Morgunblaðið - 26.02.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980
27
• Þessir tveir heiðursmenn, Guðmundur Þórarinsson, frjálsíþrótta-
þjálfari ÍR-inga, (t.v.) og Guðmundur Harðarson sundþjálfari Ægis
hlutu viðurkenningu fyrir mikið og gott starf innan íþróttahreyf-
ingarinnar.
Fram fékk íiæsta styrkinn
í fyrri viku veitti íþróttaráð
Reykjavíkur í fyrsta sinn styrki
og viðurkenningar úr svokölluð-
um styrktarsjóði ÍBR. Á síðast-
liðnu ári hafði sjóður um fjórar
milljónir króna til úthlutunar, en
tekjur sjóðsins er viss prósent af
auglýsingastarfsemi sem rekin er
á íþróttavöllum borgarinnar.
Eiríkur Tómasson formaður
ráðsins hafði orð fyrir ráðinu og
að úthlutunin væri vandasamt
verk, en vonandi gæti hún farið
fram árlega hér eftir.
Það er mjög vel til fundið hjá
íþróttaráði Reykjavíkur að veita
slikar viðurkenningar og styrki
til þeirra íþróttafélaga sem skara
fram úr í hinum ýmsu iþrótta-
greinum.
Að þessu sinni voru eftirtöld-
um félögum veittir peningastyrk-
ir úr styrktarsjóðnum:
Kr.
1. Knattspyrnufélagið Fram,
v/ mfl. kv. í h.kn. 1.000.000
2. Knattspyrnufélagið Víkingur,
v/ mfl. k. í h.kn. 500.000
• Enn ein viðurkenningin til
handa Valbirni Þorlákssyni KR.
Hann var kjörinn iþróttamaður
Reykjavíkur árið 1979. Og var
hann vel að henni komin.
3. Knattspyrnufélagið Valur,
v/ mfl. k. í h.kn. 500.000
4. Knattspyrnufélag Reykjavíkur,
v/ mfl.karla í k.kn. 500.000
5. Knattspyrnufélag Reykjavíkur,
v/ Hreins H. 500.000
6. Glímufélagið Ármann,
v/ Steinunnar Sæmundsd.
ofl. skíðaf. 400.000
7. Glímufélagið Ármann,
vegna Guðmundar Sigurðss.,
lyftingamanns 250.000
8. íþróttafélag Reykjavíkur,
v/V fl. karla í knsp. 250.000
Verðlaunagrip hlaut Valbjörn
Þorláksson fyrir glæsilegan
íþróttaferil og frábæran árangur
á HM-öldunga sl. ár.
Verðlaunagrip fyrir iðkun al-
mennings íþrótta hlutu:
Frú Guðrún Laxdal fyrir iðkun
sunds, Eysteinn Jónsson fv. ráð-
herra fyrir iðkun skíða, Jónas
Kristjánsson ritstjóri fyrir skokk,
Lárus Blöndal Guðmundsson fyrir
iðkun sunds.
Verðlaunagripi fyrir langt og
árangursríkt þjálfarastarf hlutu:
Guðmundur Þórarinsson og
Guðmundur Harðarson.
þ.r.
Stefnir í einvígi
Vals og UMFN
NJARÐVÍKINGAR gerðu á
sunnudagskvöld endanlega út um
vonir ÍR-inga um sigur í úrvals-
deildinni í körfuknattleik. Leik
liðanna, sem tram fór i Haga-
skóla, lyktaði með tveggja stiga
sigri Njarðvíkinga, 87—85, en
staðan i hálfleik var 57—44,
Njarðvíkingum í vil. Stefnir nú
allt í einvígi Njarðvíkinga og
Valsmanna um sigurinn í úrvals-
deildinni.
Lokatölur þessa leiks gefa raun-
ar afar litla hugmynd um gang
hans. Ef frá eru taldar fyrstu
mínútur leiksins, höfðu Njarðvík-
ingar talsverða yfirburði í leikn-
um, eða allt þar til um þrjár
mínútur voru til leiksloka. Fyrri
hálfleik þessa leiks léku Njarðvík-
ingar skínandi vel; í vörninni
börðust þeir af miklum krafti og
hittu prýðilega í sókninni, og réðu
ÍR-ingar lítið við þá. Um miðjan
hálfleikinn var staðan orðin 25—
17, Njarðvíkingum í hag og for-
skot þeirra jókst, þegar leið nær
lokum hálfleiksins, en staðan í
hálfleik var, eins og áður segir
57—44 þeim í vil.
ÍR-ingar skoruðu fyrstu 4 stig
síðari hálfleiksins og bjuggust
menn nú við að leikurinn myndi
jafnast enn frekar. En sú varð
ekki raunin, því Njarðvíkingar
gáfu sig hvergi og höfðu um
miðjan hálfleikinn náð um 20
stiga forystu. Var þá farið að hvíla
máttarstólpana, en ÍR-ingar
gengu á lagið og söxuðu á forskot-
ið. Þegar um þrjár mínútur voru
til leiksloka var staðan 85—81
fyrir UMFN. Sigmar Karlsson
skoraði þá fyrir ÍR, en Guðsteinn
svaraði strax fyrir Njarðvíkinga.
