Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 13 þess að hún elski þann einstakling er slíkt framkvæmir vegna þess boðorðs Krists að maður eigi að elska óvini sína? Eg trúi því tæpast enda er sem efi sæki að Rúnari, 'og þó?: „Það er hins vegar auðveldara að segja hlutinn en verða fyrir honum, en það breytir ekki nokkru um réttmæti minna röksemda“ (undirstr. mínar). Um þetta ætla ég nú ekki að fjölyrða en læt lesandanum eftir að draga sínar eigin ályktanir og veita svör við spurningunni. A að leyfa konu að eyða þungun af völdum nauðg- unar? Sjálfur svara ég því hikl- aust játandi. Hér að framan hefur verið rætt um hinar ýmsu ástæður fyrir heimild til fóstureyðinga, en það einkennir alla þrjá töluliði 9. gr. að bæði þarf kona að leggja fram rökstudda ástæðu fyrir umsókn sinni og láta síðan utanaðkomandi aðila vega og meta hvort réttmætt sé að aðgerðin nái fram að ganga. Er oft dálítið erfitt að ímynda sér hvernig óviðkomandi getur sett sig nákvæmlega í spor ákveðinnar manneskju og lagt dóm á það hvort allar hennar félagslegu að- stæður séu nú svona eða hinsegin. Hver er í raun þess umkominn annar en hún sjálf? Löggjafinn viðurkennir að fóstur á fyrsta stigi meðgöngu sé ekki mannlíf, löggjafinn viðurkennir að undir vissum kringumstæðum megi eyða þessu fóstri en mat þessara kring- umstæðna er ekki í höndum þess sem þær snúast um heldur ann- arra! Því þá? Ekki er þetta þeirra líkami! Því má ekki treysta ein- staklingnum í þessu máli sem og öðrum? Hver kona á þá þetta við sig, sínar aðstæður, jafnt siðferð- islegar sem félagslegar, sína sam- visku og sinn líkama. Þeirri stað- hæfingu Rúnars „að fóstureyð- ingar verði enn ein tegund af getnaðarvörnum" vísa ég til föð- urhúsanna sem órökstuddri dylgju. Eg held að sú muni verða raunin í framtíðinni að viður- kenndur verður réttur konunnar yfir eigin líkama. í títtnefndu riti- 4/1973 gerir nefndin einmitt tii- lögu um að fyrsti tl. 9. gr. laganna verði svohljóðandi: „(Fóstureyðing er heimil) 1. Að ósk konuj sem búsett er hér á landi eða hefur íslenskan ríkisborgararétt, ef að- gerðin er framkvæmd fyrir lok tólftu viku meðgöngu og ef engar læknisfræðilegar ástæður mæla móti aðgerð. Skilyrði er að konan hafi verið frædd um áhættu sam- fara aðgerð og hafi hlotið fræðslu um, hvaða félagsleg aðstoð stend- ur til boða í þjóðfélaginu fyrir þungaða konu og við barnsburð." Kristófer Ingi Svavarsson, laganemi. heimska þjóðina og ýta undir allskonar spillingu. Hinir, sem vegna hæfileika sinna, geta samið góðar og gagn- legar bækur, sem ættu að geta lyft þjóðinni á hærra stig menningar, trúar og drengskapar, — gera það ekki nema endrum og eins, vegna þess að það er ekki eins gróðavæn- legt og það, að skrifa um það sem miður fer. Freistingin til að lyfta sjálfum sér upp, á kostnað ann- arra, virðist vera jafnrík í rithöf- undinum og öðrum. En getur það samrýmst — að telja sig rithöfund og listamann — og það að nota sér ógæfu annarra á svo grófan hátt, að draga allskonar misferli fram úr fylgsnum gleymskunnar og róta í því á mismunandi nærfær- inn hátt? Það eru alltof mörg dæmi um þetta miskunnarleysi og furðulegt að nokkurt skáld skuli geta verið þekkt fyrir 'að vilja stuðla að því, að óláni einhvers ógæfumanns, sé haldið á lofti öldum saman og kynnt fleiri, en annars vissu um það. Það hefur hver sinn dóm með sér, og ætti að vera meira en nóg, þó ekki bætist við og enginn er svo slæmur, að margt gott sé ekki til í honum líka, en er því haldið á lofti fyrst og fremst? Nei, það græðir enginn neitt á því að skrifa lof um náungann, — en það er sætt að smjatta á því, ef ógæfan verður einhverjum að falli — þá lætur áhuginn ekki á sér standa. Stórkostleg- ir tónleikar Efnisskrá: Johannes Brahms: Þrjár sónötur í G-dúr. op. 78. nr. 1. í A-dúr. op. 100. í D-dúr. op. 108. Flytjendur: Pina Carmirelli Árni Kristjánsson Fyrsta fiðlusónatan eftir Brahms er stundum nefnd regn-sónatan, ýmist vegna þess að Brahms notar stefbrot úr eigin ljóðasöng (Regenlied op. 59, nr. 3), eða regndropa- stemmningu, sem þykir bregða fyrir í lokakaflanum. Sónatan er fínlegt hjarðljóð, geirneglt með raunalegum blæbrigðum, glaðværð og kyrrlátri hugleiðingu. Flutn- ingurinn var svo undarlega samofinn verkinu, rétt eins og ein hugsun réði, hugsun tón- skáldsins, knýtt saman í þriggja tóna „mottói“, sem verkið hefst á og er einnig í kyrrlátu niðurlagi þess. Sér- kennileg stemmning, sem ein- kenndi fyrstu sónötuna, var einnig ríkjandi í annarri són- ötunni (op. 100) framan af. í öðrum og þriðja þætti lék Árni mjög glæsilega og var samspil hans við Carmirelli svo, að varla verður fest í orðum. Tónieikunum lauk með síðustu fiðlusónötu Brahms, einhverju sterkasta verki sinnar tegundar, þrungnu ástríðum og krafti, gjörólíku þeim fyrri. Pina Carmirelli er mikill listamaður og það má Pina Carmirelli vera okkur íslendingum til umhugsunar, að það þurfi syo langt til að seilast, alla leið til Ítalíu, að íslenskur listamaður fái þá samfylgd, sem er sam- boðin honum til stórra afreka. Við skulum ekki ætla það tilviljun, að samleikur þeirra var gæddur undarlegri sam- hygð. Það er fyrst og fremst vegna þess að bæði eru þau Árni Kristjánsson stórkostlegir listamenn, sem ekki aðeins kunna sitt fag, heldur er tónlistin þeim eitt- hvað stórt, túlkun sem ekki verður yfirfærð í orð eða merkt á annan hátt en í lifun tónrænna skáldverka. í raun- inni eru öll orð óþörf. Tónleik- arnir voru stórkostleg upplif- un. Jón Ásgeirsson. Verö: Ca. 3.130. þús UPPSELDUR Verö: Ca. 5.320. þús iVerð ca. 3.850 þús Verö:Ca. 3.570. þus Síðastliðið ár og það sem af er þessu ári, er LADA mest seldi bíllinn. Það er vegna þess að hann er á mjög hagstæðu verði, og ekki síst, að hann er hannaður fyrir vegi sem okkar Nú eru allir LADA bílarmeð höfuðpúðum, viðvörun- arljósum ofl. ofl. LADA station er hægt að fá með 1200 sm eða 1500 sm3 vél. BIFREIDAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild sími 312 36 er mest sekJi bíllinn Góöir greiösluskilmálar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.