Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 13 Víðtæk íslandskynning í Frakklandi íslandskynning i Frakklandi 1980: Einar Benediktsson sendiherra i félagsskap islenskra sýningarstúlkna. Myndin var tekin fyrir opnun Islandskynningarinnar i Paris. Ljósm. Sv.Sæm. það tryggja að hinn almenni kjósandi fái tækifæri til að hafa áhrif á hver kjörinn verði forseti, auk þess sem telja megi nokkurn veginn tryggt að sá sem standist þolraun slíkrar kosningabaráttu geti staðizt þá gífurlegu spennu, sem bíði hans í Hvíta húsinu. Þegar hin eiginlega kosn- ingabarátta hefst 1. september eru aðeins tveir keppendur eftir — frambjóðandi Demókrataflokksins og fram- bjóðandi Repúblikanaflokk- sins. Nú færist hiti í leikinn fyrir alvöru. Frambjóðendur þeysast um Bandaríkin þver og endilöng, kyssa börn og gamalmenni, spranga um í afkáralegum búningum, og að- alatriðið er auðvitað að láta fjölmiðlana birta sem flestar myndir. Mikilvægasti hluti kosningabaráttunnar fer þó fram í sjónvarpi. Stuðnings- menn frambjóðendanna greiða gífurlegar fjárhæðir fyrir sýn- ingar auglýsingakvikmynda í sjónvarpi. Mesta áherzlu leggja kosningastjórarnir þó á að koma frambjóðendunum að í fréttatíma þeirra stöðva, sem sjónvarpa um gjörvöll Banda- ríkin, og eins og að líkum lætur þarf enga smáræðis hugkvæmni til að láta fram- bjóðendur finna stöðugt upp á einhverju sem gerir þá „fréttnæma". Hápunktur þess- arar úrslitakeppni er sjón- varpseinvígi frambjóðend- anna, sem fram fer skömmu fyrir kjördag, en þetta einvígi er talið geta ráðið úrslitum í forsetakosningunum. Skýrasta dæmið um slíkt er kannski einvígi þeirra John F. Kenne- dys og Richards Nixons fyrir kosningarnar 1958. Þær kosn- ingar voru afar tvísýnar, enda sigraði Kennedy mjög naum- lega, en einsýnt var talið að þar hefði frammistaða hans og persónutöfrar í sjónvarps- einvíginu gert herzlumuninn. Formlega eru það 538 kjör- menn, sem eru kosnir á ^jálfan kosningadaginn, 4. nóvember, og það eru þeir, sem í rauninni kjósa forsetann. Kjörmenn skiptast milli fylkja eftir fólksfjölda þeirra, en allir kjörmenn hvers fylkis verða að greiða þeim forsetafram- bjóðandanum atkvæði sitt í hinni endanlegu kosningu, sem hlaut stuðning meirihluta kjósenda fylkisins á kjördag. Þetta kerfi á að tryggja að öll fylki standi jafnt að vígi í samræmi við íbúafjölda. Kjör- mannakerfið er þó mjög um- deilt og þeir, sem telja það til óþurftar, segja til dæmis, að þannig kunni að verða kosinn forseti, sem ekki hafi meiri- hlutastuðning þjóðarinnar, eins og raunar gerðist árið 1888, þegar repúblikani var kjörinn forseti, enda þótt hann hefði 90 þús. atkvæðum færra en frambjóðandi demó- krata, Grover Cleveland. Mjóu munaði líka árið 1976 þegar Gerald Ford vantaði aðeins 10 þúsund atkvæði í Ohio og Hawaii til að fá meirihluta kjörmannanna og verða þann- ig endurkjörinn forseti, enda þótt Jimmy Carter hefði hlotið 1.7 milljón kjósendaatkvæði umfram hann. — Á.R. (Heimild: Dagens nyheter) Þessa dagana stendur yfir víðtæk íslandskynning í Frakk- landi. Að kynningunni standa Flugjeiðir, Ferðamálaráð, Sendi- ráð íslands í París, Útflutnings- miðstöð Iðnaðarins, Álafoss, Hilda og Samband íslenskra Sam- vinnufélaga. Ennfremur tekur Sölustofnun