Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 Fréttabréf frá Indlandi Skúli Magnússon Götulífsmynd frá borg á Austur-Indlandi. Hér keppa „skip eyðimerkurinnar“ við uxakerrur og siflautandi bíla. Umferðin: Allt í bendu en slampast samt einhvem veginn Pondi. 7. jan.. 1980. Umferðin í Indlandi er æði litrík. Indverskir lifnaðarhætti eru afar „opnir“. Sennilega eru þeir óvíða jafn opnir og einmitt hér. Svo opnir að holdsveikraspítal- arnir eru á stoppistöðvum lang- ferðabíla og fátækraframfærsl- an á ferðamannastöðvum. En þetta var nú nokkuð illskeytt innskot. Af sjálfu leiðir að vegfarandi fær þegar nokkra nasasjón af landinu. I þessu sem ýmsu öðru eru Indland og Kína miklar andstæður. Farartækin eru mjög marg- vísleg. Öllu ægir beinlínis sam- an. Það sem helzt vantar eru amerískar bifreiðar. Bílarnir eru flestir litlir og ekki fjöl- skrúðugir. Enginn Citroén, eng- ir Saabar, enginn Volkswagen svo dæmi séu tekin. Mest ind- verskar bifreiðar. Rússar komu á fót bifreiðaverksmiðjum fyrir Indverja, því er hér mikið um „rússnesk“-indverskar bifreiðar, sem ég held að líkist mjög „Volgu". Svo eru minni bifreiðar sem minna á Fíat. Ég held þær séu bæði indverskar og fluttar inn frá Ítalíu og/eða Frakk- landi. Altént er myndin svo fáskrúðug að aðeins virðist vera um að ræða tvær tegundir af fólksbifreiðum. Indverjar fram- leiða einnig trukka eða vörubila, „Tata“, og einnig bifhjól sem nokkuð er um. Hér er miðinn um „ricksjo“. Það er þríhjóla vagn, reiðhjól að framan, farþegasæti að aftan. Upphaflega vagn sem er dreginn af manni, kominn frá Kína. Orðið „ricksjo“ (eftir framburði) er afbökun úr kínversku, „rön- lí-tso“ eða mannafls-vagn“ (vagn sem er knúinn áfram með mannskröftum eða handafli). Af mannúðarsökum hefir reiðhjóli eða fremri hluta reiðhjóls síðan verð smellt framan við. Þessir vagnar voru í notkun í Kína fyrir 20 árum, illa viðhaldið svo ferðamenn höfðu orð á. Því er svarað til, að þeir ættu að hverfa úr sögunni og þess vegna ekki viðhaldið. Gaman að vita hver hefir orðið raunin á. Þessir „ricksjo-ar“ í Indlandi eru hálfu verri en þeir kínversku, reimin á það til að falla af og þeir drífa ekki upp minnsta halla, stund- um sér „ricksjo-drengurinn" sér þann kost vænstan að leiða fararskjótann. Það fer þá lítið fyrir reiðhjólinu, en altént þarf vesalingurinn ekki að hafa fyrir því að halda niðri vagnkjálkun- um. Þá eru einnig þríhjólavagnar eða bifreiðar, sem líta ekki ósvipað út, nema yfirbyggðir að framan, en eru vélknúnir. Þeir eru einnig í slæmu standi. Vantar ýmislegt: flautu, stefnuljós, aðal-ljós. Þar eð ekki er mikið um fólksbifreiðar eru langferðabíl- ar talsvert áberandi. Þeir eru allir óglerjaðir, rúðulausir. I staðinn fyrir rúður eru „hansa- gardínur" sem draga má niður (á kvöldin þegar kólnar). A daginn væri ólíft fyrir hita, ef allt væri ekki opið. Það er því hvaðarok inni. Mikið er um reiðhjól (eins og í Kína og Danmörku). Sé þess nokkur kostur hjóla Indverjar helzt aldrei færri samsíða en þrír saman og víkja ekki fyrr en þeir mega til. Eigi skal víkja. Mest tekur maður eftir gráum uxum, sem draga vagna oftast tveir og tveir saman fyrir hverju æki. Þungaflutningar virðast að mestu leyti hvíla á þessum uxargreyjum. Vagnhlassið stendur of langt út til beggja hliða og er mikil list að smeygja sér framhjá. Svo draga menn einnig ekki ósjald- an á sjálfum sér. Með öðrum orðum, flesta far- kosti má sjá nema nútíma