Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 Fiskveiðasjóður: Gengistrygging á lán útgerðarinnar TIL að greiða fyrir ákvörðun fiskverðs, sem þó hafði dregizt verulega á langinn, var útgerðar- mönnum lofað breytingum á kjörum lána úr Fiskveiðasjóði. Vcrða þau nú eingöngu gengis- tryggð, en ekki að hluta tryggð með vísitölu byggingarkostnað- ar. Fyrirhugað er að auka veru- lega á þessu og næstu árum lán úr sjóðnum til fiskvinnslunnar, en í Yfirnefnd verðlagsráðs sjáv- arútvegsins voru skoðanir skipt- ar mcðal fulltrúa kaupenda um fyrirkomulag trygginga á lánum þessum. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að yfirlýsing hefði fengizt frá ráðherra, eftir að hann hefði haft samráð við forystu- menn hinna flokkanna og þeir lýst sig sammála þeirri stefnumörkun, að lán Fiskveiðasjóðs til fiskiskipa yrðu hér eftir eingöngu gengis- tryggð, en ekki tryggð með vísitölu byggingakostnaðar. — Vextir í þessu sambandi eiga nú að verða 9% og eðlilega er þetta mikið mál fyrir marga okkar menn og jafnar aðstöðu manna, sagði Kristján. — A síðasta ári voru þessi lán 58% gengistryggð, en 42% verðtryggð með bygginga- vísitölu, sem við höfum alltaf haldið fram að væri andstætt okkar aðstöðu, þar sem okkar starfsemi hefur áhrif á gengið, en ekki byggingarvísitölu. Þess vegna er þetta eðlilegri verðtrygging að okkar mati, sagði Kristján Ragn- arsson. Martin Eyjólfsson og Árni Benediktsson, fulltrúar kaupenda í Yfirnefndinni, voru ekki sam- mála um f.yrirkomulag þessara verðtrygginga. Lét Eyjólfur bóka eftir sér, að hann væri fylgjandi gengistryggingu lánanna, en Árni mun hafa verið hlynntur því kerfi, sem var á hjá útgerðinni. Bjarni Jakobsson endur- kjörinn formaður Iðju FRESTUR til þess að skila framboðum við stjórnarkjör í Iðju. félagi verksmiðjufólks í Reykjavík rann út klukkan 11 í gærmorgun. Aðeins einn listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs kom fram og er þvi sjálfkjörið í stjórn og trúnaðarmannaráð. Bjarni Jakobsson var því end- urkjörinn formaður Iðju. í stjórn Iðju á starfsárinu 1980 eru því: Bjarni Jakobsson, formað- ur; Guðmundur Þ. Jónsson, vara- formaður; Olafur Þorbjörnsson, ritari; Jóhann Guðbjartsson, * gjaldkeri; og meðstjórnendur eru: Sigríður Skarphéðinsdóttir, Guð- mundur Guðni Guðmundsson og Unnur Ingvarsdóttir. í varastjórn eru: Ásdís Guðmundsdóttir, Magnús Guðjónsson og Hannes Ólafsson. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins frá árinu áður. Trúnaðarmannaráð Iðju er þannig skipað: Guðmunda Oddsdóttir, Guðbjörg Svein- björnsdóttir, Klara Þórðardóttir, Hjörleifur Bergsteinsson, Guð- björn Jensson, Vilborg Kristjáns- dóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Kristján Sigurðsson, Steingrímur Steingrímsson, Ásgeir Guð- mundsson og Björn Bjarnason. Varamenn eru: Sirrey Kolbeins- dóttir, Nikulás Guðmundsson, Ástríður Ólafsdóttir, Helga Brynjólfsdóttir, Þórey Hjartar- dóttir, Erna Grétarsdóttir, Úlf- hildur Geirsdóttir og Jóhann Guð- laugsson. Endurskoðendur félags- ins eru: Guðmunda Oddsdóttir og Gísli Svanbergsson og til vara Guðbjörn Jensson. Loðdýrarækt undir- þúin í Haínarfirði, Isafirði og víðar MIKILL áhugi er nú víða á loðdýrarækt og íhuga margir að hefja refa- og minkarækt. Meðal annars hafa menn á ísafirði og í Hafnarfirði kann- að möguleika á að setja á laggirnar loðdýrabú á þessum stöðum og einnig mætti nefna Skagafjörð, Strandir , Fljóts- dalshérað og Eskifjörð. Á ísafirði hefur staðið í stappi með lóð undir minkabú, en þar höfðu Karl Aspelund og fleiri hug á að byggja bú fyrir um 2000 læður. Land, sem fengist hafði undirbúið, var of nálægt mann- abústöðum samkvæmt strangri reglugerð um þetta efni og gerði Heilbrigðisnefndin á staðnum athugasemdir við staðarvalið. Verkfræðingur kaupstaðarins vinnur nú að athugun á þessu máli. I Hafnarfirði eru menn að kanna möguleika á byggingu refa- og minkabús og hafa tveir staðir einkum verið nefndir í því sambandi, annar sunnan Straums, hinn í Helgadal. Eins og áður sagði er víða mikill áhugi á loðdýrarækt og jafnvel meiri á refarækt en minka. í Skagafirði hafa bændur stofnað félag og vinna að undirbúningi stofnunar refabús. Þá eru menn á Héraði, Eskifirði og Ströndum að athuga þessi mál. Jóhann Antonsson á Dalvik um rækjumiðin við miðlinu: Jón Hermannsson, framleiðandi myndarinnar, heilsar bíógestum á Dalvík. Hjá honum standa mæðginin Sigríður Hafstað og Kristján