Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980
23
Söfnun Móður Teresu:
900 þús kr. sendar fyrir skemmstu
gerir kjósendur brenglaða og
flokkana að viðundri.
Völd og áhrif flokka á íslandi
eiga ekki að fara eftir því, hvort
þjóðhagsstofnun hefur þeim góða
eða slæma einkunn. Stjórnmála-
flokkur verður ekki dæmdur af
efnahagstillögum heldur af
lífsviðhorfum. Sj álfstæðisflokkur-
inn er ekki þátttakandi í hring-
leikahúsi, heldur alvörustjórn-
málaflokkur, sem heyr ekki
stjórnmálabaráttu sjálfs sín
vegna, heldur vegna hugsjóna
stuðningsmanna sinna og fyrir
hagsmuni þjóðfélagsins í víðtæk-
um skilningi. Hlutverk flokksins
er ekki að safna fylgi, fylgisins
vegna, heldur hafa áhrif, hugsjón-
anna vegna. Við öflum hinsvegar
ekki fylgis, ef enginn þorir að gera
neitt til að vinna til þess.
Sjálfstæðisflokkurinn glatar
hlutverki sínu, styrk og stöðu ef
hann lætur verðbólguupplausnina
og stundarerfiðleika villa sér sýn.
Ef niðurstaðan verður sú, að hann
á aðild að ríkisstjórn, þá á hann
sem endranær, að láta gott af sér
leiða á öllum sviðum, beita áhrif-
um sínum til að móta það þjóðfé-
lag, sem við eigum eftir að búa í,
börn okkar og niðjar.
Ég held, að það sé óþarfi fyrir
sjálfstæðismenn að láta barlóm
ná tökum á sér. Flokkurinn er enn
langstærsti flokkur þjóðarinnar,
hann hefur alla burði og stöðu til
þess að eflast. Hann á merka sögu,
góða stefnu og traust fylgi. Þegar
til skemmri tíma er litið, þarf að
setja fram endurbætta stefnu-
mörkun í efnahagsmálum þar sem
tekin er afdráttarlaus afstaða með
láglaunafólki annarsvegar og
frjálsum atvinnurekstri hinsveg-
ar. Flokkurinn þarf að fylgja vel
eftir ágætri stefnu í húsnæðis-
málum og lífeyrissjóðsmálum,
bera fram róttækar, þaulhugsaðar
breytingar í skattamálum, með
hliðsjón af verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga, fylgja fast eftir
tillögum sínum í menningar- og
menntamálum, og styðja í verki
frjáls áhuga- og æskulýðssamtök
sem og samtök líknar og mannúð-
ar.
Aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármál-
um eiga ekki að beinast að því að
leggja ríkisfyrirtæki eða starf-
semi þeirra niður, né heldur að
stórfelldum niðurskurði opinberra
starfsmanna, sem hvorutveggja er
í rauninni óframkvæmanlegt að
neinu marki. í fyrsta áfanga á að
setja stefnuna á það mark að
halda ríkisumsvifum innan þess
hlutfalls sem það er nú.
Þegar til lengri tíma er litið er
nauðsynlegt að efla þjóðernis-
metnað, auka áhrif okkar í verka-
lýðshreyfingunni með beinum og
milliliðalausum skoðanaskiptum
við fólkið á vinnustöðunum, efla
íslenskan atvinnurekstur með öll-
um ráðum og taka allt trygg-
ingarkerfið til endurskoðunar.
Sjálfstæðisflokkurinn á nú á
næstu vikum að setja fram stefnu
sína í kjördæma og kosningamál-
um. Nú duga ekki lengur orðin
tóm. Mín skoðun er sú, að breyt-
ingar á kjördæmaskipan ef rétt er
á haldið, leysi ekki einvörðungu
það ójafnrétti sem nú er milli
einstakra landshluta, heldur jafn-
framt losi flokkinn undan því
prófkjörsfargani, sem nú er að
sliga hann.
Flokkurinn verður að hrista af
sér öfgastimpla, og pattstöðu, og
fylkja sér um víðsýna en einhuga
forystu. Enginn flokkur hefur
jafnmikla möguleika á íslandi
eins og Sjálfstæðisflokkurinn.
Enginn getur komið í veg fyrir
það, nema flokksmenn sjálfir. Nú
sem endranær ráðast kosninga-
úrslit og styrkur Sjálfstæðis-
flokksins af hans eigin manndómi.
Ef illa gengur er sökin hans sjálfs,
ef vel tekst til er það vegna eigin
ágætis. I þeim efnum er heilbrigð
hugsun betri en bókstafstrú, heið-
arleiki farsælli ert launráð og
hófsemd meira virði en stríðsyfir-
lýsingar.
Ég þakka Fulltrúaráðinu öllu
fyrir gott samstarf á liðnu starfs-
ári.
og netasvæði
fyrir Suðvest-
urlandi og úti
af Faxaflóa
SJÁVARÚTVEGRÁÐUNEYTIÐ
hefur gefið út reglugerð um sérstök
línu- og netasvæði úti af Suvestur-
landi og Faxaflóa, sem gildi tekur
1. febrúar 1980.
Samkvæmt reglugerð þessari eru
allar veiðar með botn- og flotvörpu
bannaðar á þreumur tilgreindum
svseðum fyir Suðvesturlandi. Er hér
um að ræða tvö ný svæði og
ennfremur stækkun á þvi línu- og
netasvæði úti af Faxaflóa, sem sett
var í október 1979.
