Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 Geir Hallgrímsson um stjórnarsáttmálann: Minnir á málef nasamning vinstri stjórnarinnar 1971 — sem var upphaf óðaverðbólgunnar NÝ ríkisstjórn settist í ráðherrastóla í sameinuðu þingi í gær, 10 þingmenn — eða sjötti hluti þingliðs. Þröngt var um ráð- herra. Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra, las upp bréf um skiptingu og skipan ráðherraembætta. Þá las hann stjórnarsátt- mála hinnar nýju ríkisstjórnar (áður birt- ur í Mbl.) lið fyrir lið. Lokaorð hans voru efnislega þessi: Fyrir hönd hinnar nýju ríkisstjórnar læt ég í ljósi ósk og von um gott samstarf við þing og þjóð. Öll eru atriðin óljós Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins, frá 8. febr. sl., þar sem þingflokkurinn tek- ur afstöðu gegn ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, Alþýðu- bandalags og Framsóknar- flokks, enda gangi stjórnarsátt- málinn í veigamiklum atriðum gegn grundvallarstefnu Sjálf- stæðisflokksins. Þá las hann ennfremur ályktun flokksráðs Sjálfstæðisflokksins frá í fyrra- dag, sem fer með æðsta vald í flokknum milli landsfunda, þar sem flokksráðið áréttar, fyrr- greinda afstöðu þingflokksins um andstöðu við ríkisstjórnina og stjórnarsáttmálann. Báðar þessar ályktanir, þingflokks og flokkráðs, hafa verið birtar í heild hér í Mbl. Geir Hallgrímsson sagði þennan stjórnarsáttmála minna um margt á vinstri stjórnar- sáttmálann frá 1971, sem verið hafi upphaf óðaverðbólgunnar, er síðan hafi fram haldið með stuttum hléum. Markmið séu að vísu sett um verðbólguhjöðnun, en hvergi finnist vegvísir eða leiðir til að ná þeim markmið- um. Samræmd efnahagsstefna geri ekki vart við sig í þessu piaggi, sem minni helzt á óska- og loforðalista. • í kjaramálum sé engin launastefna mörkuð, taka skuli allnokkra fjárhæð til félags- legra umbóta. Góðra gjalda vert sé, að samningar um kaup og kjör séu í höndum aðila vinnu- markaðar, en afstaða sé engin tekin í kjarasamninga við BSRB og BHM, eða neins konar launastefna mörkuð. Hvergi sé tilgreint hvern veg vítahringir verðlags og kaupgjalds skuli rjúfa. • f ríkisfjármálum er vikið að mörgum málum, sem stór- auka á ríkisumsvif og ríkisút- gjöld, og hljóta að leiða til verulega aukinnar skattheimtu (ef efnd verða), hallarekstrar ríkissjóðs, vaxandi seðlaprent- unar og erlendrar skuldasöfn- unar. Uttekt á þessum loforða- lista, sem geymir mörg góð mál, sýnir allt að 25 milljarða út- gjaldaauka á þessu ári og 35 milljarða útgjaldaauka á því næsta. Hvergi örlar þó á vísbendingu um tekjuöflun á móti þessum útgjöldum, nema hvað greiðslubyrði erlendra lána er sett í ákveðið hlutfall af þjóðartekjum, sem er hið hæsta sem verið hefur eftir efnahags- áföllin miklu 1968 og 1969. • í peningamálum er sagt að vextir skuli vera óbreyttir fyrst í stað, sem þýðir örari rýrnum sparifjár í núverandi Gunnar Sighvatur WBIi Steingrímur Ragnar Albert vexti verðbólgu. í næstu grein er hinsvegar talað um verð- tryggingu sparifjár, en af því leiðir að útlán hljóta einnig að vera verðtryggð. Af þessu hlýst að sparifjármagn flyst yfir á verðtryggða reikninga og fjár- magnskostnaður og vaxtakostn- aður hlýtur að stórhækka þar sem áfram stefnir í 40—50%o verðbólguvöxt á ári. Þetta er vaxtastefna Alþýðubandalags- ins. Framsókn hefur snarsnúist. Um aðra þátttakendur í stjórn- arsamstarfinu þarf ekki að