Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 39 Sími50249 Birnimir fara til Japan Ný skemmtileg bandarísk mynd um hina frægu „Birni“. Sýnd kl. 9. ^ÆJARSið8 —1Sími 50184 Bræður munu berjast Hörkuspennandi bandarísk mynd. Aöalhlutverk: Charles Bronson og Lee Marvin Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum. Al'GLVSINGASIMINN KR: 22480 JHoreunblnbiö íslenzkar hljómplötur og kassettur í póstkröfu Sjá heílsíðu auglýsingu okkar í Morgunblaðinu sl. sunnudag. SG-Hljómplötur Armúla 5, sími 84549. \ bræðurnir Brjánsson m u n u mæta eins og vani er á þriðjudagskvöldum í '"x Hollywood og eru \Pi \ meö nýtt atriöi. I \ I g \ j Þaö er eins gott fyrir gesti okkar að \ V', f tæma vasana áöur en þeir bræöur koma fram. því í kvöld ætla þeir v aö læðast í vasana hjá gestunum Bræðurnir munu slá í gegn í kvöld eins og ævinlega. \ Passaðu þig vel í í kvöld JQZZBGLL©CC8l<ÓLi BÓPU líkQm/roekl j.S.b. Dömur athugið Nýtt hefst 18. febrúar Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. Morgun — dag — og kvöldtímar. Tímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku / Sérstakur matarkúr fyrir þær sem eru í ( megrun. [ Vaktavinnufólk athugiö lausu tímana hjá okkur. r Sturtur — tæki — Sauna — Ljós ? Munið okkar vinsæla solaríum. Hjá okkur skín sólin allan daginn alla daga. r Uppl. og innritun í síma 83730. ^ fUQa !1ó>l8QQ©TIDaZZDr Eyjólfur Konráð Jónsson: Endurskoðun löggjaf- ar um samvinnufélög EYJÓLFUR Konráð Jónsson (S) mælti nýverið fyrir tillögu til þingsályktunar um undirbúning nýrrar iöggjafar um samvinnu- félög og samvinnusambönd. í framsögu sagði EKJ, að ör þróun hefði orðið i íslenzkum félagarétti á fyrstu áratugum aldarinnar. Þá hefðu gjarnan fylgzt að endurskoðun og setning laga um hlutafélög og samvinnu- félög, enda voru þessi félagsform að mörgu leyti skyld. Löngu var ljóst, saði EKJ, að gömlu hlutafélagalögin frá 1921 voru ekki fullnægjandi miðað við aðstæður í dag. Nú hafa verið sett ný hlutafélagalög, sem lengi voru í undirbúningi, og var m.a. haft samband við nefndir þær, sem starfað hafa í Svíþjóð, Noregi og Danmörku að endurskoðun hluta- félagalaga þar. Vitnaði EKJ síðan til framsögu Olafs Jóhannessonar fyrir frumvarpi að nýjum hluta- félagalögum og umsögn blaðsins Tímans um þau, þar sem réttilega væri tíundað ýmislegt, sem áunn- izt hefði í hinni nýju iöggjöf. Orðrétt sagði EKJ: „Sannleikur- inn er sá, að í þessum breytingum, sem Alþingi samþykkti, eru fólgin mikilvægustu ákvæði frumvarps- ins og núgildandi lög einmitt um minnihlutavernd, um bann við hömlum á meðferð hlutabréfa, sem hafa gert það að verkum, að félög sem áttu að vera opin, vo»u stundum lokuð í raun. Um marg- feldis- eða hlutfallskosningar, sem skylt er að við hafa í félögum, ef lítill minnihluti krefst þess. Full- komin lýðræðisleg löggjöf er því hér á ferðinni og opin hlutafélög eiga að geta starfað með heil- brigðum hætti, gagnstætt því sem því miður hefur orðið raunin á um mörg félög hérlendis." Þá sagði EKJ, að samvinnufélög ættu að fá svipaða umfjöllun, því sannarlega væri ekki síður þörf