Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 35 Minning: Jón Sigurðsson frá Vestmannaeyjum Fæddur 12. febrúar 1900. Dáinn 24. janúar 1980. Nýlátinn er á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja Jón Sigurðsson, kunn- ur borgari í Eyjum. Skorti hann 19 daga upp á fullnuð 80 ár lífsgöngu sinnar hér í heimi. Hann var fæddur að Miklaholti í Miklaholtshreppi. En þar bjuggu foreldrar hans þá, þau Margrét Gísladóttir frá Saurum í Helgaf- ellssveit, af Hraunsætt, og Sigurð- ur Jónsson frá Syðstu-Mörk undir V-Eyjafjöllum, af ætt Presta- Högna Sigurðarsonar á Breiðaból- stað í Fljótshlíð. Allar þessar ættir kunni Jón fram og aftur, enda maðurinn stálminnugur og glöggur. I júlí árið 1902 flytjast foreldrar Jóns til Norður-Dakota í Banda- ríkjunum. Lifðu þau hjón þar og störfuðu allt sitt líf og hvíla þar. Sigurður andaðist árið 1930, en Margrét árið 1954. 7 urðu börn þeirra hjóna. Af þeim komust 6 upp, 5 ytra og Jón hér heima. Á lífi eru Helga í Kanada og Skarp- héðinn í Norður-Dakota. Þegar foreldrar Jóns fluttu, þá kom afi Jóns og alnafni, sveitar- höfðinginn og bústólpinn til skjal- anna og hindraði för nafna síns og sonarsonar til Ameríku. Fannst nóg um að hitt færi allt. Kom hann nafna sínum til dóttur sinn- ar Kristínar Jónsdóttur er síðar var kennd við Múla í Vestmanna- eyjum og þá til manns hennar sem síðar varð Jónas Jónsson ættaður úr Þingeyjarsýslu. Þau hjón, Kristín og Jónas, voru kunnir borgarar í Eyjum á sinni tíð. Ólu þau upp Jón sem eigin son til manndómsára. Auk Jóns voru synir Jónasar og Kristínar í heim- Fæddur 1. desember 1908 Dáinn 5. febrúar 1980. Þorgeir Þorsteinsson fæddist á Hamri í Þverárhlíð 1. desember 1908. Hann var yngsta barn hjón- anna þar, Þórunnar Eiríksdóttur og Þorsteins Sigurðssonar. Tveir bræður hans, Sigurður og Jón, eru látnir, en á lífi eru systkinin, Þórhildur á Brekku og Eiríkur á Glitstöðum. Þorgeir ólst upp á Hamri, mannmörgu myndarheimili í hlý- legu umhverfi skógarásanna, með frændgarð á allar hliðar. í vöggu- gjöf fékk hann góðar gáfur og gjörvilegt útlit. Seinna lá leið hans sem og fleiri efnilegra Borg- firðinga í Hvítárbakkaskólann. Mestan hluta ævi sinnar átti hann heimili hér í Réykjavík og starfaði við innheimtu hjá Hafn- arskrifstofunni. Innheimtustörf eru vandasöm ábyrgðarstörf og ekki fyrir hvern sem er að gegna þeim í áratugi svo að allir megi vel við una. En þegar haft er í huga, hve Þorgeir var viðmótsþýður maður, góðlátlega kíminn, ein- staklega þrautseigur og þægilega ýtinn, fer að skiljast hvers vegna starfið fórst honum svo vel úr hendi. Kristleifur Þorsteinsson, fræði- maður, getur þess í einni af bókum sínum að átthagatryggð sé eitt af einkennum Helgavatnsættar. Ekki skal ég dæma um, hvort það sé rétt, en ég fullyrði að átthaga- tryggð Þorgeirs var mikil. Sumar- fríum sínum eyddi hann gjarnan í Borgarfirðinum hjá systkinum sínum og við frændfólkið nutum heimsókna hans frá því við fyrst mundum eftir okkur. Og þó að hann nú í seinni tíð ætti þess kost að ferðast meira, bæði innanlands og utan, fækkaði ekki ferðum hans í sveitina. Þorgeir