Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 3 Flokksráð sjálfstæðismanna á 12 tíma fundi: FLOKKSRÁÐ sjálfstæðis- manna kom saman til fundar á sunnudag kl. 14 í Valhöll til að ræða þau viðhorf, sem skapast hafa vegna stjórnarmyndunar Gunnars Thoroddsens. Á fund- inum. sem stóð í um tólf klukkustundir. var samþykkt ályktun, sem Geir Hallgrímsson formaður flokksins bar fram um andstöðu Sjálfstæðisflokks- ins við ríkisstjórnina og mál- efnasamning hennar. Hlaut þessi tillaga 103 atkvæði, 29 voru á móti en auðir seðlar voru 9. Þá var samþykkt samhljóða tillaga Geirs. þar sem hvatt er til einingar og trúnaðar við flokkinn til heilla landi og lýð. Þegar fjölmennast var á fund- inum sóttu hann rúmlega 180 flokksráðsmenn víðsvegar að af landinu. Atkvæðagreiðslan fór fram langt gengið í þrjú aðfara- nótt mánudagsins og höfðu þá Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen heilsast í upphafi flokksráðsfundarins. Á milli þeirra stendur Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður. Ljósm. RAX. Ræðumenn lögðu áherslu á einingu innan f lokksins — engar tillögur eða kröfur um brottrekstur nokkrir horfið af fundi, eins og atkvæðatölur bera með sér. Alls voru fluttar 34 ræður á fundin- um. Samkvæmt 10. grein skipu- lagsreglna Sjálfstæðisflokksins skal bera samstarf við aðra flokka undir flokksráð, sem fer með æðsta vald í flokksmálum milli landsfunda. Gunnar Thor- oddsen varaformaður Sjálfstæð- isflokksins virti ekki þetta ákvæði reglnanna við stjórn- armyndun sína og var til flokks- ráðsfundarins boðað að frum- kvæði Geirs Hallgrímssonar. í ræðum manna var aðdragandi stj órnarmyndunarviðræðnanna rakinn og afstaða tekin til mál- efnasamnings ríkisstjórnarinn- ar. Um nánari viðhorf í þessum efnum er vísað til forystugreinar Morgunblaðsins í dag. Ekki komu fram neinar tillögur eða kröfur um brottrekstur manna úr flokknum og lögðu allir ræðu- menn áherslu á nauðsyn eining- ar innan flokksins, þótt skilið hefðu leiðir að sinni, er a.m.k. 3 þingmenn hafa gengið gegn meirihlutaákvörðun þingflokks til stjórnarsamstarfs við Fram- sóknarflokk og Alþýðubandalag. Ræður fluttu í þessari röð: Geir Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen, Sverrir Hermanns- son alþingismaður, Jónas H. Haralz bankastjóri, Matthías Bjarnason alþingismaður, Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra, Ellert B. Schram fyrrv. alþingis- maður, Friðjón Þórðarson dóms- og kirkjumálaráðherra, Ólafur G. Einarsson alþingismaður, Gísli Jónsson menntaskólakenn- ari, Guðmundur H. Garðarsson fyrrv. alþingismaður, Egill Jónsson alþingismaður, Jón Magnússon héraðsdómslög- maður, Guðmundur Borgþórsson tæknifræðingur, Matthías Á. Mathiesen alþingismaður, Júlíus Þórðarson bóndi, Ófeigur Gestsson ráðunautur, Björn Arason umboðsmaður, Óðinn Sigþórsson bóndi, Halldór Blöndal alþingismaður, Gísli Baldvinsson kennari, Björgólfur Guðmundsson forstjóri, Haukur Gunnar Thoroddsen forsætlsráðherra kemur til fundar í fylgd sjónvarpsmanna. Ljósm. RAX. Eggertsson forstjóri, Sigurlaug Bjarnadóttir fyrrv. alþingis- maður, Stefán Jónsson bóndi, Árni Helgason símstöðvarstjóri, Ragnhildur Helgadóttir fyrrv. alþingismaður, Víglundur Þor- steinsson forstjóri, Birgir ísl. Gunnarsson alþingismaður, Björg Einarsdóttir formaður Hvatar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður, Árni Grétar Finnsson hæsta- réttarlögmaður. Hlé var gert á fundinum frá 19.15 til 20.45. Eftir kvöldmat var ræðutími manna takmark- aður við 7—10 mínútur, það er eftir ræðu Ellerts B. Schram, þó var þeim Friðjóni Þórðarsyni og Ólafi G. Einarssyni