Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 éll niður tóm lyftugöng og slasaðist mikið Akureyri, 11. febrúar. 22 ÁRA gamall maður, gestur í skemmtistaðnum H-100, stórslas- aðist á föstudagskvöld, þegar hann féll niður 1 lyftugöng af annarri hæð hússins. Slysið varð um klukkan 23.30. Siglufjörður: Ævintýrin gerast enn Siglufirði, U. febrúar ÞAÐ ERU gömul ævintýri, sem gerast hér i Siglufirði þessa dagana og svo sannar- lega yngjast eldri Siglfirð- ingar allir og hressast. Hér liggja nú 14 — 15 loðnubátar og bíða iöndunar og von er á 5 til viðbótar í pláss, sem losnar á miðvikudag. Heyrst hefur að talsvert sé af loðnu á togaraslóðum fyrir vestan. Togararnir hafa aflað vel að undanförnu og hingað kom Sigureyjan inn í dag með fullfermi á leið til Þórshafnar. Vegna hinnar miklu atvinnu, sem hér er nú, var það ráð tekið að láta togarann landa þar, en aflann fékk skipið á tiltölulega skömmum tíma. Það eina, sem við Siglfirðingar höfum yfir að kvarta, er vatnsleysi, en það er algengt að þegar mikið er að gera í fiskvinnslu, að þá skortir oft neyzluvatn um þetta leyti árs. - mj Hurð var fyrir lyftuopinu og tveir stólar framan við hana til að varna því að menn færu þar um í ógáti, en af einhverjum ástæðum lenti pilturinn inn í lyftugöngun- um og féll niður á botn þeirra, um 5 metra fall. Ekki var búið að koma lyftunni fyrir í göngunum þannig að þau voru tóm. Maðurinn mun hafa hrygg- brotnað við fallið og var þegar fluttur í sjúkrahús og síðar um nóttina var hann sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lagður í Landspítalann. Þar var gerð á honum skurðaðgerð á laugardaginn. - Sv.P. Hálfrí milljón stolið úr söluturni FJÓRTÁN innbrot voru tilkynnt til Rannsóknarlögreglu ríkisins um helgina. Stærsta innbrotið var í söluturninn Langholtsvegi 19 en þar var stolið 480 þúsund krónum í peningum í fyrrinótt. 5 unglingar slasast í bílveltu FIMM unglingar á aldrinum 12—14 ára slösuðust þegar fólks- bifreið valt út af Hafnarfjarðar- vegi norðan í Arnarnesi um tiuleytið sl. laugardagskvöld. Einn unglinganna slasaðist mest, hlaut höfuðhögg, en hann er ekki talinn lífshættulega slasaður. 13 ára piltur ók bifreiðinni, en hann hafði tekið hana ófrjálsri hendi frá föður sínum og boðið kunningjum sínum með í bíltúr. Bifreiðin, sem er Datsun 1977, fór margar veltur og er hún talin ónýt. Halldór Pálsson lætur af starfi búnaðarmálastjóra HALLDÓR Pálsson búnaðarmála- stjóri hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. maí nk. og er það fyrst og fremst af heilsufars- ástæðum. Starf búnaðarmála- stjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar og rennur umsóknar- frestur út um miðjan aprílmánuð. Halldór Pálsson er tæpra 69 ára að aldri og hefur verið búnaðar- málastjóri frá 1963. (Liósm. Mbl.: Kristján.) Fokker Friendship-skrúfuþoturnar skömmu eftir lendingu á Reykjavíkurflugvelii í gærkvöldi. 2 Fokkerar bættust í flugflotann í Millilent á 12 stöðum á leið frá Seoul til Reykjavíkur TVÆR nýjar Fokker Friend- ship-skrúfuþotur bættust í flugflotann í gærkvöldi, en vél- arnar keyptu Flugleiðir í Suð- ur-Kóreu. Fyrirhugað var, að vélarnar kæmu til landsins í lok siðustu viku, en ýmissa hluta vegna komu þær ekki fyrr en undir klukkan 22 í gærkvöldi með nokkurra mínútna milli- bili. Á leiðinni hingað frá Seoul var millilent á 12 stöðum. Flugvélarnar verða notaðar í innanlandsflugi Flugleiða og koma í stað tveggja véla af sömu tegund, sem seldar hafa verið til Kar-Air í Finnlandi. Þá hefur einn Fokker verið seldur til Bandaríkjanna og lagði vélin af stað þangað í gær. Eftir um klukkustundarflug kom í ljós bilun í öðrum hreyflinum og var flogið til baka á hinum og lent í Reykjavík um þremur tímum eftir að lagt var af stað þaðan. Áætlað er að vélin fari áleiðis til Bandaríkjanna um leið og við- gerð lýkur, en hana á að afhenda í New York um miðjan mánuð- Mesti dagsafli frá upphafi loðnuveiða LOÐNUNEFND var í gær til- kynnt um meiri afla en nokkru sinni áður í sögu loðnuveiða hér við land. Er