Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980
15
AND OG SYNIR
VORIÐ getur komið á svo mismunandi hátt. Það
getur komið í mynd sólarinnar sem lífgar grasið og
blómin, veltir af þeim feldi vetrarins. Það getur
komið í lífi þjóðar þá hún brýtur hlekki áþjánar. Það
getur komið í lífi manns þegar hann færir fram
eitthvað nýtt sem á að vaxa. Það getur jafnvel komið
í mynd morgunsins þegar kaffið kraumar á
könnunni og horft er til átaka við verkefni, nýs dags.
Því hvað er vorið annað en biðstofa sumarsins. Og
nú er vor á íslandi, hvorki meira né minna en ný
listgrein er að fæðast. Veruleikinn verður ekki
lengur festur á blað með fjaðurpenna né strokinn á
léreft með kamelhárum. Nei hann verður límdur á
filmu og svo kastað á tjald. Kvikmyndaöldin er riðin
í garð á landi voru. Og verður ekki rekin þaðan nema
af blindum mönnum með þorskaugu í hausnum. Það
er von að ekki verði slíkar sjónir til að hrekja þessa
nýju listgrein út í eilífan vetur. Heldur hafi hún sitt
fram á eðlilegan hátt — við sjáum hér fram á blítt
sumar í íslenskri kvikmyndagerð.
Svarfdælingar á ferð
Hugmynd: Indriði G. Þorsteinsson
Handrit og leikstjórn: Ágúst Guðmundsson
Kvikmyndun: Sigurður Sverrir Pálsson
Leikmynd: Jón Þórisson
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson
Framleiðandi: Jón Hermannsson
Það var með eftirvæntingu en
jafnframt nokkrum kvíða að ég
fór að sjá þessa fyrstu mynd
þessa fyrsta kvikmyndasumars.
Þrátt fyrir þá staðreynd að við
eigum bestu kvikmyndahandrit
sem völ er á, Islendingasögurn-
ar, þá eigum við enga hefð hér í
kvikmyndagerð að heitið getur.
En ekkert sprettur alskapað
nema ef vera skyldi Aþena úr
höfði Seifs. Önnur ástæða fyrir
þessum ugg var lestur bókar
Indriða G. Þorsteinssonar, Land
og synir. Bókin er nokkuð þung
á bárunni. Þar eru nærfærnar
náttúrulýsingar manns sem
sannarlega hefur ekki skynjað
landið sitt með þorsksaugum. A
stundum full orðmargar en rit-
aðar á kjarnyrtu og safaríku
máli sem sprottið er úr rót-
gróinni sveitamenningu. Þá er
sú aldarfarslýsing sem þar er
brugðið upp — líkt sem í leiftur-
sýn — sérstæð og fjarri filmu-
öld. Hvort tveggja náttúru-
stemmning bókarinnar ug sá
fjarlægi þjóðfélagsveruleiki sem
þar er að finna hlýtur að vera
erfitt að endurgera í kvikmynd.
Þá kemur enn eitt atriði inn í:
Veruleiki bókar er annar en
veruleiki filmu. Veruleiki bókar
er einkaveruleiki þess sem end-
urskapar verkið í huga sér.
Veruleiki filmu er mynd sem er
sameiginleg þeim augum sem
berja hana hverju sinni. Að vísu
inn í persónulegar tilfinningar
þess sem upplifir myndina. En
samt, mynd er fremur sameign
en orð. Við orð þarf að bæta
mynd. Hvernig var svo kvik-
myndin Land og synir. Hún kom
á óvart.
