Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 RAGNHILDUR Þriðja unga dægurlagasöngkon- an sem við ræðum við er Ragn- hildur Gísladóttir söngkona með Brunaliðinu. Ragnhildur hóf söng- feril sinn með því að syngja inn á plötuna „Út um græna grundu". Síðar lá leið hennar í „Lummurn- ar“ en þaðan í „Brunaliðið". „Það gerðist afskaplega óvænt að ég fór að syngja," sagði Ragn- hildur. „Ég var eitt sinn stödd í stúdíói þegar Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson voru að syngja sjónvarpsauglýsingar. Ég þekkti þá báða og þeir vissu að ég var í tónlistaPskóla. Það varð því úr að þeir skelltu mér í að syngja tvær auglýsingar. Síðan var farið beint í upptökuna á „Út um græna grundu". — Þú hefur þá ekki gengið með það í maganum lengi að verða söngkona9 „Þegar ég var 12—13 ára var ég ákveðin í að verða söngkona. A þessum aldri er maður hvorki fugl né fiskur og vill verða eitthvað merkilegt. En síðan þá hugsaði ég aldrei neitt út í það að verða söngkona fyrr en það dundi allt í einu yfir mig.“ „Langar að læra útsetningar44 — Hvað gerirðu fyrir utan sönginn? „Mitt aðalstarf er tónmennta- kennsla. Ég myndi ekki vilja láta það starf víkja fyrir söngnum. Þetta tvennt fer líka ágætlega saman, ég er alltaf á kafi í tónlist. Ég kann best við að hafa yfirdrifið nóg að gera. Þegar ég á frí finnst mér gott að fara upp í sveit og slappa af. Gera eitthvað sem er í algjörri andstöðu við það sem ég er alltaf að gera.“ —Áttu einhverja framtíðar- drauma? Já, mig langar til að halda áfram í tónlistarnámi, fá hærri gráðu. Mig langar til dæmis til að sérmennta mig á einhverju sviði tónlistar og þá hef ég helst í huga að læra útsetningar. —Nú ert þú nýkomin frá tónlistarhátið i Frakklandi. Fannst þér mikill munur á íslenskri dægurlagatónlist og þeirri erlendu? „Nei, ég held að það sé ekki mikill munur þar á. Þróun dæg- urlagatónlistar verður náttúru- lega alltaf að byrja á sama grunni og áframhaldið fer síðan eftir því hvernig á málunum er haldið. Ég kveið alveg óskaplega fyrir ferð- inni til Cannes, ég hélt að við myndum vera áberandi verri en aðrir. En þegar að kom sá ég engan mun á okkur og öðrum sem þarna komu fram. Eini munurinn var sá að fólkið sem við spiluðum fyrir þekkti mikið til tónlistarinnar og við fengum það á tilfinninguna að við yrðum að gera allt okkar besta.“ — Hvað hefur þér fundist skemmtilegast að vinna við? „Þetta hefur allt verið afskap- lega skemmtilegt. Ég hef oftast unnið með sama fólkinu og er því farin að þekkja það vel. Eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert var að syngja með Ladda inn á plötuna með Glámi og Skrámi. Við vorum yfirleitt aðeins þrjú í stúdíóinu, Laddi, ég og Tony. Við vorum eiginlega orðin eins og þríburar undir lokin. Ég var komin með þrælsterka maga- vöðva þegar upptökunni var lokið, ég hló svo mikið allan tímann. Mér hefur líka alltaf fundist mjög gaman að syngja á sviði, sérstaklega þegar Brunaliðið hef- ur farið hringferð um landið. Það er gott að syngja fyrir íslendinga, en stemmningin í salnum fer auðvitað mikið eftir því í hvernig skapi maður er sjálfur. Ef maður er í góðu skapi smitast áhorfend- urnir og eins fer með vonda skapið. Þess vegna er um að gera að reyna að vera alltaf í góðu skapi og vel fyrir kallaður þegar maður á að koma fram fyrir fólk.