Morgunblaðið - 26.02.1980, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980
31
Úrslit í tveimur fyrstu umferðunum:
1. umferð, laugardag: Browne — Sosonko Vr.'k 2. umferð, sunnudag: Margeir — Helmers 1:0
Margeir — Helgi 0:1 Haukur — Miles biðskák
Jón L. — Vasjukov Vasjukov — Guðmundur biðskák
Schussler — Torre xk\'k Torre — Jón L.
Byrne — Kupreicik 0:1 Browne — Byrne 1:0
Guðmundur — Haukur 0:1 Sosonko — Helgi 1:0
Miles — Helmers 1:0 Kupreicik — Schussler
ÞRIÐJA umferð Reykjavíkur-
skákmótslns verður tefld i dag
að Hótel Loítleiðum og hefst
hún klukkan 17.
í dag tefla saman: SchUssler
— Browne. Jón L. Árnason —
Kupeichik, Guðmundur Sigur-
jónsson — Torre. Miles —
Vasjukov, Margeir Pétursson —
Haukur Angantýsson. Helgi ól-
afsson — Helmers, Byrne —
Sosonko.
,V
//a
Walter Browne einbeittur á svip-
inn. Ilann ætlar sér greinilega að
halda þræðinum frá Wijk aan
Zee, þar sem hann bar sigur úr
býtum.
Elóa^ Nafn 0 4. 5 7. 9 ja n JL JL 14. Vinn.
2540 [ 1. W. Browne (Bandar.) 1 '4
2530 2. R. Byme (Bandar.) 0 P 0
2420 3. H. Schússler (Svíþjóö) m '4 '4
2435 4. Jón L. Árnason ■ '4 '4
2475 5. Guómundur Sigurjónsson m 0
2545 6. A. Miles (England) 1
2425 7. Margeir Pétursson m 0 1
2445 8. Helgi Ólafsson 1 ■ 0
2405 9. K. Helmers (Noregur) 0 m
2425 fO. Haukur Angantýsson 1 ■
2545 11. E. Vasjukov (Sovétr.) !4 m
2520 12. E. Torre (Filippseyjeu’) 14 ■
2535 13. V. Kupreilshik (Sovétr.)
2545 14. G. Sosonko (Hollandi) Vi 1 □ >_■ . i
Sovétmaðurinn Kupreicik er nýtt nafn á
Reykjavíkurskákmóti. Ilann heíur vakið at-
hygli fyrir glæfralega taflmennsku.
Áhorfendur mættu
vera fleiri
Reykjavíkurskákmótið fór
vel af stað. Fjörugar skákir
voru í báðum umferðunum og
áhorfendur vel með á nótunum.
Aðeins eitt skyggði á,
áhorfendur voru færri en búist
hafði verið við og það olli
forráðamönnum mótsins
áhyggjum. Mótshald sem þetta
stendur og fellur með aðsókn-
inni og ef skákáhugamenn taka
ekki við sér og mæta kann svo
að fara að fjárhagsútkom^n
verði svo slæm að óvist verðium
hvort fleiri Reykjavíkurmót
verði haldin.
Eðlilega veltu menn því fyrir
sér á mótsstað um helgina hverjar
væru ástæðurnar fyrir þessu.
Töldu flestir líklegt að fjarvera
Friðriks Ólafssonar forseta FIDE
væri helsta ástæðan fyrir minni
aðsókn en hann hefur verið með á
öllum Reykjavíkurskákmótum frá
upphafi og heillað áhorfendur með
sínum skemmtilega skákstíl. En
þótt hann geti nú ekki verið með
vegna starfa sinna fyrir FIDE er
engin ástæða fyrir skákáhuga-
menn að sitja heima, því að þetta
mót býður upp á margt skemmti-
legt fyrir áhorfendur.
Strax í 1. umferðinni gerðist
óvæntur atburður. Haukur Ang-
antýsson lagði stórmeistarann
Guðmund Sigurjónsson að velli.