Lagmetis þátt í kynn- ingunni. íslandskynningin hófst í Strassburg hinn 12. febrúar, í París 14. febr. og 18. febrúar í Lyon. Hér er um alhliða kynningu að ræða á íslandi sem ferða- mannalandi og kynntar eru ýmsar útflutningsvörur svo sem íslenska lambakjötið, vörur framleiddar úr ull og mátvæli af ýmsu tagi frá íslenskum verksmiðjum. Sendiráð tslands í París hefhr, ásamt aðil- um hér heima, undirbúið þessar kynningar og Einar Benediktsson ambassador opnaði kynningarnar á hverjum stað. íslenskur matur er framreiddur á Hotel Concorde LaFayette í París meðan á kynn- ingunni stendur og hefur Hilmar Jónsson veitingastjóri á Hótel Loftleiðum veg og vanda af þeirri matargerð ásamt matsveinum hótelsins. Fjórar íslenskar sýn- ingarstúlkur starfa að íslands- kynningunni og sýna íslenskan fatnað. Þessar sýningar eru á vegum Útflugningsmiðstöðvar Iðnaðarins, Hildu h.f. og Álafoss. í móttöku sem haldin var við opnun íslandskynningarinnar í Hótel Concorde LaFayette voru margir blaðamenn og kaupsýslu- menn, sem komu til að skoða íslenska varninginn og bragða á íslenskum réttum. Þarna var sýnd íslandsmyndin sem Flugleiðir og Ferðamálaráð létu gera fyrir þrem árum síðan, og kynninga- bæklingar afhentir. Sem fyrr segir yerður íslands- kynning opnuð í Lyon 18. febr. og“* stendur þar í tvo daga. Blöð í Strassburg skrifuðu um íslands- kynninguna þar strax daginn eftir að hún hófst og voru þau skrif mjög jákvæð. Hluti af íslands- kynningunni er sýning tveggja íslenskra málara á Hótel Con- corde LaFayette, þeirra Valtýs Péturssonar ok Jónasar Guð- mundssonar. Þeir sýna vatnslita- og olíumálverk. Opnun íslandskynningarinnar í París þann 14. var miðuð við að daginn eftir, 15. febrúar, hófst í París alþjóðleg ferðakaupstefna. Hún er haldin í stórri sýningar- höll sem er sambyggð Hotel Con- corde LaFayette og allmargir þeir sem koma til að sja sýninguna búa þar í hótelinu, sem rúmar 2000 gesti. í þessari alþjóðlegu ferða- kaupstefnu þeirri 5. í röðinni í París, taka þátt flugfélög, ferða- skrifstofur og ferðamálaráð hvað- anæva úr heiminum. ísland er þarna þátttakandi þar sem Flug- leiðir hafa sýningarbás. París- arskrifstofa Flugleiða hefur veg og vanda af þessari kynningu og starfsfólk hennar mun veita þar upplýsingar um ísland, land og þjóð, svo og ferðamöguleika hér á landi. Ennfremur eru kynntar ferðir Flugleiða frá Luxemborg til Bandaríkjanna og frá Luxemborg til Bahama. Að lokinni íslandskynningunni í Frakklandi verður hún flutt til London. Þar verða íslenskar vör- ur, svo og ísland, sem ferða- mannaland og ferðamöguleikar með Flugleiðum kynntir á hóteli í þrjá daga. Undirbúning að þeim þætti íslandskynningarinnar hef- ur svæðisstjóri Flugleiða í Eng- landi, Jóhann Sigurðsson annast. Islandskynningin í Frakklandi og Bretlandi er sú önnur í röðinni í vetur sem Flugleiðir og Ferða- málaráð ásamt fleiri aðilum, hafa gengist fyrir. Sú fyrri var í Hong Kong og stóð í tvær vikur. ^ 0 ferðir til Miami Beach, Florida Vikuleqar brottfarir alla laugardaga fra 03 með 3. maí FLUCLEIDIR Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild, simi 25100, ferðaskrifstofur og umboðsmenn okkar úti á landi,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.