frændi var ekki að flana að neinu í sambandi við kvonfang, en þar kom að hann hitti hana ilinu, þeir Jón Jónasson, Kristján Jónasson, Bergsteinn Jónasson fyrrum hafnarvörður í Eyjum, við góðan orðstír og Kjartan tvíbura- bróðir hans, sem lézt úr spönsku veikinni 1918. Við andlát Jóns þá er Bergsteinn einn eftir af fjöl- skyldunni frá Múla. Á fyrri árum var Jón ávallt kenndur við Múla og var honum það fólk allt kært, enda ber dóttir Jóns nafn fóstru hans, Kristín Jónsdóttir, að Geitl- andi 19 í Reykjavík. Árið 1922, í nóvember, verða þáttaskil í ævi Jóns. Hann giftist Karólínu Sigurðardóttur, ættaðri úr Rangárþingi. Voru þau hjónin nokkuð skyld út frá Högna Sig- urðssyni. Hjónaband þeirra varaði í 57 ár. Karólína er eins og kunnugt er gæðakona, er reyndist manni sínum stoð og styrkur, oft í erfiðu mótlæti og nú síðast við heilsuleysi, löngum eftir að gosi lauk. Þau byrjuðu búskap í Laug- ardal hjá Eyjólfi og Nikólínu, Eyfellingum er lifðu og störfuðu í Eyjum alla tíð og merkir borgarar eru frá þeim komnir. Árið 1926 eru þau flutt í nýbyggt og vandað steinhús, að Vesturvegi 20, sem Jón nefndi Ártún. Þar bjuggu þau að stríðsbyrjun. Þá byggði Jón annað hús, við Vestmannabraut 73 og stóð heimili hans þar jafnan upp frá því. Dugnaður Jóns kom fram í fleiri húsbyggingum, fyrir sig og sína og ræktunarmaður var hann mikill, braut hraunfláka og gerði þá að arðbærum grasnytj- um. Því skepnuvinur var hann og hafði um árabil not af kúm og kindum. Þau Karólína og Jón eignuðust 4 börn, er öll lifa föður sinn. Elst er Geirlaug, er giftist Snorra Hall- Sigurbjörgu. Eftir það var ekki annað nefnt nema hins væri getið, svo samstæð og samhent voru þau. Heimili Þorgeirs og Sigurbjargar var einstaklega notalegt og áttu dætur Sigurbjargar, Guðrún og Kristín, sinn þátt í því. Þar ríkti samheldni, ástúð og virðing, gam- ansemi og græskulaus glettni. Á slík heimili er gott að koma. Það skipti ekki máli, hvort komið var í kjallarann á Kirkju- teignum, risið í Barmahlíðinni eða Hörðalandið, alls staðar var sama fallega rausnarheimilið, sem lað- aði til sín gesti. Þó að söknuður okkar sé mikill nú, er hugurinn fullur þakklætis. Eg er viss um að ég mæli fyrir munn okkar systranna allra, þeg- ar ég þakka þessum góða frænda fyrir allt það sem hann var okkur og okkar fjölskyldum, og ekki síst fyrir það hversu góður bróðir hann reyndist föður okkar alla tíð. Sigurbjörgu og fjölskyldu henn- ar votta ég dýpstu samúð með orðum sálmaskáldsins: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. dórssyni frá ísafirði. Hann var járnsmiður og dugnaðarmaður, er andaðist langt um aldur fram. Hún er nú gift Pétri Haraldssyni, vélstjóra við rafveituna í Engidal á ísafirði. Hefir hún átt 8 börn, er öll eru á lífi. Næst er Kristín, gift Jóhanni Gunnari Pálssyni stór- kaupmanni. Búa þau að Geitlandi 19 Reykjavík og eiga 3 dætur. Yngst systranna er Margrét, gift Harry Petersen sjómanni, eiga þau 2 börn og búa að Faxastíg 19, Vestmannaeyjum. Sigurður er yngstur systkina sinna. Stundar hann sjó og dvelur í foreldrahús- um. Um árabil var Jón