Morgunblaðið - 26.02.1980, Page 48
PLAST
ÞAKRENNUR V$T]
Sterkar og endlngargóðar
Hagstætt verð
c®) Nýborg"
Q Armúla 23 — Síml 86755 j
ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 1980
Þriggja rækjubáta með sex
mönnum saknaö
ÓTTAST er um afdrif þrÍKuja rækjubáta, tvcgj?ja frá ísafirði og eins
frá Bíldudal. Tvcir skipverjar eru á hvcrjum báti. í gærkvöldi fannst
gúmbátur af einum hátanna við Skarð á Snæfjallaströnd og stíuborð
fundust við Auðkúlu í Arnarfirði. sem talið er að séu af Bíidudalsbátn-
um. Bátarnir, sem saknað er. cru Vísir BA 44,16 tonna eikarbátur frá
Bíldudal, Gullfaxi ÍS 594. 19 tonna eikarbátur frá ísafirði, og Eiríkur
Finnsson ÍS 26, 17 tonna eikarbátur frá ísafirði. Ekki er hægt að
greina frá nöfnum mannanna sex. sem eru á hátunum. að svo stöddu.
Rækjubátar réru frá ísafirði í
sæmilegu veðri í gærmorgun og
fóru bátarnir, sem saknað er frá
Isafirði, til veiða í innanverðu
Djúpi. Upp úr hádegi var skollið á
aftakaveður af suðvestri. Um
klukkan 15 voru bátarnir jbeðfcir
um að tilkynna sig og þá kom í
ljós, að tveggja báfa; Gullfaxa og
Eiríks Finnssonar, var saknað.
Síðast er vitað um Gulifáxa úti af
Arnarnesi á leið til ísarfj,arðar, og
um Eirík Finnsson þar 'sefn hann
var að hífa innan við Ögurhólma
skömmu eftir hádegi, en hafði ekki
leitað vars.
Þrír línubátar frá ísafirði fóru
til aðstoðar og leitar fyrir klukkan
3 í gærdag og björgunarsveitar-
menn frá Súðavík, ísafirði,
Hnífsdal og Bolungavík voru til-
**búni Línubáturinn Guðný fór
með átta björgunarsveitarmenn og
kom þeim í land á Sandeyri á
Snæfjallaströnd við erfiðar að-
stæður. Þeir munu ganga strönd-
ina í dag og bændur á Snæfjaila-
strönd byrjuðu leów< landi þegar
Lézt er bíll f auk
út af veginum
ELDRI maður frá Bíldudal beið
bana skömmu eftir hádegi i gær er
mjólkurbill fauk út af fjallvegin-
um Hálfdán milli Tálknafjarðar
og Biidudals. Maðurinn, sem lézt,
var farþegi í bilnum, en bifreiðar-
stjórinn meiddist aðeins litillega.
Björgunarsveit Slysavarnafélags-
ins á Bíldudal, Kópur, var kölluð út
er slysið varð. Aftakaveður var er
þetta gerðist og gátu björgunar-
sveitarmenn ekki ekið á slysstað.
Var veðurhamurinn svo mikill að
þeir þurftu að skríða talsverða
vegalengd upp eftir fjallinu.
Bíllinn var á leið til Patreksfjarð-
ar, en hafði snúið við til Bíldudals
aftur þegar veðrið versnaði. Slysið
varð í krappri beygju skammt frá
Katrínarhorni.
síðdegis í gær og menn frá Unaðs-
dal fundu í gærkvöldi gúmbát, sem
talinn er vera úr Eiríki Finnssyni,
við Skarð á Snæfjallaströnd.
I dag verður leitað á sjó, landi og
úr lofti ef veður leyfir. Fyrrnefndar
björgunarsveitir munu hafa að-
stöðu í húsi SVFI í Bolungarvík, en
í gær tóku auk fyrrnefndra aðila
þátt í leitinni starfsmenn Slysa-
varnafélagsins í Reykjavík, Land-
helgisgæzlu og Ísafjarðarradíós.
Upp úr hádegi var farið að
óttast um rækjubátinn Vísi frá
Bíldudal, Frigg BA var þá inni á
Bíldudal og var strax beðinn um að
fara og svipast um eftir bátnum.
Þá var varðskipi, sem var mið-
svæðis úti af Vestfjörðum, snúið
við og stefnt í Arnarfjörð. Það
hafði áður verið beðið um aðstoð
vegna ísafjarðarbátanna, en snúið
við þar sem færri skip voru til
leitar í Arnarfirði.
Vísir hafði verið að hífa fyrir
innan Gíslasker þegar síðast frétt-
ist, en bátarnir Vísir og Pílot BA 6
höfðu haft samband sín á milli.