Jón L. Árnason stóð sig mjög vel
gegn stórmeistaranum Vasjukov
og frammistaða hans yljaði
áhorfendum. í 2. umferðinni komu
ungu mennirnir enn á óvart,
Margeir, hreinlega „pakkaði"
Helmers saman og Haukur tefldi
eins og herforingi gegn Miles. Jón
L. Árnason gerði jafntefli við
stórmeistarann Torre en Helgi
tapaði slysalega fyrir Sosonko
eftir að hafa teflt mjög vel framan
af. Þá var allt annar bragur á
Guðmundi en fyrri daginn og skák
hans við Vasjukov var skemmti-
leg. Browne var í miklu stuði og
vann landa sinn Byrne sannfær-
andi.
Áhorfendur fylgdust með af
áhuga, bæði í sjálfum skáksalnum,
á göngunum þar sem stöðurnar
eru sýndar á sjónvarpsskermum
og loks í ráðstefnusalnum, þar
sem skákirnar eru skýrðar og
menn reyna að geta sér til um
líklegt framhald skákanna. Það
fylgir skákmótum sérstakt and-
rúmsloft hlaðið spennu og eftir-
væntingu og fólk verður ekki
svikið af því að eyða dagstund á
spennandi skákmóti. Og enda þótt
Friðrik Ólafsson vanti nú eru
margir skemmtilegir skákmenn
meðal keppenda en fróðlegast
verður að fylgjast með því hvernig
ungu skákmennirnir okkar spjara
sig á þessu móti.
-SS.
cxd5 — exd5, (Á þetta framhald
hefur verið varpað nýju ljósi að
undanförnu, en mun algengari leikur
er hér þó enn 6. — Rxd5.) 7. Be2
(Framvinda skákarinnar svarare.t.v.
bezt þeirri spurningu hvers vegna
ungverski byrjanasérfræðingurinn
og stórmeistarinn Ribli lék hér
tvívegis 7. Bb5 í einvígi sínu við
Adorjan í haust.) — Be7, 8. 0-0 —
0-0, 9. dxc5 - Bxc5, 10. b3 - a6,
11. Bb2 — Dd6, (Vogun vinnur,
vogun tapar. Svartur býður upp á
peð sem hvítur hefði áreiðanlega
svarað bezt með því að þiggja: 12.
Ra4 - Ba7, 13. Bxf6 - Dxf6, 14.
Dxd5 — Bf5 og svartur hefur óvisst
spil fyrir peðið.) 12. Hcl — Ba7,13.
Hel? (Hvítur hefði hér betur leikið
13. Ra4 - Re4, 14. Rd4 - Re5, 15.
Rf3 og svartur á ekkert betra
framhald en að þráleika. Gallinn á
hinum gerða leik er að hvítur veikir
f2-reitinn, svo sem síðar á eftir að
reynast honum dýrkeypt.) — He8,
14. Rbl (Hvítur hefur ekki tekist að
komast niður á haldgóða áætlun,
enda e.t.v. ekki lengur um slíkt að
ræða.) - Re4, 15. Rbd2 - Dh6!
(Kjarninn í áætlun svarts. Nú renn-
ur skyndilega upp fyrir hvítum ljós:
16. Rfl er hægt að svara með 16. —
Rxf2! 17. Kxf2 - Hxe3! Hann er því
knúinn til þess að losa svart við
staka peðið.) 16. Rxe4 — dxe4, 17.
Rd2 Eftir 17. Rd4 - Hd8! hafa
hlutverkin heldur betur snúist við,
því að það blasir við hvítum að fá
stakt peð á d4. 17. Re5? kom
vitanlega ekki til greina vegna 17. —
Bb8.) - Bf5, 18. Bc3 - Hac8, 19.
Dc2? (Skárra var 19. Bg4, en hug-
mynd hvíts var að gefa svörtum kost
á framhaldinu 19. Dc2 — Rb4, 20.
Db2 - Rd3, 21. Bxd3 - exd3, 22.
Bd4. Svartur getur hins vegar not-
fært sér leppun biskupsins á mun
áhrifaríkari hátt:)
- Rd4!, 20. exd4 (Eftir 20. Db2 -
Rxe2+, 21. Hxe2 - Dg5, 22. Rfl —
h5, hefur svartur öfluga sókn.) —
Bxd4, 21. Bc4? (Eina von hvíts var
að leika 21. Db2 — e3,22. Re4! en það
er þó auðvitað engin furða að
Helmers missti að þessu bráð-
skemmtilega framhaldi þar sem
hann átti aðeins fimm mínútur eftir.
