Morgunblaðið - 26.02.1980, Síða 19

Morgunblaðið - 26.02.1980, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980 19 Likan af hinu nýja Safnahúsi Borgfirðinga i Borgarnesi. (Jrslit í samkeppni um safnahús Borgfirðinga: „Byggingin þótti falla vel að hæðinni og endurspegla á sannfærandi hátt starfsemina“ Hvanneyri, 25. febrúar. í GÆR var opnuð sýning í Borgarnesi á 20 tillögum, sem komu fram i samkeppni um gerð nýs safnahúss fyrir Borg- arf jarðarhérað. Mun þetta vera i fyrsta sinn sem slik sam- keppni fer fram hér í Borgar- firði, þ.e. af aðilum innan hér- aðs. Forsögu þessarar samkeppni má reyndar rekja til áranna um 1950 þegar Haukur Jörundsson, þá kennari á Hvanneyri, var formaður Ungmennasambands Borgarfjarðar og fékk Ragnar Ásgeirsson ráðunaut Búnaðar- félags íslands til ráðuneytis. Niðurstaða könnunar varð sú að byggja skála í fornum stíl að Varmalandi. Af því varð þó aldrei. Ingimundur Ásgeirsson bóndi á Hæli í Flókadal mun manna mest hafa unnið að því að koma safninu á einn stað og 1969 var flutt í eigið húsnæði í Borgarnesi. Héraðsbókasafn, byggðasafn og skjalasafn Borgarfjarðar hafa verið undir sama þaki síðan 1969, en síðan hafa bætzt við Listasafn og Náttúrugripasafn. Núverandi húsnæði safna- hússins er um 300 fermetrar og er alltof lítið. Þetta húsnæðis- leysi hefur því verið þessum stofnunum til mikils trafala og var því ákveðið að efna til samkeppni með arkitektum til að fá fram hugmyndir um fram- tíðarhúsnæði fyrir stofnanirnar. í forsendum dómnefndar seg- ir, að fyrirhugað safnahús skuli vera aðlaðandi bygging, sem falli eðlilega inn í fagurt um- hverfi sitt og sýni að hér sé um að ræða aðalmenningarstofnun staðarins. í samkeppnina bárust eins og áður sagði 20 tillögur og var dómnefndin sammála um að árangur af keppninni hefði verið mjög góður. Hún var sammála um að veita tillögu númer 9 fyrstu verðlaun, krónur 1.8 milljónir. Höfundar hennar eru arkitektarnir Ingimundur Sveinsson og Gylfi Guðjónsson og aðstoðarmenn þeirra við hönnunina voru Egill Guð- mundsson arkitekt, Jón Stef- ánsson verkfræðingur og Guðný Jónasdóttir bókavörður. Önnur verðlaun, 1.1 milljón króna, hlaut tillaga númer 6, en höfundur hennar er Dagný Hall- dórsdóttir arkitekt, og þriðju verðlaun, hlaut tillaga númer 10. Höfundur hennar er Benjamín Magnússon arkitekt. Dómnefndina skipuðu þeir Bjarni Backmann, safnvörður, formaður nefndarinnar, Óli Jón Gunnarsson oddviti, Sigurður Thoroddsen arkitekt, Halldór Guðmundsson arkitekt og Ölafur Jensson framkvæmdastjóri. Dómnefndin mælir eindregið með því, að þeim Ingimundi og Gylfa verði falin áframhaldandi hönnun og framkvæmd verksins, en nánar segir svo í niðurstöðum nefndarinnar um tillögu þeirra: Byggingin þótti falla sérlega vel að hæðinni og endurspegla á sannfærandi hátt starfsemi safnanna fimm. Lögun hússins myndi auk þess opna vel útsýni að íþróttavellinum frá Borgar- braut og inn á þjónustusvæðið við landtöku Borgarfjarðar- brúar. Tillaga höfundar að jarðvegs- fyllingu að húsinu, er gerð á sannfærandi hátt og hefur hon- um með því tekist að fella húsið vel að landslaginu, jafnframt því sem hann veitir skjól umhverfis útisvæðið. Jarðvegsfyllingin dregur auk þess úr hæð hússins að Borgarbraut. Tillagan uppfyllir mjög vel óskir og kröfur dómnefndar um fyrirkomulag innanhúss, for- stofurýmið tengist vel útigarði, auk þess sem fyrirkomulag safn- anna gengur vel og eðlilega upp. Dómnefnd telur að bygging þessi muni verða Borgfirðingum til mikils sóma og mælir ein- dregið með því að höfundi henn- ar verði falið verkið til útfærslu. — óíeigur. Tveggja daga aðalfundur