Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 r^u/nerurv-'N \\\ KAFPINU ^ (’ .-SwL GRANIGÖSLARI Þessar myndir málaði lista- maðurinn í lönKU stríði við þakleka. Nei. ég er ekki svangur. Ábyrgðarleysi í skattamálum BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sagnirnar í spilinu í dag þaettu furðulegar kæmu þær fyrir nú á dögum. En á fyrstu árum bridge- ins voru ekki til hinar nákvæmu sagnaðferðir. sem nú eru almenn- ar og menn sögðu bara eins eðlilega og þeim var unnt og jafn hátt og þeir þorðu. Suður gaf, en ekkert er til skráð um hættur lengur. Norður S. Á4 H. ÁD97 T. KD7 L. DG109 Vcstur Austur S. KG85 S. 10972 H. — H. 8 T. 9852 T. Á643 L. 87632 L. ÁK54 Suður S. D63 H. KG1065432 T. G10 L. - Surtur Norður I Iljortu a) I örond h) ö lljortu c) •> (irond d) f> lljortu c) 7 lljortu f) a) Eg veit nú lítið um það en kannski fa ég marga slagi í hjartaspili. b) Mér líst betur á að spila grand. e) Nei, það líst mér ekki á. d) Þú veist ekkert um hvað þú ert að segja. e) Jú víst veit ég það. Ég á ekkert lauf. f) Fyrst þú lætur svona getur þú alveg eins reynt við alslemmuna. Nákvæmnin var ekki mikil í sögnunum á árunum um og fyrir 1930 og engin furða, að sagnað- ferðir Culbertsons næðu skjótt vinsældum. En austur leyfði sér að dobla alslemmuna, þar hann hafði ekki trú á að hún ynnist og vestur spilaði út laufáttu. Gera má sér í hugarlund hvern- ig suður vann spilið. Með tromp- svíningum bjó hann til tvo slagi á lauf í blindum og lét í þá tíglana tvo af hendinni. Og aftur var austur píndur þegar tígulkóngn- um var spilað frá blindum. Hann lét lágt og spaðinn fór af hendi suðurs. En austur lét eðlilega ásinn á tíguldrottninguna og þá var ekki annað eftir en að spila trompunum og vona, að eitthvað hagstætt skeði. Og það kom. Vestur lenti í bullandi þvingun með spaðakónginn og tíglana og varð til slutt að gefast upp. 13 siagir takk fyrir. „Alltof mikið ábyrgðarleysi hef- ur ríkt að undanförnu í sambandi við alla meðferð skattamála hér- lendis. Nú er svo komið að fram- talsfrestur rennur brátt út og við vitum ekki hvernig fara á að, eða getum reiknað út skattana. Sjálfsagt er líka að þessu fylgir mjög mikið óhagræði fyrir ríkis- sjóð, sem fær litlar tekjur fyrr en seint, því allt hlýtur þetta að seinka álagningu allri, skatt- heimtu og öllu sem því fylgir. Við eigum heimtingu á því að mál þessi gangi hratt í gegn og líka að við fáum lengri framtalsfrest, það er ekki nema rúm vika eftir og hverjum dettur í hug að einhver sé búinn með framtalið þegar hitt og þetta hefur vantað til að stauta sig fram úr frumskóginum, sem maður fékk heim um helgina. Það skemmtilega við hann er kannski það, að nú er hann í mörgum litum! Skattgreiðandi.