Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 21 r r Titilvon KR minnkar MÖGULEIKAR KR á að verja íslandsbikarinn í körfuknattleik dvínuðu verulega um heigina þegar meistarar KR töpuðu sínum öðrum leik í röð í úrvals- deildinni. KR-ingar áttust við ÍR-inga í Hagaskóla ug meistarar KR urðu að sætta sig við ósigur. 87—95. Ekki aðeins töpuðu KR-ingar leiknum heldur misstu þeir einnig Jón Sigurðsson út af, meiddan. „Það erujtömul meiðsli sem tóku sig upp. Eg sneri mig á ökkla í haust og hið sama var aftur uppi á teningnum nú,“ sagði Jón Sigurðsson. Hann varð að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik og kom ekki meira inná. Og eitt er víst — án Jóns Sigurðssonar vinna KR-ingar ekki lslandsbik- arinn. Það var nógu slæmt fyrir KR að missa Marwin Jackson það sem eftir er vetrar en missir Jóns er rothögg. Breiddin í KR er ekki það mikil að til séu menn til að taka upp merki þessara tveggja manna. Það er alls óvíst hvenær Jón verður aftur með. A morgun leikur KR við Njarðvík og það verður að teljast heldur ólíklegt að hann verði með, jafn- vel þótt svo verði er allt eins víst að hann geti lítið beitt sér. Ekki þar fyrir — þær mínútur sem Jón Sigurðsson lék með átti vesturbæjarliðið ávallt undir högg að, sækja. IR-ingar náðu frum- kvæðinu þegar á fyrstu mínútum leiksins og á 7. mínútu höfðu þeir náð 10 stiga forustu, 22—12. KR-ingum tókst að minnka mun- inn í fimm stig á 12. mínútu, 29 —24 en skömmu síðar meiddist Jón, var studdur af leikvelli og eftir það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti. ÍR- ingum tókst að auka muninn í 34—24 skömmu síðar og í leikhléi skildu þrettán stig, 54—41. ÍR-ingum hafði tekist að ná forustu og hana létu þeir ekki af hendi það sem eftir lifði leiksins. Raunar myndaðist aldrei nein rr 87:95 • Jón Sigurðsson meiddist í leiknum gegn ÍR og úr því gat ekkert komið í veg fyrir ÍR-sigur. spenna, til þess voru IR-ingar of góðir. Smá vonarneisti vaknaði með stuðningsmönnum KR á 15. mínútu þegar þeim tókst að minnka muninn í átta stig, 83—75. En ÍR skoraði næstu tíu stig gegn aðeins fjórum stigum KR og sigurinn var í höfn — fyrirhafn- arlítill sigur IR og nú verður líklegra með hverjum leik að Islandsbikarinn hafni að Hlíðar- enda í herbúðum Valsmanna. Þrátt fyrir sigur ÍR-inga var enginn meistarabragur á leik þeirra — fjarri því. Fyrst ber að nefna að breiddin í liðinu er sáralítil. Barátta leikmanna er heldur ekki nógu mikil og sóknar- leikurinn á köflum einhæfur. Það hefur vafalítið háð liðinu að Kol- beinn Kristinsson lék ekki með en tæplega hefur það skipt sköpum því að Kolbeinn hefur engan veginn náð að sýna sínar bestu hliðar í vetur. Þó hlýtur það að teljast IR-ingum gleðiefni að Mark Christiansen lék nú einn sinn besta leik með ÍR. Hann skoraði 36 stig gegn KR. Skotnýt- ing hans var betri en oft áður og hann reyndi færri sendingar, sem áttu að koma andstæðingnum í opna skjöldu en höfðu oft sömu áhrif meðal samherja, en oft áður. Kristinn Jörundsson var óvenju- daufur framanaf og það var ekki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleik að hann skoraði sína fyrstu körfu en eftir það fór hann í gang og fataðist vart skot. Bróðir hans, Jón, byrjaði hins vegar með miklum látum og skoraði mörg lagleg stig framan af en heldur dofnaði yfir honum þegar á leik- inn leið. Hjá KR var Jón bestur meðan hans naut við — eftir það ein- kenndi meðalmennskan liðið. Þó ber að geta góðrar frammistöðu Garðars Jóhannssonar og Þröstur Guðmundsson tók góðan sprett upp úr miðjum síðari hálfleik. Dómarar voru þeir Guðbrandur Sigurðsson og Gunnar Valgeirs- son. STIG ÍR skoruðu: Mark Christ- iansen 36, Kristinn Jörundsson 21, Jón Jörundsson 18, Sigmar Karlsson 10, Stefán Kristjánsson 6, Jón Indriðason og Sigurður Bjarnason 2 stig hvor. STIG KR skoruðu: Garðar Jó- hannsson 