Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 7 Aö styrkja stööu sína gagnvart þriöja aðila Merkileg játning var gerö í leiðara Þjóðviljans sl. miðvikudag. Þar koma fram þessir eftirtektar- veröu efnispunktar: • — 1) „Fyrir hálfum mánuöi höfðu skapast þær aðstæður innan Framsóknarflokksins aö grundvöllur var til þess að láta reyna á fyrir al- vöru, hvort málefnastaða næðist milli hans og Al- þýðubandalagsins." • — 2) „Sterkir hópar innan Framsóknarflokks og Alþýðubandalags vildu að hvernig sem allt veltist hefðu þessir flokk- ar samstöðu sín á milli og styrktu þannig stööu sína gagnvart þriðja aðila.“ Síðan segir Þjóðviljinn að þessi þriöji aðili hafi „komið úr óvæntri átt“l Þessi samstaða og styrk- ur kommúnista og fram- sóknarmanna hefur síðan komið ótvírætt í Ijós bæöi í dæmigerðum vinstri stjórnar sáttmála og ekki síður í skiptingu ráðu- neyta — þar sem „þriðji aðilinn" lýtur að litlu en gömlu vinstri stjórnar- flokkarnir ráða svo til öllum fagráðuneytum. „Þriðji aðilinn“ hefur reynst það klénn í samn- ingum, eða hefur svo miklu viljað fórna nafn- bótum, aö kommúnistar og framsóknarmenn sitja uppi með nánast allt sem máli skiptir. Hlakkar í Þjóöviljanum í leiðara Þjóðviljans á laugardag sprengir ofsa- kætin yfir hinni nýju valdaaðstöðu, sem kommúnistum er skenkt, bókstaflega öll bönd. Nokkur dæmi: • — 1) „Þjóðviljinn hik- ar ekki við að fuílyrða að í þýðingarmiklum atrið- um tekur sá málefna- samningur sem nú hefur verið gerður þeirri stefnuyfirlýsingu fram, sem samin var sem und- anfari vinstri stjórnar.“ • — 2) Síðan fjallar blaðið um tvo veigamikla punkta: atvinnuuppbygg- ingu um stóriðju og ör- yggismál, þ.á m. fram- kvæmdir á Keflavíkur- flugvelli. Orðrétt segir í leiðaranum: „Gagnvart hvorutveggja hefur Al- þýðubandalagiö nú stöðvunarvald með þátt- töku í ríkisstjórn.“ • — 3) „Þegar litið er til lengri tíma eru þau póli- tísku stórtíðindi á síðustu tveimur árum svo þýö- ingarmikil aö Alþýðu- bandalaginu hefði aldrei fyrírgefist ef þaö heföi einmitt nú gengið í póli- tískan jómfrúardóm." • — 4) I Klippt og skor- iö sama dag er hlakkaö yfir öllum ráðuneytunum, sem kommúnistar fá: „fé- lagsmála-, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyt- in“, „iðnaðar- og orku- ráðuneytið" og „fjármála- ráðuneytið ... sem oft hefur verið nefnt nokkurs konar yfirráðuneyti...“ Tíu ráöherrar Þessi ríkisstjórn er fjöl- mennasta ríkisstjórn sem setiö hefur á íslandi. í henni sitja jafn margir Alþýðubandalagsráð- herrar og í síðustu vinstri stjórn og fleiri framsókn- armenn. Framsóknar- menn fá ekki síöur veiga- mikil ráðuneyti en kommúnistar. Þeim eru t.d. færð viðskiptamálin á silfurfati, auk sjávarút- vegsmála, menntamála, samgöngumála og utan- ríkismála. „Þriðji aðilinn" hefur dómsmál og land- búnaöarmál, auk nafn- giftarinnar: forsætisráö- herra. Hver og einn getur séð í hendi sér, hvert vægi þessa er í saman- burði við hlut flokkanna úr fyrri vinstri stjórn. En hvað sem því líöur: ríkis- stjórnin íslenzka hefur „vaxið“ með verðbólg- unni. Þaö er upphaf hennar. StwJngrimar Har mannsson sfiv- arútvmgs- og samgöngurM- Ingvar Gislason monntamílarið- Óéafur Jóhann- asson utanrikis- Tómas Amason HJÖrMfur Gutt- vMskiptaráöharra. ormsson iön- oöar- og orku mHariðharra. Ragnar Amatds ffirmiiariöharra. Svavar Gastsson fUagsmiia-, heii- brigöis- og tryggingamila- r. Hvers vegna sænirðu þig við að vera aðeins skuggi af sjálfum þér? Og enn óskiljanlegra verður það, þegar að vitað er að úr þessu getur þú bætt með áreynslulitlum Bullworker-æfingum aðeins 5 mínútur á dag Sláðu botn í góðu áformin. Byrjaðu með Bullworker dotkun Bullworker-tækisins hefur heillavænleg áhrif langt út fyrir það sem sjá má og mæia vegna vöðvaaukningar eða megrunaráhrifa. Bullworker hefur einnig óbein áhrif á vöðva, sem ekki eru viljabundnir og eykur þannig almenna vellíðan manna með því t.d. að auka möguleikana á bættri öndun, blóörás og meltingu. í þeim 90 löndum heims, þar sem tækið er notað, mælir fjöldi írþóttakennara, sjúkraþjálfara og lækna ötullega með Bullworker-tækinu. Bullworker æfingarnar hafa hvarvetna valdið gjör- byltingu í líkamsrækt, og engum er ofraun að stunda þær. Krefjist atvinna þín eöa nám þitt litillar líkamlegrar áreynslu, er auðsætt aö svo til allur likaminn fer á mis við þá þjálfun sem er undir- staða likamlegrar vellíðan- ar. Og sé mikillar áreynslu þörf við störf þín, fer þó ekki hjá því aö einhver hluti líkamans er um of í greip- um likamlegrar hrörnunar vegna vöntunar á þjálfum. Ur þessu getur þú bætt meö Bullworker * SENDU AFKLIPPINGINN SEM BEIÐNI UM NÁNARI UPP- LÝSINGAR ÁN SKULDBINDINGAR EDA SEM PÖNTUN GEGN PÓSTKRÖFU MED 14 DAGA SKILARÉTTI FRÁ MÓTTÖKU TÆKISINS. SENDIÐ MÉR □ UPPLÝSINGAR D ... .STK BULLWORKER | HEIMILISFANG | | Póstverzl. Heimaval - Box 39 - Kóp. Pöntunarsími 44440. I-------------------------------------------------- f) Konur athugið Megrunar- og afslöppunarnudd Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma megrunarkúrn- um. Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseöill Nudd- og snyrtistofa Ástu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85, Kópavogi. Opið til kl. 10 öll kvöld Bílastæði. Sími 40609. AIITAF — EFTIR AÐ ÞU HEFL NOTAÐ ÞAÐ EINU SINNI Það hreinsar, verndar og fægir í sömu yfirferð flesta þá hluti sem tilheyra hús- og heimilishaldi. Svo sem: Stál, tin, messing, aluminium, silfur, gull. Einnig bakaraofna, eldavélar, potta. katla, straujárn, vaska, baðker, gluggarúður og spegla. Setjið Starglanz í votan klút og nuddið bletti og óhreinindi af. Þurrkið siðan og þá sjáið þið muninn. Heildsölubirgðir 0.J0HNS0N & KAABER HF. Ódýru og fallegu HAFA baöskáparnir úr furu eru komnir aftur, fást í 3 litum. Vald Poulsen h.f. Suðurlandsbaut 10, sími 38520 — 31142.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.