Morgunblaðið - 27.01.1980, Page 24

Morgunblaðið - 27.01.1980, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 KVIKMYNDAHEIMURINN Fyrirsæía fer á kostum í Hollywood KVENRÉTTINDABARÁTTA undanfarinna ára virðist að mestu hafa farið framhjá ráðamönnum í Hollywood, því aö þar standa menn á öndinni af hneykslun vegna þess að kona hefur verið ráðin í áhrifastöðu. Hún heitir Sherry Lansing og er 35 ára að aldri og fyrir skömmu var hún skipuð framkvæmdastjóri kvik- myndagerðardeildar fyrirtækisins 20th Century Fox. Hún verður fyrsta konan, sem stjórnar kvik- myndaframleiðslu hjá meirihátt- ar kvikmyndaveri í heiminum. Sherry Lansing hóf störf sem stærðfræðikennari, en sneri sér síðan að fyrirsætustörfum og kvikmyndaleik. Þar átti hún reyndar fremur stutta viðdvöl, en árum saman samdi hún kvik- myndahandrit fyrir MGM. Nú er hún í hópi tekjuhæstu kvenna í Bandaríkjunum. Árstekj- Lansing — 300.000 dalir á ári ur hennar eru 300.000 dollarar fyrir utan launauppbætur, en þær gætu numið milljónum dollara á ári, ef mikill fjárhagslegur ávinn- ingur yrði af myndum hennar. Hjá Fox mun hún stjórna kvik- myndaframleiðslu, sem a.m.k. 100 milljónir dollara eru lagðar í árlega. Undanfarið misseri hefur ríkt mikið upplausnarástand hjá Fox í kjölfar uppsagnar Alan Ladd jr. fyrrum framkvæmdastjóra. Hann annaðist m.a. framleiðslu á Stjörnustríði, en eftir það kastaðist í kekki milli hans og peningamanna fyrirtækisins vegna launagreiðslna. Ladd stjórnar nú eigin kvikmyndafyr- irtæki. Ýmsir minni spámenn í Holly- wood hafa mikið álit á Sherry Lansing. En hinu hefðbundna karlveldi í Hollywood verður ekki kollvarpað þegjandi og hljóða- laust. Þar eiga konur að vera stjörnur, smástirni, ritarar eða stöðutákn. Þeim finnst það jaðra við byltingu að setja konu í áhrifastöðu. „Þetta er bara vitleysa" sagði einn af kvikmyndajöfrunum í Hollywood um ráðningu Sherry Lansing." Eftir útistöðurnar við Ladd vildu peningamennirnir fá einhvern, sem þeir gætu haft í fullu tré við, og þess vegna drógu þeir þessa stelpu upp. Sherry hefur í höndunum samn- ing til þriggja ára. Þann tíma mun hún sjálfsagt nota vel til þess að sýna gömlu skörfunum, að karl- veldishugmyndir þeirra séu ræki- lega úr sér gengnar. - WILLIAM SCOBIE HERNAÐUR Ennfremur mátti að minnsta kosti einn sovéskur generáll taka til fótanna Kolwesikappar kvikmyndaðir FYRIR nokkru var frumsýnd í Frakzklandi mynd, sem fjallar um hetjudáðir franskra hermanna þeg- ar þeir björguðu hvítu fólki frá borginni Kolwezi í Suður -Zaire fyrir rúmu hálfu öðru ári. Líta má á myndina sem nokkurs konar réttlæt- ingu á stefnu Frakka og afskiptum þeirra af málefnum Afríkuríkja. Kvikmyndin, „Stokkið út yfir Kolwezi", var upphaflega aðeins framtak nokkurra manna en þegar franski herinn hafði Ijáð framleið- endunum bæði hergögn og hermenn undir því yfirskini, að hér gæti verið um að ræða „þátt í eðlilegri þjálfun", má segja, að fyrirtækið hafi verið orðið meira en hálfopinbert. í franska blaðinu Figaro, sem er hlynnt stjórnvöldum, segir, að myndin hafi „uppörvandi boðskap að flytja á þessum síðustu og verstu tímum" og endurspeglar það vel áróður myndarinnar. I myndinni er einnig tekið undir þær staðhæfingar talsmanna hersins, að Frakkar með sínum 500 fallhlífarhermönnum hafi gert að engu áætlanir