Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 ALBERT Speer er einn fárra núlifandi manna, sem geta rifjað upp náin kynni af'Hitler. Skömmu fyrir síðustu áramót kom Aspen stofnunin í Berlín á mérkilegum fundi með fyrrverandi húsameistara foringjans, vígbúnaðarráð- herra hans og trúnaðarvini og Alan Bullock, sagnfræðingi við Oxfordháskóla og höfundi bókarinnar „Hitler, A Study in Tyranny“ (Hitler, umfjöllun um harðstjórn). Það var í fyrsta sinn, sem mennirnir tveir hittust. Þessi útdráttur úr samræðum þeirra sýnir nýjar hliðar á áhrifamætti Hitlers og þráhyggju, sem koma á óvart. Alan Bullock: Varðandi Hitler er söguleg ráðgáta, mótsögn sem margir eiga erf- itt með að sætta sig við. Annars vegar eru mjög svo óvenjulegir atburðir áranna 1930—1941, þegar hann breyt- ist úr lítilsmetnum stjórn- málamanni í drottnara Evr- ópu. Þetta eru ellefu ár nær samfelldra sigra, sem ekki eiga sér fordæmi nema í ferli Nap- óleons og Alexanders mikla. Hins vegar var maðurinn alls ekki mikilfenglegur, hann var hálf-menntaður, leiðinlegur í samræðum, og þröngsýnn, hann hafði ekki þá eiginleika, sem Napóleoni og Alexander eru eignaðir. Margir vilja losna við þessa mótsögn með því að halda því fram, að Hitler hafi ekki verið mikilvægur maður í Þriðja ríkinu og að gildi hans hafi verið ýkt. Þeir útskýra árang- ur nazistastjórnarinnar með því að vísa til veikleika þeirra, sem hefðu átt að sýna fram á blekkingar hans og standa gegn honum, og þeir benda á hæfiieika manna eins og þín, forystumanna í efnahagsmál- um og hershöfðingjanna, sem skipulögðu allt í Þýzkalandi, meðan Hitler hélt æsingaræð- ur og nazistaforingjarnir nutu ávaxta valda sinna. Hvað viltu segja um þetta? Albert Speer: Hitler not- færði sér út í yztu æsar veikleika samtímans. Ef þú segir nú, að annarsvegar hafi Hitler verið frumstæður, en hins vegar hafi hann náð slíkum árangri, þá vil ég taka fram, að Hitler náði þessum árangri aðeins meðan hann hafði yfirburði á hernaðar- sviðinu. Þegar þessir yfirburð- ir voru úr sögunni, eins og gerðist í Rússlandi, gerði hann hver mistökin á fætur öðrum. Yfirburðir tiltölulega lítils lands, eins og Þýzkaland er þrátt fyrir allt, byggðust að- eins á þeirri staðreynd, að hin stórveldin, einkum England og Frakkiand, voru blind og and- varalaus svo lengi, að þau gerðu sér ekki grein fyrir, hvílík ógnun Hitler var, og leyfðu honum að taka foryst- una í endurhervæðingu á ár- unum milli 1936 og 1939. Bullock: Eflaust hafði Hitl- er mikilvæga stjórnmálahæfi- leika, a.m.k. þann hæfileika að finna veikleika annarra. En afrek hans einskorðast ekki við hernaðarsviðið, hann sýndi talsverða færni í milliríkja- samskiptum og á sviði stjórn- mála. Speer: Vissulega náði hann geysimiklum árangri á sviði milliríkjasamskipta. Hann var mjög fær og að mínu mati betri en ráðgjafar hans, utan- ríkisráðherrarnir Neurath og Ribbentrop. Mér virtist oft, að hann gæti með fullum rétti gert gys að ófullnægjandi ráðgjöf þessara sérfræðinga á afdrifaríkum stundum. En það sem ég tel að hafi ráðið úrslitum, var að hann hafði hugrekki til að taka áhættu án þess að skeyta um afleið- ingarnar. Bullock: Þetta er athyglis- vert, því að gagnstætt þessari skoðun hefur þú staðhæft ann- arsstaðar, og þar eru margir á sama máli, að þrátt fyrir að SEFJUNAR MATTUR HITLERS er hann ók um meðal fjöldans, hann hreinlega dáleiddi fólk. Hvert sem hann fór, var hon- um tekið með sömu fagnaðarl- átunum, hvort sem það var í söngleikahöll eða á fjölda fundi. Það gaf honum aukinn þrótt. Og þegar þessi endurn- æring var skyndilega frá hon- um tekin, það er að segja frá þeirri stundu, er hann flutti í