Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 2 7 Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæðismanna: Bíðum og sjáum hver sam- staðan verður við kjör í nefndir „ÞEIR Friðjón og Pálmi hafa sagt að þeir muni sækja þing- flokksfundi hjá okkur meðan það væri opið og meðan þing- flokkurinn hefur ekki ályktað í þessu efni. er það opið." sagði ólafur G. Einarsson. formaður þingflokks sjálfstæðismanna. í samtali við Mbl. eftir fastafund þingflokksins síðdegis í gær. Mbl. spurði þá Ólaf. hvort hann hygðist leggja það fyrir þing- flokkinn að álykta um málið. Ilann svaraði: „Ég ætla að sjá til hverju fram vindur með þau mál, sem við höfum verið að ræða varðandi skipan í þing- nefndir og aðrar trúnaðarstöð- ur. Ég ræddi meðal annars á þingflokksfundinum áðan þá stöðu, sem nú kemur upp í einstökum nefndum, þar sem ýmsir, sem þar sitja, eru nu orðnir ráðherrar. Þessar stöður þarf að fylla og að því er snýr að þingflokki sjálfstæðismanna, þá ætlum við, að þær nefndir, sem núverandi ráðherrar sitja í, verði skipaðar sjálfstæðis- mönnum. Einnig á eftir að kjósa í nefndir og ráð, þar sem þing- flokkur sjálfstæðismanna hefur fyrir allnokkru gengið frá fram- boðum sínum og hafa þeir ráð- herrarnir tekið þátt í þeirri afgreiðslu. Meðan menn telja sig meðlimi í þingflokki sjálfstæð- ismanna, þá hljóta þeir að kjósa í þinginu með þingflokki sínum í þær trúnaðarstöður, sem þeir hafa sjálfir haft áhrif á að velja menn til. Ef svo verður ekki, tapa sjálfstæðismenn einum af þremur fulltrúum í sjö manna nefndir og öðrum manninum í fimm manna nefndir.“ Ólafur G. Einarsson hefur sagt opinberlega, að hann telji ekki geta farið saman setu í þessari ríkisstjórn og þátttöku í störfum þingflokks sjálfstæð- ismanna. Mbl. spurði hann í gær, hvort hann væri enn þeirrar skoðunar að þetta væri eins „VIÐ reiknum með að sækja fastafundi þingflokksins. nema þingflokkurinn ákveði annað. og aðra fundi eftir því sem við erum boðaðir." sögðu þeir Frið- jón Þórðarson. dómsmálaráð- herra. og Pálmi Jónsson. land- búnaðarráðherra. er Mbl. talaði við þá eftir fastafund þing- flokks sjálfstæðismanna í gær. sem þeir sátu báðir. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra. óeðlilegt og hann hefði áður sagt. „Já,“ svaraði Ólafur. „Ég nefni sem dæmi, að þegar þingmenn sjálfstæðismanna vilja flytja mál, þá fara þeir með þau fyrir þingflokkinn fyrst og fá leyfi til að flytja þau. Ég geri ráð fyrir, að ráðherrarnir muni taka þátt í slíkum afgreiðslum og þá er spurningin, hvort þeir vilja lúta sömu lögmálum með þau mál, sem þeir hyggjast flytja á Alþingi.“ — En getur þingflokkurinn hindrað einstaka þingmenn í að sótti ekki fundinn vegna starfa annars staðar. Mbl. spurði þá Friðjón og Pálma, hvað þeir hygðust fyrir varðandi kjör í nefndir og ráð, sem eftir eru, og hvort þeir hygðust starfa áfram í þeim nefndum, sem þeir hafa verið kjörnir í, en þeir eiga m.a. báðir sæti í fjárveitinganefnd. „Það er ekkert í þingsköpum, sem hindr- ar ráðherra í því að sitja í flytja mál, ef meirihluti hans er málinu andvígur? „Þess eru ekki dæmi. Menn flytja þau þá án loforðs um stuðning. En þingmenn kynna máli'n í þingflokknum. Þannig yrðu ráðherranir að minnsta kosti að kynna okkur sín mál og þótt mér sýnist slíkt óeðlilegt út frá því sjónarmiði, að þeir eru stjórnarsinnar en þingflokkur- inn í stjórnarandstöðu, þá gæti það engu að síður orðið gagnlegt fyrir þingflokkinn." — En fara málin bara ekki í þann farveg, að fastafundir starfsnefndum þingsins," svör- uðu þeir, „ en það er ljóst að ráðherrastörf takmarka mjög þáttöku ráðherra í nefndarstörf- um og þá sérstaklega í nefnd eins og fjárveitinganefnd. Annars hyggjumst við ræða þetta mál frekar við formann þingflokksins og v,æntanlega verður komin ákvörðun, að minnsta kosti að einhverju leyti, á miðvikudaginn." Fastafundir þingflokks sjálf- stæðismanna eru á mánudögum og miðvikudögum klukkan 16. þingflokksins verða fundir með þátttöku 21 þingmanns, en óformlegir fundir með þátttöku 18 þingmanna verða hinir raun- verulegu stefnumótandi þing- flokksfundir? „Við munum halda okkar óformlegu fundi eftir þörfum, eins og verið hefur.