tveggja sov- éskra hershöfðingja í Angola, Vass- SPÍTALALÍF FRÁ því var sagt í breskum blöðum fyrir skömmu, að bóndi nokkur í Suffolk hefði gengið með læknis- tengur innvortis í heilt ár án þess að kenna sér nokkurs meins. Hann er þó síður en svo nokkurt einsdæmi. Annar fyrrverandi sjúklingur var með sams konar verkfæri innan í sér í heil sautján ár og var við hestaheilsu allan tímann. Margir furðuðu sig þó enn meira á því, að maðurinn, sem var með læknisáhöldin í brjóstholinu í nærri tvo áratugi, skyldi ekki höfða mál á hendur lækninum og hjúkrunarlið- inu þegar upp komst um allt saman. Dr. John Wall sem er ritari nokkurs konar samábyrgðarfélags breskra lækna, sagði að tengurnar hefðu ekki gert manninum neitt mein og hefðu ekki komið í Ijós fyrr en við röntgenmyndatöku. Maðurinn á þá að hafa sagt góðlátlega: „Mér skilst að ég hafi gengið með tengurnar í 17 ár án þess að þær hafi skaðað mig, en ef ykkur væri sama, þá vildi ég gjarna losna við þær núna.“ „Manninum voru greiddar dálitl- ar bætur og hann lét þar við sitja“, sagði dr. Wall, sem vildi ekki greina frá nafni mannsins eða spítalans þar sern aðgerðin fór fram fyir 17 árum. „Það er alls ekki svo að allir fari í mál. Þessi maður sagði t.d.: „Ég er lækninum þakklátur fyrir þessi sautján hamingjusömu ár sem eru árangur aðgerðarinnar á sínum tíma.“ Til eru jafnvel þeir sem hefðu kært sig kollótta um allt saman og borið tengurnar til dauðadags", sagði dr.'Wall. Útiá þekju í skurð- stofuiuii mín? Það kemur alltaf fyrir öðru hverju að læknar gleyma ýmsum læknistólum í iðrum sjúklinganna þrátt fyrir mikla herferð á hendur slíkum yfirsjónum, sem Samábyrgð breskra lækna hóf fyrir 15 árum undir kjörorðinu „Eitt er einu of rnikið". Öllum lækna- og hjúkrunarnem- um eru sýndar kvikmyndir og veitt- ar aðrar leiðbeiningar þar sem brýnt er fyrir þeim að passa nú vel upp á áhöldin. „Én þrátt fyrir það verð ég að viðurkenna", segir Dr. Wall, „að á hverju ári kemur það fyrir þetta 10—20 sinnum að læknar eða hjúkrunarfólk skilja eitthvað eftir innan í sjúklingi." Á árinu 1978 voru tilfellin 18. Oftast nær er um að ræða þurrk- ur eða bómullarhnoðra, sem nú orðið eru ofnir málmþræði þannig að sjá má þá á röntgenmynd. Aðeins fimm eða sex sinnum er um að ræða tengur, sagði dr. Wall. Ekki ósjaldan kemur það fyrir, að hlutar úr læknisáhöldum eru skildir eftir og má í því efni minna á konuna, sem gekk undir uppskurð við æðahnútum, en verkfæri, sem voru notuð til að fjarlægja æða- hnútana, voru skilin eftir í henni. Konan hafði þetta að segja um yfirsjón læknisins: „Ég er þér ekki aðeíns innilega þakklátur fyrir að fjarlægja æðahnútana heldur ekki síður fyrir að fjarlægja verkfærið." Hún fór ekki í mál við lækninn. Læknar hafa bent á að oft er ýmsum hlutum komið fyrir í líkam- anum án nokkurra óþæginda fyrir sjúklinginn og benda t.d. á að sumir eru með mjaðmarliðinn úr málmi. —DENNIS BARKER. AFGANISTAN Meðfylgjandi lýsing á at- viki úr harmleiknum í Afganistan er skrifuð af breskum blaðamanni sem var sjónarvottur að at- burðinum. Reiðir og grátandi Afganir, menn og konur, létu ekki Kal- ashnikov-riffla rússnesku her- mannanna aftra för sinni þegar þeir ruddust á dögunum inn í stærsta fangelsið þar í landi til að frelsa ættingja sína og vini, sem ekki höfðu orðið náðarinnar