bif- reiðar, sem algengastar eru á Vesturlöndum. Umferðarmátinn er ekki síður athyglisverður en farartækin. Eins og áður hefir verið vikið að er vinstri umferð. Nema hvað ökutækin aka samt hvar sem er og eru oft öfugu megin. Hraðinn er ekki mikill, enda færi þá allt í eina klessu. Ökumenn smeygja sér til vinstri. Gangandi vegfar- endur (eins og þeir heita í umferðarþáttum ríkisútvarps- ins) eru algengir úti á miðjum götum, enda illt við að gera: gangstéttir óvíða og vegarbrún- ir notaðar fyrir almennigssal- erni, svo ef maður ætlar að forðast mannasaurinn verður maður nauðugur viljugur að hætta sér út í umferðarglund- roðann. Umferðin á Indlandi er með öðrum orðum einn mesti glund- roði sem einn íslendingur er fær um að hugsa sér. Þrátt fyrir vinstri umferð sem öllu ætti að bjarga, virðast umferðarslys mjög tíð — a.m.k. hefir undir- ritaður oft komið framá öku- tæki liggjandi á hliðinni utan vegar — engan skyldi undra. Það sem samt mest einkennir indverska umferð hygg ég sé einkum tvennt: hávaðinn og hvað allt slampast (oftast nær) þrátt fyrir allan glundroðann. Þeir sem hafa flautuna í lagi þeyta hornið án afláts. Hinir — þeir sem hafa bilaða flautu — hafa annan handlegginn út um opinn framgluggan og berja farkostinn utan af sama eld- móði svo bylur í blikkinu (á Indlandi má með sanni tala um blikkbeljur). Je minn góður. Aftan á stærri vögnum stend- ur málað: Be Indian Buy Indinan Sound the horn (Vertu Indverji — keyptu indverskt (indverskar vörur — og flautaðu). Síðasta áminningin virðist manni satt að segja óþörf. Ekki sé á bætandi og vissulega verið að bera í bakkafullan lækinn. En Indverjar kunna að hafa annað viðhorf: aldrei of mikið flautað. Undirritaður getur ekki var- azt að bera stundum saman Indland og Kína og óneitanlega hallar á Indland í ýmsum hlut- um. Kínverjar nota taðpoka fyrir akneyti sín þannig að ekki stök kínadella fellur á götuna. í Indlandi er slíkur munaður óþekktur með öllu, enda gatan duggulítið áþekk flór í fjósi, en það eykúr aðeins á fjölbreyti- leika myndarinnar. Kínverjar hafa litla þörf fyrir bílflautu, enda rækilega stungið upp í þá af stjórnvöldum — a.m.k. meðan Mao hélt um stjórntauma. Umferðin ber þess ljósan vott hversu óstýrlátir og sjálfstæðir Indverjar eru og hversu mikla ást þeir hafa á hvers konar óreiðu. Sú spurning kemur oft upp í hugann: hvernig er að stjórna slíku fólki? í leit að visku Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: FERD UNDIR FJÖGUR AUGU. Skáldsaga. 13í) bls. Fjölvaútgáí- an. Rvík. 1979. Aðalsteinn Asberg mun vera ungur höfundur. Þetta er hans þriðja bók. Vafalaust er hún vel meint. Og víst ber hún með sér að höfundurinn er hugsandi maður. Hugsandi — það er nú einmitt einkenni ungra manna, engir hugsa meira né dýpra. Aðalsögu- hetjan er líka ungur maður. Hann fer á skemmtistaði og eltir stelpur með misjöfnum árangri en hlýðir þess á milii á orð sér eldri manns sem heitir Ospakur en gengur jafnan undir nafninu Spakur og ber að því leyti nafn með réttu að hann miðlar öðrúm heilmikilli spakvisku. Út af fyrir sig gæti hér verið á ferðinni raunsönn mynd af lífshlaupi ungs manns, leitandi sálar, sem hvikar óþreyjufull á milli fánýtra skemmtana og skrítinna fugla sem sýnast vera sjálf upphafning andans holdi klædd. Þetta er sem sagt vel meint og að ýmsu leyti hugvitlega undir- byggð skáldsaga. Aðeins hefur höfundinum mistekist að blása í þetta þeim lífsanda sem