Morgunblaðið - 27.01.1980, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.01.1980, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 fHnfpj Útgefandi JlllljKfrÍfe hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritst jórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakið. Vinstri þoka og stjórnleysi Mönnum er farið að ógna stjórnleysið. Hver dagurinn líður af öðrum án þess að nokkur merki sjáist þess, að ný ríkisstjórn sé í burðarliðn- um. Nú síðast fól forseti Islands Benedikt Gröndal stjórnarmyndun, en þegar þessar línur eru skrifaðar, verður ekki séð hvort hann telur frekari tilraunir til- gangslausar eða ekki. Að vísu hefur Sjálfstæðis- flokkurinn tjáð sig reiðu- búinn til viðræðna. Og formaður hans, Geir Hall- grímsson, lýsti þeirri skoð- un sinni, að það sé ekki rétt að afskrifa möguleik- ann á myndun ríkisstjórn- ar lýðræðisflokkanna þriggja „fyrr en efnislega hefur verið gengið úr skugga um, hvað í milli ber, — slíkt væri ábyrgð- arleysi“. Eins og við mátti búast höfnuðu Alþýðubandalags- menn fyrirfram allri um- ræðu um stjórnarmyndun, sem yrði í höndum Bene- dikts Gröndals. Þéir eru enn í sárum eftir sneypu- för Svavars Gestssonar, sem varð til þess eins að sanna enn einu sinni, að vinstri flokkarnir geta ekki unnið saman. Því veldur hvort tveggja í senn innbyrðis afbrýðissemi og tortryggni, auk þess sem á milli þeirra er óbrúanleg gjá í ýmsum hinna þýð- ingarmestu mála. Það má raunar líka segja, að viðbrögð Fram- sóknarflokksins séu ekki óeðlileg, ef miðað er við yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar að undan- förnu, svo hvatvíslegar og vanhugsaðar sem þær hafa verið. Vitaskuld getur stjórnmálaflokkur með 17 þingmenn ekki skotið sér undan ábyrgð með gífur- yrðum eða ágreiningi um formsatriði. Vinstri draumurinn er orðinn að martröð. Úr þessu þýðir ekki meira um hann að hugsa. Ef Steingrímur Hermannsson vill láta taka mark á sér sem stjórnmálamanni verður hann að taka efnislega afstöðu til þeirra vanda- mála, sem nú er við að glíma í íslenzkum efna- hags- og atvinnumálum. Hvort í upphafi slíkra við- ræðna er gengið út frá stefnuplöggum Framsókn- arflokks eða Alþýðuflokks getur verið rifrildisefni götustráka. Formenn stjórnmálaflokkanna gætu alveg eins setzt niður án þess að hafa pappírssnifsi meðferðis. Aðalatriðið er, að þeir ræðist við í hreinskilni og hafi einurð til þess að axla þá byrði, sem þeir hafa boðið sig fram til að bera og kjós- endur hafa þegið það boð. Kosningarnar 1978 hafa á margan hátt reynzt ör- lagaríkar. Eftirtektarvert er, að pólitísk misbeiting verkalýðshreyfingarinnar réð úrslitum í þeirri bar- áttu, en síðan hefur komið á daginn, að þeir menn, sem hæst gagnrýndu aðra fyrir slælega frammistöðu, hafa ekki reynzt vandan- um vaxnir. Á haustdögum 1978 tókst að vísu að mynda ríkisstjórn, en hún var aldrei nema til mála- mynda. Æ síðan hefur ekki linnt brigzlyrðum og að- dróttunum á vinstri væng stjórnmálanna, en um raunverulega stefnumörk- un hefur aldrei verið að ræða. Þessari áráttu má helzt líkja við steinbarn í maganum eða skip í þoku, sem rekur undan veðri og vindum, Og eftir síðustu yfirlýsingum að dæma virðast forystumenn vinstri flokkanna ekkert hafa lært og ekkert skilið. Það hefur vakið athygli, að framkoma Geirs Hall- grímssonar hefur skorið sig úr í stjórnarmyndun- arviðræðunum. Hann