ræða. • í verðlagsmálum er talað um niðurtalningu, að verðlags- hækkanir megi ekki vera nema 8, 7 og 5% næstu þrjá ársfjórð- unga eftir 1. maí. En hver verður afleiðingin ef kaupgjald hækkar um 40%, og annar tilkostnaður samsvarandi, en verðlagi haldið innan við 25% ? Leiðir slíkt ekki til hallarekstr- ar fyrirtækja, sem lánastofnun- um verður um megn að fjár- magna, greiðsluþrots, stöðvun- ar og atvinnusamdráttar? • í atvinnumálum er allt bundið forsjá hins opinbera. atvinnuáætlanir og fyrirskipan- ir að ofan. Lánveitingar bundn- ar framkvæmd opinberrar at- vinnuáætlunar, en útilokað að fyrirtæki geti myndað eigið fjármagn. Af þessu leiðir meiri sókn í lánsfé, meiri verðþenslu, minni framleiðniaukningu, raunar stöðvun framleiðniaukn- ingar og vaxtar í atvinnulífi. • í stóriðjumálum, sem ýmsir telja leið til aukinna þjóðartekna, er talað um, að uppbygging verði á vegum íslendinga einna. Er hér átt við meirihlutaeign íslendinga, eins í járnblendiverksmiðjunni? Eða útilokun á erlendri eignaraðild? Jafnvel útilokun á erlendu láns- fjármagni? Forsjá þessara mála er falin Alþýðubandalagi, sem eins og kunnugt er, hefur verið andvígt þessari leið til bættra lífskjara. • í skattamálum er ekki talað um að draga úr hvað þá fella niður viðbótarskatta vinstri stjórnar. Ekki minnst á að lækka skatta á almennum launatekjum, eins og nauðsyn- legt er að gera. í sáttmálanum er byggt á fjárlagafrumvarpi Tómasar Árnasonar en gera má ráð fyrir þriðja frumvarpinu frá hinum nýja fjármálaráð- herra, Ragnari Arnalds. Fróð- legt verður að sjá þá skatt- metsstefnu, er það kemur til með að birtast. • t kjördæmamálum er þess eins getið, að breyting kjör- dæmaskipunar og kosningalaga ljúki fyrir lok kjörtímabils. Gera má þó ráð fyrir að gengið verði til kosninga áður en því lýkur. Það er óhjákvæmilegt að fá fram nauðsynlega breytingu til jöfnunar atvkæðisréttar ekki síðar en á næsta vetri og tryggja, að um þetta mál verði kosið í næstu kosningum • í kaflanum um einföldun, hagræðingu og hagkvæmni í opinberum rekstri, er ekkert einasta nýmæli. Fjölgun ráð- herra er þar einasta vísbend- ingin. • í utanríkis- og öryggis- málum er ekki einu orði minnst á aðild að Atlantshafsbandalagi eða varnarsamningnum við Bandaríkin. Það var þó gert í vinstri stjórnar sáttmálanum frá 1971. Að öðru leyti er Frumvarp fv. fjármálaráðherra: Tekjuskattur felldur niður á tveimur árum af almennum launatekjum SKÖMMU íyrir stjórnarskiptin lagði fráfarinn fjármálaráð- herra, Sighvatur Björgvinsson, fram frumvarp til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt, sem felur í sér að tekjuskattur af almennum launatekjum verði felldur niður í tveimur áföngum — á þessu og næsta ári. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að þetta verði gert með ákvörð- un skattstiga, þann veg, að árið 1980 vcrði tekjuskatturinn lækkaður um rúmlega 7 millj- arða króna frá áætlun í fjár- lagafrumvarpi fyrrverandi ríkisstjórnar (vinstri stjórnar) og síðara skrefið verði niður- felling tekjuskatts að fullu af almennum launatekjum meðal- fjölskyldu 1981 með einfaldri breytingu á neðsta skattþrepi í frumvarpinu. Samkvæmt frumvarpinu skal reikna tekjuskatt 1980 15% af fyrstu 2'/2 m. kr., af næstu 3 '/2 m. kr. en af tekjuskattsstofni yfir 6 m. kr. reiknast 50%. Frá þeirri fjárhæð skal síðan dreg- inn persónuafsláttur. Sú fjár- hæð sem þannig