Bandalags kvenna í Rvík Á SUNNUDAG hófst á Kjarvals- stöðum aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík. Voru þá mættir 93 fulltrúar frá 31 félagi bandalagsins og um 30 varafull- trúar. Fundurinn hófst með helgistund í Háteigskirkju kl. 9 um morguninn. Fyrir fundinum lágu fjölmargar tillögur frá hin- um ýmsu málefnanefndum bandalagsins og skýrslur fasta- nefnda og voru þær ræddar. Formaður bandalagsins, Unnur S. Ágústsdóttir, flutti skýrslu um starfsemina á sl. ári, sem var mjög blómleg. Haldnar voru ráðstefnur og fundir og fylgt eftir ályktunum síðasta aðalfundar. M.a. gekkst bandalagið fyrif stórri ráðstefnu 13. okt., „Varnir gegn vímugjöfum". Og nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum mikil listiðnaðarsýning íslenzkra kvenna, sem fundargestir skoðuðu í hádegisverðarhléi. Síðdegis var fundi fram haldið. Og stóð einnig allan mánudaginn. Úr stjórn áttu að ganga tvær konur sem ekki gáfu kost á sér til endurkjörs, þær Halldóra Eggerts- dóttir og Guðrún S. Jónsdóttir. Stjórnina skipa nú: Unnur S. Ágústsdóttir, formaður, Svanlaug A. Árnadóttir, varaformaður, Sig- ríður Ingimarsdóttir, ritari, Mar- grét Þórðardóttir og Vigdís Einars- dóttir. Varamenn eru Ragna Berg- mann Guðmundsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Sigrún Einarsdóttir. Fjöldi ályktana var afgreiddur á fundinum, sem síðar verður sagt frá. Frá aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík á Kjarvalsstöðum um helgina. Deilur í borgarstofnunum: Flugvöllur eða ekki flugvöllur — Bullaugnavatnsból eða ekki NÝLEGA lagði borgarskipu- lagsstofnunin fram í skipulags- nefnd og borgarráði greinargerð og tillögu um að skoða hvort ekki mætti leggja niður Reykjavíkur- flugvöll og flytja á nýjan stað í Kapelluhrauni eða jafnvel til Keflavíkur. Með því yrði hægt að koma á flugvallarsvæðinu fyrir 10 þúsund manna ibúðarbyggð með tilsvarandi vegalengdar- styttingu í umferðinni. Eftir það lagði sama stofnun fram í skipulagsnefnd athug'á- semd um staðfestingu aðalskipu- lags borgarinnar, sem samþykkt var í borgarstjórn 1977. Og gaf borgarverkfræðingur umsögn um þær athugasemdir. En þar var einnig komið inn á flugvallarmálið. Borgarverkfræðingur telur í sinni umsögn að flugvöllur sé Reykjavíkurborg það mikils virði að ekki eigi að stefna að því að leggja hann niður. Hann sé jafn- nauðsynleg forsenda fyrir því að Reykjavík geti gegnt sínu hlut- verki sem höfuðborg eins og Reykjavíkurhöfn að sínu leyti. Sævar efstur hjá Taflfélag- inu hans Nóa FYRSTA hluta af þremur er lokið í „hálftíma-móti“ Taflfélagsins hans Nóa. Efstur er Sævar Bjarnason með 3 vinn. í 2.-3. sæti eru Elvar Guðmundsson og Torfi Stefánsson með 2,5 vinn. I x4.—7. sæti eru þeir Óttar Hauks- son. Júlíus Friðjónsson, Björn Ilalldórsson og Ilrólfur Hjalta- son með 2 vinn. Meðalstig keppenda, sem eru 14 talsins, eru 2100. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad, og er teflt í Valsheimilinu v/Hlíðarenda á þrlðjudögum kl. 20. Bullaugnavatnsból lagt niður? Aðalskipulagið hefur síðan ver- ið í umræðu í skipulagsnefnd og búið að taka til umræðu alla þætti þess utan tvo. Annað er Reykja- víkurflugvöllur, hvort hann eigi að vera eða fara. Og hitt eru vatns- verndarsvæðin og vatnsbólin. í athugasemdum borgarskipu- lags er talið að ástæða kunni að vera til þess að endurskoða mörk vatnsverndarsvæðisins og leggja niður vatnsbólin í Bullaugum. Með því yrði hægt að taka undir byggð norðurströnd Rauðavatns og svæðið þaðan að golfvellinum ofan við Grafarholt. En þar er líka skoðanamunur við borgarverk- fræðing, sem telur hæpið að borg- in megi missa