60 milljónir er ekki mikill
peningur, nægir rétt fyrir hús-
kofa, hvað þá stórmynd. En
Land og synir er á sinn hátt
stórmynd sem stendur ekki skör
lægra mörgum þeim sem byggja
á milljörðum. Astæðan er sú, að
þeir sem hafa þarna lagt hönd á
plóginn hafa gefið það sem þeir
áttu til og meira verður ekki
gefið. Slíkt skilar sér. Kvikmynd
byggir á ótal þáttum og sýnist
mér Ágústi Guðmundssyni hafa
tekist í Land og synir að fella þá
saman af smekkvísi. Hann hefur
unnið handritið vel, stýrt leikur-
unum ágætlega frammi fyrir
myndavélunum og síðast en ekki
síst, gætt að smáatriðum við
endursköpun tíma og andrúms-
lofts. Röng kaffikanna, svunta
með annarlegu munstri, plata á
bíl með of háu skráningarnúm-
eri. Svona lítilræði geta rofið
heildaráhrif myndarinnar.
Áhorfandinn losnar undan dá-
leiðslu listamannsins. Hættir
andartak að trúa blekkingunni,
hverfur inn í vanaveruleikann
aftur. Slíkt skeður ekki hjá
góðum sjónhverfingamönnum,
þeir hafa sífellt ferskar kanínur
í hatti sínum. En Ágúst stendur
ekki einn í að töfra áhorfendur
inn í annan heim, hann hefur
kvikmyndunarmann sér við hlið
sem kann tökin á verkefninu,
Sígurð Sverri Pálsson, og sá
hefur ekki úr litlu að moða:
fegursta landslagi heims. Og þá
eru það leikararnir. Sigurður
Sigurjónsson leikur aðalhlut-
verkið, Einar, ungan mann í
kreppunni sem missir föður sinn
en vill ekki halda uppi merki
hans og hokra áfram. Hans
bíður síðan mölin sem er utan
sviðs þessarar myndar. Hlutverk
Sigurðar Sigurjónssonar reynir
töluvert á leikhæfileika hans. í
senn er strákurinn í bókinni
nokkuð loðin persóna, ekki ljóst
hvort lesandanum er ætlað að
finna til með honum eða líta á
gerðir hans sem vanhugsaðar án
ábyrgðar og byggðar á van-
þroska. Sigurður nálgast per-
sónu Einars frá tveim hliðum:
annars vegar er þetta kaldhæð-
inn, bráðfyndinn náungi sem
lífgar daufleg tilsvör eða hör-
undssárt ungmenni sem slítur
rætur og verður sært dýr í búri
kreppunnar. Sigurði tekst næst-
um að sýna þessar hliðar, ef ekki
væri senan með kaupfélagsstjór-
anum (Magnúsi Ólafssyni). Þar
á alvaran að rísa hæst, uppgjör
bóndans við kaupfélágsvaldið.
Þar sem þjónninn er orðinn
herra. Því miður, þrátt fyrir
góðan skilning Magnúsar á því
hvað er að vera kreppukaupfé-
lagsstjóri, þá er samtal þeirra
svo stirt að maður hlær innra
með sér. Reyndar eru Sigurður
og Jónas Tryggvason, sem leikur
Ólaf Einarsson, föður hans, svo
fyndnir, að leikstjóranum reýn-
ist erfitt að kæfa lífsneista
myndarinnar í skandinavískri
alvöru, sem ein hlýtur verðlaun í
inn á næsta bæ. Sá svíkur ekki
ættjörðina. Enda svo samgróinn
þarfasta þjóninum að 10 flöskur
af svartadauða hagga honum
ekki í hnakknum. Jón Sigur-
björnsson nær lengst í þessu
hlutverki í kirkjusenunni. — En
útför virðist nokkuð hefðbundin
athöfn í íslenskum kvikmyndum.
Hann breytist þar hreinlega í
íslenskan bónda með öllu til-
heyrandi, nema neftóbaksrák, en
hún er á öðrum stað svo myndin
er fullkomin. Annars er Indriði
G. í kirkjusenunni óborganlegur,
það gerir röddin sem er sniðin
fyrir predikunarstóla. Kirkju-
kórinn fer og á kostum og
syngur þar hver með sínu nefi.