“ Ólafur sagði, að í gærmorgun hefði verið óformlegur fundur þingmanna sjálfstæðismanna. „Það náðist ekki að boða alla og það var ekki ætlunin að boða ráðherrana," sagði Ólafur. „Á þessum fundi var rætt um værit- anlega tilkynningu ríkisstjórn- arinnar og hvernig við skyldum standa að umræðum um það mál. Fundurinn áðan var svo reglu- legur þingflokksfundur, þar sem fundarefnið var flutningur þing- mála. Ég ræddi við Gunnar Thoroddsen fyrir fundinn og spurði, hvort hann ætlaði að sækja hann, en hann kvaðst ekki koma því við þar sem hann þyrfti að vera annars staðar á sama tíma. Ég ræddi einnig við Friðjón Þórðarson og Pálma Jónsson og sögðust þeir báðir ætla að sitja fundinn, sem þeir svo gerðu.“ — Tóku Friðjón Þórðarson eða Pálmi Jónsson til máls á þessum fundi? „Já. Þeir tóku báðir til máls.“ — Kynntu þeir ykkur hinum einhver mál? „Nei. Þeir tóku til máls í umræðum um eiginlega eina málið sem var á dagskrá og einkum snerti þá, en það var nefndaskipan og kjör í nefndir, stjórnir og ráð.“ — Hvaða niðurstaða fékkst í því? „Það varð engin niðurstaða. Málið verður rætt frekar milli þeirra og forystu þingflokksins.“ Friðjón og Pálmi: Reiknum með að sækja fastafundi þingflokksins — nema þingflokkurinn ákveði annað Takmarkað þróarrými á Norðfirði Neskaupstað. 11. febrúar HINGAÐ komu í dag tveir loðnu- bátar með fullfermi, Sæbjörg frá Vestmannaeyjum og Örn KE. Fleiri skip munu vera á leiðinni, en þróarrými er takmarkað. Búið er að landa um 18 þúsund tonnum frá upphafi vertíðar. Skuttogarinn Barði fer í kvöld í sína fyrstu veiðiferð. — Fréttaritari. Kenna hug- leiðslutækni Á VEGUM Ananda Marga er nú að hefjast kynningarnámskeið þar sem farið verður í hugmynda- fræðilegan grundvöll hugleiðsl- unnar og kennd einföld hug- leiðslutækni. Námskeiðið byrjar næstkomandi fimmtudag, 14. febrúar, kl. 20.30 í Aðalstræti 16, 2. hæð, og verður síðan einu sinni í viku í sex skipti. Ný ljóðabók ÚT ER komin ljóðabókin „Hvítt á forarpolla" eftir Sveinbjörn Þor- kelsson, teikningar í bókinni eru eftir Ásgeir Lárusson. Eftir Sveinbjörn Þorkelsson er áður út komin ljóðabókin „Ljóð innan glers", gefin út árið 1978. „Hvítt á forarpolla" er gefin út og fjölrituð af Letri. ■■■■■■! i íjÚ fj Lv (6 Tveir ráðherra- stólar í smíðum ÞEGAR þingfundur hófst í Sameinuðu þingi í gær voru 10 ráðherrastólar þar tilbúnir. Hafði fimmta stólnum verið bætt við í röðina, sem er á hægri hönd þingforseta. Eru þrengslin þeim megin orð- in slík, að borð ráherr- anna ná alveg upp að vegg þingsalarins og er nú ekki lengur gengt þeim megin út í þingsalinn, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. Vandræði hafa aftur á móti orðið í efri deild, þar sem þrír ráðherrar eiga nú sæti og fleiri ráðherrar sitja þegar þeir eru að flytja mál. Vantar tvo ráð- herrastóla í deildina og eru þeir nú í smíðum að sögn Friðjóns Sigurðssonar skrifstofustjóra Alþingis. Kvaðst Friðjón vonast til þess að stólarnir yrðu til- búnir fljótlega. Ekki kvaðst hann hafa á reiðum hönd- um hvað ráðherrastóll kostar í dag. Ljósm. Ól. K. Mag. Olaf ur Ragnar formaöur þing- f lokks Alþýðu- bandalagsins ÓLAFLIR Ragnar Grímsson var einn í framboði og einróma kjör- inn formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins í gær í stað Ragnars Arnalds fjármálaráðherra. Þingflokkur Framsóknarflokks- ins kaus ekki í gær eftirmann Ingvars Gíslasonar menntamála- ráðherra í formennsku þing- flokksins. Kvikmynda- hátíðin framlengd Á sunnudagskvöldið höfðu 17.880 manns sótt kvik- myndahátíðina í Regnbog- anum. Það samsvarar því að 2000 manns hafi sótt hátíðina dag hvern. Stjórn kvikmyndahátíðarinnar hefur tekið ákvörðun um að hún skuli framlengd um einn dag og lýkur hátíðinni því n.k. miðvikudagskvöld. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.