aðnjótandi þegar Karmal forseta þóknaðist að láta nokkra sam- fanga þeirra lausa. Árásin á Pole Chowkri-fang- elsið hófst skömmu eftir að 118 föngum hafði verið troðið í rútu- bíla, sem síðan fluttu þá frá þessum dapurlega stað út í frels- ið fyrir utan. 2000 Afganir þyrpt- ust að bílunum þegar út var komið og reyndi hver sem betur gat að bera kennsl á þá, sem í bílunum voru. Flestir urðu fyrir vonbrigðum. Margir grétu og brátt tók fólkið að hrópa ókvæð- isorð að afgönsku hermönnunum, sem voru á verði úti fyrir fang- elsinu. Rússnesku hermennirnir horfðu á ósnortnir frá virkis- garðinum eða þaðan sem þeir stóðu bak við rammgert stál- grindahlið. Fólkið færðist nær, steytti hnefana og móðurinn svall því í brjósti. Fimmtán ungir menn klifruðu upp á hliðið og hrópuðu reiðilega að hermönnunum fyrir innan. Múgurinn lagðist nú á hliðgrindurnar, ungu mennirnir létu sig falla til jarðar inni í fangelsisgarðinum og skyndilega lét lásinn undan. Með sigurópi þusti fólkið inn í fangelsisgarðinn, framhjá rússn- esku hermönnunum sem vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Brátt var fólkið komið að öðru hliði, sem var fyrir fangelsinu sjálfu. Þetta hlið var umsvifa- laust brotið niður. Þegar hér var komið mættu fólkinu rússneskir hermenn, sem beindu byssunum að því og virtust til alls líklegir. I fyrsta skipti kom nokkurt hik á hópinn. Foringi í afganska hernum klifraði upp á dálítinn vegg þar nærri og hvatti fólkið til að hverfa á braut. „Það eru aðeins átta fangar eftir í fangelsinu," sagði hann. Fólkið lét í ljós fyrirlitningu sína og sagðist ekki trúa orðum hans. Vopnuð, rússnesk þyrla hnitaði hringi yfir fólkinu og hvarf síðan. Ungur maður, með grát- stafinn í kverkunum, sagði: „Bróðir minn er hér inni. Hann var handtekinn fyrir ári síðan.“ Hvers vegna hafði Karmal for- seti ekki náðað hann? „Hann fékkst við verslun," svaraði for- inginn. Það er erfitt að svara því hvers vegna rússnesku hermennirnir létu ekki til skarar skríða gegn fólkinu. Um stund virtist sem þeir ætluðu að láta vopnin skakka leikinn en áður en nokk- urn varði var fólkið komið fram- hjá þeim, að fangelsisklefunum sjálfum þar sem það sparkaði og barði í hurðarnar og reyndi að komast inn. Aðrir reyndu að brjótast inn bakdyramegin. Grjóti var kastað í klefagluggana og glerbrotunum rigndi niður. Staurar og raftar, sem notaðir höfðu verið við byggingar- framkvæmdir í fangelsinu, voru notaðir sem hurðabrjótar. I fyrsta klefanum, sem brotinn var upp, reyndust vera 40—50 menn og mannfjöldinn fagnaði ákaflega þegar þeir stauluðust út í dagsljósið, sumir fölir og utan við sig, aðrir grátandi. Ég sá um það bil 12 fanga látna lausa og var farið með þá að aðalhliðinu. Þeir voru þó enn fleiri sem enn voru lokaðir inni á bak við aðrar og sterkari dyr. Nú voru nokkrir komnir upp á þak fangelsisins þar sem þeir reyndu að spenna upp bárujárnið með járnstöngum og staurum. í þeim hluta fangelsisins, sem fólkið hafði á valdi sínu, var lagt til atlögu við einn vegginn til að komast að föngunum fyrir innan. í gegnum dálitið gægjugat á hurðinni sá ég fangana eigra fram og aftur um klefann og hvetja fólkið með háværum hrópum til að láta einskis ófreistað til að frelsa þá. Af þaki nálægrar fangelsis-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.