Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 Með sigurópi þusti fólkið inn í fangelsisgarðinn, framhjá rússnesku hermönnunum sem vissu ekki hvaðan á þá stóð Veðriö (Sjá Afganistan) ilis Petrovs og Sergei Sokolovs, um að leggja undir sig námahéruðin í Suður-Zaire. Sú stefna Giscard d’Estaings for- seta að veita ýmsum Afríkjuríkjum hernaðaraðstoð, sem hefur t.d. leitt til íhlutunar í Chad, Máritaníu, Zaire og Mið-Afríkulýðveldinu, er réttlætt með því, að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir of mikil áhrif Rússa í þjessum heimshluta. 3000 franskir fallhlífarhermenn eru jafn- an reiðubúnir til að láta til sín taka þegar kallið kemur og þeir, sem þykir kannski lítið til þessa her- styrks koma andspænis 50.000 kú-, bönskum sendisveinum Rússa, taka gleði sína aftur þégar þeir hafa horft á myndina. Uppreisnarmenn gegn stjórn Mob- utus drápu 93 hvíta menn í Kolwezi en franskir hermenn björguðu 3000 öðrum og ráku á flótta 8000 innrás- armenn, sem lutu stjórn Rússa og Kúbumanna. Franskir leyniþjón- ustumenn segja, að a.m.k. einn rússneskur generáll hafi komið til Kolwezi áður en innrásarmönnunum var skipað að hörfa aftur til búða sinna í Angola. Aðrar heimildir innan hersins fullyrða, að a-þýskur liðþjálfi hafi skipað svo fyrir, að sex franskir hernaðarráðgjafar, sem féllu í hendur innrásarmönnum, skyldu teknir af lífi. I myndinni er mjög haldið á loft „upprisu" og auknu áliti frönsku fallhlífarsveitanna sem beðið hafði mikinn hnekki vegna þátttöku þeirra í starfsemi OAS-samtakanna í Alsír. — Paul Webster. byggingar horfðu Rússarnir hljóðir á aðfarirnar. Pole Chowkri-fangelsið ‘getur hýst 50.000 manns. I stjórnartíð Tarakkis og Amins vantaði ekk- ert upp á þá tölu og þúsundir manna voru pyntaðir og drepnar innan veggja þess. Hin nýja stjórn Rússaleppsins Babrak Karmals hefur til þessa látið lausa 2200 pólitíska fanga, en að því er haft er eftir ýmsum Afgönum eru enn þúsundir manna í haldi þar. Einn áætlaði, að fangatalan væri nú um 32.000 manns. Þegar Afganirnir voru sem óðast að brjóta glugga og hurðir fangelsisklefana var aðalhliðinu skyndilega lokað. Þá var ég rétt sloppinn út úr fangelsinu ásamt félögum mínum. Þegar við fórum voru tveir rússneskir herflutn- ingabílar að koma að fangelsinu með liðsauka. Þó að Rússarnir hafi ekki skotið á fólkið, sem braust inn í þetta alræmda fangelsi, virtist mér sem þeir væru staðráðnir í að kotna í veg fyrir að það kæmist þaðan aftur. - PETER NIESEWAND SJÚKDOMAR—1——— Er tsetse-flugan þá loksins feig? Matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu Þjóð- anna (FAO) hefur ákveðið að skera upp herör gegn tsetse- flugunni í Afríku, skaðvaldin- um illræmda sem svefnsýkin er rakin til. Lagðar hafa verið fram áætlanir þar að lútandi, og ef þær takast vel, kann svo að fara, að unnt verði að taka upp nautgriparækt í hitabelt- islöndum Afríku. Telja menn jafnvel að hinar fátæku þjóð- ir, sem byggja þessi svæði geti hafið kjötútflutning í stórum stíl. í stórum hluta Afríku hafa löngum herjað ýmsir sjúk- dómar, sem kallaðir eru einu nafni svefnsýki. Eru þeir sannkölluð plága vegna þeirra verkana, sem þeir hafa á menn og kvikfénað. Að áliti Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar í Genf munu 35 milljónir manna búa á svæð- um þeim, þar sem sjúkdómar þessir herja. í u.þ.b. þriðjungi álfunnar er útilokað að stunda kvik- fjárrækt nema alifuglarækt vegna svefnsýki. Það er eitur- flugan, sem ber þannan sjúk- dóm á milli. Þessi fluga er aðeins til í Afríku, og virðist þar eingöngu þrífast á bilinu á milli 15 gráðum norðlægrar breiddar að 29 gráðum suð- lægrar breiddar. Þegar spen- dýr verða fyrir biti flugunnar, berst sýkill inn í blóðið og þar fjölgar honum ört. Veidur það blóðleysi, hori og jafnvel dauða. Eiturflugan er ólík öðrum skordýrum að þvi leyti, að kvendýrið verpir aðeins 8 eggjum í stað þúsunda. Aðrar skordýrstegundir eiga erfitt uppdráttar um það leyti sem eggið breytist í lirfu, en þann- ig er því alls ekki farið með eiturfluguna. Þó eru vísinda- menn komnir að þeirri nið- urstöðu að hægt sé. að hafa miklu betri hemil á fjölgun hennar, en hingað til hefur verið álitið. í ýmsum hlutum Afríku hafa verið gerðar til- raunir með nýjar aðferðir gegn eiturflugunni, og hafa þær yfirleitt reynzt árang- ursríkar. En sérfræðingur einn hefur þó borið fram spekingsleg varnaðarorð. Hann segir: — Afríka er öll útötuð af rústum hruninna áætlana, sem áttu að koma eiturflugunni fyrir kattarnef. —THÓMASLAND TÉKKÓSLÓVAKÍAl Flokksgæðing- ar