Morgunblaðið - 27.01.1980, Page 22

Morgunblaðið - 27.01.1980, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 Hér fer á eftir ræða, sem Ellert B. Schram, íormað- ur Fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélajíanna í Reykjavík, flutti á aðalfundi Full- trúaráðsins í fyrrakvöld: Á siðasta ári dró enh til tíðinda í íslenskum stjórnmálum. Eftir stuttan, stormasaman og stefnu- lausan valdaferil í 13 mánuði, leystist ríkisstjórn Ólafs Jóhann- essonar upp í október sl. og gengið var til kosninga í desember. Það voru þriðju kosningarnar á tveim- ur árum, svo fyrir samtök eins og Fulltrúaráðið, sem bera hita og þunga alls kosningastarfs sjálf- stæðismanna í Reykjavík, hefur verið ærið að starfa. Úrslit borgarstjórnarkosn- inganna og alþingiskosninganna 1978 voru mikið reiðarslag fyrir sjálfstæðismenn. Flokkurinn tap- aði meirihluta sínum í borginni og fékk í þingkosningunum lægra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Við lágum eftir í sárum og þeir voru margir sem virtust albúnir til að veita okkur náðarhöggið. Þetta var erfitt tímabil fyrir Sjálfstæð- isflokkinn sem gat sér litla vörn veitt gegn óvæginni gagnrýni utan sem innan flokksins. Hið sterka vígi í Reykjavík hafði glatast, fylgið var í lágmarki. Sjálfstæð- ismenn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, voru óviðbúnir slíku áfalli og það kostaði átak og baráttuþrek að rétta úr kútnum. Það tókst þó, vegna þess að Fulltrúaráðið reyndist vandanum vaxið. Auðvitað er innan þess ágreiningur um menn og þar eru skiptar skoðanir um vinnubrögð og málefni, en menn stóðu saman um það sem mestu máli skipti, Sjálfstæðisflokkinn sjálfan. Á sl. vetri fóru fram opinskáar og hreinskilnar umræður, vinnu- brögð voru tekin til endurskoðun- ar og uppgjöf var orð sem menn þekktu ekki. Vandi Sjálfstæðis- kosningaúrslit. Ef menn vildu setja kosningaúrslitin í sögulegt samhengi væri frekar ástæða til að komast að hinni dapurlegu niðurstöðu, að kosningarnar í vet- ur hafi staðfest minnkandi kjör- fylgi og áhrif Sjálfstæðisflokks- ins. En svo alvarlegar ályktanir megum við ekki draga, þótt svo við sleikjum sár okkar í augnablikinu. Ellert B. Schram: drög að henni lögð fyrir þingflokk, frambjóðendur og miðstjórn en það var á síðustu stundu og gaf frambjóðendum mörgum hverjum tækifæri til að afneita henni eða mótmæla. Rétt er þó að minna á, að þau heyrðust fyrst eftir á. Stefnumótunin var hrá og ekki nægilega yfirveguð eða slípuð. Þó var ekki annað að heyra en leiftursóknin fengi góðar undir- tektir í röðum sjálfstæðismanna. I henni fólst bæði hugrekki og hreinskilni og hún var tvímæla- laust afdráttarlaus og útfærð yfir- lýsing um aðgerðir i einstökum atriðum. Með þessum orðum er ég ekki að leggja blessun mína yfir þessa stefnu í einu eða öllu, en ég er að lýsa tilurð hennar, því ég tel það hugleysi að afneita leiftursókn- inni, jafnframt því sem það væri heimskulegt að viðurkenna ekki galla hennar. Og gallarnir reyndust margir. Eg tel það misskilning þegar því er haldið fram, að okkur hafi ekki unnist tími til að koma stefnunni á framfæri. Ég held einmitt að henni hafi verið hafnað, vegna þess að fólk vissi hvað við sögðum en skildi ýmist ekki svörin eða beinlínis hræddist þau. Það var áberandi í kosningabar- áttunni hvað fólk spurði