Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 44
PLAST ÞAKRENNUR ^ Sterkar og endingargóðar Hagstætt verð cSb Nýborg? Ármúla 23 — Sími 86755 Lækkar hitakostnaðinn ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 Suðurlandsvegur: 18 ára piltur lézt í bílslysi BANASLYS varð á Suðurlandsvegi í íyrrinótt. Nýleg Willy’s Jeepstar-biíreið valt út af veginum í brekkunni við Lögberg og lézt ökumaðurinn, 18 ára gamall piltur úr Reykjavík, samstundis að því er talið er. Það var ekki fyrr en klukkan 10.20 í gærmorgun að lögreglunni barst tilkynning um að bifreið lægi á hliðinni nokkuð frá vegin- um, hálfgert í hvarfi við veginn. Ákvörðun um stöðvun loðnu- veiða í dag? STEINGRÍMUR Hermanns- son, nýskipaður sjávarútvegs- ráðherra, mun væntanlega í dag taka ákvörðun um hversu lengi enn verður leyft að veiða loðnu i bræðslu. Sagði ráðherrann í gær, að í dag myndi hann eiga fund með fiskifræðingum og má vænta ákvörðunar að þeim fundi loknum. Loðnuaflinn á vertíðinni er nú orðinn iiðlega 240 þúsund lestir og rætt hefur verið um að geyma 50—60 þúsund lestir til hrognatöku og loðnufryst- ingar í lok vertíðar. Ráðherr- ann sagði að stöðva yrði veið- arnar með tveggja sólarhringa fyrirvara. Mikil loðnuveiði var á sunnudag og í gær var til- kynnt um meiri afla til Loðnu- nefndar en nokkru sinni áður frá upphafi loðnuveiða hér við land. Sjá bls. 2. Var komið að piltinum látnum í bifreiðinni. Eftirgrennslan leiddi í ljós, að pilturinn var að koma frá Þorlákshöfn, þar sem hann stund- aði sjóróðra. Samkvæmt fram- burði skipsfélaga piltsins lagði hann af stað til Reykjavíkur um eittleytið í fyrrinótt og er talið að slysið hafi samkvæmt því orðið nokkru fyrir klukkan tvö um nóttina. Bifreiðin fór út af vinstra megin og er mjög mikið skemmd ef ekki ónýt. Að ósk lögreglunnar verður nafn piltsins ekki birt að svo stöddu. Frá flokksróðsfundi sjálfstæðismanna s.l. sunnudag. Geir Haligrímsson formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Olafur G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Friðjón Þórðarson dóms- og kirkjumálaráðherra og Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra ræðast við. Sjá frétt um fundinn á bls. 3 og forystugrein blaðsins. Ljfam. mu. ól k. m. Geir Hallgrímsson á Alþingi í gær: Oskalfeti ríkisstjómar kostar 25 mill- iarða í ár — 35 milljarða á næsta ári - engar tillögur um tekjuöflun Stjórnarsáttmálinn minnir einna helzt á óska- og loforða- lista en úttekt á þessum loforða- lista sýnir, að hann mun kosta allt að 25 milljarða á þessu ári og 35 milljarða á næsta ári, sagði Geir Hallgrimsson í um- ræðum á Alþingi í gær um málefnasamning rikisstjórnar Gunnars Thoroddsens. Hins veg- ar örlar hvergi á visbendingu um tekjuöflun á móti þessum útgjöldum, sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Geir Hallgrímsson benti á, að lofað væri óbreyttum vöxtum Sex islenzkir skiðamenn verða meðal keppenda á Vetrarólympiuleikunum, sem hefjast í Lake Placid í Bandarikjunum á morgun, þeir eru Steinunn Sæmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Björn Olgeirsson, Haukur Sigurðsson, Ingólfur Jónsson og Þröstur Jóhannesson. íslenzki fáninn var dreginn að húni í Ólympíuþorpinu í gær og s^jást þau fremst á þessari mynd feðginin Steinunn og