Hjartarson sem fara bæði með hlutverk í „Land og synir“. „Land og synir64 fékk góðar móttökur á Dalvik Jón Hermannsson, framleið- andi myndarinnár, ávarpaði kvikmyndahúsgesti áður en frumsýningin hófst og þakkaði þeim m.a. fyrir veittan stuðning við gerð myndarinnar og kvaðst vona að þeim líkaði árangurinn vel. Meðan á sýningunni stóð Dalvíkurbíó var þétt setið á frumsýningunni á „Land og synir“ 8.1. heyrðust við og við hlátrasköll föstudagskvöld. Ljósm. Mbl. RAX. staði nema hvað þeim fannst ekki nógu gott að hljóð og mynd fóru ekki saman á köflum. í gær var „Land og synir“ sýnd fjórum sinnum í Dalvíkurbíói og var þegar á föstudagskvöldið búið að selja marga miða á allar sýningarnar. I dag verður byrjað að sýna kvikmyndina í Borgar- bíói á Akureyri. Dalvíkurbíótroðfullt á frumsýningunni Frá Rannveigu Nielsdóttur. blaöamanni Mbl. á Dalvik. DYNJANDI lófatak kvað við í Dalvíkurbíói að lokinni frum- sýningu á „Land og synir“ s.l. föstudagskvöld. Bíóið tekur 138 manns í sæti en var meira en fullt á frumsýningunnkog má gera ráð fyrir að um 150 manns hafi verið í Dalvíkurbíói á föstudagskvöldið, allt fólk sem á einhvern hátt tóku þátt í gerð myndarinnar. Þeir sem ekki fengu sæti leituðu sér að kollum eða stólum eða jafnvel stóðu. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem frumsýnt er í Dalvíkurbíói. þegar ókunnugir sáu ekkert til að hlæja að. Munu kvikmynda- hússgestir á Dalvík þá hafa séð sjálfa sig, vini eða ættingja í annarlegum gervum, að þeim fannst. Að sýningunni lokinni var það samdóma álit gestanna, að þeim hefði líkað myndin vel í alla $ameiginleg auðlind Islands og Grænlands Dalborg hefur verið á þorskveiðum undanfarið — Það er öllum ljóst, sem þessum málum eru á annað borð kunnugir, að rækjan, sem er þarna við miðlínuna, fer á milli svæða eftir því hvernig aðstæður eru í sjónum. Þetta er sameigin- leg auðlind íslendinga og Græn- lendinga og þessi gjöfulu mið fundust í leiðangri Dalborgar 1978 og hafa verið þróuð að mestu af okkar mönnum. Svæðið er hins vegar lítið sem ekki rannsakað og það er auðvelt að eyðileggja þessi mið ef EBE-lönd og þeir, sem þau semja við, fara að stunda þessi mið og ofgera þeim. Þessi mið eru og eiga að vera sameiginleg auðlind íslend- inga og Grænlendinga. Þetta sagði Jóhann Antonsson, framkvæmdastjóri á Dalvík, en eins og fram kom í Mbl. í gær var rækjutogarinn Dalborg tekinn að ólöglegum veiðum Grænlandsmegin miðlínu 10. desember síðastliðinn. — Reyndar fæ ég ekki skilið hvers vegna Morgunblaðið er að birta þessa frétt núna, 1% mánuði eftir að þetta gerðist, sagði Jóhann. — Mér finnst, að umræður um þessi mál eigi ekki að fara fram í fjölmiðlum. — Þetta eru erfið mið og okkar skip er of lítið og útilokað að halda því einskipa á þessum miðum yfir vetrarmánuðina. Síðari hluta síðari árs lágu straumaskil vestar heidur en árið á undan og rækjan færði sig einnig vestar. Þennan dag í des- ember, sem skipið var tekið, lá ís yfir aðalveiðisvæði Dalborgar og hún svifaði því vestar á bóginn, en að sjálfsögðu er aðalveiðisvæði okk- ar við miðlínuna hérna megin. — Það er óskylt þessu einstaka máli, að skipið hefur ekki farið á þessar slóðir síðan og er einkum vegna þess hve erfið miðin eru. Það er rétt að Dalborgin hefur ekki farið á rækju síðan þetta gerðist og verið á þorskveiðum undanfarið. Okkar áhugi beinist að því, að þessum miðum verði ekki ofgert, en þau eru ein þau beztu hér við land. Rækjan er þarna við miðlínuna og því er nauðsynlegt í ákveðnum tilfellurn að við höfum heimild til að veiða á ákveðnum svæðum Grænlandsmegin línunnar, sagði Jóhann. Norðmenn voru á rækjuveiðum þarna á síðasta ári og munu hafa haft réttindi til rækjuleitar frá EBE. Þeir hafa þó gert meira en að leita og hafa hundruð tonna af rækju af þessum miðum komið frá þeim á markaði, en þessi rækja sker sig úr annarri rækju af N-At- lantshafsslóðum vegna stærðar og gæða. Morgunblaðið hefur heyrt, að Norðmenn hafi kvartað yfir veiðum Dalborgar á þessum slóðum, þ.e. Grænlandsmegin miðlínunnar. ÍR — Valur í Hagaskóla ÍR og Valur munu í dag leika í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Hagaskóla og hefst leikur þeirra klukkan 13.30. í Morgunblaðinu í gær var sagt, að leikurinn færi fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans en svo verður að sjálfsögðu ekki. Aðeins stúdentar leika í Kennaraháskólan- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.