mark- vissara og áleitnara eftir því sem á leið. Fólk skildi ekki hvernig það dæmi átti að ganga upp að gefa verðlag frjálst á sama tíma og verðbólga átti að hverfa á svip- verið of síðbúin og lítt unnin. Hitt er rétt að hafa í huga, að það er betra að vinna til trausts fylgis vegna skýrrar stefnu, heldur en skyndivinsælda með loforða- glamri. En stefna, hversu skýr sem hún er, má ekki vera svo fráhrindandi að allt lausafylgið, miðjuhópurinn hja ísl. kjósendum fælist frá okkur. Stefnan má hvorki vera íhaldsöm né heldur lýðskrum. Og Sjálfstæðisflokkur- inn hefur aldrei verið slíkur flokk- ur. I rauninni er það ekki réttnefni að kalla leiftursóknina íhalds- sama. Hún var miklu fremur frjálshyggjustefna, sem sló svo langt til hægri, ef nota má það orð, að markaðslögmál, afdrátt- arlausar kennisetningar og til- litsleysi til rótgróinna viðhorfa sátu í fyrirrúmi. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, að einblína á bókstafstrú, hvort sem hún er til hægri eða vinstri. Fræðikenningar eru til leiðbeiningar en ekki átrún- aðar. I rauninni er mér afar illa við hverskonar nafngiftir til handa Sjálfstæðisflokknum. Hann er ekki íhald, hægri- eða frjáls- hyggjuflokkur. Hann er ekki miðjuflokkur. Hann er Sjálfstæð- isflokkur með sjálfstæðisstefnu. Samband frjálslyndis, sterkra ein- staklinga, ólíkra viðhorfa. Sjálf- stæðismenn hafa það sameiginlegt að vera andvígir alræðiskenning- um, ofstjórn og öfgum. Kjósend- um Sjálfstæðisflokksins er réttur og sléttur almenningur, víðsýnt og kreddulaust fólk, sem hafnar Prófkjörin Ekkert eitt atriði hefur ýtt eins mikið undir þá ógæfulegu þróun eins og prófkjörin. Þau hafa verið góð til síns brúks, að því leyti að klíkuskapur heldur ekki lengur hlífiskildi yfir gagnlausum fram- bjóðanda og ef til vill eru fáar leiðir finnanlegar, sem geta komið í staðinn. En ég minni á, að prófkoskningar breyta engu til eða frá um minna eða meira fylgi í kosningunum sjálfum. Við höf- um viðhaft prófkosningar allar götur frá 1970 með einni undan- tekningu. Á þeim tíma hafa farið fram fernar þingkosningar. Stærsta sigurinn vann Sjálfstæð- isflokkurinn 1974, en þá var ekk- ert prófkjör viðhaft. Prófkosningar eru orðnar að átökum og persónulegu kapp- hlaupi tiltölulega fárra manna. Samherjar berast á banaspjótum, bítast um sæti og beita áður óþekktum vinnubrögðum. Sífellt færri og færri menn, sem til forystu eru fallnir sækjast eftir þáttöku i prófkjöri. Forysta flokksins þrengist. Áhrifastöður safnast á fárra manna hendur. Menn taka eigin metorð og valda- streitu fram yfir flokk sinn og hugsjónir. Þetta er óglæsileg mynd, sem hér er dregin upp, en hún er því miður sannleikanum samkvæmt. Hún er ekki sögð vegna persónu- legs biturleika eða gremju, því að mínar gerðir varðandi fram- boðsmál voru að sjálfsdáðun, en sá Látum ekki verð- bólguupplausn og sýn stundarerfiðleika villa okkur Prófkosningar orðnar að átökum og persónulegu kapphlaupi fárra manna flokksins liggur ekki í því að þar fáist ekki áhugasamt og duglegt fólk til starfa. Fulltrúaráðið er hinsvegar í hlutverki vélamanns- ins, sem mokar kolum eða knýr vélar, án þess að fá nokkru ráðið um stefnu eða útlit skipsins. Það hefur verið í höndum annarra. Kosningarnar í desember voru á óvenjulegum tíma en komu okkur ekki í opna skjöldu hvað