lifa verð- ur í skáldverki ef það á að höfða til annarra en höfundarins sjálfs. Þetta er stutt skáldsaga en samt Spakur er hreint ekki nógu mikill spakvitringur til að orð hans megi í minni festast. Hann lætur dæl- una ganga og fellur tal hans oft einhvers staðar á milli lífsvisku og þversagna. Sumar athugasemdir hans eru það sem kalla mætti dálítið sniðugar. Þetta er vísir að persónumótun. En orð hans hefðu þurft að vera einbeittari, athuga- semdir hans hnyttilegri, spekin gagnorðari. Hjal hans er svo innantómt að ætla mætti að.Spons (en svo kallar Spakur unga mann- inn) viki úr vegi fyrir honum í stað þess að hann er sólginn í orðræður hans. Hér er ekki óvandvirkni um að kenna, höfund- urinn hefur einfaldlega ekki kom- ist á ferð með hlassið. Öðru máli gegnir um þá hluta sögunnar þar sem segir frá ungu fólki að skemmta sér. Bestur er sá kaflinn þar sem segir frá kvöldi á skemmtistað þaðan sem fólk skundar svo í partí sem að vísu ferst fyrir vegna þess að húsráð- endur láta ekki sjá sig. Þvílíkum frásögnum á eftir að snjóa niður í Bókmenntlr ettir ERLEND JÓNSSON Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson bókmenntirnar ef ég giska rétt. Þeir, sem hyggjast segja frá þess konar reynslu, þurfa að herða sig vilji þeir segja verulega betur frá en Ásberg. \ Hér má því segja að reynslu- leysi bagi höfund sem annars sýnist hafa talsvert til brunns að bera. Skáldsagnaritun er strangur skóli sem krefst þess meðal ann- ars að höfundur haldi góðri yfir- sýn yfir verk sitt. Þar dugir ekki að eitt sé dágott ef annað brestur. Og þessi saga er dæmi um það. Spekingar í sögum ungra manna gegna oft því hlutverki að útskýra lífið. Vafalaust á Aðal- steinn Ásberg eftir að komast að raun um að lífið er ekki svo einfalt né auðskýrt sem sýnist. Þá á hann að geta skrifað líflegra og umfram allt skemmtilegra skáldverk. a<*■■« ».c -4- * 6-* t x s *•» a * Tímaritið Stefnir komið út TÍMARITII) Stefnir. fyrsta til annað tölublað 1980. er nýkom- ið út. efnismikið að vanda. Þetta er 31. árgangur ritsins. en útgefandi er Samhand ungra sjálfstæðismanna. Iíit- stjóri er Anders Hansen en framkvæmdastóri Stefán II. Stefánsson. Meðal efnis i þessu tölublaði má nefna greinar eftir eftir- talda: Gunnar Thoroddsen: Horft fram á við. Ellért Schram: Úrslit alþingiskosninganna kraftaverk í klaufaskap. Anders Hansen: Sjálfstæðisflokkurinn myndi skuggaráðuneyti. Jón Magnússon: Horft fram á við. Sigurbjörn Magnússon: Sjálf- stæðisflokkurinn og framtíðin. Einar K. Guðfinnsson: Sólar- orka í stað kjarnorkuvera. Matthías Á. Mathiesen: Stefnir FUS í Hafnarfirði fimmtugur. Jón Ormur Halldórsson: Hand- an hafsins. Þá eru í ritinu skiptar skoðan- ir þeirra Skafta Harðarsonar pg Stefáns Jóns Hafsteins um frjálst útvarp, svör sex sjálf- stæðismanna við spurningu Stefnis um hvað hafi gerst í kosningunum í desember, þættir úr starfi SUS, þátturinn Úr þjóðlífinu, Úr myndasafni Sjálf- stæðisflokksins og fleira, svo sem viðtöl við Friðrik Sóphus- son og Davíð Oddsson, ljóð eftir Helga Má Barðason og smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson og margt fleira. Forsíðumyndin er eftir Ragn- ar Axelsson ljósmyndara. Ritið er prentað í Formprenti, en umbrot og filmuvinna annaðist Repró. Ritið er alls 84 blaðsíður að stser.ð. .... einhvern veginn of langdregin. Og -i .• * * ■ V V» *• a r' it t 'i tí 'rí< »•*?'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.