sjómaður. Lengi með Árna Finnbogasyni kunnum sjósóknara og aflamanni, ættaður frá Norðurgarði í Eyjum, nú búsettur í Reykjavík. Jón keypti hlut í V.b. Gammi VE 174 og átti hann með Ágústi Þórðar- syni yfirfiskmatsmanni á Aðalhóli og Torfa Einarssyni í Áshól. Gammur var happafleyta og stýrðu honum ýmsir kunnir for- menn. Lengi vel var Torfi Einars- son liðlegur og slunginn fiski- maður. Jón dró sig í land og gerðist verkstjóri. Þó brá hann oft fyrir Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin blíð. V. Briem. Blessuð weri minning Þorgeirs Þorsteinssonar. Áslaug Eiríksdóttir. I dag er kvaddur hinstu kveðju Þorgeir Þorsteinsson sem lést eftir stutta legu á Landspítalan- um, s.l. þriðjudag. Þorgeir var fæddur á Hamri í Þverárhlíð 1. desember 1908, son- ur hjónanna Þórunnar Eiríksdótt- ur og Þorsteins Sigurðssonar. Hann fluttist til Reykjavíkur 1937 og stuttu síðar hóf hann störf hjá Reykjavíkurhöfn þar sem hann starfaði sem innheimtu- maður þar til fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þorgeir var vin- margur og skapaði sér traust og virðingu hinna mörgu sem hann átti viðskipti við í starfi sínu. Hann var víðlesinn á þjóðleg fræði og kunni frá mörgu að segja sérstaklega frá æskustöðvum sínum í Borgarfirði sem hann unni mjög. Á unglingsárum mínum gekk Þorgeir mér og systrum mínum í föðurstað er hann kvæntist móður okkar Sigurbjörgu Guðmunds- dóttur. Þó ekki væri nema fyrir þá kjölfestu sem hann skapaði í fjölskyldunni værum við honum ævinlega þakklát. En Þorgeir var okkur meira. Með sinni hógværð, skapfestu og skilningi varð hann okkur systkinunum kær faðir og vinur og móður okkar ástkær eiginmaður. Ef ég hefði vitað hvernig komið var þegar við sáumst síðast nokkr- um klukkutímum áður en Þorgeir kvaddi fyrir fullt og allt í þessum heimi, hefði ég viljað þakka hon- um allt sem hann' var mér og Hrefnu, dætrum okkar, tengda- sonum og drengjunum þeirra. Hans er sárt saknað af okkur öllum en minningin um góðan dreng mun lifa með okkur um ókomin ár. Guðsblessun fylgi honum. Ragnar Þ. Guðmundsson. Þorgeir Þorsteins- son — Kveðja sig úthöldum á sjó, bæði með Ingibergi Gíslasyni og Sigmundi Karlssyni. Hann var jafnvígur til sjós og lands. Jón stóð fyrir verkum hjá Helga Benediktssyni, Ársæli Sveinssyni og vann mikið hjá frænda sínum Einari Sigurðs- syni. Verkum Jóns mátti treysta. Hann var snillingur í að meta og verka fisk. Jón sat aldrei auðum höndum. Þegar heilsuleysi settist að honum, undi hann því illa að geta ekki starfað. Vinnan var Jóni blessun og dró hann sig aldrei undan puði og erfiði. Lagði hann á sig vökur og strit á vertíðum, svo með ólíkindum var, hvað líkami hans þoldi. Það var eins og hann þyrfti ekki að hvíla sig og honum var algjörlega framandi orðtakið að slappa af. Hefði Jón tíma eftir vinnulúinn dag, þá hafði hann fataskipti, rakaði sig og gekk snyrtilega um milli vina og kunn- ingja. Ræðandi um lands- _og dægurmál. Eins og áður getur, þá hafði Jón ótrúlegt og hvasst minni. Vann hann það afrek í hjáverkum að teikna alla báta, er skráðir voru og gerðir út frá Eyjum frá upphafi