hef- ur aldrei fallið í þá gryfju að vera með ýfingar eða ásakanir í garð annarra, heldur einbeitt sér að því að reyna að miðla málum minnugur þess, að hér á landi hefur stjórnmálasag- an verið saga málamiðlun- ar. Svo hlýtur jafnan að vera þar sem enginn einn flokkur nær hreinum meirihluta. Þá verða allir að gefa eftir, enginn getur náð öllu sínu fram. Þeir stjórnmálamenn, sem ekki skilja þetta, eru óhæfir. Þeir gerðu þjóð sinni mest- an greiðan með því að draga sig í hlé og gefa öðrum tækifæri til þess að láta að sér kveða. Rey kj aví kurbréf Laugardagur 26. janúar Hálfur er auður und hvötum Með fráfalli Vésteins Guð- mundssonar framkvæmdastjóra er fallinn frá góður drengur og merkur brautryðjandi stóriðju hér á landi. Um hann fórust Magnúsi Jónssyni bankastjóra svo orð í minningargrein í blaðinu sl. sunnudag: „Þegar það féll í minn hlut að svipast um eftir framkvæmda- stjóra fyrir Kísiliðjuna í Mý- vatnssveit, kom nafn Vésteins Guðmundssonar mér fljótt í hug. Orsökin var sú, að ljóst var, að aðstæður og viðfangsefni í sam- bandi við Kísiliðjuna voru á marg- an hátt líkar og á Hjalteyri. Byggðin var annars vegar þéttbýl- iskjarni og hins vegar blómleg sveit eins og nágrenni Hjalteyrar. Það var mikil nauðsyn að mynda gott samband og skilning milli þéttbýlis og sveitarinnar og um- fram allt milli íbúanna og for- svarsmanna Kísiliðjunnar, sem var fyrsta stóriðjufyrirtæki í sveit á Island og auk þess í sveit með einstæða náttúru, er ekki mátti spilla. Þetta vandamál var enginn maður líklegri til að skilja og leysa farsællega en Vésteinn. Að hinu leytinu var svo sá mikli vandi, er sneri að rekstri hins nýja fyrirtækis, en það voru hin tækni- legu vandkvæði, þar sem um var að ræða vinnslu úr hráefni, sem hvergi var unnið annars staðar við svipaðar aðstæður. Við íslend- ingar höfðum enga tæknilega reynslu á sviði kísilgúrvir islu, og þótt við hefðum tryggt okkur tæknilega aðstoð hinna færustu erlendu sérfræðinga, þá þekktu þeir ekki allar aðstæður við Mý- vatn. Það var því mikil nauðsyn að tryggja verksmiðjunni fram- kvæmdastjóra, sem í senn væri úrræðagóður og gæfist ekki upp, þótt á móti blési. Ég mundi ekki eftir neinum manni, er fremur hafði þá kosti en Vésteinn Guð- mundsson." Færir byggöina saman Ástæðulaust er að draga fjöður yfir, að bygging kísilgúrverk- smiðjunnar var umdeild á sínum tíma. Sumpart var þar um eðli- legar ástæður að ræða í svo sérstæðu og viðkvæmu umhverfi sem Mývatnssveit er. En sumpart voru það líka órarnir einir, sem réðu andstöðunni, hvötin til þess að rífa niður eða a.m.k. að standa í vegi fyrir eðlilegum framförum í samvinnu við erlenda aðila, sem opnuðu markaðina og gerðu þessa framleiðslu mögulega bæði tækni- lega og fjármálalega. Var engu líkara en að sumir þessara and- fætlinga fengju glýju í augun andspænis þeim stórhug, sem lýsti sér í stofnun Kísiliðjunnar. Eftir að full reynsla er komin á starfsemi Kísiliðjunnar leikur naumast á því vafi, að flestir telja, að þar sé um þjóðþrifa fyrirtæki að ræða. Hjá því vinna nær eitt hundrað manns og veltan á sl. ári nam rúmum tveim milljörðum króna. Þetta fyrirtæki hefur borið sig allar götur síðan 1973—74 þrátt fyrir margvíslega örðug- leika. Þannig hafa náttúruham- farirnar valdið Kísiliðjunni gífur- legu tjóni, auk þess sem ónóg gufa hefur dregið úr afkastagetu verk- smiðjunnar og