Sæmundur óskarsson. formaður Skiðasambands Islands. (AP-simamynd) fyrst í stað en jafnframt væri talað um verðtryggingu spari- fjár, sem þýðir, að útlán verða einnig verðtryggð. Þetta þýðir að vaxtakostnaður hlýtur að stór- hækka. í stjórnarsáttmálanum segir, að verðhækkánir megi ekki vera nema 8%, 7% og 5% næstu þrjá ársfjórðunga eftir 1. maí. En hvað gerist, ef kaupgjald hækkar um 40% og annar tilkostnaður samsvarandi en verðlagi verður haldið innan við 25% ? Geir Hallgrímsson benti á, að í skattamálum væri ekki talað um að fella niður skatta vinstri stjórnar. Ekki væri minnst á lækkun skatta á almennum launatekjum, eins og nauðsyn- legt væri að gera. í stjórnarsátt- málanum væri rætt um að ljúka breytingu á kjördæmaskipun og kosningarétti fyrir lok kjör- tímabilsins. Það er óhjákvæmi- legt, sagði Geir Hallgrímsson að fá fram nauðsynlega breytingu til jöfnunar á kosningarétti ekki síðar en á næsta vetri og tryggja, að um þetta mál verði kosið í næstu kosningum, sem búast má við fyrr en kjörtímabilinu lýkur. Sjá nánari frásögn á siðu 16. Hægt landsig við Kröf lu en margir jarðskjálftar UM KLUKKAN 23 á sunnudagskvöld byrjaði mikil skjálftahrina á Kröflusvæðinu og fylgdi henni kvikuhlaup í suðurátt og landsig. Það var þó mjög hægt er síðast fréttist í gærkvöldi og miðað við hallamælingar er það ekki mikið kvikumagn, sem hleypur suður á bóginn miðað við fyrri umbrotahrinur. Fyrstu upptök skjálftanna voru við suðurbrún Kröfluöskjunnar, en í gæhkvöldi voru upptök jarðskjálftanna syðst í Hrossadal í námunda við Bjarnarflag. Stærstu skjálftarnir, sem mælzt höfðu í gærkvöldi voru rúmlega 2 stig á Richter-kvarða, en fjöldi þeirra hins vegar mikill. Fólk í Reynihlíð vaknaði í fyrrinótt við skjálftana og hvininn, sem þeim fylgdi. Landsigið var í gærkvöldi orðið um 2 sm frá upphafi hrinunnar, en það er mjög lítið miðað við það sem gerzt hefur í mestu umbrota- hrinunum á þessum slóðum. Þá hefur landið sigið á annan metra á 2—3 sólarhringum. Landsig hefur reyndar verið merkjanlegt frá mánaðamótum, en mjög lítið. Þremur jarðskjálftamælum var bætt við á svæðinu gær og eru það því sex mælar, sem nú nema skjálftana. Tveir jarðfræðingar eru í Reykjahlíð og stöðug vakt er á skjálftavaktinni þar. Almannavarnanefndin í Mý- vatnssveit kom saman til fundar síðdegis í gær og þar var vakt í gærkvöldi. gærkvöldi og í nótt og varðstða í Námaskarði. í gær varð ekki vart jarðrasks á yfirborði. Féll milli tveggja báta og slasað- ist mikið ÞAÐ slys varð í Skipasmíða- stöð Njarðvíkur um hálf tíu- leytið s.l. laugardagskvöld að 21 árs gamall sjómaður féll niður á milli tveggja báta, sem voru í slippnum. Maðurinn féll 614 metra niður á stein- steypt plan og slasaðist mikið. Er talið að hann hafi höfuð- kúpubrotnað, handleggsbrotn- að og ökklabrotnað auk þess sem hann hlaut fleiri meiðsli. Maðurinn var skipverji á öðrum bátnum og þurfti hann að komast um borð. Stigi var ekki upp í bátinn en hins vegar var stigi upp í bátinn við hliðina. Fór hann upp í þann bát og hugðist stökkva yfir í sinn bát, en tveir metrar voru á milli bátanna. Tókst svo illa að maðurinn féll á milli bátanna. Félagi hans var í bíl skammt frá og kom hann boðum til lögreglunnar í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.