“ —Hvert stefnir íslensk dægur- lagatónlist? „Mér finnst plötuútgefendur leggja of mikið upp úr því að gefa út sólóplötur. Þeir kvarta allir yfir því að vera á hausnum og leggja því ekki í að gefa út annað en plötur sem eru líklegar til að seljast vel. En það eru margir sem myndu vilja vinna plötur sem eru vandað- ar og mikið lagt í, en hafa ekki aðeins að geyma danstónlist. Þeir komast bara hvergi að. Sem betur fer hefur það komið fram að diskótónlistin er að fjara út. Stefna okkar hjá Brunaliðinu gerði mikla lukku í Cannes og fólk var almennt sammála um að hún væri stefna sem ætti framtíð fyrir sér. — Þið leggið mikið upp úr söng? „Já við höfum bætt við okkur þremur nýjum söngkonum og það er fremur sjaldgæft að svo margar söngkonur syngi með einni hljómsveit.“ —Þú hefur ekki orðið leið yfir að falla í skuggann og verða ein af f jórum? „Nei, þá hefði ég hætt undir eins,“ sagði Ragnhildur að lokum. ELLEN „Mér finnst þetta mjög gott lag og það er mikill heiður fyrir mig hversu vel því var tekið. Magnús Eiríksson er að mínu mati okkar besti lagahöfundur, hann semur lög sem höfða til allra," sagði Ellen í samtali við Mbl. Ellen, sem nú syngur í nýstofn- aðri hljómsveit sem ber nafnið „Norðurljósin", kom í fyrsta sinn fram opinberlega er hún var 17 ára. „Það var á árshátíð í Lindarbæ. Þá söng ég með hljómsveitinni Tívolí. Eg var afskaplega tauga- spennt þá og man ekkert eftir þessu nema hvað ég var alltaf dauðhrædd. Annars hef ég sungið frá því ég var barn en fór fyrst að hafa áhuga á tónlist þegar ég var 13 ára. Þá hóf bróðir minn gítarnám og síðar fór ég sjálf að læra á gítar. Þegar ég var 18 ára fór ég til systur minnar sem býr í Banda- ríkjunum. Þar var ég í eitt ár, gekk í skóla og lærði söng hjá kínverskum prófessor. Hjá honum lærði ég aðallega að nota líkam- ann í það að syngja. Nálægt heimili systur minnar bjuggu þrír svertingjar sem spil- uðu saman í jazzhljómsveit. Ég söng stundum með þeim mér til gamans, en ég lærði líka mikið af því. Fljótt eftir að ég kom heim aftur fór ég í mína fyrstu plötu- upptöku með Mannakorn. Síðan hef ég sungið inn á tvær plötur með Ljósunum í bænum." „Óvissa í framtíð dægurlagatónlistar“ Ellen hefur hafið söngnám aft- ur, nú í Tónskóla Sigursveins. Hún var spurð að því hvernig henni gengi að samræma klassískan og dægurlagasöng? „Þetta er tvennt ólíkt. Samt er gott að kunna að beita röddinni á réttan hátt þegar dægurlög eru sungin. En ég er komin það stutt á veg í klassíska söngnum að ég get ekki gert mér grein fyrir hvort mér tekst að samræma þetta tvennt." — Ætlarðu að halda áfram að syngja dægurlög eða ætlarðu að snúa þér alfarið að klassíkinni? „Ég hef ekkert ákveðið í því ennþá. Það er afskaplega erfitt að gera sér grein fyrir því hvert stefnir hér á landi í dægurtónlist, hvort það er einhver framtíð í henni. Hér í Reykjavík finnst t.d. ekkert danshús þar sem hægt er að koma fram með frumsamda danstónlist. íslensk dægurtónlist byggist öll upp á plötuiðnaði en allt sem við hann kemur er svo óskaplega dýrt. Hins vegar er það mín skoðun að hver sá tónlistarmaður sem vinnur að list sinni af einhverri alvöru ætti að reyna að afla sér menntunar og reynslu, án tillits til þess hvers konar tónlist hann vinnur að. — Hvernig gekk að selja þær plötur sem þú hefur sungið inn á? „Það hefur gengið nokkuð vel. Sérstaklega með Mannakornsplöt- una.“ — Varðstu rík af hagnaði söl- unnar? „Það er nú upp og niður með það hvort ég er rík. Eina vikuna er ég rík en þá næstu á ég ef til vill ekki eyri. En stundum fær maður óvænt verkefni sem færa manni tekjur, eins og sjónvarpsupptökur, sessionvinna eða skólaböll."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.