á umbótum í rekstri samvinnufé- laga en í rekstri hlutafélaga. Samvinnufélagalögin voru frá 1937, en að stofni til miklu eldri. Þar væri því sitt hvað sem þarfn- aðist endurskoðunar og breytinga. Vitnaði EKJ til erindis, Sem Er- lendur Einarsson, forstjóri SÍS, hefði flutt um þetta efni 1972, þar sem m.a. var fjallað um hugsan- lega breytingu á samvinnufélaga- lögum. Sjálfsagt væri að slik endurskoðun sem þessi færi fram í samráði við forystumenn sam- vinnuhreyfingarinnar. Aðalatriðið væri að félagsformið félli að lýðræðishugmyndum og þessi fé- lög gætu blómgast til hagsbóta fyrir félagsmenn og landsmenn alla. Þingfréttir í stuttu máli Happdrættisbréf á fermingargjafamarkað Happdrættislán vegna Austur- og Norðurvegar Eyjólfur Konráð Jónsson (S) gagnrýndi það harðlega í Sam- einuðu þingi sl. þriðjudag, að lög um happdrættislán vegna fram- kvæmda við Norður- og Aústur- veg hefðu verið slælega fram- kvæmd, bæði að því er varðaði framboð bréfanna og kjör, auk þess sem hluti andvirðis hefði verið notaður til Borgarfjarðar- brúar — að vísu með loforði um endurgreiðslu. Taldi hann fyrri ríkisstjórn hafa staðið illa að þessum málum og krafðist svara um hver framvinda málsins yrði. Magnús If. Magnússon sam- gönguráðherra taldi enn tóm til að nýta útboðsheimild laganna vegna ársins 1979, enda fordæmi fyrir slíkri tilfærslu milli ára. I athugun væri, hvern veg bréfin yrðu gerð sem eftirsóknarverð- ust, og væri að því stefnt að bréfin yrðu öll boðin út á þessu ári og „stílað upp á fermingar- gjafamarkaðinn í vor“, eins og ráðherra komst að orði. Iðnaðarframleiðsla til útflutnings. Friðrik Sophusson (S) bar sl. þriðjudag fram fyrirspurn til fjármálaráðherra, hvern veg væri staðið að undirbúningi frumvarps til breytinga á tollskrárlögum, er fæli í sér niðurfellingu aðflutningsgjalda af aðföngum þeirra iðnfyrir- tækja sem stunda framleiðslu til útflutnings og eiga í beinni eða óbeinni samkeppni við innfluttar vörur. Sighvatur Björgvinsson fjár- málaráðherra sagði m.a. að frumvarp um þetta efni hefði verið lagt fram á árinu 1976, m.a. af fyrirspyrjanda. Frum- varpið var tekið til meðferðar í tolladeild fjármálaráðuneytisins og iðnaðarráðuneyti en starfs- menn beggja ráðuneyta töldu á því ýmsa vankanta, sagði ráð- herra. Frumvarpinu var síðan vísað til þáv. ríkisstjórnar. Málið var á ný tekið upp af núverandi iðnaðarráðherra sagði SBj, og er þess að vænta, að iðnaðarráðu- neytið sendi drög að nýju frum- varpi til fjármálaráðuneytis mjög fljótlega. Friðrik Sophusson þakkaði svörin en kvaðst tilknúinn til að endurflytja frumvarpið, ef ekki rættist úr þessu máli alveg á næstunni. Lífeyrissjóður sjómanna Pétur Sigurðsson (S) mælti í gær fyrir eftirfarandi frumvarpi um Lífeyrissjóð sjómanna: Aftan við bráðabirgðaákvæði laganna komi tvær nýjar máls- greinar, er orðist svo: Árin 1980—1984 skulu elli-, örorku- og makalífeyrisgreiðslur samkvæmt lögum þessum breyt- ast ársfjórðungslega þannig, að lífeyrir miðist við grundvallar- laun samkvæmt 2. málsgrein 11. gr. eins og þau eru 