt í gróðursetn- ingarstarfi á árinu. Einstaklingar og félög eru hvött til að fegra Prýóum landið-plöntum tqám! 2) Merki og kjörorð árs trésins. 1) Gefinn hefur verið út bæklingur- inn Æskan og skógurinn og fá hann allir nemendur er ljúka grunnskóla á árinu. umhverfi húsa sinna og opinberir aðilar til að fegra á hliðstæðan hátt svæði í kring um opinberar byggingar. Á vegum framkvæmdastjórnar- innar hefur verið unnið að undir- búningi upplýsinga og fræðslu- þátta sem dreift verður til skóla og félaga sem óska eftir slíku. Öllum nemendum sem ljúka grunnskóla verður afhentur bækl- ingurinn „Æskan og Skógurinn" og náttúrufræðikennarar eru hvattir til að fjalla um efni hans í skólum landsins. Þá verður skól- um og félögum gefinn kostur á að fá til afnota myndaflokka og glærur til fræðslu og efnt verður til námskeiðs um meðferð þeirra. I ráði er einnig að efna til ritgerða- samkeppni í skólum um trjárækt. Gefinn verður út listi um fáan- legar tegundir trjáplantna með helstu upplýsingum um hvar og hvernig megi búa þeim sem best vaxtarskilyrði og verður sá listi til afhendingar í gróðrastöðvum og víðar. Einnig verður dreift bækl- ingi til almennings með upplýs- ingum um alment gildi trjá- og skógræktar ásamt leiðbeiningum um gróðursetningu. Gerðir hafa verið 6 stuttir sjónvarpsþættir um uppeldi, gróð- ursetningu, meðferð og hirðingu trjáplantna. Þessir þættir verða sýndir í sjónvarpinu með stuttu millibili í vor. Ráðgerð eru fræðsluerindi í útvarp og greinarskrif í dagblöð og landsmálablöð til að kynna málefnið og gefa leiðbeiningar. í sumar verður efnt til hópferða fyrir almenning í skóglendi undir leiðsögn fagmanna. Eins og af þessu má sjá gerir samstarfsnefnd um „Ár trésins 1980“ sér far um að ná til sem flestra landsmanna og kynna mál- efnið sem víðast. Undirtektir hafa verið með miklum ágætum hjá þeim aðilum, sem leitað hefur verið til og vonir standa því til að árangur verði ekki síðri hér á landi en hann var hjá nágranna- þjóðunum á sínum tíma. Reynslan hefur sýnt að hér má hæglega rækta fjölda trjá- og runnateg- unda ef vel er að málinu staðið. Einkunnarorð ársins hafa verið valin: „Prýðum landið, plöntum trjám," og „Rétt tré á réttan stað.“ Á næstu mánuðum verður höf- uðáhersla lögð á skipulagningu gróðursetningarstarfa um allt land á vegum samstarfsnefnd- anna. (Úr fréttatilk.) BIIASYNING í NÝJA SALNUM VIÐ HAUARMÚIA Laugardaginn 26. og sunnudaginn 21. kl. 10—17 báða dagana. Kynnum nýja söluaðstöðu bíladeildar og bjóðum viðskiptavinum okkar að skoða allar nýjustu gerðir , Chevrolet, svo sem Chevette, Citation 3 dyra og 5 j dyra, Malibu Sedan 4 dyra, Malibu ClassicJl dyra, Classic 2 dyra Landau og Classic Station. Ennfremur minnum við á stórkostlega verð- lækkun á Malibu 1979. General Motors CHEVnaET PONTIAC aosMoaiE BUCK CAOUAC Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.