fæst telst tekju- skattur ársins. Persónuafsláttur skal vera 400 þús. krónur fyrir hvern einstakl- ing. Ónýttur persónuafsláttur gengur til greiðslu sjúkratrygg- ingagjalds og útsvars eins og var 1979. Persónuafsláttur er færan- legur milli maka. Barnabætur skulu vera 140.000 krónur með fyrsta barni og 215.000 krónur með hverju barni umfram eitt. Fyrir börn yngri en 7 ára á tekjuárinu skulu barnabætur vera 55.000 krónum hærri. Barnabætur með börnum einstæðra foreldra skulu ætíð vera 270.000 krónur með hverju barni. Eignaskattur manna skal reiknast þannig, samkvæmt frumvarpinu, að af fyrstu 17 m. kr. greiðist enginn skattur. Af þeim hluta eignaskattsstofns sem umfram er greiðist 1,2%. orðalag sáttmálans frá 1971 og þessa sáttmála furðu líkt. Eg tel meiri þörf á því, að skýrt sé kveðið á um þessi mál í stjórn- arsáttmála nú, þar sem vitað er um ólík sjónarmið samstarfsað- ila, enda á þjóðin kröfu á að vita vissu sína í jafn örlagaríku og afgerandi máli. Aðdragandinn að myndun þessarar ríkisstjórnar, mál- efnasamningur sá, sem hún byggir starf sitt á, skipting ráðuneyta og starfa er allt með þeim hætti að lítil gæfumerki er að sjá. Engu að síður er það von mín og ósk að betur rætist úr en horfir. Alþýðuflokkur í stjórnarandstöðu Alþýðuflokkur klauf vinstri stjórnina, sagði Sighvatur Björgvinsson (A), vegna þess, að sýnt var að hún náði ekki árangri í meðferð efnahags- mála. í kosningabaráttunni og 2ja mánaða stjórnarmyndun- arviðræðum þar á eftir kom í ljós, að ekki var samstaða milli vinstri flokka um marktækar efnahagsaðgerðir. Það var al- gjört skilyrði stjórnaraðildar af hálfu Alþýðuflokks, að við efna- hagsvanda yrði brugðið af festu og einbeitni. Tvívegis lögðum við fram heillegar tillögur í þessa veru í viðræðunum, en hlutum ekki undirtektir. Sig- hvatur Björgvinsson minnti á fjárlagafrumvarp, er hann hefði lagt fram, og frumvarp í skatta- málum í framhaldi af því, er gerði ráð fyrir lækkun skatta á almennar launatekjur. En for- vitnilegt verður að sjá skattatil- lögur hinnar nýju stjórnar — og viðbrögð Alberts Guðmunds- sonar og Eggerts Haukdals við þeim, og raunar allra stjórnar- aðila úr Sjálfstæðisflokki. Sighvatur sagði jafnvægis- stefnu í launamálum forsendu þess, að ná heildstæðum efna- hagsárangri og verðbólguhjöðn- un. En hún ein nægði ekki. 1979 hefði grunnkaup aðeins hækkað um 3% en verðbólga rokið í 60%, vegna þess, að þeir þættir, sem ríkisvaldið hefur alfarið í sinni hendi, hefðu brugðizt, þ. á m. ríkisfjármálin og peninga- málin. Alþýðuflokkurinn mundi ekki torvelda störf þessarar ríkisstjórnar, ef til góðs horfði, en hann myndi vera í stjórnar- andstöðu, og bregðast við hverju máli eins og efni stæðu til. Hann væri feginn því að vera utan stjórnar. Nú hefði skýrzt, hvers vegna svo erfið- lega hefði gengið með stjórn- armyndun allt frá því í desem- ber. Eg vona, sagði hann, að þessi stjórn lifi nógu lengi til að falla afdráttarlaust af eigin verkum, Sjálístæðismenn líti í eigin barm Stcingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði að hin harða stjórnarandstaða úr Sjálfstæðisflokki réðist meira af innanflokkságreiningi en á málefnagrundvelli. Hann vitn- aði til tillagna, er frá Geir Hallgrímssyni hefðu komið í stjórnarmyndunarviðræðum, og taldi þær ganga í sömu átt í peninga- og vaxtamálum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.