Svartur verður þá peði yfir eftir
eftirfarandi leikjaröð: 22. — Hxc3!,
23. Hxc3 - exf3+, 24. Rxf2 - Df6,25.
Hecl - Bc2!, 26. Hfl - Bg6! o.s.frv.)
- Bxf2+!, 22. Khl - Bxel, 23.
Hxel — b5, og ef hvítur víkur
biskupnum eitthvað annað undan
leikur svartur b5 — b4 og vinnur
mann.
Helgi Ólafsson tefldi byrjunina í
skák sinni við hollenska stórmeist-
arann Sosonko einstaklega vel, vann
peð og virtist stefna hraðbyri til
sigurs. En Helgi hafði eytt miklum
tíma og í tímahraki voru honum illa
mislagðar hendur.
Hvitt: Sosonko (Hollandi)
Svart: Helgi ólafsson
Enski leikurinn
I. d4 - e6, 2. g3 - c5, 3. RÍ3 -
cxd4, 4. Rxd4 - d5, 5. Bg2 - Rf6,
6. c4 — e5, 7. Rb3 (Algengara er hér
7. Rf3, svo sem ' Sosonko lék t.d.
sjálfur í skák við Miles árið 1977.) —
d4, 8. e3 (Betra er hér að leika 8. 0-0
með þeirri hugmynd að svara 8. —
a5!? með 9. f4! — a4,10. fxe5 — axb3,
II. exf6 — Hxa2, 12. Hxa2 — bxa2,
13. Da4+ og hvítur stendur betur.) —
a5!, 9. exd4 — a4, 10. Rc5 — exd4,
11. De2+ — De7, Valdar b-peðið
óbeint. Ef 12. Rxb7 — Ha7 og
riddarinn s sér ekki undankomu
auðið.) 12. Re4 — Rxe4, 13. Bxe4?
(Hvítur hefði hér betur sætt sig við
að leika 13. Dxe4 með u.þ.b. jafnri
stöðu, því eins og kemur fram í
næstu leikjum hefur enginn efni á að
vanmeta Helga Ólafsson.)
— Ha6!, 14. Bd5 (Hvítur var hér svo
hætt kominn að þetta var eina
úrræði hans í stöðunni.) — Be6, 15.
Ra3 - Bxd5, 16. cxd5 - Ha5!, 17.
Bf4 - Dxe2+, 18. Kxe2 - Bxa3,19.
bxa3 — Ra6 (Hvíta d-peðinu verður
ekki lengur bjargað. Ef 16. d6 þá g5
og síðan Hd5.) 20. Kd3 — Hxd5, 21.
Hhel+ - Kd7, 22. He5 - Kc6, 23.
Hcl - Rc5, 24. Kc4
— b5?? (Hroðalegur fingurbrjótur í
tímahraki. Ef svartur hefði leikið 24.
— Hhd8 hefði hann áreiðanlega
uppskorið réttlát laun erfiðis síns,
því hann hefur einfaldlega sælu peði
meira. Sorglegur endir á góðri skák
af hálfu Helga.) 25. Kb4 - Hxe5,
26. Bxe5 — Kd5, 27. Hxc5+ — Ke4,
28. Bxg7 — Hd8, 29. Bh6 og svartur
féll á tíma.
Það vakti nokkra athygli
áhorfenda að staðan hjá þeim Jóni
L. Árnasyni og Torre var samloka
fram í fjórtánda leik. Torre, sem
hafði hvítt fann engan snöggan blett
á Jóni, sem beið rólegur átekta. Um
tíma voru jafnvel margir á þeirri
skoðun að Torre hefði teygt sig
fulllangt og Jón væri að ná undirtök-
unum. Eftir 25. leik svarts, Jóns,
Hc8-c4 kom upp þessi staða:
Svo sem sjá má verður hvítur að
hafa sig allan við að halda jafnvæg-
inu: 26þ Rd4 — Hxal, 27. Hxal —
Db6, 28. Hdl - Da7, 29. h3 - Da4,
30. Hbl Svartur hefur nú yfirráð
yfir báðum opnu línunum á borðinu.
