Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 3 Stórviðri við sjávarsíðuna Akureyri: Skipið dró akkerin MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær- kvöldi samband við fréttaritara sina frá Hvammstanga austur um að Þórshöfn á Langanesi og spurði frétta af óveðrinu. Það kom fram í máli fréttarit- aranna, að víða var mjög hvasst í gær en ekki var vitað um slysfarir af völdum veðursins á þessu svæði. í Grímsey var ofsarok á tíma- bili og fór vindurinn í 12 stig. Enginn Grímseyjarbátur var á sjó í gær. Vöruflutningaskip lá á Akureyrarpolli en svo hvasst var að skipið dró akkerin og varð skipið að keyra upp í vindinn. Hólmavík: Allir bátar í höfn heil- ir á húfi Ilólmavik. 25. frbrúar. ENGAR skemmdir urðu hér í óveðrinu í dag svo mér sé kunnugt um. Rækjubátarnir voru við veiðar hér í firðinum en þeir komust allir í höfn heilir á húfi. Miklar símabilanir hafa verið hér í dag og erfitt að ná sambandi við nágrannabyggð- irnar en ekki hef ég frétt af neinum skemmdum eða óhöppum þar. —Andrés. TVEIR Vestmannaeyjabátar fengu á sig brotsjó í gær og urðu talsverðar skemmdir um borð í þeim báðum. Einkum varð tjón um borð í því gamalfræga aflaskipi Gullborgu og þeir Friðrik Benónýsson skipstjóri og Benóný Benónýsson stýri- maður slösuðust báðir lítils háttar. Gullborgin var að vitja um net 4 mílur vestur af Surti er hnútur kom á skipið og skellti bátnum á hliðina. Fjórir skip- verjar voru í brúnni og fóru allir á kaf í sjó. Sjór komst í tæki, sjálfsstýringin, radar og ljós á brú skemmdust, mikið af uppstillingum á dekki fór fyrir borð og flest lauslegt, sem þar var. Enginn sjór komst í vélarrúm og rétti skipið sig fljótlega. Bjarnareyin var um 18 míl- ur suðaustur af Hjörleifs- höfða á landleið með um 30 tonn, en skipverjar höfðu orð- ið að snúa frá síðustu tross- unni vegna veðurs, er hnútur kom á bakborðshlið skipsins framanverða. Rúður brotn- uðu, sjór fór í tæki og annað tjón varð um borð, en engin meiðsli. Bæði skipin náðu áfallalaust til Eyja eftir þetta. Steingrímur Sigurðsson skipstjóri á Bjarnarey lenti einnig í baráttu við illviðri fyrir rúmri viku er vindhraði' komst upp í 100 hnúta. Þá varð Suðurey VE stjórnlaus skammt frá Surtsey er net fóru í skrúfuna og kom Bjarn- arey þá til aðstoðar, en Bjarn- arey var 2 sólarhringa á leið til Eyja, svo hrikalegt var veðrið. frá bryggju OFSAROK var á Skagaströnd um hádegisbilið i gær, 10—12 vindstig, en þar urðu engar skemmdir. að sögn Birgis Árna- sonar. Þrír rækjubátar voru á sjó en þeir gátu lítið aðhafst vegna veðurs. Fóru þeir inn til Hvammstanga. Bátar slitnuðu frá bryggju á Skagaströnd en heimamönnum tókst að afstýra tjóni. Stykkishólmur: Óttast netatjón Stykkishólmi, 25. febrúar. OFSAVEÐUR hefur gengið yfir hér í dag en sem betur fer hafa engin óhöpp orðið svo mér sé kunnugt um. Engin kennsla var i Barnaskólanum eftir há- degi. Engir bátar hafa komist á sjó síðan á föstudag en þá lögðu bátarnir net sín. Eru flestir bátar með net í sjó og óttast menn að tjón hafi orðið á þeim í óveðrinu. Símasamband hefur verið í molum vegna bilana. Er unnið að viðgerð. -íréttaritari. Ljósiti. RAX. Skipverji á Helgu RE bendir á hlerana, sem voru negldir fyrir gluggana eftir að brotsjórinn hafði brotið rúðurnar. Sjór gekk yfir siglingatækin og gerði þau óvirk. Myndin var tekin í gærkvöldi. HELGA RE, sem er 208 tonna stálbátur. fékk á sig brotsjó síðdegis í gær, þegar skipið var statt undan Garðskaga. Versta veður var á þessum slóðum. Hurð í brú brotnaði og einnig tveir gluggar i brúnni og öll siglingatæki fóru úr lagi nema kompás. Varðskip kom Helgu til aðstoðar og fylgdi skipinu inn fyrir Garðskaga í var. Kom Helga til Reykjavíkur í gær- kvöldi. Gullborg VE 38. 2 Eyjabátar í erfiðleikum Saxhamar SH á siglingu. Saxhamar fékk á sig brotsjó — Skip- stjórinn slasaðist Það var um þrjúleytið í gær að hjálparbeiðni kom frá bátnum. Nærstödd fiskiskip fóru til að aðstoða Saxhamar og sömuleiðis fór varðskip áleiðis til bátsins ef draga þyrfti hann til lands. Ofsa- veður var á þeim slóðum, þar sem Saxhamar fékk á sig brotsjó. Seinna var aðstoð varðskipsins afþökkuð því tekist hafði að koma tækjum í lag. Náði Saxhamar heilu og höldnu til heimahafnar í fylgd annarra báta, sem voru á heimleið um líkt leyti, en það voru bátarnir Brimnes, Rifsnes og Tjaldur. VÉLBÁTURINN Saxhamar frá Rifi, 125 tonna stálbátur, fékk á sig brotsjó siðdegis i gær. Skemmdir urðu á brúnni, stjórn- tæki fóru úr sambandi og stýrið skemmdist. Skipstjórinn, Sævar Friðþjófsson, mun hafa slasast þegar hnúturinn reið yfir bátinn og var talið að hann hefði fótbrotnað. Vegna þess að sima- sambandsiaust var við Rif var ekki hægt að fá nánari fregnir af meiðslum Sævars en hann var fluttur i hcilsugæzlustöðina á ölafsvik til aðgerðar. Hornafjarðarós ófær í veðrinu Höfn. Ilornafirói. 25. fehrúar. FJÓRIR Ilornafjarðarbátar komust ekki hingað inn i dag og leituðu tveir þeirra vars austan við Stokksnes og tveir austan við Ingólfshöfða. Sterk suðvestanátt hefur verið hér síðasta sólar- hring og af þcim sökum hefur ósinn verið ófær í dag. en þessi Skagaströnd: Bátar slitnuðu átt er yfirleitt versta áttin fyrir innsiglinguna um ósinn. Samkvæmt upplýsingum veður- athugunarstöðvarinnar hér á Höfn mældist mesti vindur hér 9—10 vindstig þrátt fyrir að verst revndist að mæla vindhraða í suðvestanátt vegna staðhátta, og mælist hann yfirleitt minni en hann er. Starfsmenn á dýpkun- arskipinu Háki hættu störfum óvenju snemma í dag að sögn Sigurjóns Sigurðssonar yfirverk- stjóra. Var það vegna þess, að þeir þorðu ekki að lengja í dælurörum af ótta við að allt færi úr skorðum og dælulagnirnar gætu orðið fyrir tjóni í veðurhamnum. — Einar Helga RE f ékk á sig brotsjó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.