Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 3 Allir farseðlar á lægsta verði. Hvert sem ferðinni er heitið. Austurstræti 17 II. hæð. Sími 26611 Feröaskrifstofan Ekki marktækur mun- ur á dreyfingu vinninga HHÍ kannar tölvudrátt samanborið við eldri aðferð Happdrœtti Háskóla íslands hefur á undanförnum árum látiö kanna dreifingu vinninga á happdrætt- ismiða, eftir að tekinn var upp sá háttur að talva annist útdrátt vinninga árið 1977 og bera saman dreifingu vinninga við eldri vinn- ingaskrár þegar vinningar voru dregnir út með handafli. Öðru hverju hafa komið fram þær raddir hjá handhöfum happdrætt- ismiða að þeim hafi fundist vinn- ingar hafa farið framhjá þeim eftir að tölvudrátturinn var tekinn upp og segja forráðamenn happdrættisins að bæði sjónarmið hafi komið upp, Ágætlega mannað Reykjavíkurmót SKÁKSAMBAND íslands hefur nú boðið bandaríska stórmeistaranum Robert Byrne þátttöku á Reykja- víkurmótinu í lok næsta mán- aðar. Einnig hefur alþjóðlega meistaranum Knud Helmers frá Noregi verið boðin þátt- taka. Verið er að athuga með þátttöku stórmeistaranna Torres frá Filippseyjum og Miles frá Englandi, en báðir hafa þeir lýst áhuga á að tefla á mótinu, og svo gæti farið að báðir yrðu þeir meðal þátt- takenda. Þess má geta að Byrne er skákritstjóri New York Tim- es og ætti mótið því að fá verðuga umf jöllun í því stóra blaði. Þá má einnig nefna, að Miles gerði sér lítið fyrir og lagði Karpov heimsmeistara að velli í Evrópukeppni lands- liða í vikunni. Tékkneski stórmeistarinn Hort veiktist í vikunni og varð að hætta við þátttöku í mótinu af þeim sökum. Ólíklegt er að Friðrik Ólafsson verði meðal þátttakenda, en eigi að síður verður mótið vel mannað, en það stendur frá 23. febrúar til 10. marz. Eftirtaldir skákmenn taka þátt í mótinu: Brown og Byrne frá Bandaríkjun- um, Sosonko frá Hollandi, Vasju- kov og Tsechowski frá Rússlandi, Schússler frá Svíþjóð, Helmers frá Noregi, Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Margeir Péturs- son, Jón L. Árnason og Haukur Furðuljósin reyndust vera á þotu Varn- arliðsins FURÐULJÓSIN, sem sáust á himni yfir Reykjavík í fyrri- nótt, reyndust vera ljós á þotu á leið inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli, að því er Hjálmar Arnórsson flugum- ferðarstjóri á Reykjavíkur- flugvelli sagði er Morgun- blaðið leitaði til hans í gær. Sagði hann að vegna nýrra tækja og breyttrar vinnutil- högunar á Reykjavíkurflug- velli færu flugvélar hér um án þess að hafa samband við Reykjavíkurflugvöll. Flugvél- in var af gerðinni Boeing 707, E — 3, frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hljóðin, sem sumir töldu sig heyra frá þotunni, heyrast er vélin dreg- ur úr hraða sínum og lækkar flugið fyrir lendingu. Angantýsson, Torres og/eða Miles og einu sæti er ekki ráðstafað. Mótið verður í 10. styrkleika- flokki, þ.e. meðalstig keppenda verður á bilinu frá 2475 stig — 2450 stig. menn hafi ýmist sagst vinna meira eftir þetta eða minna. Jóhannes Helgason framkvæmdastjóri H.H.Í. sagði í samtali við Mbl. að í hverjum drætti væri tölvan látin kanna dreifingu vinningsnúmera og væri sú könnun byggð inn í forrit hennar, en nú nýlega hefði farið fram ítarlegasta könnun á þessu atriði til þessa. Fékk happdrættið stærð- fræðidoktor til aö annast könnunina og bar hann saman vinningaskrár áranna 1977—1979 við vinningaskrá árins 1975, en þá hafði tölvuútdrátt- urinn ekki verið tekinn upp. Sagði Jóhannes að ekki hefði komið í ljós neinn marktækur munur á dreifingu vinningsnúmera þessi ár og vinn- ingar virtUst dreifast jafn tilviljana- kennt og með eldri aðferðinni. Jóhannes Helgason sagði að niður- stöður könnunarinnar lægju nú fyrir og hefði hann fengið þriggja síðna skýrslu um hana og myndi hún verða skoðuð nánar og niðurstöðurnar kynntar í framhaldi af því. Snjósleðinn og göngubrautarflöggin við Skiðaskálann í Hvera- dölum. Snjósleði í Hveradölum REYKJAVÍKURBORG hefur nýlega fest kaup á snjósleða sem ætlaður er til nota við Skíðaskál- ann í Hveradölum, að því er segir í frétt frá Skíðafélagi Reykjavíkur. I fréttinni segir að sleðinn muni vafalaust koma sér vel þar efra við að aðstoða fólk sem lendir í óhöppum á skíðaslóðum og eins má nú leggja góðar göngubrautir með sleðanum. Þá hefur ferðaskrifstofan Úr- val gefið vönduð flögg til merk- ingar á göngubrautum, og mun þetta hvort tveggja verða til að auðvelda skíðafólki að iðka íþrótt sína segir í fréttinni. Farseðbþjónusta Útsýnar er löngu * landsþekht UuKKa tY'9irá rcGöU»nultl larseo Skíöaferöir fyrir hopa og ein- staklinga til allra vinsælustu skíöastaöa meö bestu kjörum. Feröá eigin vegum: — Farseðlar með fiugvélum, skipum, járnbrautum og áætlunarbifreiðum Hótel pantanir. Utvegum: — Aðgöngumiða í leikhús, a tonleika og hvers kyns skemmtanir. Viöskiptaferö: — Upplýsingar um allar helstu vörusýningar austan hafs og vest- an.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.