Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 15 Nýr sjúkrabíll til Egilsstaða í DAG. 9. íebrúar afhenti Rauða- krossdeild Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystra sjúkrahús- inu á Egilsstöðum nýjan og full- kominn sjúkrabíl tií rekstrar. Það var Ragnar 0. Steinarsson formaður Rauðakrossdeildarinn- ar, sem afhenti forstjóra sjúkra- hússins bifreiðina, sem er af gerðinni Citroen CX Ambulance. Bifreiðin er flutt inn með full- komnasta neyðarútbúnaði. Að- staða til aðhlynningar er mjög góð að sögn lækna. Þar er möguleiki á vökvagjöf og súrefnisgjöf og hægt er að tengja ýmis tæki við rafkerfi bifreiðarinnar. Fullt verð er kr. 16,7 milljónir, en eftir niðurfell- ingu ýmissa opinberra gjalda var verðið 9,7 m.kr. Sjúkrabifreiðin verður rekin af sjúkrahúsinu á Egilsstöðum og sjá starfsmenn þess um akstur bif- reiðarimiar að öllu jöfnu. Sú tilhögun er þó höfð á kvöldin að þá ganga félagar í björgunarsveitinni Gró hálfgerðar sjálfboðaliðsvaktir við akstur þegar þörf krefur. Fréttaritari. Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur: Námskeið í rallakstri ívor NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykja- víkur, en félagar eru nú kringum 170. BÍKR gerðist stofnfélag í Landssambandi íslenskra akst- ursiþróttamanna á síðasta ári, en innan þeirra samtaka eru öll félög sem stunda akstursiþróttir hér á landi. Á aðalfundinum voru m.a. kynntar þær keppnir, sem fyrir- hugað er að halda á árinu: Næst á dagskrá klúbbsins er keppni í ísakstri og ís-cross, og er þetta önnur keppnin á þessu ári. Sú fyrri var í janúarlok og voru áhorfendur þá fjölmargir. ís- keppnir á vegum klúbbsins fara fram á Leirtjörn við Úlfarsfell og verður næst sunnudaginn 17. febrúar, ef veður leyfir. Sparakstur verður síðan hald- inn 11. maí og verður með breyttu fyrirkomulagi, sem nánar verður kynnt síðar. Þar gefst bifreiða- umboðunum kostur á að kynna nýjar tegundir fyrir árið 1980. Fysta rall-keppni klúbbsins verður haldin dagana 20.—24. ág- úst og verður hún með svipuðu fyrirkomulagi og Vísis-keppnin í fyrra. í tengslum við þá keppni hafa erlendir keppendur og bíla- framleiðendur þegar haft sam- band við klúbbinn og beðið um upplýsingar varðandi keppnina. Hið árlega haustrall verður síðan haldið dagana 25. og 26. október. Fyrir utan keppnir BÍKR verða a.m.k. tvær rall-keppnir hjá öðr- um klúbbum, þ.e. hjá BÍB og BÍKH. Þá er á næstu vikum ráðgerð sýning á rallbílum og ýmsum búnaði er tilheyrir akstursíþrótt- um og þegar líður á vorið er ætlunin að koma á fót rallskóla og halda æfingarall í tengslum við hann. Gamlar krónur og nýkrónur verða í gildi um áramótin MEÐ setningu laga nr. 35 frá 29. maí 1979 um breytt verð- gildi íslenzks gjaldmiðils var ákveðið. að frá og með 1. janúar 1981 hundraðfaldist verðgildi krónunnar. Jafngildir þá ein króna eitt hundrað gömlum krónum og á sama hátt jafn- gildir einn eyrir nýrrar krónu einni gamalli krónu. Verð eldri seðla og myntar. sem í umferð eru um áramótin. breytast í samræmi við það. Hvers konar fjárhæðir í verð- bréfum, víxlum, samningum, gjaldskrám og dómum, svo að nokkuð sé nefnt, sem stofnað er til fyrir næstu áramót en greidd- ar eftir þau, breytast þannig, að hin nýja fjárhæð telst einn hundraðasti hluti af hinni eldri fjárhæð. Með verðgildisbreytingunni koma nýir seðlar og mynt í umferð, samhliða því að núgild- andi seðlar og mynt fara smám saman úr umferð. Viðskiptaráðuneytið hefur nú auglýst hina nýju seðla og mynt í Lögbirtingablaðinu hinn 8. þ.m. Er útgáfan í aðalatriðum óbreytt eins og hún hefur áður verið kynnt. ítarlegri kynning er væntanleg í fjölmiðlum fljót- lega. Heiti nýja gjaldmiðilsins verð- ur óbreytt og aurar teknir í notkun á ný. Tímabundið á þessu ári fram á næsta ár getur verið gagnlegt í viðskiptum, sérstak- lega í skriflegum samningum, að taka upp stytt heiti á gamla og nýja gjaldmiðlinum. Gert er ráð fyrir, að gamli gjaldmiðillinn heiti „gömul króna" eða „gamlar krónur" stytt „gkr“ eða „Gkr“, en „ný króna“ og „nýkrónur" stytt „nýkr“ og „NÝkr“. Ekki er ráðlegt að nota styttinguna „nkr“, þar sem sú skammstöfun á einkum við norskar krónur. Núgildandi seðla og mynt verður hægt að nota í öllum viðskiptum fram til 1. júlí 1981. Eftir það er hægt að fá þeim skipt í Seðlabankanum til árs- loka 1982. Öll skjöl, sem dagsett eru fyrir 1. janúar, eru skráð í gömlum krónum, og skjöl, sem dagsett