Það kom því mörgum áhorfendum á
óvart að Jón skyldi þvinga fram
jafntefli. 30. — Da7, 31. Hdl —
Da4, 32. Hbl — Da7. Jafntefli.
Þeir Kupreitschik og Schussler
tefldu athyglisverða skák. Svíinn
beitti hinni svonefndu Rússnesku
vörn, sem einnig hefur verið kennd
við Petrov, en sú byrjun þykir
vænleg ef svartur hyggst tefla til
jafnteflis. Skákáhugamönnum skal
ráðlagt að fylgjast vel með skákum
Kupreitschiks, þar er alltaf eitthvað
að gerast og það má jafnvel setja
það fram sem reglu um skákir hans
að þegar hann fórnar ekki einhverju
sjálfur, hirðir hann lið, þar sem
flestir aðrir myndu láta kyrrt liggja.
Hið síðarnefiida varð einmitt uppi á
teningnum í skák þeirra Schösslers,
en allir vita hvernig fór fyrir
vesalings Byrne er hann tefldi við
Rússann í fyrstu umferð.
Svart: Schilssler (Svlþjóð)
Hvltt: Kupreitschik (Sovétríkj.)
13. Bxb7 - Hb8, 14. Bb5 - c5
(Svartur opnar leið fyrir drottningu
sína ut á vígvöllinn. Fáum leist nú
satt að segja á hvítu stöðuna, enda
verður hvítur að leggjast í nauðvörn
og veikja poeðastöðuna á drottn-
ingarvæng.) 15. b3 — Da5, 16. Kb2
— c4, 17. Bg5! (Jafnvel meistarar í
flækjum verða stundum að láta sér
lynda að létta á stöðunni með
uppskiptum.) — Bxg5, 18. Dxg5 —
cxb3,19. cxb3 — Rc4+ (Fagurfræði-
lega séð ákaflega skemmtilegur leik-
ur. Riddarinn skákar í skjóli þess að
bæði kóngur og drottning hvíts eru í
hættu.) 20.Kbl. Jafntefli, því að
þráskák blasir við eftir 20. — Ra3+.
Eftir 20. - Dxc3, 21. Bxc4 - Dxc4,
22. Dd5 nær hvítur hins vegar betra
endatafli.
Landarnir Browne og Byrne bár-
ust á banaspjótum á sunnudaginn og
hafði sá fyrrnefndi betur. Browne
tefldi stíft upp á sókn, tókst að opna
línuna. Ekki var að sökum að spyrja,
skyndilega stóðu öll spjót á Byrne:
Svart: Byrne (Bandaríkjunum)
Hvitt: Browne (Bandaríkjunum)
33. — Hee7 gengur nú ekki vgna 34.
f6 og 33. — g6 yrði einfaldlega
svarað með 34. fxg6 — Rxg6, 35.
Hxg6! o.s.frv. Svartur gafst því upp á
að valda g7 reitinn og reyndi: 33. —
Dxf5, 34. Rxg7. Öryggið situr ávallt
í fyrirrúmi hjá Browne. Nokkrar
deilur risu upp á meðal áhorfenda
um hvor vinningsleiðin væri betri,
sú er Browne fór eða 34. Hxg7 —
Rg6, 35. Rg3 sem vinnur einnig
skiptamun. — Df2, 35. Rf5 — Dxg2,
36. H3xg2 - Rg6, 37. Rd6 og
svartur gafst upp, því hann verður
óbættum skiptamun undir.
Guðmundar Sigurjónssonar beið
það erfiða hlutverk á sunnudaginn
að mæta Vasjukov með svörtu.
Guðmundur, sem beitti Schevening-
en afbrigðinu í Silikeyjarvörn var
fyrst um sinn í vörn, en tókst síðan
að rétta úr kútnum, svo vel að á
tímabili voru vinningshorfur hans
mjög góðar. í tímaþröng gætti Guð-
mundur þess hins vegar ekki að bíða
átekta eftir því að skákin færi í bið,
fórnaði peði og virðist staðan nú
alljafnteflisleg, en biðstaðan er
þannig:
Svart: Guðmundur Sigurjónsson
Hvitt: Vasjukov (Sovétrikjunum)