heimilað að tala í 15 mínútur hvorum. í lok umræðnanna tóku þeir Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgríms- son aftur til máls. Þess var krafist, að atkvæðagreiðsla væri leynileg og skrifleg um tillögu Geirs Hallgrímssonar og þá breytingartillögu, sem við hana var gerð. Tillaga Geirs Hallgrímssonar var svohljóðandi: „1. Flokksráð Sjálfstæðisflokks- ins lýsir yfir stuðningi sínum við afstöðu miðstjórnar og þing- flokks til stjórnarmyndunar Gunnars Thoroddsen, Alþýðu- bandalags og Framsóknarflokks. Flokksráðið lýsir því yfir and- stöðu Sjálfstæðisflokksins við ríkisstjórnina og málefnasamn- ing hennar. 2. Flokksráðið leggur áherzlu á að samstaða sjálfstæðisfólks um land allt er meginforsenda fyrir framgangi sjálfstæðis- stefnunnar og hvetur því til einingar og trúnaðar við flokk- inn til heilla landi og lýð.“ Stefán Jónsson á Kagaðarhóli, formaður kjördæmisráðs í Norð- urlandi vestra, og fleiri báru fram eftirfarandi breytingartil- lögu við tillögu Geirs Hallgríms- sonar. „Fiokksráð Sjálfstæðisflokks- ins lýsir vonbrigðum sínum yfir því, að þingflokkurinn skyldi ekki ná samstöðu um myndun starfhæfrar ríkisstjórnar. jafn- framt telur flokksráðið að öll andstaða Sjálfstæðisflokksins við ríkisstjórnina verði að mótast hverju sinni eftir mati á málefnum. Flokksráðið leggur höfuð- áherzlu á, að samheldni og eining náist meðal sjálfstæðis- fólks um land allt, en það er meginforsenda fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar. Þess vegna skorar flokksráðið á al- þingismenn og aðra forystu- menn að leggja sig fram um að ná samkomulagi og felur for- manni að hafa forgöngu um þess háttar tilraunir." Undir tillöguna skrifuðu: Stef- án Jónsson, Jóhann Sæmunds- son, Ingibjörg J. Hannesson, Björn Arason, Adolf J. Bernd- sen, Jón Ólafsson, Þórarinn Þorvaldsson, Sigríður Ásgeirs- dóttir, Þráinn'Jónsson, Ólafur B. Óskarsson. Breytingartillaga Stefáns o.fl. var fyrst borin undir atkvæði af þessum tveimur tillögum og var hún felld þar sem 106 sögðu nei, 32 já en 3 seðlar voru auðir. Þá var tillaga Geirs Hall- grímssonar borin upp í tveimur liðum. Fyrri hlutinn var sam- þykktur með 103 atkvæðum, 29 sögðu nei og 9 seðlar voru auðir. Annar liður tillögunnar var samþykktur samhljóða. Björgólfur Guðmundsson flutti eftirfarandi tillögu, sem vísað var til miðstjórnar með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða: „Flokksráð leggur höfuð- áherslu á samheldni og einingu innan flokksins og skorar á alþingismenn og aðra forystu- menn flokksins að leggja sig fram um að ná sáttum og samstöðu. Fundurinn minnir jafnframt á þau meginatriði, sem mótuð voru við stofnun flokksins árið 1929: „Að vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis." Fundurinn leggur áherslu á, að Sjálfstæðisflokkurinn keppi að þessu sama markmiði, þótt um stundarsakir greini á um leiðir. Þess vegna samþykkir flokks- ráð að kjósa 5 menn, sem leiti allra leiða til sátta svo að flokkurinn megi starfa heill og óskiptur eins og hinn almenni flokksmaður ætlast til. Flokks- ráð verði kallað saman að nýju, þegar álit þessara aðila liggur fyrir og geti að því fengnu tekið yfirvegaða og heilladrjúga af- stöðu.“ Þá samþykkti flokksráðið samhljóða að vísa þessari tillögu sem Óðinn Sigþórsson auk 17 annarra ritaði undir til mið- stjórnar: „Flokksráð Sjálfstæð- isflokksins skorar á miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að boða til landsfundar flokksins næsta haust.“ Gunnar Thoroddsen heilsar Birni Þórhallssyni stjórnarformanni Dagblaðsins. Ljósm. Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.