fá á baukinn Embættismenn í Tékkóslóv- akíu hafa fengið orð í eyra hjá stjórnvöldum landsins. Er þeim borin á brýn margs kyns spilling og ódugnaður og þeim álasað fyrir lélega framleiðni í landinu á nýliðnum áratug. Við næstu áramót lýkur núver- andi fimm ára áætlun, og ljóst er, að hún mun engan veginn stand- ast. Nú hefur verið viðurkennt opinberlega í fyrsta sinn, að verðbólga herji í Tékkóslóvakíu, og einhverjar tilraunir hafa verið gerðar til þess að útskýra skort á matvörum og neyzluvarningi. Vlastimil Svoboda ráðherra, er fer með almannatengsl hefur viðurkennt að hafa fengið þús- undir af kvörtunarbréfum frá almenningi. I flestum tilvikum hefur verið kvartað yfir ríkis- verzlununum, sem virða oft að vettugi hinn opinbera opnunar- tíma og fastar verðákvarðanir. Þá leikur starfsfólk í verzlunum gjarnan þann ljóta leik að fela fágætan varning og selja hann undir borðið með vænni álagn- ingu. Neytendur í Tékkóslóvakíu búa við stöðugan vöruskort. Ómögu- legt er að sjá fyrir um, hvaða vörutegundir mun næst vanta á markaðinn, en það geta verið allskonar nauðsynjavörur, t.d. salt, edik, tannkrem og eldspýtur. Orsakir þessa vöruskorts eru einfaldlega slæleg skipulagning. Rætur spillingar standa djúpt og sjúga til sín næringu úr sósíalísku efnahagskerfi. Slíkt á sér ekki einungis stað í Tékkó- slóvakíu. Nýlega hefur Tékkum Jafnvel ráðherrar hafa fengið „opinbera viðvörun“. verið frá því greint, að fram- kvæmdastjóri landbúnaðarvéla- verksmiðju í Jicin hafi verið handtekinn, deildarstjóri útflutn- ingsfyrirtækisins Tzex hafi verið rekinn úr starfi, og stjórn fyrir- tækis eins hafi verið sagt upp í einu lagi. í öllum þessum þremur tilvikum voru hlutaðeigendur sakaðir um spillingu. Hins vegar hefur ekki verið frá því skýrt opinberlega að u.þ.b. 30 háttsettir embættismenn Komm- únistaflokksins, þ. á m. ráðherrar hafi fengið „opinbera viðvörun" frá nefnd Flokksins, er sér um aðgerðir gegn spillingu. Enda þótt engir stjórnmálaleiðtogar hafi þurft að hrökklast frá, tala þessar viðvaranir sínu máli. Sú aðgerð, sem mesta athygli hefur vakið í þessu sambandi er uppsögn Zdenek Pucek, en hann fór með yfirstjórn hattaiðnaðar í landinu. Gustav Husak þurfti að launa honum lambið gráa. Pucek var einn af þeim, sem á sínum tíma lögðu fram „sannanir" gegn Husak, sem gerðu það að verkum, að hann var dæmdur í lífstíðar- fangelsi. Nú hefur Husak þakkað fyrir sig. - SUE MASTERMAN og ANTON KOENE Af ásettu. ráöi inn í eiliföina Undirtcktir fádæma tfóðar. Félagatalan í samtökum nokkrum i Bretlandi, sem berjast fyrir þvi, að hver ok einn eigi að ráða því hvort hann tórir lengur eða skemur, tvöfald aðist á tveimur mánuðum eftir að stjórn félagsins skýrði frá því opin- berlctta, að félagsmönnum yrði sendur lítill bæklingur með ýmsum gagnleg- um lciðbeiningum fyrir þá, sem hygð- ust svipta sig lífi. Forystumenn félagsins voru bæði hrærðir og úndrandi yfir viðbrögðun- um, en cins og fyrr segir fjölgaði i félaginu um helming. úr 2000 manns i 4000, og aðeins 3 sögðu sig úr félaginu til að lýsa andúð sinni á bæklingnum. Kverið er að visu ekki fullsamið enn, en er þó væntanlegt einhvern tíma í næsta mánuði. Nichoias Reed, ritari félagsins, hefur sagt, að langflestir nýju liðsmannanna hafi gerst félagar til þess cins að komast yfir bækling- inn en hafi þó jafnframt tekið það fram, að þeir hefðu engar áætlanir á prjónunum um að binda enda á lif sitt. „Margir hafa sagt mér frá ömurlegum endalokum ættingja sinna og að þeir væru ákveðnir í að forðast það að hljóta sömu örlög,“ sagði ritarinn. Bæklingurinn verður aðeins sendur fólki. sem hefur verið í félaginu í þrjá mánuði a.m.k., og Reed sagði að ýmsar aðrar varúðarráðstafanir væru viðhafðar. T.d. þarf að líða mánuður frá pöntun þar til viðkomandi fær bókina i hendur svo að hann hafi tima til að jafna sig ef hann skyldi vera haldinn einhverju timabundnu þung- lyndi. Einnig stendur jafnvel til að senda bæklinginn i tveimur hlutum og yrði þá i íyrri hlutanum fjallað um það, sem mælir mcð og á móti sjálfsmorði og boðið upp á ráðgjöf í því sambandi. Að mánuði liðnum yrði svo seinni hlutinn sendur út þar sem sagt er frá bestu aðferðunum við að stytta sér aldur. þ.e.a.s. ef félagsmað- urinn er enn ákveðinn í að afla sér þeirrar vitneskju. Nicholas Reed. ritari félagsins, sagði að hann væri ákaflcga ánægður með viðtökurnar við bæklingnum fyrirhugaða og að enn sem komið væri hefði kirkjan ekkert látið í sér heyra. MELANIE PHILLIPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.