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október ár hvert. Frá 1. janúar 1985 að telja skulu uppbætur á lífeyrisgreiðsl- ur ákveðnar í samræmi við ákvæði 16. gr. Heimilt er stjórn sjóðsins að taka ákvörðun um aðild hans að samstarfssamningi lífeyrissjóða, sem nefndur er í 24. gr. laga nr. 97/1979, um eftirlaun til aldr- aðra. Frekari upp- bót á elli- og örorkulífeyri Fram er komið stjórnarfrum- varp, sem heimilar að greiða frekari uppbót á elli- og örork- ulífeyri svo og örorkustyrk, „ef sýnt þykir, að bótaþegi geti ekki komizt af án þess“. Við ákvörðun bótahækkunar skal lífeyrisdeild taka „tillit til afgerandi sérþarfa bótaþega, t.d. bifreiðaeignar og bifreiðarekstrar hreyfihaml- aðra“. Að fengnum tillögum tryggingaráðs setur ráðherra reglugerð um framkvæmd bóta- hækkana. í athugasemdum kem- ur fram að frumvarpið er m.a. hugsað sem leið til „bæta öryrkj- um aukin útgjöld vegna hækkun- ar bensínverðs". Skráning og mat fasteigna Fram er komið stjórnarfrum- varp um skráningu og mat fasteigna. í frumvarpsgreininni segir m.a.: „Þrátt fyrir ákvæði 19. gr. er ráðherra heimilt að fela einstökum sveitarfélögum eða samstarfsstofnunum þeirra að annast tiltekin störf til undir- búnings að mati fasteigna skv. IV kafla laga þessara. í því skyni skal gætt ákvæða 9. gr. þessara laga, eftir því sem við getur átt“. I greinargerð með frumvarp- inu segir m.a.: Með frumvarpi þessu er lagt til, að lögfest verði heimild til að fela sveitarfélögum að vinna að sjálfu mati fasteigna, og er það meginbreytingin sem lagt er til með frumvarpi þessu. Breyting þessi ætti að verða til hags fyrir Fasteignamat ríkisins og sveit- arfélögin í landinu. Ljóst er að endurmat allra fasteigna í land- inu er a.m.k. 10 ára verkefni, en slíkt endurmat er afar brýnt, m.a. vegna þess hve verulegs misræmis gætir í aðalmatinu, sem framkvæmt var á árunum 1965—1970. Slík samvinna Fast- eignamats ríkisins og sveitarfé- laganna gæti hraðað mjög þessu verkefni, en mikilvægi þess fyrir sveitarfélögin er augljós, þegar haft er í huga vægi fasteigna- gjalda í tekjuöflun þeirra. Áhersla skal lögð á, að ekki er með þessu lagt til, að sveitarfé- lögum sé falin hin endanlega matsstarfsemi, þannig að þau hafi ákvörðunarvald um mats- verð fasteigna, hvert innan sinna marka. Með samþykkt þessa frumvarps yrði ekki horfið frá því að fasteignamat í landinu sé samræmt heildarmat á vegum eins opinbers aðila, þ.e. Fast- eignamats ríkisins. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að ná fram greiðara mati og endurskoðun mats heldur en kleift er með þeim mannafla og aðstöðu, sem Fasteignamat rikisins hefur yfir að ráða. Nokkur sveitarfélög hafa sýnt áhuga á því að geta sinnt matsstörfunum að ein- hverju marki. Með flutningi frumvarps þessa er komið til móts við þær óskir. HEWLETT Jip, PACKARD HEWLETT M PACKARD HEWLETT M PACKARD HEWLETT M PACKARD HEWLETT JlD, PACKARD & VASATÖLVUR — BORÐTÖLVUR UPPLYSINGAR — SALA — þJÓNUSTA EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI STÁLTÆKI BANKASTR. 8 SÍMI 27510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.