24, Ágúst Líndal 14, Birgir Guðbjörnsson 14, Jón Sig- urðsson 12, Þröstur Guðmundsson 11, Geir Þorsteinsson 8 og Árni Guðmundsson 4 stig. H Halls Armanni dæmd karfa, sem aldrei var skoruð — Keflvíkingar hafa kært ÞAÐ VAR handagangur í öskj- unni að loknum leik ÍBK og Ármanns í 1. deild íslandsmóts- ins á laugardag. Ekki aðeins var Ármenningum færð karfa á silf- urfati heldur gerðist einnig mjög umdeilt atvik i lok leiksins þcgar Monnie Ostrom brunaði upp á síðustu sekúndum leiksins. Þegar hann skaut var brotið á honum en knötturinn fór cngu að síður öfan í körfuna. Allir héldu að þar með hefðu Keflvíkingar jafnað metin gegn Ármanni — 97—97 og ekki aðeins það, heldur ættu þeir möguleika á sigri með því að Ostrom fengi vitaskot — allir, nema dómararnir. Þeir dæmdu körfuna ógilda og dæmdu í þess stað vítaskot. Monnie Ostrom skoraði aðeins eitt stig og Ár- mann hafði farið með sigur af hólmi. 97—96. Keflvíkingar hafa nú kært leik- inn en ekki vegna atviksins í lokin. Það var aðeins um túlkunaratriði að ræða og í raun ekkert við því að segja þó að dómarar dæmdu körfuna af. En Keflvíkingar hafa kært leikinn á þeim forsendum að Ármanni hafi verið færð tvö stig með körfu, sem aldrei var skoruð — og þeir hafa þegar sannað að karfan var aldrei skoruð. Atvikið átti sér stað í síðari hálfleik. Staðan var þá 68—62. Danny Shouse skaut en það var brotið á honum. Knötturinn fór í körfu- hringinn og þaðan út á völl en dómarinn, Guðbrandur Sigurðs- 96:97 son, dæmdi körfu. Danny bjó sig raunar undir að skjóta þremur körfuskotum, skaut hinu fyrsta og skoraði. Ætlaði síðan að skjóta sínu öðru en honum til furðu og raunar flestum, þá benti Guð- brandur á, að Keflvíkingar ættu að byrja leikinn, þar sem Danny hefði skorað tvö stig fyrir. Keflvíkingar mótmæltu en allt kom fyrir ekki. Ármenningum voru dæmd þrjú stig úr þessari einu sókn. „Við höfum kært þetta og vísum á spólun sem sönnunar- gagn,“ sagði Sigurður Valgeirsson, formaður ÍBK eftir leikinn. Og haft var eftir Guðbrandi í dag- blaði, að hann hefði viðurkennt mistök sin eftir að hafa séð spóluna. „Ég verð að segja að mér líður ákaflega illa vegna þessara mistaka,“ sagði Guðbrandur enn- fremur. Hvað um það — eins og málin standa hafa Ármenningar nú tvö dýrmæt stig. Ekkert fordæmi er fyrir kæru sem þessari og er því um algjört prófmál að ræða. Ef við lítum á viðureign ÍBK og Ármanns í Njarðvíkum á laugar- dag þá höfðu Ármenningar lengst af undirtökin í leiknum. Jafnræði var með liðunum í upphafi en á 5. mínútu breyttu Ármenningar stöðunni úr 12—11 í 20—11. Keflvíkingum tókst að minnka muninn í eitt stig á 14. mínútu en aftur kom góður kafli Ármenn- inga og þeir náðu 12 stiga forustu, 38—26 og í leikhléi skildu 14 stig, 48-34. Mikillar taugaspennu gætti meðal hinna ungu leikmanna ÍBK í fyrri hálfleik og í leikhléi þrumaði Monnie Ostrom yfir þeim með mikilli skammarræðu frammi fyrir áhorfendum. Það virtist hrífa, því eftir aðeins 2 mínútna leik í síðari hálfleik hafði IBK minnkað muninn í sex stig, 50—44. En ávallt skorti herzlu- muninn. Á 16. mínútu skildu þrjú stig, 88—85. Ármenningar náðu að auka muninn enn og þegar ein mínúta var eftir skildu sex stig, 97—91. Keflvíkingum tókst að komast inn í sendingar og minnka muninn í 97—95. Þá komst Mon- nie Ostrom inn í sendingu, brun- aði upp, og skaut eins og áður var lýst — knötturinn fór ofan í körfuna en var dæmd af og taugar hins unga Bandaríkjamanns voru ekki nógu sterkar í vítaskotunum, hann hitti aðeins úr einu. Danny Shouse var sem fyrr allt í öllu hjá Ármanni — aðrir leikmenn nánast sem statistar. Hann skoraði 67 stig, en Valdimar Guðlaugsson 18 stig. Hjá ÍBK skoraði Monnie Ostrom 41, Einar Steinsson 24, Axel Nikulásson 12 og Sigurður Sigurðsson 10. Dóm- arar voru þeir Guðbrandur Sig- urðsson og Jón Otti Ólafsson. Webster skorar