Andartakið þá kistan er borin út
úr litlu sveitakirkjunni er eitt
hið fegursta er ég hef séð í
kvikmynd. Enda sest ekki móða
mengunarinnar á gler mynda-
vélarinnar. Ágúst Guðmundsson
hefur haft þann hátt á við val
aukaleikara að taka þá beint úr
umhverfinu sem myndin gerist í.
Það er vel því svona fólk finnst
ekki í Reykjavík. Meira þarf ekki
að segja.
Þá er ógetið þeirra leikara,
sem voru ekki að leika í mynd-
inni. Hestanna, kindanna og
hundanna. Þessi dýr tjáðu til-
finningar mannfólksins. Hvern-
ig þau fóru að því er ekki á mínu
færi að skýra, þar er sjón sögu
ríkari.
Tónljst Gunnars Reynis
Sveinssonar stendur fyrir sínu
sem sjálfstæð listsköpun. En því
miður fellur hún ekki ætíð að
efni og andblæ myndarinnar.
Myndin hefði vaxið með hóf-
stilltari músík og meiri notkun
náttúruhljóða.
Og þá er aftur komið að
myndatökunni. Leikararnir gáfu
í skyn þann þjóðfélagsveruleika
sem bókin Land og synir lýsir.
Það var svo myndavélarinnar að
ná náttúrustemmningunni. Sá
sem stýrði myndavélinni var
eins og áður sagði Sigurður
Sverrir Pálsson. Honum tekst að
mynda lýsingar eins og þessar!
„Landið var dimmblátt i
tunglskininu og það sló
kaldri, silfurlitri birtu á
vötnin austurundan og fjalla-
hringurinn reis myrkur upp
úr bláma landsins. Það sáust
ekki annað en brúnir og ,
tindar, sem stóðu inn í ljósan
himininn af því bungurnar og
gilin og klettabeltin voru
horfin í dökkvan. Þeir liðu
inn í þetta bláa húm á hinztu
samleið sinni og máninn
varpaði skugga af för þeirra
á holt og mýri.“
Geri aðrir betur.
Skáldið dregur upp pytlu: Jónas Tryggvason, Guðný Ragnarsdótt-
ir og Þorvarður Helgason.
Jörð5n seld: Jón Sigurbjörnsson og Sigurður Sigurjónsson.
Kvlkmyndlr
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
dag. Satt að segja dauðbrá mér
er Jónas Tryggvason opnaði
munninn, hélt að Árni Tryggva-
son talaði inn á. En Jónas
Tryggvason þarf ekki atvinnu-
menn í listinni sér til aðstoðar.
Hann er leikari af guðs náð.
Leikstjórinn hefði þó mátt vinna
upphaf þeirrar senu er Ólafur
bóndi fær seinasta stinginn.
Smáatriði og aftur smáatriði er
það sem gildir í listinni. Guðný
Ragnarsdóttir leikur heimasæt-
una. Hún er að því mér skilst
alveg óvön slíkum hlutum.
Stúlkan myndast vel, hefur vöxt
sem hæfir útgengilegri heima-
sætu. Hárið er ljóst og vangarnir
rjóðir, leikurinn dálítið feimnis-
legur. Er það ekki þannig sem
íslendingar vildu hafa heima-
sæturnar. Alger andstæða við
þessa blómarós er Örlygur Ól-
afsson skáld frá Máná. Roðinn í
kinnum Þorvarðar Helgasonar
er ekki sakleysisroði, það er
bjórroði. Vafalaust hefur
mönnum á þeim tíma þótt þeir
sem ortu á dönsku vondir menn.
Enda lýsir Indriði skáldinu
þannig:
„Örlygur Ólafsson skáld frá
Máná lokaði augunum og
rödd hans var beisk og þung-
lyndisleg þegar hann sneri
sér að hanskaklæddum
bílstjóranum og sagði á
tungu þjóðar hans: Við skul-
um aka.“
Andstæðan við þennan lán-
lausa mann er svo Tómas, bónd-