Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 17 stefnuna í hinum nýja stjórnar- sáttmála. Þá lagði Steingrímur áherzlu á að Geir hefði engar tillögur haft í fjárfestingarmál- um. Hann sagði Framsóknar- menn leggja áherzlu á ströng mörk verðhækkana og sam- vinnu við launþegasamtök um kjaramál. Verðbólgu yrði að ná niður í slíkri samvinnu. Steingrímur sagði almenning í landinu fagna hinni nýju stjórn. Sammála Alþýðuflokki Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, sagði Sighvat Björg- vinsson fagna því, að Alþýðu- flokkurinn væri utan stjórnar. Hann væri ekki einn um þann fögnuð. Geir Hallgrímsson hefði ætlað sér að ná verðbólgu niður 1974. Allir þekktu hver árangur hefði orðið. Ragnar sagði aðdraganda þessarar ríkisstjórnar óvenju- legan. Það væri og óvenjulegt ástand í þjóðfélaginu. Fjárlög væru óafgreidd. I dag kæmi fram frumvarp um framleng- ingu bráðabirgðaheimilda til greiðslna úr ríkissjóði fram til 3. apríl n.k. Þetta þýddi að afgreiða yrði fjárlög fyrir páska. Þá væri óhjákvæmilegt að afgreiða skattalög áður en Alþingi færi í hugsanlegt þing- hlé. Menn ættu að geta orðið sammála um svo sjálfsagðan hlut. Hann sagði Alþýðubandalag leggja áherzlu á fernt varðandi þessa stjórnarmyndun: 1. Að- gerðir gegn verðbólgu án skerð- ingar á launakjörum, 2. Upp- byggingu íslenzkra atvinnu- vega, 3. Uppbyggingu iðnaðar án aðildar erlendra auðhringa og 4. Jöfnun lífskjara. Ver ríkisstjórn falli Albert Guðmundsson (S) sagðist ekki ræða stjórnarsátt- málann, en óska stjórninni far- sældar í störfum. Hann sagði ábyrgðarhluta að bregða fæti fyrir stjórnina eins og mál stæðu í þjóðfélaginu. Hann myndi því verja ríkisstjórnina falli en taka afstöðu til ein- stakra mála, eftir að hafa kynnt sér þau, eins og hann hefði gert hingað til. Framtíðarafstaða sín til stjórnarinnar færi því eftir þeim málum, sem hún kæmi til með að færa inn í þingið. Gott væri að stjórnar- kreppan væri leyst. Hann kvaðst taka undir óskir for- manns Sjálfstæðisflokksins til hinnar nýju ríkisstjórnar. ísland áfram í Nató Gunnar Thoroddsen, forsæt- isráðherra, sagði afstöðu sína og Framsóknarflokks til Nató á allra vitorði, þ.e. áframhaldandi íslenzka aðild. Alþýðubandalag- ið vildi hið gagnstæða. Stjórn- arsáttmáli væri yfirlýsing um það, sem samstarfsaðilar væru sammála um. Þess vegna væri óþarfi að fjölyrða hér um í stj órnarsáttmála. Fullyrðing um aukningu rík- isútgjalda um 25 milljarða 1980 og 35 1981 væri órökstudd. Ætlunin væri að reka ríkissjóð með greiðsluafgangi. Forsætisráðherra sagði áætl- anagerð ekki löst, fremur hið gagnstæða. Nauðsynlegt væri að marka stefnu. Þá væri misskilingur að hvergi væri áformað að hamla verðbólgu í sáttmálanum. Þvert á móti væri ítarlega á bent, hvern veg skyldi að slíku staðið. Meiru máli skipti þó hitt, hver vilji og hugarfar hinna nýju valdhafa væri. Enn héldu þessar umræður áfram. Geir Hallgrímsson og Steingrímur Hermannsson skiptust á orðum um nokkur deiluatriði, en þessar umræður verða ekki frekar raktar hér. COLIN SMITH OBSERVER Abolhassan Bani-Sadr, hinn nýi forseti írans (t.h.), umkringdur fréttamönnum eftir fund í