Verður hér gerð grein fyrir svæð-
um þessum:
Á tímabilinu frá 1. febrúar til 31.
mars 1980 eru allar veiðar með botn-
og flotvörpu bannaðar á 7 sjómílna
breiðu svæði utan við línu, sem
dregin er úr punkti 63°33 ’7 N,
23°03’0 V, vestur og norður um í 5
sjómílna fjarlægð fár Geirfugla-
drang í punkt 64°04’9 N, 23°45’0 V og
þaðan í 270° réttvísandi. Að austan
markast svæðið af línu, sem dregin
er 213° réttvísandi úr punkti 63°33’7
N, 23°03’0 V.
Á tímabilinu frá 1. febrúar til 15
maí 1980 eru allar veiðar með botn-
og flotvörpu bannaðar á svæði, sem
að sunnan markast af línu, sem
dregin er réttvísandi 270° frá Staf-
nesvita í punkt 63°58’3 N, 23°40’5 V
og þaðan síðan um eftirgreinda
punkta:
A. 64°04’9 N 23°45’0 V
B. 64°04’9 N, 23°42’0 V
C. 64°20’0 N, 23°42’0 V og þaðan í
90° réttvísandi.
Á tímabilinu 20. mars til 15. maí
1980 eru allar veiðar með botn- og
flotvörpu bannaðar á svæði, sem
markast af línum, sem dregnar eru á
milli eftirgreindra punkta:
A. 63°10’0 N, 22°00’0 V
B. 63°25’3 N, 22°00’0 V
C. 63°33’7 N, 23°03’0 V.
Reglugerð þessi er sett að beiðni
sjómanna og útgerðarmanna, eink-
um frá Suðurnesjum og Grindavík,
pg að fenginni umsögn Fiskifélags
íslands, en ráðuneytið mun láta
fylgjast með, hvernig þessi svæði
verða nýtt af línu- og netabátum.
Eins og
á tímabili
Stalíns
Washinjfton, 26. janúar, AP.
ARKADY Shevchenko, fyrrum
aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna. er bað um hæli í
Bandaríkjunum sem pólitiskur
flóttamaður í apríl 1978, sagði í
dag, að ekki léki nokkur vafi á,
að jafna mætti ofsóknum stjórn-
valda að undanförnu á hendur
andófsmönnum við ástandið á
Stalintimabilinu.
„Hlutverk og vald sovézku leyni-
þjónustunnar, KGB, er nú svipað
því sem var á myrkustu dögum
Stalíntímans, er milljónir manna
voru drepnar," sagði Shevchenko.
Eins og þegar hefur verið sagt
frá í fjölmiðlum, söfnuðu börn í
Barnaskóla ísafjarðar peningum
handa fátækum og sjúkum börn-
um í Indlandi, í tilefni af síðast-
liðnu ári, barnaárinu. Söfnunin
nam kr. 272.263.- og þegar vöxtum
hafði verið bætt við upphæðina,
nam hún £320, sem þegar hafa
verið send til húss Kærleikstrú-
boðanna í Englandi, sem koma
þeim áfram til Indlands, og voru
látnar fylgja kveðjur gefendanna
og ósk um að þessi gjöf yrði notuð
eins og ísfirsku börnin óskuðu.
Nokkru síðar er gjöfin frá
ísafirði barst, komu saman menn
frá „Indlandsvinasamtökunum"
hér og þeim sem annast hafa
söfnun kaþólsku kirkjunnar fyrir
Móður Teresu. Urðu þeir ásáttir
um að starfa saman að söfnun
fyrir Móður Teresu, einkum fyrir
s.l. jól, en síðan yrði söfnuninni
haldið áfram án tímatakmarka.
Stófnaður var gíróreikningur,
númer 23900-3 og tilkynnt um
söfnun þessa í fjölmiðlum.
Undirtektir voru mjög góðar og
höfðu nú fyrir skemmstu borist
rúmar 1.200.000 kr., inn á þennan
reikning. Voru Kærleikstrúboðun-
um send nú fyrir skemmstu
£1000.-, sem jafngilda rúmum
900.000 kr. Söfnun þeirri, sem
áður hafði verið stofnað til, bárust
á sama tíma rúmar 200.000 kr., að
undanförnu eins og hér segir. BM
10.000, JH 10.000, NN samt. 30.000,
JB 10.000.
Á það má benda að af þessu
söfnunarfé fer engin króna í
kostnað, það er allt sent til
Kærleikstrúboðanna og rýrnar
ekkert á leiðinni, því að systurnar
í London senda peningana áleiðis
til Indlands án þess að þeir fari
um hendur óráðvandra manna,
eins og stundum vill eiga sér stað
þegar um vörusendingar er að
ræða.
Eins og fyrr segir verður söfn-
uninni handa Móður Teresu haldið
áfram, því að þörfin fyrir hjálp er
mikil. Og gírónúmer hennar er
23900-3.
F.h. sofnunar Móður Teresu
Torfi ólafsson
Þessi nýja fjögurra hluta samstæöa frá PHILIPS er alveg
einstök. Viö köllum hana orkuveriö.
PHILIPS hefur náö því marki aö framleiöa tæki sem ekki
einungis endurflytja hljóminn, heldur skila hverjum tóni eins og
hann er í raun og veru.
Tóngæöin fara ekki bara eftir aflinu, PHILIPS orkuveriö er
tæki, hreinni og tærari tóna en áöur hafa þekkst. Þetta er
árangur þrotlauss starfs á rannsóknarstofum PHILIPS.
Sérhver hluti þessarar samstæöu hefur yfirburöi yfir þaö, sem
viö höfum áöur gert og er þá mikið sagt.
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655