Mbl. hafði síðast samband við Loðnunefnd laust fyrir miðnætti höfðu 33 skip tilkynnt um 23.180 lestir og er heildaraflinn á vertíðinni þá orð- inn um 246 þúsund lestir. Aðal- veiðisvæðið var í gær 12—20 mílur norður af Rauðunúpum og er loðnan á hraðri leið austur. Gamall sjómaður hafði á orði að loðnan væri nú á gamalkunnum sildarslóðum, en sjaldgæft er að loðnan fari svo grunnt austur með landinu. Loðnuskipin voru byrjuð að kasta klukkan 16 í gær, en mjög sjaldgæft er að þau kasti að degi til meðan loðnan er fyrir Norðurlandi. BSRB ræddi við nýja fjármálaráðherrann FORMAÐUR og framkvæmda- stjóri Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Kristján Thorlac- ius og Haraldur Steinþórsson, voru fyrstu viðmælendur nýja íjármálaráðherrans, Ragnars Árnalds, í ráðuneytinu á mánu- dagsmorgunn. Erindi þeirra við ráðherrann var að ræða samn- ingamál opinberra starfsmanna, <>n fyrir allnokkru lagði banda- Sagið fram kröfur á hendur ríkinu um kjarabætur. Kristján Thorlacius sagði í sam- tali við Morgunblaðið að í tíð minnihlutastjórnar Alþýðuflokks- ins hafi verið rætt við Sighvat Björgvinsson fráfarandi fjármála- ráðherra og hann þá sagt að ríkisstjórnin hefði ekki umboð til samningagerðar við BSRB, þar sem hún væri aðeins starfsstjórn. Því kvað hann forystu BSRB hafa rætt strax við nýjan fjármálaráð- herra og kvaðst Kristján búast við því að fyrsti samningafundur milli viðræðuaðila yrði í næstu viku. Morgunblaðið spurði Kristján Thorlacius að því, hvort í ljós hefði komið í gærmorgun, hver væri launamálastefna nýju ríkis- stjórnarinnar og kvað hann nei við því. Kristján sagði að BSRB væri ekki ljós stefna ríkisstjórn- arinnar að öðru leyti en því er komið hefði fram í málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar, sem hann kvaðst hafa lesið í Morgunblaðinu. Hann sagði að viðræður þeirra Haralds Steinþórssonar við Ragn- ar Arnalds hefðu ekki verið um efnisatriði væntanlegrar samn- ingsgerðar. Slíkt yrði að bíða viðræðunefnda. Eftirtalin skip tilkynntu Loðnunefnd um afla á sunnudag og til klukkan rúmlega 23 í gærkvöldi, en þá voru aðeins fá skip á miðunum og þau langt komin með að fylla sig. Sunnudagur: ísleifur 440, Gísli Árni 500, Stapavík 300, Ljósfari 430, Hrafn 580, Sæbjörg 530, Súlan 620, Óskar Halldórsson 60, Örn 580, Albert 550, Hilmir II 530, Keflvík- ingur 500, Skírnir 440, Húnaröst 620, Þórshamar 560, Helga II 520. Sam- tals 16 bátar með 7760 lestir. Mánudagur: Kap II 620, Seley 410, Huginn 500, Pétur Jónsson 670, Gígjan 730, Gullberg 670, Ársæll I gæzluvarð- hald vegna fíkniefnamáls UNGUR maður var í gær úrskurð- aður í allt að 15 daga gæzluvarð- hald grunaður um fíkniefnamis- ferli. Mál hans er talið tengt máli, sem hefur verið í rannsókn að undanförnu. Vegna þess máls hafa tveir ungir menn setið í gæzlu- varðhaldi í rúman hálfan mánuð. 440, Jón Finnsson 610, Skarðsvík 620, Bjarni Ólafsson 1100, Hafrún 620, Hákon 770, Þórður Jónasson 480, Náttfari 520, Guðmundur 870, Fífill 600, Harpa 620, Bergur 510, Börkur 1150, Rauðsey 540, Dagfari 520, Jón Kjartansson 1100, Grindvík- ingur 950, Haförn 730, ísleifur 440, Óskar Halldórsson 410, Faxi 320, Júpiter 1250, Óli Óskars 1350, Svan- ur 620, Sigurður 1330, Magnús 510, Helga Guðmundsdóttir 700. INNLENT Salóme: Þetta er mitt sæti — hér mun ég sitja NÝJUM ráðherrastól var bætt við í efri deild Alþingis í gær við sætisnúmer, sem Salóme Þorkelsdóttir hafði dregið sér í þingbyrjun og setið við. Við upphaf þing- fundar í gær settist Salóme í sæti sitt. Skömmu síðar komu ráðherrarnir Ólafur Jóhannesson og Tómas Árna- son og settust í ráðherra- stóla. í kjölfar þeirra kom Gunnar Thoroddsen, forsæt- isráðherra, og hugðist setjast í hinn nýja stól. Salóme Þorkelsdóttir tilkynnti þá, að hún hefði dregið þetta sæti og þar mundi hún sitja! Forsætisráðherra varð því að standa meðan þingfundur stóð yfir í stutta stund en forseti leysti málið með því að taka mál út af dagskrá og slíta fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.