varðar skipulag og kosningastarf. Við höfum gert ráð fyrir að kosningar myndu skella á með litlum fyrir- vara. Kosningavélin var vel smurð, fleira fólk bauð sig fram til starfa, en hægt var að nýta, og áhugi meiri en þekkst hefur um langan tíma. Mun meiri samræm- ing og verkaskipting var nú á milli miðstjórnar, sem hefur yfirum- sjón með kosningabaráttunni á landinu öllu og Fulltrúaráðs- skrifstofunnar, sem stjórnaði kosningabaráttunni í Reykjavík. Skipuð var sérstök áróðursnefnd, sem annaðist auglýsingar, áróður, greinarskrifum og vinnustaða- fundum frambjóðenda. Þessi verkaskipting var tvímælalaust til bóta, enda flestir sammála um að kosningabaráttan hafi skipulags- lega séð verið betur rekin en nokkru sinni fyrr. Sjálfstæðismenn voru bjartsýn- ir í kosningabaráttunni og gengu vígreifir til leiks. Skoðanakannan- ir báru það með sér að veruleg fylgisaukning myndi eiga sér stað og starfið einkenndist af krafti og sóknarhug. Af þessum sökum urðu vonbrigðin meiri en ella og verða ekki túlkuð öðru vísi en ósigur, þrátt fyrir betri kosningar nú, en árinu á undan. Og auðvitað væri það mikil sjálfsblekking að telja sjálfum sér trú um, að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi ekki tapað með því að einblína á þessi tvennu Hverjar eru ástæðurnar? En hverjar eru þá ástæðurnar fyrir því, að fylgið varð ekki meir en raun bar vitni? Þeir eru margir spámannlega vaxnir þessar vik- urnar, sem hafa hin vísu svör á reiðum höndum. Það stendur sjaldnast á þeim útskýringum, sem flestar ef ekki allar finna sökudólginn í öðrum en þeim sem kveða upp dóminn. Áður en ég tilnefni minn sökudólg vildi ég fara nokkrum orðum um þá ásteit- ingarsteina, leiftursóknina og flokksforystuna, sem helst hafa verið á milli tannanna á mönnum. Fyrst er það leiftursóknin. Vildi ég þá minna á, að eitt helsta gagnrýnisatriðið á kosningabar- áttu Sjálfstæðisflokksins 1978 var, hversu stefnuskrá flokksins í efnahagsmálum var óljós og loðin. Þetta kom fram bæði í ræðum og ritum manna. Ég var sjálfur í þeim hópi sem lagði áherslu á að sagt yrði fyrir kosningar nú í desember, hvað ætlunin væri að gera eftir kosningar. Stefnuyfir- lýsing sem gekk undir nafninu „Endurreisn í anda frjálshyggju" og samþykkt var á landsfundi í maí, féll í góðan jarðveg, en varð þó hvergi nein nákvæm úttekt á ástandi og horfum, hvað þá að hún í einstökum atriðum tíundaði at- lögu gegn verðbólgu. Þess vegna varð leiftursóknin til. Að vísu voru stundu; ekki hvernig það gat farið saman að gefa vexti frjálsa, en láta verðbólgu hverfa með því að veifa hendi; ekki hvernig unnt var að forða atvinnuleysi á sama tíma sem skera átti niður opinberar framkvæmdir og fjárveitingar um 35 milljarða króna; ekki hvernig lífskjör gætu haldist óbreytt um leið og niðurgreiðslur væru felldar niður eða stórlækkaðar; ekki hvernig vinnufriður og atvinnu- öryggi héldist, þegar vísitölubæt- ur skyldu afnumdar í bullandi verðbólgu. Og það hjálpaði ekki til, þegar forystumenn og frambjóðendur voru með ótímabærar yfirlýsingar sem vöktu tortryggni eða gerðu tillögurnar lítt trúverðugar. Almenningur gat heldur ekki gert það dæmi upp hvernig leiða átti þessa leiftursókn til sigurs undir forystu þess flokks sem hafði ekki náð neinum tökum á verðbólgu á fjögurra ára stjórn- arferli sem lauk rétt