byltingarráðinu í síðastliðinni viku. Forsetinn hefur verið ófeiminn við að gagnrýna „námsmennina" sem halda bandarísku sendiráðsmönnunum í gíslingu. BANI ABOLHASSAN Bani-Sadr, fyrsti forseti íslamska lýðveldis- ins í íran, hefur gert þann ásetning sinn ljósan, að hann muni sjálfur stjórna landinu, en ekki námsmenn eða prestar. Innan sólarhrings frá sigri sínum í kosningum, sem senni- lega eru þær lýðræðislegustu í Iran til þessa, birti hann ýmsar yfirlýsingar í átt til sátta, er gáfu vonir um, að bandarísku gíslarnir, sem nú hafa verið í haldi á þriðja mánuð, yrðu látnir lausir. Ennfremur fordæmdi hann innrás Sovétríkjanna í Afganist- an afdráttarlaust og hét upp- reisnarmönnum hernaðaraðstoð og fjárhagslegum sem pólitísk- um stuðningi. Um námsmennina hafði hann það að segja, að þótt þeir væru tákn þess, að íranska þjóðin vildi aldrei framar vera á valdi Bandaríkjanna, væri hann þeim ekki sammála í einu og öllu. Hann nefndi töku bandarísku sendiráðsmannanna sem gísla gegn framsali keisarans „minni- háttar mál“, sem auðvelt væri að leysa úr. Og hann hefur gefið út yfirlýs- ingar um Afganistan af því tagi, sem Bandaríkjamenn hafa verið að vonast eftir af munni íransks leiðtoga. „Rússar bíða við dyrnar hjá okkur," sagði hann í viðtali við Le Monde. „Ef þeim tekst að ná til sjávar við heitan Persa- flóa, væri ekki einvörðungu íran á valdi þeirra, heldur öll Mið- Austurlönd og Indlandsskagi." Hægfara og klerk- arnir eiga ekki samleió Eftir því sem nú gerist í íran er Sadr hægfara stjórnmála- maður og það með mikinn styrk að baki. Það er ekki aðeins, að hann hafi hlotið óskoraðan stuðning íranskra kjósenda — í Teheran er talið að hann hafi fengið 70% atkvæða — heldur talar hann á tímum, þegar fjöldi írana sýnir augljós merki þess, að þeir séu farnir að þreytast á loddaraleik byltingarinnar. Fjöldagöngur, sem efnt var til síðastliðinn mánuð í tilefni þess, að eitt ár var liðið frá brottför SADR keisarans, voru illa sóttar. Dreg- ið hefur úr mannsöfnuði um- hverfis veggspjaldasala og skyndibitasala á höttum eftir viðskiptum við hlið bandaríska sendiráðsins að því marki, að jafnvel herflokkur vígreifra unglingsstúlkna utan af landi þykir tíðindum sæta. Sadr, sem er 46 ára gamall, mun gegna forsetaembætti í fjögur ár. Æðri honum verða Ayatollah Khomeini og klerka- ráð. Niðurávið mun vald hans fara eftir samsetningu hins nýja þings, sem kosið verður innan tíðar. Fyrir neðan þingið stendur múgur, sem alltaf er reiðubúinn til aðgerða í nafni Khomeinis og að láta stjórnast af hvaða arf- taka hans, sem kynni að vilja beita honum fyrir sig. Aðalvandi Sadrs er, hversu langt hann getur gengið til að ná tökum á óstýrilátari hluta klerkastéttarinnar, en íhlutun hennar á öllum sviðum þjóð- lífsins hefur haft í för með sér öngþveiti og efnahag, sem er á vonarvöl. Enda þótt hann hafi borið sigurorð af frambjóðanda Islamska lýðveldisflokksins, er enginn vafi á, að hann nýtur stuðnings Khomeinis eins og sakir standa. En það leikur heldur ekki vafi á, að hann yrði fljótlega að víkja úr embætti, ef þann stuðning þryti einhvern tíma. Fyrir tveimur mánuðum síðan birti