stríðsbækistöðvar sínar árið 1939, saknaði hann einhvers. Mér finnst þess vegna mjög sennilegt, að hann hafi gripið til amfetamíns í stað þess, sem áður hafði verið honum nokk- urs konar eiturlyf. Bullock: Hvers vegna ein- angraði hann sig? Var það vegna þess, að tekið var að halla undan fæti fyrir honum? Speer: Þetta var að ein- hverju leyti vegna þess, að hann leit á sig sem herfor- ingja, er yrði að hafa aðsetur í aðalbækistöðvum hersins. Við þetta má sennilega bæta at- burði, sem var áfall fyrir nánustu samstarfsmenn hans. I byrjun stríðsins var ekki hægt að merkja neinn fögnuð meðal Þjóðverja, fólk virtist agndofa. Hann skipaði lífverði sínum að aka um Berlín, því hann taldi að vegna hrifningar Þjóðverja á hernum, mundu þeir fyllast eldmóði við slíka sýningu. En það kom enginn á Vilhjálmstorg, þar sem venju- lega var mannmergð. I LÍKAN AF STÓRVELDISDRAUMI — Speer teiknaði þennan samkomuvang (ef svo mætti að orði komast) sem átti að vera staðsettur í Niirnberg. Þarna áttu að vera sæti fyrir 400.000 manns. En þótt líkanið væri fullhannað ’36, varð aldrei af framkvæmdum. hann hikaði alltaf við að taka ákvarðanir, þá hafi hann framfylgt þeim hiklaust og af miskunnarleysi. Speer: Það er einmitt það, sem ég ætlaði að segja. Abyrg- ir menn, sem störfuðu með honum, voru oft óánægðir með hik hans, þegar taka þurfti ákvarðanir, einkum seinna í stríðinu, þegar staðan í Rúss- landi varð erfið og óhagstæð, og hann beið oft þar til hermennirnir á vígvöllunum voru næstum glataðir. Bullock: Ég greini áberandi mótsetningu milli fyrstu sjö eða átta áranna á ferli Hitlers annars vegar, þ.e. frá því hann tók við völdum, þar til halla tók undan fæti við Moskvu í desember 1941, og síðustu ár- anna hins vegar. Sé litið á þetta síðara tímabil frá 1941 — 1945, þá finnst mér eitt afar áberandi, það kemur deyfð yfir Hitler, hann dregur sig inn í skel og virðist tapa stjórnmálahæfileikum sínum, sem áður voru talsverðir. Er þetta rétt mat? Speer: í þeim hluta endur- minninga minna, er ég ritaði í fangelsinu árið 1952, meðan atburðirnir voru mér ennþá í tiltölulega fersku minni, legg ég áherzlu á, að þegar á árinu 1942 hafi nánustu sam- starfsmenn Hitlers orðið varir við talsverða breytingu á hon- um, einhverskonar ósveigjan- leika, og þeir höfðu af því þungar áhyggjur, að hann var ekki lengur fær um að taka djarfar ákvarðanir. í bók, sem brátt kemur út í New York (útg. Kimber), hefur bandarískur geðlæknir, Hest- on prófessor við Minnesota háskóla, athugað að nýju alla lyfseðla, sem líflæknir Hitlers, Morell, skrifaði fyrir hann. Höfudurinn sýnir fram á svo ekki verður um villzt, að Hitler neytti afarmikils amfetamíns, að hluta í formi daglegrar sprautu og að hluta í formi taflna, sem hann var að taka inn allan daginn. Prófessor Heston sýnir fram á, að þetta veldur breytingum á skapgerð manna, einkum verða þeir ósveigjanlegri og óákveðnari. Ég hef borið sam- an, það sem hann skrifar í sinni bók, og það sem ég skrifaði í minni, og okkur ber nær alveg saman. Hitler hafði alltaf verið há- ður nokkurs konar fíkn. Til að viðhalda viljastyrk sínum og starfsorku þarfnaðist Hitler þess eins og eiturlyfs, að menn fylgdu honum ða málum, þ.e. hann þarfnaðist fagnaðarláta fólksins. Það er ómögulegt að ímynda sér þetta nú. Ég var oft með honum í bifreið hans, vk-mwmi 'mr ~ ^ ÁÆTLANAGERÐ — Hitler og Speer, húsameistari hans, virða fyrir sér uppdrætti af nýjum skrauthýsum , • 1 1 f k ¥ • »■ • 11 • ' ^ H 1«,«. / - —ri--------------------------- * til dýrðar Þriðja ríkinu. En það fór með þær áætlanir eins og ríkið sjálft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.