Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 31 Ég þakka óvenju mörg og góð bréf, sem ógjörningur er að koma öllum til skila hér, — en eru jafn vel þegin fyrir það. Síðasti fyrripartur var ortur af því tilefni að stjórnarmyndun- arviðræður höfðu dregizt mjög á langinn: Þessi er orðin lota löng og litlu breytir Svavar. Ásgeir telur þó, að hann vilji leggja sig fram, þótt þess gæti ekki á yfirborðinu^ Kannar djúp meö stórri stöng, stingur sér og kafar. Breki Botnsdal segir, eftir að hafa kvartað undan smáu letri, svo að lesendur komist ekki hjá að kaupa stækkunargler í óða- verðbólgunni: Annan hrosshaus upp á stöng ætti að setja án tafar. Og Magnús Jóhannesson: Bolsevikka ráöin röng reynast bezt til tafar. Björg Bjarnadóttir frá Geita- bergi gerir sér lítið fyrir og lagar fyrrihlutann, svo að vísan verður þannig: Stjórnarkreppu leiö er löng lítiö hjálpar Svavar. Kommúnisminn kveðjusöng kyrjar á leiö til grafar. Hér í vörum heyrast bárur snara, Höld ber kaldan öldu vald á faldi, Saltur-veltu sultar nöltum byltir, Um sólarhjóliö róla gjólu tólin, öflugir tefla afli veiflu sveifla Og fram toga kvoga í boga voga En suma geymir svíma-drauma rúmiö, Þeir sofa ofur dofa í stofu kofa. I skýringum Sigfúsar Sigfús- sonar er þess m.a. getið, að með „sultar nöltum" sé átt við báta, tóma af fiski. — Bárður Jakobs- son hefur vísuna því næst eins og Sigfús nema eina hendinguna: „og í voga toga kvoga boga“, — og nóg um það. Síðar skrifar Bárður: „Ég var 9 ára það sumar, sem ég var smali og sendill á koti, sem heitir (hét, nú í eyði) Breiðablik í Hraundal í Nauteyr- arhreppi. Þar bjuggu þá Ásthild- ur hálfsystir mín Magnúsdóttir og Hjalti Jónsson, oft kenndur við Tungu (í Dalamynni). Hjalti var maður sérkennilegur, hafði, svo sem ég komst betur að síðar, mikla dulræna og mjög sérstaka hæfileika (fór hamförum), og sagði mér síðar margt frá reynslu sinni (sr. Jón Auðuns mun hafa reynt að fá Hjalta til að segja frá, raunar fleiri, en hann jafnan tregur). Hjalti kenndi mér þulu þetta sumar. Sagði að hún væri um manntafl: Fallega spillir frilian skollans öllu, frúin sú, sem þú ert nú að snúa, heiman laumast hrum meö slæmu skrumi, hrók óklókan krókótt tók hún flóka. Riddari studdur reiddist lyddu hræddri, réöi vaöa meö ógeöi aö peði. Biskupsháskinn blöskraöi nískum húska, í bekkinn gekk sá hvekkinn þekkir ekki. Um stafsetningu eða hvort rétt er með farið veit ég ekki né heldur tildrög þulunnar. Hún hefur setið svona í kolli mínum þessa áratugi, og ég hefi aðeins af tilviljun hitt roskinn mann í Hveragerði, sem kannaðist við þuluna, kunni ekki og vissi ekki fleira en ég. Ef þú annars vilt fá snúnar þulur, þá er ráð að líta í Vikivaka Gunnars Gunnarsson- ar, sem hefur fengið þær að láni frá Páli lögmanni Vídalín. Ein- hvern grun hefi ég um það að þessi skák-þula sé kunn, en hvar?“ Og verður nú hér frá að hverfa um sinn og einnig að geta þess, sem mér hefur borizt um „bola alinn baulu talar máli“, sem er vísa eftir Látra-Björgu eins og síðar verður að vikið. k kveður: Mælti Bjössi, sem átti búðina, „ég boraði gat hérna á súöina. Svo tók ég þaö burt, sama hvernig og hvurt. Ég er Bjorn. Og ég átti búöina.” Og svo er það fyrri parturinn: Spurning þessi komst á kreik: Hvort keypti Davíö ölið? Og væri svo gaman að fá ýmislegt meira að heyra frá lesendum Vísnaleiks. — Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal. í síðasta Vísnaleik varpaði ég fram tveim hendingum úr gam- alli vísu sem Stefán Þorláksson rámaði í, og hef fengið mörg og góð svör. Halldór Vigfússon skrifar, að ljóðlínurnar minni sig „á vestfirzku draumvísuna, sem huldukona þuldi yfir hús- freyju á bæ einum í sama mund og sonur húsfreyju var að farast ásamt öðrum bátsverjum í lend- ingu: Hér í vörum heyrist bárusnari, höld ber kaldan ölduvald á faldi, sveltupiltar söltum veltast byltum, á sólarbóli róla í njólu-gjólu. Öflgir tefla afl viö skeflurefla, sem aö þeim voga, boga, toga, soga, en sumir geyma svíma í drauma- rúmi, sofa ofurdofa í stofukofa." Halldór segist einhvern tíma hafa lært þetta í Sagnakveri Björns frá Viðfirði. Aðrir eins og Sigrún Pálsdótt- ir frá Borgarfirði eystra og Guðrún Valdimarsdóttir á Sel- fossi hafa vísuna sem næst því sem hún er í 1. hefti af íslenzkum þjóðsögum og sögnum Sigfúsar Sigfússonar bls. 75, þar sem jafnframt er gerð tilraun til að skýra hana. Hjá Sigfúsi er vísan í frásögn af „Kamptúnsköppun- um“ og er sá munur