Varðskipið fór inn fyrir Gíslasker,
inn á Dynjandisvog og Borgar-
fjörð, en sá ekki neinn bát. Hins
vegar fannst ómerktur rækjukassi
og lestarborð út af bænum Auð-
kúlu. Bændur á Auðkúlu fundu
síðan í gærkvöldi grámáluð stíu-
borð með rauðum röndum, sem
talið var að væru frá Vísi.
Björgunarsveitarmenn fara með
varðskipi í dag og taka land á
Rafnseyri til þess að leita fjörur
við norðanverðan Arnarfjörð.
Skipverji á Ingólfi Arn-
arsyni lézt af slysförum
ÞAÐ slys varð þegar togarinn
Ingólfur Arnarson var að toga við
Vikurál um hádegi i gærdag, að
cinn skipverja, sem stóðu á dekk-
inu, varð fyrir sjó, sem kom á-
skipið, og féll á dekkið og lézt.
Sá látni hét Ingimar Halldórsson,
Reykvíkingur, 54 ára að aldri. Hann
var ógiftur.
Togarinn sigldi inn á Patreksfjörð,
en gat ekki lagst aö. Lögregla og
læknir fóru um borð í Ingólf með
vélbátnum Pétri Jónssyni og sóttu
líkið. Togarinn hélt síðan á veiðar að
nýju, en sjópróf munu fara fram er
hann kemur til Reykjavíkur.
Allir verkfærir menn
kallaðir til hjálpar-
starf a á Suðureyri
AFTAKAVEÐUR gerði á Suður-
eyri við Súgandafjörð i gær og
Mannskaðar og stórtjón í ofsaveðri á Vestfjörðum:
Gæti orðið vonzkuveður á
nýjan leik með kvöldinu
— DJÚPIÐ var eins og brimhaf
stranda á milli. Svona veður eru
sem betur fer afar sjaldgæf á
þessum slóðum, sagði Jens Guð-
mundsson bóndi og fréttaritari
Mbl. á Bæjum á Snæfjallaströnd
er hann lýsti ofsaveðrinu sem
gekk yfir Vestfirði siðdegis í gær.
Mestur varð vindstyrkurinn á
Vestf jörðum og miðunum og einn-
ig var mjög hvacst á Snæfellsneai.
I þessu mannskaðaveðri urðu
bátar fyrir áföllum, bílar fuku út
af vegum og stórtjón varð víða á
húsum.
„Það kom lægð sunnan úr hafi í
nótt. Hún dýpkaði síðan mjög
snögglega í morgun og fór rétt
norður með vesturströndinni.
Síðan er það suðvestanáttin í
kjölfarið sem hefur valdið vand-
ræðum víða,“ sagði Trausti Jóns-
son, veðurfræðingur á Veðurstofu
íslands, í samtali við Mbl. í
gærkvöldi.
„Það var því fárviðri á Vest-
fjörðum framan af degi, en var
heldur farið að ganga niður í
gærkvöldi, var aðeins 9—10 vind-
stig. Fárviðri geisaði hins vegar
ennþá úti á miðunum í gærkvöldi.
Víða á Vesturlandi var og mjög
hvasst, eða 9—10 vindstig í allan
gærdag og sömu sögu er að segja af
Norðvesturlandi. Veður var hins
vegar nokkuð skaplegt í innsveit-
um á Norðausturlandi og á svæð-
um á Suður- og Suðausturlandi,"
sagði Trausti ennfremur.
Þá kom það fram hjá Trausta, að
suðvestanáttin í gær er sú versta í
fjöldamörg ár.
„Það er útlit fyrir að veðrið
gangi niður í nótt, en ný lægð er í
uppsiglingu suður í hafi. Dýpki
hún eins og þessi forveri hennar
verður hér vonzkuveður annað
kvöld að nýju, það er þó ekki hægt
að fullyrða neitt um það á þessari
stundu," sagði Trausti Jónsson.
urðu miklar skemmdir i þorpinu.
Þakplötur fuku af húsum og rúður
brotnuðu í gluggum. Algerlega var
simasambandslaust við Suðureyri i
gær og því hafa litlar fréttir borizt
af skemmdum þar.
Síðdegis í gær hafði almanna-
varnanefndin á Suðureyri samband
við Almannavarnir ríkisins í gegn-
um bátatalstöð og tilkynnti nefndin,
að hún ætlaði að notfæra sér
heimild í Almannavarnalögunum til
að kalla alla vinnufæra menn á
staðnum til hjálparstarfa. Var þeim
ætlað að koma í veg fyrir að
ýmislegt lauslegt fyki og vinna við
aðstoðar- og hjálparstörf, þar sem
þess væri þörf. Hins vegar var ekki
óskað aðstoðar Almannavarna
ríkisins. í gærkvöldi barst svo
tilkynning frá almannavarnanefnd-
inni á Suðureyri, þar sem fólki var
bent á að hafa samband við lögregl-
una ef aðstoðar væri þörf.
Sjá nánari fréttir
af veðurofsanum á
bls. 3 og bls. 29