“ • Útvarp Akureyri Norðan úr landi barst eftir- farandi hugmynd: „Fyrir nokkru síðan varð sá möguleiki að veruleika, að hægt væri að senda útvarpsefni beint frá Akureyri gegnum Útvarp Reykjavík. Sá möguleiki hefur verið nýttur nokkrum sinnum og þar eru líka aðstæður góðar til að vinna hvers kyns efni fyrir út- Maigret og vínkaupmaöurinn 43 kynnu að gefa okkur mikils- verðar vísbendingar. — Hafið þér hugsað yður að koma i dag? — Á því hefði ég haft mikinn hug. — Eg á von á heimsúkn sem ekki er fært að breyta — um fimmleytið. En ef þær gætuð komið núna ... — Ég kem eftir fáeinar minútur. Lapointe var á verði í grennd við húsið. Torrence úk Maigret á staðinn, en síðan hélt hann á braut. í ibúðinni voru engin merki sorgar — aðeins var enn í loftinu ilmur af krysantemum. Hún var í sama svarta kjúln- um og daginn áður. Hún var mjög stiilt i fasi. — Ef þér hafið ekkert á múti því getum við farið inn i dyngjuna. Stóra dagstofan er svo úpersúnuleg þegar svona fáir eru þar. — Hafið þér opnað skápinn? — Já, ekki neita ég því. — Hvernig kunnuð þér á læsinguna? Því að væntanlega hafið þér ekki vitað hana fyrir? — Nei. En mér datt í hug að gá i veskið mannsins mins. Og í ökuskirteininu voru einhverjar tölur og ég prúfaði mig áfram. Hún hafði lagt allvænan böggul á saumahorðið. — Ég hef ekki lesið allt, það er bezt ég taki það fram strax. Þá hefði ég orðið að sitja við í alla nútt og meira til. Mér kom á úvart að sjá hversu margt hann hefur geymt. Ég fann meira að segja nokkur gömul ástarbréf sem ég skrifaði hon- um hér á árum áður, — áður en við giftum okkur. — Það er sjálfsagt bezt að huga fyrst að bréfunum sem hann hefur fengið nýlega. Þar væri kannski skýringar á morð- inu að finna. — Gerið svo vel að setjast. Hann var undrandi að sjá hversu mjög hún breyttist þeg- ar hún setti upp glcraugu. Og hann skildi nú úsk hennar um að taka við stjúrn fyrirtækisins. Hún var kyrrlát og rúleg kona, mjög viljasterk, örugg með sjálfa sig og áreiðanlega hvik- aði hvergi írá því sem hún ætlaói sér. — Það eru margir smámiðar með skilaboðum.... sjáið hér er einn þar sem undirskriftin er Rita.... % veit ekki hver þessi Rita er. „Ég er tilbúin að hitta þig á morgun kiukkan þrjú. Á venjulegum stað? Kossar Rita.“ Eins og þér sjáið er hún ekki beinlinis að farast úr rúmantik og pappirinn er hallærislegur og meira að segja úðaður iím- vatni. — Engin dagsetning? — Nei, það var milli bréf- anna frá siðustu mánuðum. — Hafið þér ekki rekizt á bréf frá Jean Luc Caucasson? — Nú, svo að þér vitið það? Hefur hann komið til yðar? — Hann hefur stúrar áhyggjur af bréfunum. Það var enn hellirigning úti, en þarna inni var úsköp nota- legt og hlýlegt. Fyrir framan Ettir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslensku hann var bunki af hréfum og miðum. — Hér er eitt. Viljið þér lesa það sjálfur? — Já. takk fyrir. — Þér vitið að yður er frjálst að fá yður i pipu. Það gerir ekkert mín vegna. „Kæri Oscar. Ég hef hugsað mig lengi um, áður en ég ákvað að skrifa þetta bréf, cn ég hef í huga gamlan vinskap okkar og þar með var efascmdum mínum súpað á brott. Þú ert stúrkost- lega gúður kaupsýslumaður. en ég skil litið I slíkum efnum og þess vegna er úþægilegt fyrir mig að ræða um peninga. Áð vera listaverkabúkaútgef- andi gcfur ekki mikið í aðra hönd. Maður er lika stöðugt á höttunum eftir búkinni sem gæti breytt öllu. Stundum verð- ur maður að bíða lengi og svo þegar maður dettur niður á hana getur maður ekki gefið hana út. Þannig er þvi nú háttað með mig. Ég hef komizt yfir ein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.