eru frá og með 1. janúar, verða í nýkrónum, nema annað sé ótví- rætt tekið fram. Jýju seðlarnir og myntin fara í unferð um næstu áramót. Bókhald um öll viðskipti þessa árs færast í gömlum krónum, en eftir áramótin í nýjum krónum. Lokaundirbúningur að fram- kvæmd verðgildisbreytingar og gjaldmiðilsskipta er nú hafinn. Hefur Seðlabankinn umsjón með framkvæmdinni. Er ætlunin að kynna öll þessi mál ítarlegar síðar, og verða rit og bæklingar gefin út fyrir einstaklinga, fyrir- tæki og stofnanir. Verðgildisbreyting og gjald- miðilsskipti eiga ekki að vera almenningi og fyrirtækjum erf- ið. Segja má, að komma sé flutt til um tvö sæti í öllum fjárhæð- um, og að hundraðföldun gjald- miðils sé tiltöhdega einföld að- gerð og bjóði ekki fram mikilli hættu í daglegum viðskiptum. Rétt er að taka sérstaklega fram, að gjaldmiðilsbreytingin hefur hvorki i för með sér fjárhagslegan ávinning eða tap fyrir einn eða neinn, og engin skráning verðmæta mun fara fram við seðla- og myntskiptin. (Fréttatilkynning). Þroskandi að kynnast siðum og venjum annarrar þjóðar — Spjallað við færeyska skiptinema Eiíil.sstöðum. lO.fcbr. Þann 2. febr. sl. kom til Egils- staða hópur færeyskra ungl- inga í nemendaskiptum Menntaskólans á Egilsstöðum og Föröyja Studentaskuli og HF í Þórshöfn. Til Færeyja fóru hins vegar 19 nemendur og einn kennari frá Menntaskólanum, eins og greint var frá í Mbl. nýlega. Dveljast hóparnir viku á hvorum stað og kynna sér skóla- og alþýðumál í löndun- um. Þau eru 24 sem komu hingað frá Þórshöfn, 22 nemendur og 2 kennarar sem fararstjórar. Fréttaritari Mbl. ræddi stutt- lega við kennarana Malan Sim- onsen og Björg Róin. Þær sögðu að Stúdentaskólinn í Hoydalir hafi verið stofnaður 1937 og 1974 hafi verið stofnuð svonefnd HF braut við skólann, sem er eins konar fjölbrautasvið. í dag eru um 365 nemendur við nám í 17 bekkjardeildum. Rektor við Hoydalaskulann er Arnbjörn Mortensen cand. mag. Hluti nema eru í heimavist eins og við M.E. sem auðveldaði mjög þessi nemendaskipti. Þegar hér var komið spjallinu bættust við tvær færeyskar námsmeyjar og heita þær Mar- jun Jakupsstovu og Vigdis Fry- dal. Við ræddum nú um dvöl þeirra hér á Egilsstöðum og voru þær allar mjög ánægðar með veruna hér. Nemendurnir hafa sótt kennslustundir í þeim fög- um, sem þeir hafa ákveðið sjálf- ir. Hópurinn hefur ferðast nokk- uð um Austurland. Heimsótti hann m.a. Jón Loftsson skóg- ræktarstjóra á Hallormsstað, sem sagði þeim frá sögu skóg- ræktar á íslandi og sýndi þeim árangur af geysiöflugu skóg- ræktarstarfi. Sögðu þær stöllur í þessu sambandi að í Færeyjum hafi skógrækt legið niðri í mörg ár, en hafi nú tekið fjörkipp á nokkrum stöðum. Ekki sögðust þær þó geta hugsað sér Færeyjar skógi vaxnar milli fjalls og fjöru. Á miðvikudag fóru færeysku nemarnir niður á firði. Farið var um Reyðarfjörð og Eskifjörð til Norðfjarðar þar sem þeir skoð- uðu ýmis fiskvinnslufyrirtæki. Einnig hittu þeir bæjarstjórann í Neskaupstað, sem fræddi þá um gott skipulag verkalýðsmála þar. Leiðin um firðina þótti þeim skemmtileg. Kom þeim þó nokk- uð á óvart hve göngin um Oddsskarð voru þröng, en í Færeyjum sögðu þau að til væru göng bæði lengri og breiðari. Þau sögðust hafa gert sér góða hugmynd um ísland og íslenskt landslag, sem svipar mjög til þess sem er í Færeyjum. Hins vegar var bæði kaldara og meiri snjór en þau áttu von á hér. Lengi voru þau að venjast pen- ingamálunum. Líktu þau seðla- gildinu við „Matador“-peninga og helst þyrfti að hafa seðlana í rúllum. Fararstjórarnir töldu vafalítið að nemendaskipti sem þessi ættu framtíð fyrir sér, bæði væri það mjög þroskandi að kynnast venjum og siðum annarrar þjóðar og ekki síður skólamálum, sem og að eignast vini af sömu kynslóð í öðru landi. Þær sögðust vona að framhald verði á þessum nem- endaskiptum og með því sköpuð tengsl og vináttubönd milli ungl- inga á íslandi og í Færeyjum, því svo stutt er á milli þessara landa og möguleikar góðir á meirihátt- ar samskiptum. Að lokum báðu fararstjórarn- ir þær Malan og Björg Mbl. að færa sérstakar þakkir til allra þeirra sem hópurinn þáði góð- gerðir hjá og óeigingjarna að- stoð. Þá vildu þær geta sérstak- lega um góðan aðbúnað og frá- bæra leiðsögn Vilhjálms Einars- sonar skólameistara, sem í góðri samvinnu við Arnbjörn Morten- sen rektor Hoydalaskóla, kom þessum tengslum á. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.