Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980
AKAI
SINDRA
STALHF
Fyrirliggjandi i birgðastöð
PRÓFÍLPÍPUR
□ [ZU c
□ □ CZD □
czoizzk:
Fjölmargir sverleikar.
Borgartúni31 sími27222
Grafið fyrir nýju skolpleiðslunni. Herstöðin í baksýn. Ljósm. Arnór.
Skolpleiðsla lögð
frá herstöðinni á
Sandgerðisheiði
Gardi, 25. janúar.
MIKLAR framkvæmdir standa
nú fyrir miðja vegu milli Garðs
og Leiru. Er þar verið að leggja
skolpleiðslu frá herstöðinni sem
staðsett er á Sandgerðisheiði og í
daglegu tali nefnd Rockviile.
Það var á síðasta ári sem
frárennsli stöðvarinnar komst í
hámæli, m.a. í blöðum. Héldu
Sandgerðingar því fram að vatns-
ból þeirra og Garðmanna væru í
hættu en engin skolpleiðsla var þá
frá Rockville, aðeins rotþró með
frárennsli. Lak síðan ófögnuður-
inn niður alla móa.
Það eru verktakarnir Islenzkir
aðalverktakar sem sjá um verkið.
Leiðslan verður um 3 kílómetrar
að lengd og mun liggja út í sjó eins
og reglur segja til um. Leiðslan
verður úr plasti 6—10 tommur
með dælubúnaði en hún liggur
uppimóti á kafla. Milli 20 og 30
manns vinna við framkvæmdirn-
ar. Þessar upplýsingar eru fengn-
ar hjá Stefáni Ólafssyni verk-
stjóra hjá íslenzkum aðalverktök-
um.
-O-
Sveitarstjórinn í Garði hefir
boðað til borgarafundar um fjár-
hagsáætlun Garðahrepps fimmtu-
daginn 31. janúar . Er Jjetta árviss
viðburður í þorpinu. I fyrra fjöl-
menntu þorpsbúar og væntanlega
fer svo einnig nú.
Arnór.
Fjárhagsáætlun Kópavogs:
Niðurstöðutölur eru
rúmir 5 milljarðar
Lögð hefur verið fram fjárhags-
áætlun Kópavogs og eru niður-
stöðutölur hennar alls 5 milljarð-
ar og 193 milljónir króna. Helstu
tekju og gjaldaliðir eru sem hér
segir:
Tekjur: Utsvör 2,9 milljarðar,
fasteignaskattar 737 m. kr.,
aðstöðugjöld 370 milljónir, jöfnun-
arsjóður sveitarfélaga 668 milljón-
ir og dráttarvextir um 200 milljón-
ir.
Af helstu gjaldaliðum má nefna:
Félagsmál rúmur 1,2 milljarðar
króna, fræðslumál 883 milljónir,
stjórn kaupstaðarins 293 milljónir,
ýmis rekstrarkostnaður t.d. við-
hald gatna o.fl. 619 milljónir,
stofnkostnaður 709 milljónir,
framlag til SVK 245 milljónir og
vextir 370 milljónir.
Meirihlutinn í bæjarstjórn
Kópavogs, Alþýðubandalagið,
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur, reyndi að fá fjárhagsáætl-
un bæjarins fyrir 1980 tekna inn á
dagskrá bæjarstjórnarfundar
síðustu viku með afbrigðum, en
hennar var ekki getið á dagskrá
fundarins. Minnihlutinn fulltrúar
Sjálfstæðisflokks, S-lista og
K-lista greiddu atkvæði gegn því
að afbrigðið yrði veitt og varð því
ekki af því, þar sem % atkvæða
þurfti með, eða nákvæmlega, 7,33
atkvæði, en fulltrúar meirihlutans
eru 7 talsins.
Fulltrúar minnihlutans létu gera
eftirfarandi bókun, þar sem þeir
gera grein fyrir mótatkvæðum
sínum:
Fjárhagsáætlun var ekki sett á
dagskrá þessa fundar bæjarstjórn-
ar. I fundargerð bæjarráðs 15.
þessa mánaðar er dagskrá þessa
bæjarstjórnarfundar bókuð og þar
er fjárhagsáætlunar ekki getið.
Þrátt fyrir það hafði bæjarstjóri
rétt til að setja fjárhagsáætlunina
á dagskrá þessa bæjarstjórnar-
fundar. Þann rétt nýtti hann sér
ekki. Af þessum orsökum töldum
við bæjarfulltrúar minnihlutans
eðlilega að fjárhagsáætlun væri
ekki á dagskrá þessa fundar, þrátt
fyrir það að áætlunin hafi verið
lögð fram í bæjarráði og send
bæjarfulltrúum með dagskrá, enda
alvanalegt að bæjarfulltrúum séu
send ýmis gögn til upplýsingar. Við
vísum til umræðna á bæjarstjórn-
arfundi í desember sl. vegna þess
að meirihluti bæjarstjórnar lagði
ekki fram fjárhagsáætlunina í
desember, eins og lög og reglugerð-
ir mæla fyrir um, og einnig til þess
rökstuðnings, sem bæjarfulltrúar
meirihlutans færðu fram fyrir
þeirri ráðstöfun og bendum á, að
engar forsendur í þjóðfélaginu og
efnahagsmálum þjóðarinnar hafa
breytzt síðan í desember 1979, er
gefi tilefni til gerðar fjárhagsáæt-
lunar í janúar 1980 frekar en í
desember 1979. Fjárhagsáætlun
sveitarfélags á hverjum tíma er
slíkt meginmál, að við teljum
óviðunandi að meirihluti taki hana
á dagskrá bæjarstjórnarfundar
fyrirvaralaust með afbrigðum
viljum við ekki standa að því að
innleiða í bæjarstjórn Kópavogs
slíkt ótakmakað virðingarleysi
fyrir bæjarmálasamþykkt kaup-
staðarins.