aðallega á hjá Sigrúnu og Guðrúnu að þær vilja hafa „svarra", þar sem Sigfús hefur „snara“: Síðustu sýningar á Orfeifi og Evridísi AÐEINS þrjár sýningar eru nú eftir af uppfærslu Þjóðleikhússins á óper- unni „Orfeifur og Evridís“ eftir Christoph Bluck. Ein- söngshlutverkunum þrem- ur skipta sex söngkonur með sér og verður eftir- leiðis hægt að fá upplýs- ingar í miðasölunni um það hverjar þeirra syngja hverju sinni. Sigríður Ella Magnúsdóttir og Sólveig M. Björling syngja hlutverk Orfeifs til skigtis, Elísabet Erlingsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngja Evridísi og Anna Júlíana Sveinsdóttir og Ingveldur Hjaltested syngja hlutverk ástarguðsins Amors. Auk þeirra koma Þjóðleik- húskórinn og íslenski dans- flokkurinn fram í sýningunni, en Sinfóníuhljómsveit Islands leikur undir. Stjórnandi tón- listar er Ragnar Björnsson. Leikstjóri og dansahöfundur er Kenneth Tillson, sem var hér einnig gestur á Listahátíð 1976, og leikmyndin er eftir Alistair Powell, sem tvisvar áður hefur verið gestur Þjóð- leikhússins. Allra síðustu sýningar á Orfeifi og Evridísi eru í dag sunnudaginn 27. janúar, laug- ardaginn 2. febrúar og föstu- daginn 8. febrúar. Valdimar Indriðason forseti bæjarstjórnar afhendir Stefáni Teitssyni slökkviliðsstjóra húsið til afnota. Akranes: Slökkviliðið í nýtt húsnæði í desember mánuði sl., var nýtt viðbótarhúsnæði tekið í notkun hjá Slökkviliði Akraness. — Það er um 200 fermetrar að flatar- máli, tvær hæðir. — I byggingunni er rúmstæði fyrir 3 bifreiðar, fundarherbergi og veglegt snyrtiherbergi. — Loftið verður notað til geymslu tækja ofl. til að byrja með, en síðar til afnota fyrir „Almannavarnir". — Þetta hús bætir að verulegu leyti úr brýnni þörf slökkviliðsins. — Bæjarstjórn Akraness bauð slökkviliðsmönnum til kaffi- drykkju í tilefni þess, að húsið var formlega tekið í notkun. Stefán Teitsson, framkvst. Ak- urs — h/f er slökkviliðsstjóri, og gat hann þess í ræðu í hófinu, að um þessar mundir væri slökkvilið- ið 45 ára gamalt. Auk hússins fékk það nýjan tækja- og flutningabíl í afmælisgjöf. — Fyrir hendi á stöðinni eru 3 slökkvibílar. — Júlíus Jane Fonda og Michael Douglas fara með hlutverk fréttamanna sjónvarps í „Kjarnleiðsla til Kína“. „Kjarnaleiðsla til Kína“ í Stjörnubíói STJÖRNUBÍÓ hóf í gær sýn- ingar á bandarísku stórmyndinni „Kjarnaleiðsla til Kína“. Mynd þessi hefur vakið mikla athygli erlendis. Hún segir frá slysi í kjarnorkuverki, slysi sem aldrei átti að geta orðið. En stuttu eftir upptöku kvikmyndarinnar varð slys í kjarnorkuverinu í Harrys- burgh svipað því og segir frá í myndinni. Með aðalhlutverkin fara Jane Fonda, Jack Lemmon og Michael Douglas. Handritið er eftir Mike Cray, T.S. Cook og James Bridges sem einnig er leikstjóri. Framleið- andi er Michael Douglas. Neytendasamtökin: Neikvæð reynsla af lánakortum í Svíþjóð UNDANFARIÐ haía dagblöð fjallað nokkuð um svonefnd lánakort, en það er greiðslufyrirkomulag, sem tíðkast víða erlendis. Fyrirspurnir um þetta mál hafa borist NS og af þeirri ástæðu telur stjórnin rétt að íáta það til sín taka. I Consumer Review, sem gefið er út af Alþjóðasamtökum neytendafélaga, birtist á síðasta ári útdráttur úr grein er kom í júní-hefti sænska neytenda- blaðsins R&d og rön. Þar segir: „Vegna nýrra laga ,(þ.e. í Svíþjóð), sem takmarka mjög kaup með af- borgunarskilmálum, hafa auglýs- ingar á lánakortum aukist verulega. Þetta hefur gerst á sama tíma og æ fleiri lenda í vandræðum vegna skulda. Frá því á árinu 1973 til 1978 hefur dómsmálum fjölgað um 83%. Ástæðan er fyrst og fremst aukin notkun á lánakortum. Þau lánakort, sem eingöngu er hægt að nota í ákveðnum verslunum, verða nú sífellt algengari. Þess háttar kort geta verið óhentug fyrir neytendur, vegna þess að þeir sem hafa þau undir höndum fara síður í aðrar verslanir, sem kannski bjóða vörur sínar á lægra verði. Einnig er sú hætta fyrir hendi, að kostnaðinutn vegna þessara við- skipta sé velt yfir á neytendur og að það bitni líka á þeim, sem greiða út í hönd.“ NS telja sér skylt að benda á þessa neikvæðu reynslu, sem fengist hefur eftir áralanga notkun á þessum kortum í Svíþjóð. Hagræðið við þetta greiðslufyrirkomulag er augljóst, en ókostirnir liggja síður í augum uppi. Úr því verið er að fara af stað með þessi lánakort hér á landi eiga neytendur heimtingu á að fá sem gleggstar upplýsingar bæði um kosti þeirra og galla. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.