rúmlega ári áður. Sá flokkur, okkar flokkur, hafði heldur ekki komið almenn- ingi fyrir sjónir sem samhentur og einhuga. Þvert á móti voru helstu fréttir úr herbúðum Sjálfstæð- ismanna, hatröm prófkjör, per- sónuleg hjaðningavíg og opinber klofningsframboð. Síðbúin stefna Að þessu mun ég víkja síðar, en ég er þeirrar skoðunar að um leið og það hafi verið rétt að setja fram skýra og glögga stefnu í kosningabaráttunni, þá hafi hún stéttastríði, öfgaskoðunum eða al- þjóðlegum fræðikenningum. Þeir vilja velferð og öryggi og viður- kenna hlutverk ríkisins í þeim efnum. Þeir styðja frelsi og fram- tak og viðurkenna þýðingu at- vinnulífsins að því leyti. Sjálf- stæðismenn vilja efla sinn flokk í anda frjálsra athafna og félags- legra umbóta. Þetta hefur að mínu mati ekki hreyst. Við skulum varast að draga þær niðurstöður af kosn- ingastefnuskránni nú, að hún boði einhver tímamót eða þáttaskil í stefnumörkun og pólitískri stað- setningu flokksins. Leiftursóknin var sett fram sem kosningapró- gram, neyðarúrræði vegna neyð- arástands. Sú tilraun mistókst, en e.t.v. hefur hún þó orðið til einhvers gagns, ef sjálfstæðis- menn hafa áttað sig betur en áður, á því, hvers virði hin raunverulega sjálfstæðisstefna er. Ef menn hafa lært það af leiftursókninni, kosn- ingunum og úrslitunum, að upp- hlaup af þessu tagi eru ekki til ávinnings, þá er vel. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávalt átt á að skipa hæfum forystumönnum og víðsýnum, sem hafa skilið sjálfstæðisstefnuna og túlkað hana í þeim anda, sem hér hefur verið lýst. Menn geta deilt um það hvort forystan nú hafi staðið sig á verðinum sem skyldi og er þá við miðstjórn og þingflokk að sakast í þeim efnum. Hitt er aíveg öruggt að sam- komulag, klofning og annað mis- sætti hefur ekki hjálpað til. atburður ætti þó að varpa enn skýrara ljósi á þann vítahring, sem flokkurinn verður með einum eða öðrum hætti að brjótast út úr. Sá sökudólgur sem ég bendi á vegna kosningaúrslitanna er hvorki einn einstaklingur né til- tekin leiftursókn. Sökin liggur í okkar eigin sjálfskaparvíti, flokk- urinn hefur orðið fórnardýr ör- væntingarfullra tilrauna til þess að finna patentlausnir á verð- bólguvandanum, og leiðtogar okk- ar hafa verið leiksoppar gallaðs prófkjörsfyrirkomulags. Hvort sem það er orsök eða afleiðing þá skortir mjög á í Sjálfstæðis- flokknum, ekki síst í fremstu víglínu, sannfæringu og hugsjóna- styrk, sem ýtti slíkum vandamál- um til hliðar og gerði þau minni- háttar. Flokkur sem er í pólitísku og andlegu jafnvægi þarf ekki á leiftursóknum að halda né heldur þyrfti hann að bera af því skaða, ef þeirra er á annað borð þörf. Efnahagsmálin afskræma Efnahagsmál hafa verið mið- punktur ef ekki upphaf og endir allra pólitískrar umræðu á Islandi í háa herrans tíð. Efnahagsmál afskræma pólitískt mat og ekki hafa stjórnarmyndunarviðræður að undanförnu hjálpað til. Nú eru flokkarnir farnir að framleiða tillögur í efnahagsmálum, með tilheyrandi einkunargjöf frá Þjóð- hagsstofnun, rétt eins og ágæti heilla stjórnmálaflokka verði veg- ið og metið eftir hagfræðilegum formúlum misviturra sérfræð- inga. Stjórnmálin eru miklu stærri og merkilegri en svo. Sú hringavitleysa, sem þjóðin hefur orðið vitni að upp á síðkastið,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.