Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 Síðustu sýningar á „Hvað sögðu englarnir“ ALLRA síðustu sýningar á leikriti Nínu Bjarkar Arna- dóttur, Hvað sögðu englarn- ir?. verða á Litla sviði Þjóð- leikhússins þriðjudaginn 12. fehrúar og miðvikudaginn 13. febrúar. Verður ekki unnt að hafa sýningarnar fleiri. Leikrit þetta var frumsýnt í lok október nú í haust og er í leikstjórn Stefáns Baldursson- ar og leikmynd Þórunnar Sig- ríðar Þorgrímsdóttur. Leikrit- ið tekur til meðferðar spill- ingu og tvískinnung í samfé- laginu og segir sögu ungs pilts sem hefur leiðst út í smáaf- brot og á þar af leiðandi yfir sér dóm. Uppfærslan þykir nýstárleg og. er leikið á svæði sem umlykur áhorfendur á þrjá vegu. I hlutverkum eru Sigurður Sigurjónsson, Tinna Gunn- laugsdóttir, Bríet Héðinsdótt- ir, Helgi Skúlason, Helga Bachman, Bessi Bjarnason, Þórhallur Sigurðsson, Helga Jónsdóttir, Sigríður Þorvalds- dóttir og Arnar Jónsson. Júpiter RE lfil kemur með fullíermi til Vestmannaeyja. (Ljósm. Sigurgeir) Loðnuaflinn 24 þúsund lestum meiri en í fyrra SlÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld var loðnuaflinn á vertíðinni orð- inn 214.126 tonn og var aflinn í siðustu viku 64.797. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn tæplega 190 þúsund lestir. Þá höfðu 54 skip fengið afla á vertíðinni, en nú eru þau 51 talsins. Loðnu hefur verið landað á 17 höfnum á landinu og mestu á Siglufirði, 48.340 tonnum, Seyðisfirði, 30.960 tonnum, og Raufarhöfn, 19.489 tonnum. Aflahæstu skipin á vertíðinni eru: tonn Sigurður RE 4 — 8236 Júpíter RE 161 — 7620 Bjarni Ólafsson AK 70 — 7349 Víkingur AK 100 - 6968 Pétur Jónsson RE 69 — 6965 Grindvíkingur GK 606 — 6229 Börkur NK 122 - 5731 Hákon ÞH 250 - 5610 Hrafn GK 12 - 5556 Eldborg HF 13-^516 Guðmundur RE 29 — 5478 Gullberg VE 292 - 5298 Óli Óskars RE 175 — 5104 Sveinn Eiríksson og hans menn á Keflavíkurflugvelli: Fremstir í flokki 496 slökkviliða Sveinn R. Eiríksson slökkviliðs- stjóri. SLÖKKVILIÐ Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur hlotið æðstu viðurkenningu, sem um er keppt meðal slökkviliða i Norður-Ameríku, fyrir starf sitt að brunavörnum. Þátt í þessari samkeppni tóku 496 slökkvilið, bæði innan banda- ríska hersins og í borgum og bæjum í Bandaríkjunum og Kanada. Þessi verðlaun eru veitt fyrir árið 1980 og tók Sveinn R. Eiríksson slökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli við verðlaununum, m.a. 2 þúsund dollurum eða um 800 þúsund krónum. Það segir sína sögu um árang- ur Sveins slökkviliðsstjóra og hans manna í brunavörnum að á síðasta ári var ekki tilkynnt um bruna á einu einasta heimili á Keflavíkurflugvelli. í slökkvilið- inu eru 67 manns, en 7 þeirra hafa fullt starf af brunavörnum og þjálfun. Þessi verðlaun eru ekki þau fyrstu, sem koma í hlut slökkviliðsins á Keflavíkurflug- velli. Haraidur Stefánsson varaslökkviliðsstjóri kynnir brunavarnir fyrir nemendum í barnaskóla á Keflavikurflugvelli. Ljósm. Rúnar Sig. Steinar Jónsson dansar hér af lífi og sál í maraþonkeppninni í diskódansi. íslandsmeistar- inn dansaði lengst STEINAR Jónsson, núverandi íslandsmeistari i diskódansi, sigraði i maraþonkeppni í diskó- dansi á vegum Klúbbsins og ferðaskrifstofunnar Útsýnar. Keppnin hófst kl. fimm aðfara- nótt s.l. sunnudags en lauk rétt fyrir kl. eitt aðfaranótt mánu- . i 1 ' i i i > dagsins. Steinar hnekkti gamla Islandsmetinu, sem var 18 tímar, og dansaði í 19 klukkutíma og 50 mín. í öðru sæti var Sigurður Vilhjálmsson og í þriðja sæti var Bryndís Bolladóttir. 30 manns létu skrá sig til keppninnar en 24 tóku þátt í henni. t‘> lí ' rl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.