Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 19 Hlaupagarpur með lungna- krabba JESSE Owens, hinn frægi bandaríski hlaupagarpur, sem vann fjögur gullverðlaun á 01- ympiuleikunum 1936, var lagður inn á sjúkrahús í Tucson til meðhöndlunar vegna lungna- krabbameins, að því er læknir Owens sagði.Owens er nú 66 ára að aldri. A Olympiuleikunum 1936 neitaði Hitler að óska Owens til hamingju, vegna þess að hann var svertingi. Þrjátíu og sex árum síðar, þ.e. á leikunum í Munchen 1972 var Owens heiðursgestur. Frakklands- forseti fékk konunglegar mótt- tökur hjá Indiru Nýja Delhi 25. jan AP. GISCARD dtEstaing for- seti Frakklands kom í morgun í opinbera heim- sókn til Indlands, fyrsta slík för fransks þjóðhöfð- ingja og fékk hann mjög virðulegar og hlýjar mót- tökur. Með forseta er kona hans, nokkrir ráðherra hans og alls eru i föruneyti hans sjötíu manns. Reddy forseti Indlands og Indira Gandhi forsætisráðherra voru meðal þeirra sem fögnuðu Giscard á flugvellinum. í ávarpi Frakklandsforseta þar kvaðst hann hylla lýðræðið sem hefði rétt nýlega sannað styrk sinn í Indlandi. Hann sagðist koma til Indlands þegar erfiðleik- ar væru og viðsjár í þessum heimshluta, en vonandi gætu við- ræður hans og indverskra leiðtoga átt einhvern þátt í því að bálið æstist ekki enn. Reddy Indlandsforseti fór lof- samlegum orðum um Frakklands- forseta fyrir dirfsku og frum- kvæði, sem hann hefði margsinnis sýnt, heimi til ávinnings. Delhi er fagurlega skreytt í tilefni komu Giscards. Hann mun dvelja í Indlandi í fimm daga. F I A T 127 ÁRGERÐ 1980 er nú fullkomnari en nokkru sinni fyrr. FIAT 127 er löngu landskunnur fyrir gæði. Hann er framhjóladrifinn bíll, sem hefur óvenju góða aksturseiginleika. FIAT 127 er sparneytinn bíll, sem hentar ótrúlega vel íslenzkum aðstæðum. Fiat 127 kostar frá kr. 3.770 þús. — 4.100 þús. SINDRA STALHR NYTT Eirpípur einangraöar meö plasthúö. Þær eru sérlega meöfærilegar og henta vel til notkunar við margs konar aöstæöur, t.d. á sjúkrahúsum. Pípurnar fást í rúllum, 10—22 mm sverar. Auk þess höfum viö óeinangraðar, afglóöaöar eirpípur, 8—10 mm í rúllum og óeinangraöar eirpípur 10—50 mm í stöngum. — Aukin hagkvæmni. — minni kostnaður, — auöveld vinnsla. Borgartúni31 sími27222 Mosfellssveit Aöalfundur Sjálfstæöisfélags Mosfellinga veröur haldinn í Félags- heimilinu Hlégarði fimmtudaginn 31. janúar n.k. kl. 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Gestir fundarins veröa alþingismennirnir Salome Þorkelsdóttir, Matthías Á. Mathiesen og Ólafur G. Einarsson. Stjórnin. AKAI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.