fyrir Skallagrím. Naumur sigur Þórs ÞEGAR um ein mínúta var eftir af leik Þórs og Skallagríms var staðan 78—76, Þór í vil. og allt í járnum. Þórsarar höfðu þá bolt- ann og tóku þeir til þess bragðs að tefja. Þeim tókst það bærilega og héldu þeir boltanum 'það sem eftir var leiksins og sigur þeirra var í höfn. 78—76. Þórsarar höfðu ávallt frum- kvæðið í fyrri hálfleik og komust þeir mest í 8 stiga forystu 30—22 undir lok hálfleiksins en Borgnes- ingar gerðu svo harða hríð að körfu Þórsara á síðustu mínútum og var staðan í hálfleik 34—32, Þór í vil. I upphafi seinni hálfleiks var Gary Schwartz í miklum ham og skoraði hann hverja körfuna á fætur annarri og margar sérstak- lega glæsilegar. Á þessum kafla léku Þórsarar ágætan körfuknatt- leik og á 10. mín. höfðu þeir gert 60 stig gegn 47 stigum Borgnes- inga. Úr þessu fóru Borgnesingar að retta úr kútnum og vinna upp forskot Þórsara. Síðustu 5 mínútur leiksins gerðu Borgnesingar 14 stig gegn 4 stigum Þórsara og virtust Þórsar- ar vera að kasta frá sér sigrinum. A síðustu mínútunum sluppu Þórsarar svo sannarlega fyrir horn og hékk sigur þeirra á bláþræði. Leikurinn í heild var mjög spennandi og bauð upp á skemmti- leg atvik. Leikur liðanna var oft á tíðum ágætur og hraður. í leikn- um bar Gary Schwartz höfuð og herðar yfir aðra leikmenn Þórs. Spil liðsins er að mestu byggt í kringum hann og er hann allt í öHu. Eiríkur Sigurðsson var einnig ágætur en meiðsli þau sem hann hlaut í haust virðast há honum talsvert. í broddi fylkingar hjá Borgnes- ingum var Darcasta Webster og var hann bestur þeirra. Hann hirti aragrúa af fráköstum, þó einkum í vörn. Dómarar í lciknum voru þoir Raín Benc- diktsson ok Kristbjörn Albcrtsson ox voru dómar þcirra viöunandi. StÍK l>órs: Gary Schwartz 12. Eiríkur Sigurðsson lfi. Alírcð Tulinius 10. SijfurKcir Svcinsson 1. Ólaíur Kristjánsson 2. Erlingur Jóhannsson 2. Valdimar Júliusson 2. Stijf SkallaKríms: Darcasta Webster 14. Injfvi Arnason 11. Gunnar Jónsson 8. Brajfi Jónsson 6. Ari Björnsson 2. BcrKsvcinn Simonarson 2. „Sannpirni að leikið verði a nýjan \e\k“ — segir Monnie Ostrom „ÉG TEL að þes.si leikur ætti að leikast að nýju af sanngirnis- ástæðum. Dómurum urðu á mis- tök. Þeir dæmdu körfu. sem aldrei var skoruð og viðkomandi dómari hefur þegar viðurkennt mistök sin. Ef dómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu, að leikurinn skyldi leikinn að nýju, þá myndi ég ekki leika með liði minu ef Staðaní 1. deild ÚRSLIT leikja í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik um helgina urðu: ÍBK - Ármann 96-97 Þór — Skallagrimur 78—76 Tindast. — Skallagrímur 70 — 78 Staðan í 1. deild er nú: Ármann 8 7 1 874 — 800 14 ÍBK 8 5 3 754-628 10 Grindavík 8 4 4 657—682 8 Þór 5 3 2 440-440 6 Skallagrímur7 2 5 549—619 4 Tindastóll 6 0 6 427-537 0 Danny Shouse yrði farinn úr ^ landi. Það tel ég aðeins sann- h gjarnt.“ sagði Monni Ostrom, « Bandaríkjamaðurinn í liði ÍBK í , viðtali við Mbl. „Ég veit,“ bætti hann við, „að ef J til slíks leiks kæmi þá þörfnuðust * strákarnir mín ekki. Þeir eru betri ^ en íslenzku strákarnir í liði Ár- h manns og ég er viss um að þeir h. sigra í þeirri viðureign. Ég er ekki að ásaka dómarana ^ — þarna voru það mannleg mistök . sem áttu sér staö. Það er því ekki | nema sanngirni að leikurinn fari * fram að nýju. Þessi mistök i || Njarðvíkum eru okkur mjög dýr b og mikil vonbrigði að tapa leikn- s um á slíkum mistökum. Þetta er í annað sinn í vetur að Keflavík tapar leik vegna mistaka dómara. Nú er ég ekki að segja að dómar- ^ arnir hafi gert sín mistök viljandi, síður en svo, en ég vil benda á, að t þegar dómarar eru valdir til starfa, þá á að ganga svo frá málum að ekki séu nein tengsl Q milli dómara og leikmanna við- |g komandi liða.“ II.Halls. fej

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.