Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 ] Mbl. ræðir við 0 / / / / / / / / // // // // // // // // // // //// lympíukeppendur 1 íslands á vetrarleikunum í | Lake Placid Bam daríkjunum 1980 „Er ekki eins og hvert annað mót“ — segir Steinunn Sæmundsdóttir Stcinunn Sæmundsdóttir er eini kvenmaóurinn sem keppir fyrir íslands hónd á vetrarleik- unum í Lake Placid, en hún hefur um árabil borið höfuð og herðar yfir hclstu keppinauta sina bæði í svisi ok stórsvigi. Mbl spurði Steinunni skömmu fyrir brottför- ina til Lake Placid, hvort hún tapaði aldrei. Steinunn bara brosti ok «af ekkert út á það. Hitt er svo annað mál. að hún er slíkt stórveldi á skíðum hérlend- is, að tiðindum sætir ef hún tapar keppni. Þó er Steinunn enn mjög ung að árum, aðeins 19 ára gömul. 01- ympíuleikar fara fram sem kunn- / ugt er á fjögurra ára fresti og þegar þeir fóru síðast fram skar- aði Steinunn þá þegar svo fram úr hér á landi, að hún var valin í íslenska liðið. Hún náði þar ein- hverjum besta árangri sem íslend- ingur getur státað af, komst í fremstu röð, aðeins 15 ára. Hún fór fyrst afskíði 9 ára gömul og keppti í fyrsta skipti tveimur árum síðar. Hefur ferill hennar til þessa verið samfelld sigurganga og hefur hún unnið alla flokka. Mbl spurði Steinunni hvort framfarir hennar hefðu verið slíkar að hún reiknaði með svipuð- um árangri eða betri í Lake Placid. „Ég er kannski betri í dag en þá, en engin ástæða er að reikna með öðru en að keppinaut- arnir séu einnig miklu betri í dag. Sannast sagna get ég ekki gert mér í hugarlund hvar ég stend gagnvart þessu fólki“ svaraði Steinunn. Stefnir þú á eitthvað ákveðið mark á þessum Olympíuleikum? „Ekki nema það að gera mitt besta, því eins og ég segi veit ég lítið um mótherja mína, 6g ætla bara að gera mitt besta“. Að lokum spurði Mbl. Steinunni hvernig það legðist í hana að vera að fara á Olympíuleika í annað skiptið á ævinni. „Það leggst mjög vel í mig, þetta er ekki eins og hvert annað mót, þetta er af allt öðru sauðahúsi, ekki hægt að líkja við önnur mót“ voru lokaorð Steinunnar Sæ- mundsdóttur, fremstu skíðakonu landsins. - KK- Ingólfur Jónsson Skíðafélagi Reykjavíkur. Ljósm. Guðjón B. Skíðadrottningin Steinunn Sæmundsdóttir á fullri ferð í brautinni. „Verkfallið kom mér af stað aftur“ rætt við Ingólf Jónsson EINN þriggja keppenda íslands í göngu á Ólympíuleik- unum í Lake Placid er Ingólfur Jónsson sem keppir fyrir Skíðafélag Reykjavíkur, en er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Við báðum Ingólf að segja okkur frá aðdragandanum að því að hann fór að æfa göngu, og hversu lengi hann hefði æft hana. — Ég er íæddur árið 1952 á Siglufirði, og eins og aliflestir drengir á staðnum kynntist ég skíðaíþróttinni snemma. Ég var fyrst til að byrja með í alpagreinunum svigi og stórsvigi en hóf að æfa gönguna 12 ára gamall. Ég æfði og keppti allt fram til ársins 1970, en þá fluttist ég til Reykjavíkur frá Siglufirði og snerti ekki skíði í 6 ár. — Ég æfði hins vegar badminton af miklum krafti og hafði gaman af. Það sem kom mér á bragðið aftur var að árið 1976 lenti ég í verkfalli. Ég vissi ekki hvað ég átti við tímann að gera og tók þá fram skíðin og hóf að æfa gönguna að nýju. Þá kom skíðabakterían aftur og hefur haldist síðan. Mér finnst hins vegar vera lítill áhugi á norrænum greinum hér fyrir sunnan. í Bláfjöllum er til dæmis upplýst braut fyrir alpagreinar en engin fyrir göngufólkl Þessum tveim greinum er ekki gert jafn hátt undir höfði. — Það kom mér ekki á óvart að vera valinn á Ólympíuleikana, ég átti von á því. Það verður að sjálfsögðu toppurinn á ferlinum að taka þátt í þeim. Ég hef ásamt hinum göngumönnunum undir- búið mig af mikilli kostgæfni fyrir leikana, með því að stunda æf- ingar í Svíþjóð. Við fórum fyrst út 12. nóv. í haust og æfðum til 16. des. Og svo frá 3. jan. til 29. jan. Æft var daglega og stundum tvívegis. Þá tókum við þátt í fjölmörgum keppnum. Ég mun taka þátt í 15, 30 og 50 km göngu á leikunum í Lake Placid. Sjálfum finnst mér að ég ætti að komast best frá 30 km göngunni. Minn besti tími í henni er 1,29,01 klst. Ég hef aldrei tekið þátt í 50 km göngu í keppni og veit að það verður erfið þolraun. 01- ympíuleikarnir eru fyrsta stór- mótið sem ég tek þátt í. Leikarnir leggjast vel í mig. Ég reikna með að Norðmenn verði einna sterkastir í göngugreinunum og svo eiga Finnar góða menn. Um Rússana veit maður ekki. Ég yrði mjög ánægður ef mér tækist að verða fyrir neðan 50 í röðinni í þeim greinum sem ég tek þátt í. Reikna má með 70 til 80 keppendum í hverri grein, Við inntum Ingólf eftir því hvort valið á leikana væri sann- gjarnt, en um það hafa verið deilur. — Mín skoðun er sú að svo hafi verið. Ég tel að göngumenn hafi komið betur út á þeim mótum sem þeir tóku þátt í erlendis en alpagreinamennirnir. Þá eru margir sem ætla að gangan sé ekki eins dýrt sport en það er miskilningur. Þetta hefur kostað okkur mikla peninga og erfiði allar þessar æfingar. Þá er gangan mikil tæknigrein og geysilega erf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.