Sadr yfirlýsingu, sem ýjaði að því að láta bæri bandarísku gíslana lausa. Hún kostaði hann embætti utanríkisráðherra — Sadegh Ghotbzadeh kom í hans stað —,. þótt hann héldi áfram í fjármálaráðuneytinu. En jafn- framt var ekki ljóst, hvort hann hafði misboðið Khomeini sjálf- um eða fylgismönnum klerka- veldisins í byltingarráðinu, en þar var hann einn fárra leikra meðlima. Á valdi hatursins Síðan hann var kjörinn, hefur hann a.m.k. einu sinni gagnrýnt byltingarráðið undir rós, en það hefur getið af sér vangaveltur um það, hvort hann njóti bless- unar Khomeinis, ef hann reynir að koma aftur viti fyrir hin óbilgjarnari öfl í ráðinu, sem eru á vímuvaldi hatursins til Banda- ríkjanna. Þegar Le Monde spurði hann, hvers vegna íranir hefðu gert svo lítið af því til þessa að gagnrýna aðgerðir Rússa í Afg- anistan, svaraði hann því til, að ágreiningur í byltingarráðinu hefði „lamað okkur“. Sadr hóf stjórnmálaafskipti í uppreisn Mossadeghs snemma á sjötta áratugnum, en hún var brotin á bak aftur, þegar CIA skipulagði gagnbyltingu og end- urkomu keisarans unga, er hafði flúið til Rómar. Meðan bæld voru niður harðri hendi uppþot vegna landbúnað- arumbóta árið 1963, er runnin voru undan rifjum klerka og komu Khomeini í útlegð, særðist Sadr og var fjóra mánuði í fangelsi. Síðan yfirgaf hann íran og fór til Frakklands, þar sem hann nam hagfræði og gaf út tvær bækur, sem gáfu þá mynd af Iran, að það væri á valdi stórmennskubrjálæðings, er hefði veðsett landið útlending- um. A síðari hluta þess sjötta og í byrjun sjöunda áratugarins leit svo út, að virk andstaða við keisarann væri einhver vonlaus- asti og hættulegasti málstaður í veröldinni, en Sadr var fljótur að átta sig á, að Khomeini gæti orðið kveikja að byltingu. Hann var einn af fyrstu stuðn- ingsmönnum hans og gætti þess að vera um borð í Boeing 747-vélinni frá Air France, sem flaug ayatollanum til írans í febrúar í fyrra eftir 16 ára fjarveru. Hann var nógu kænn til að neita þátttöku í ríkisstjórn Meh- dis Bazargans og varð meðlimur byltingarráðsins. Hann er talinn hafa staðið nærri klerkum þeim, er sömdu hina íslömsku stjórn- arskrá írans. Sadr er sagður vera heittrúað- ur múhameðstrúarmaður og stjórnmálaviðhorf hans virðist spanna einhvers konar lauslegan „íslamskan sósíalisma" — hann vill t.d. þjóðnýta banka — án þess hann teljist vinstrisinn- aður. Hann nýtur að líkindum stuðnings marxista í íran, en frambjóðanda þeirra var bönnuð þátttaka í kosningunum. Þetta út af fyrir sig gæti komið honum í koll, ef árekstrar verða í framtíðinni við klerkavaldið. Hann hefur gefið í skyn, að hann ætli sér samband írans við risaveldin án nokkurra hernað- arbandalaga. Til dæmis hefur hann ekki stutt hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Pakistan og hefur sagt, að rétta leiðin væri að vopnvæða afgönsku þjóðina. Hann hefur augsýnilega einnig ákveðið að fara meðalveginn í innanlandsmálum og leggur áherslu á nauðsyn þess, að stöð- ugleiki komist á til að rétta við efnahag landsins að nýju. Hversu langt honum leyfist að ganga er hins vegar annað mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.