þetta 200 sekúndu- lítra vantsþól í Bullaugum. Miðstjórnarkjör Alþýðubandalagsins: Benedikt Davíðsson og Jón Kjartansson atkvæðahæstir BENEDIKT Davíðsson, Kópavogi, fékk flest atkvæði í miðstjórn- arkjöri á flokksráðsfundi Alþýðu- bandajagsins um helgina, eða 131. Jón Kjartansson, Vestmannaeyj- um, fékk 130 atkvæði, Guðrún Hallgrímsdóttir, Reykjavík, 127, Guðmundur J. Guðmundsson, Reykjavík, 122 og Ásmundur Stef- ánsson, Reykjavík, 121 atkvæði. Fram komu 123 atkvæðaseðlar, en 16 þeirra reyndust ógildir. Áðrir, sem kosningu hlutu í miðstjórn, eru Adda Bára Sigfús- dóttir, Reykjavík, 117 akvæði, Guðjón Jónsson, Reykjavík, 117, Helgi Guðmundsson, Akureyri, 117, Ingólfur Ingólfsson, Reykjavík, 114, Vilborg Harðar- dóttir, Reykjavík, 114, Þorlákur Kristinsson, Reykjavík, 113, Arth- úr Morthens, Reykjavík, 112, Guð- rún Ágústsdóttir, Reykjavík, 112, Margrét Óskarsdóttir, ísafirði, 112, Svava Jakobsdóttir, Reykja- vík, 112, Árni Bergmann, Reykja- vík, 111, Bjarni Þórarinsson, Ár- nessýslu, 111, Margrét Guðnadótt- ir, Reykjavík, 111, María Krist- jánsdóttir, Húsavík, 111, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Ak- ureyri, 110, Guðmundur Þ. Jóns- son, Reykjavík, 108, Jóhannes Helgason, Árnessýslu, 106, Njörð- ur P. Njarðvík, Seltjarnarnesi, 106, Snorri Jónsson, Reykjavík, 106, Sigurður Blöndal, Hafnar- firði, 105, Svandís Skúladóttir, Kópavogi, 105, Ásmundur Ás- mundsson, Kópavogi, 104, Ester Jónsdóttir, Reykjavík, 101, Grétar Þorsteinsson, Reykjavík, 101, Hjalti Kristgeirsson, Reykjavík, 100, Birna Bjarnadóttir, Garðabæ, 99, Elsa Kristjánsdóttir, Sand- gerði, 99, Guðmundur J. Alberts- son, Hellu, 99, Jóhann Geirdal, Keflavík, 99, Alma Vestmann, Keflavík, 98, Þorsteinn Þorsteins- son, Höfn, 98, Jón Elíasson, Bol- ungarvík, 96 og Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, 87. Sjálfkjörnir sem aðalmenn urðu: Guðmundur M. Jónsson, Akra- nesi, Ríkharð Brynjólfsson, Hvanney, Jón Torfason, V-Hún., Sturla Þórðarson, Blönduósi. Einnig eru stjórnarmenn Al- þýðubandalagsins og ráðherrar sjálfkjörnir í miðstjórnina, Lúðvík Jósepsson, Kjartan Ólafsson, Guð- rún Helgadóttir, Tryggvi Þór Að- alsteinsson, Hjörleifur Gutt- ormsson, Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson. Varamenn voru kjörnir með eftirfarandi atkvæðatölum í þess- ari röð, (dregið hefur verið um röð þar sem atkv. voru jöfn): 1. Einar Ögmundsson, Reykja- vík, 92, 2. Steingrínur Sigfússon, N-Þing., 92. 3. Karl Sigurbergsson, Keflavík, 90, 4. Arnmundur Back- man, Reykjaík, 89, 5. Lúðvík Geirsson, Hafnarfirði, 89, 6. Gils Guðmundsson, Reykjavík, 88, 7. Úlfar Þormóðsson, Reykjvík, 88, 8. Snorri Styrkársson, Reykjavík, 86, 9. Loftur Guttormsson, Reykjavík, 86, 10. Sigurjón Pétursson, Reykjavík, 86, 11. Kristófer Svav- arsson, Mosfellssveit, 85, 12. Atli Árnason, Egilsstöðum, 81, 13. Bragi Guðbrandsson, Reykjavík, 81, 14. Guðmundur F. Magnúss., Þingeyri, 80 og 15. Benedikt Kristjánsson, Reykjavík 79. Af þeim, sem áður sátu í miðstjórn, voru átta ekki kjör- gengir núna vegna reglunnar um hámark þriggja kjörtímabila setu í einu. Þau voru Eðvarð Sigurðs- son, Ólafur Ragnar Grímsson, Baldur Óskarsson, Bjarnfríður Leósdóttir, Geir Gunnarsson, Kristín Ólafsdóttir, Ólafur R. Ein- arsson og Sigurður Magnússon. Meðal þeirra, sem áður sátu í miðstjórn, en náðu nú ekki kjöri í hana, eru Arnmundur Backman, Einar Karl Haraldsson, Einar Ögmundsson, Haraldur Stein- þórsson, Karl Sigurbergsson, Þór Vigfússon og Þröstur Ólafsson. Þeir Arnmundur, Einar Ög- mundsson og Karl voru kjörnir varamenn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.