vélbátaútgerðar til okkar tíma. Jón mundi öll skrásetningarnúm- er, alla eigendur, tegund véla og stærð í hestöflum. Hann var sjór af fróðleik um slysasögu Eyjanna og margreyndi ég hann að áreið- anleika, þegar reyna þurfti á minni hans. Nú er Jón allur. Sérstæður persónuleiki er genginn á vit feðra sinna. Eyjarnar. verða fátækari. En lausnin var honum kærkomin. Jón var alls ekki allra. Hann bar byrðar sínar einn. Hann vissi um afstöðu mína til trúar og Heilagr- ar Ritningar. Þetta leiddi til þess að við báðum saman og kom þá fram, undan hjúpi Jóns, sem forlög og ýmsar aðstæður höfðu ofið um hann, barnsleg viðkvæmni fyrir fagnaðarerindi Jesú Krists. Þetta var ekki borið á torg, en nú við andlát vinar og frænda, dreg ég þetta fram sem dýrmæta perlu er við áttum við fótskör Jesú Krists. Eiginkonu, börnum og öðrum skyldmennum og ástvinum er vottuð samúð. Minning Jóns Sig- urðssonar mun lengi lifa. Einar J. Gíslason. Kveója: Guðni Rúnar Halldórsson Fæddur 13. desember 1954 Dáinn 5. febrúar 1980 Þriðjudagurinn 5. febrúar s.l. byrjaði eins og hver annar dagur. Um hádegi barst mér sú sorglega frétt, að Guðni Rúnar Halldórsson hefði látist af slysförum þá um nóttina. Þessi dagur var ekki eins og aðrir dagar, Guðni var dáinn. Þótt kynni mín af Guðna hafi ekki verið löng, þá voru þau góð. Ég kynntist honum þegar ég fór að vinna í verzlun sem hann átti, betri vinnuveitanda var vart hægt að fá, því Guðni var einn af þeim sem manni þótti strax vænt um (>•.: líkaði vel við. Margar góðar stundir áttum við. þegar spjallað var um öll hugsan- leg áhugamál, þó að skoðanir okkar hafi ekki alltaf farið saman. Öll eigum við okkar mannlegu vandamál við að stríða í þessum harða heimi, og ráðum við þar litlu um. Ég kveð í dag góðan dreng, sem ég hef lært margt gott af, og geymi góðar minningar um. Ég votta elsku Helgu minni, litlu börnunum þeirra, svo og foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum mína innilegustu samúð. Ég bið algóðan Guð sem kallaði minn kæra vin svo fljótt á sinn fund, að vernda hann og blessa, styrkja og styðja, um öll ókomin ár. Hjálmdís Hafsteinsdóttir. Minning: Guðmundína Guttorms- dóttir hjúkrunarkona Nú er hún amma okkar dáin, við eigum svo bágt með að trúa því. Hún var alltaf svo hress til síðustu stundar. Okkur langar til að þakka henni fyrir svo margt sem hún gerði fyrir okkur. Við eigum svo margar minningar um hana bæði héðan að heiman og þegar við fórum í ferðalög saman. Þá var hún svo oft að segja okkur hvað fjöllin, trén og blómin hétu sem við sáum á leiðinni og það gerði ferðirnar svo minnis- stæðar. Oft stakk hún upp í okkur ýmsu góðgæti þegar við komum til hennar. Hún var alltaf svo glöð og ánægð og sagði að við yrðum að líta björtum augum á lífið. Við hér á heimilinu höfum misst mikið en við vitum að hún er komin til Guðs og hefur nú hitt Helga afa aftur og líður þar vel. Að lokum viljum við kveðja ömmu með versi sem hún kenndi okkur. Trúðu á tvennt í heimi Tiicn sem æðsta ber Guð i alheims geimi Guð í sjálfum þér. Ilelgi og Guðmundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.