var þar skammsýni íslenzkra stjórnvalda um að kenna eins og löngum varðandi þarfir atvinnurekstrarins. I þeim efnum keyrði þó um þverbak á sl. ári. I kjölfar Kísiliðjunnar og eink- anlega eftir að Kröflufram- kvæmdirnar hófust hefur mynd- ast þéttbýliskjarni við norðurenda Mývatns. Slík þróun hefur að sjálfsögðu margvísleg áhrif á sveitarbraginn, sem endalaust má um deila, hvort sé æskilegt eða ekki. En fram hjá því verður ekki gengið, að þvílík röskun hlýtur jafnan að verða, hvarvetna þar sem verksmiðjurekstur og þjón- ustumiðstöð er sett niður í sveita- byggð, eins og Selfoss eða Hella eru dæmigerð um á Suðurlandi, en Egilsstaðir á Austurlandi. En í þeim efnum er mest um vert, að maður með lífssýn, reynslu og mannkosti Vésteins Guðmunds- sonar eigi hlut að máli til þess að gera þessar breytingar átaka- minni. Ekki fer hjá því að fjölmargir augljósir kostir fylgi atvinnu- rekstri eins og kísilgúrvinnslu fyrir Mývatnssveit. Hún er nú komin í þjóðbraut þvera, ekki sízt eftir að Kröfluvirkjun kom til sögunnar, enda eru samgöngur allar og hvers kyns þjónusta miklu betri en ella. Með fjöl- breyttari atvinnutækifærum fá fleiri heimamenn starf við sitt hæfi en áður og fjöldi aðkomu- manna hefur setzt þar að. Meðal- tekjur hafa hækkað. Og svo mætti áfram telja. Og ekki má gleyma að starfsemi Kísiliðjunnar og sölufé- lags John’s Manville hefur reynzt Húsavíkurkaupstað drjúg tekju- lind. Sem dæmi má nefna að þangað voru af þeim sökum 30 skipakomur á sl. ári auk opinberra gjalda sem nema tugum milljóna. Hvaðá að gera? Ekki fer hjá því, að í ýmsum byggðarlögum er nú kvíðvænlegt vegna atvinnuástandsins. Margur horfir til fyrirtækja eins og Kísil- iðjunnar og spyr sjálfan sig, hvort nokkrir þvílíkir möguleikar leyn- ist í grenndinni,— hvort við því megi kannski búast, að stóriðju- fyrirtæki verði sett niður annars staðar en á suðvesturhorninu eins og í tíð Viðreisnarstjórnarinnar. Harðindin á sl. ári hafa ekki komið jafnilla niður á nokkrum landshluta eins og ,Norð-Aust- urlandi. Bændur standa í sumum sveitum svo höllum fæti að vand- séð er, að þeir geti flotað sér yfir annað ár jafnvont og þótt það yrði að litlu skárra, enda hefði numið við landauðn, ef þvílík harðindi hefðu orðið fyrir nokkrum áratug- um, — fjárfellir og jafnvel mann- fellir á síðustu öld. Á Þórshöfn er nýtt og glæsilegt frystihús, en hráefnisöflun er á þvílíkum brauð- fótum, að þess er engin von að viðunandi ástand skapist í at- vinnumálum nema til komi átak af opinberri hálfu. En vitaskuld verður frumkvæðið að koma frá heimamönnum. Og vitaskuld verð- ur að breyta svo skattalögum og rekstrarmöguleikum atvinnufyr- irtækja, að heimamenn sjái sér hag í að leggja fram fé til að byggja upp slíkan rekstur í sínu eigin héraði. Það dugir ekki að láta danka upp á náðina. Á síðustu árum hljóp fjörkippur í atvinnulífið á Kópaskeri með því að verulegt magn af rækju fannst í Öxarfirði. í kringum vinnsluna hafa um 30 manns haft atvinnu í landi auk sjómannanna. Á þessum vetri hefur svo brugðið við, að ekkert hefur veiðzt að kalla nema fyrstu dagana í október og nú þá síðustu, svo að aflinn hefur náð dagvinnslu. Útgerð er mjög ný af nálinni á Kópaskeri, svo að afla- brestur eitt ár getur reynzt af- drifaríkur; — það eru engar fyrn- ingar í að hlaupa. Að sjálfsögðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.