Jón Jörundsson skoraðu úr tveim
vítum fyrir IR, en í næstu sókn
misstu Njarðvíkingar boltann og
ff" 87:85
Kristinn Jörundsson reyndi körfu-
skot á síðustu sekúndu leiksins og
munaði minnstu að það rataði
rétta leið í körfuna.
Njarðvíkurliðið leikur skínandi
körfubolta þessa dagana. Þjálfari
þeirra, Ted Bee leikur nú eins og
hann best gerir, en hann hefur átt
fremur misjafna leiki í vetur.
Guðsteinn Ingimarsson og Gunn-
ar Þorvarðarson léku skínandi vel
að þessu sinni og sömuleiðis Júlíus
Valgeirsson, sem var mjög góður í
fyrri hálfleik. Njarðvíkurliðíð er
svo sannarlega lið framtíðarinnar,
liðið er næstum alfarið skipað
ungum leikmönnum og mörgum
hverjum bráðefnilegum.
Mark Christensen var bestur
ÍR-inga að þessu sinni, en engu að
síður hefur maður á tilfinning-
unni, að hann eigi að geta nýst
liðinu mun betur. Kristinn Jör-
undsson og Jón bróðir hans voru
báðir góðir. Jón mætti þó gjarnan
láta af eilífu nöldri sínu við
dómara, en það á raunar við um
allt ÍR-liðið.
Stigin fyrir ÍR: Mark Christen-
sen 31, Kristinn Jörundsson 19,
Jón Jörundsson 15, Stefán Krist-
jánsson 7, Sigmar Karlsson 6,
Kolbeinn Kristinsson 5, Jón Indr-
iðason 2.
Stigin fyrir UMFN: Ted Bee 26,
Guðsteinn Ingimarsson og Gunn-
ar Þorvarðarson 18 hvor, Júlíus
Valgeirsson 15, Jónas Jóhannes-
son 6, Jón V. Matthíasson og
Valur Ingimundarson 2 hvor.
Ágætir dómarar voru Jón Otti
Ólafsson og Gísli Gíslason.
GI
Elnkunnag jttfln
V....... ............... ‘ „___
ÍR: Guðmundur Guðmundsson 1, Jón Indriðason 1, Jón Jörundsson 3,
Kolbeinn Kristinsson 2, Kristinn Jörundsson 3, Sigmar Karlsson 2,
Sigurður Bjarnason 1, Stefán Kristjánsson 2.
UMFN: Brynjar Sigmundsson 1, Guðsteinn Ingimarsson 3, Gunnar
Þorvarðarson 3, Jónas Jóhannesson 2, Jón V. Matthiasson 2, Július
Valgeirsson 3, Smári Traustason 1, Valur Ingimundarson 1.
• Formaður Fram Hilmar Guðlaugsson tekur við 1.000.000 kr. styrk frá iþróttaráði Reykjavikur, vegna
góðrar frammistöðu meistaraflokks kvenna i handknattleik. Það er Eiríkur Tómasson formaður ráðsins
sem afhendir styrkinn. Til hægri við Hilmar eru Oddný Sigsteinsdóttir fyrirliði Mfl. kvenna, Birgir
Lúðviksson formaður handknattleiksdeildarinnar og Guðjón Jónsson þjálfari stúlknanna sem hafa náð svo
góðum árangri. Liðið mun hafa sigrað i 13 kappmótum siðustu ár.
sagði óskar í samtali við Mbl. í
gær. „Það var þó óhagstætt að
kasta kringlu, þar sem vindurinn
var í bakið, en það dregur frekar
úr.“
Friðrik Þór óskarsson, sem
stundar nám við sama skóla og
óskar á við smá meiðsli að striða
og keppti ekki á þessu móti. Það
verður annars nóg að gera hjá
þeim félögum á næstunni, því
mót verða um svo til hverja helgi
fram á sumar.
— ágás.
ÓSKAR Jakobsson frjálsíþrótta-
maður úr ÍR náði ágætis árangri
á sinu fyrsta frjálsiþróttamóti
utanhúss. Varpaði Óskar kúlu
19,23 metra á frjálsiþróttamóti í
Austin í Texas, en hann stundar
háskólanám þar. og kringlunni
57,50 metra. Óskar sigraði í
báðum greinum á mótinu. Bezti
árangur óskars i kúluvarpi er
19,26 metrar og ljóst að hann á
eftir að bæta verulega þann
árangur.
„Þetta er þolanleg byrjun,“
Maradonna
maður ársins
DIEGO Maradonna, argentinski
landsliðsmaðurinn snjalli i
knattspyrnu, var kjörinn maður
ársins i Suður Ameriku með
verulegum yfirburðum. Annar í
röðinni var Victor Pecci, tenn-
isstjarna frá Paraguay og þriðji
var Teofilo Stevenson, hnefaleik-
arinn frá Kúbu. Athygli vekur,
j að þrir efstu menn eru allir
■ iþróttamenn.
Góð byr jun hjá Oskari