Morgunblaðið - 06.03.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
15
Nyttmir tmklayaingjar hefur
það fólk verið nefnt, sem af góóu
hjartalagi en litlu viti veitti braut-
argengi útþenslustefnu Hitlers á
fjóröa áratugnum og síöan Rússa
eftlr styrjöldina, meö þelm hætti aö
krefjast afvopnunar vestrænna
lýöræöisrfkja, án þess aö geta
tryggt hliöstæöa afvopnun and-
stæöinganna né haft nokkra mögu-
leika til aö flytja boöskap sinn i
þeim herbúöum. Ferill nytsamra
aakleyaingja, sem einnig kalla sig
triöarainna er blóöi drifinn. Þaö var
þetta fólk, sem á fjóröa áratug
aldarinnar kæföi hverja rödd, sem
varaöi viö andvaraleysi og undan-
látssemi vtö Hitlers-Þýzkaland. Þaö
bar því ekkl Iftlnn skerf af ábyrgö-
Inni á Síöari heimsstyrjöldinni.
Nytaamir aakleyaingjar og triö-
Þeir
vilja
frið, en
valda
stríði
hliöstæöa viö feril þýzku nazist-
anna nema þeir hafa gefiö sér meiri
tíma og varast þá skyssu, sem
nazistarnir geröu aö relða sveröiö
svo hátt tll höggs, að þeir gátu ekki
slíöraö þaö aftur og sent á loft
friöardúfur milli högga. Kommún-
istar hafa notaö friðardúfurnar og
sverðiö á víxl og þeir hafa sýnt
miklu meiri klókindi í röksemda-
færslu fyrir aögeröum sínum. Rök
þeirra runnu eins og Ijúffengur
drykkur ofan i nytsömu sakleys-
ingjana. í „varnarekyni“ sögöust
þeir gera vináttusáttmála viö naz-
istana, sem þeir hötöu marglýst
sem ósættanlegum erkiféndum,
„sósíalskt riki veröur aldrei árás-
arriki," sögðu þeir en réöust svo í
varnarakyni á Finna og unnu þaö
níöingsverk aö skjóta Pólverja í
Sigurður Öskarsson
Sovézki flotinn er nú þegar
veruleiki, annar öflugasti floti
veraldar, og til hans hefur þegar
verið varið gífurlegum fjárhæð-
um. Ef sovézkum stjórnvöldum
gæfist færi á að efla mjög hernað-
arlega getu þessa flota með til-
tölulega litlum tilkotnaði, þykir
undirrituðum ekki líklegt, að þau
mundu láta sér slíkt tækifæri úr
greipum ganga. Hin langa saga
Sovétríkjanna um stjórnmála-
legan og hernaðarlegan yfirgang
við grannríki sín bendir ekki til
þess, að valdhöfum þar þætti
slíkir hagsmunir dýru verði keypt-
ir þótt hlutleysi fámenns eyríkis
yzt á norðurslóðum yrði fótum
troðið í leiðinni.
Undirritaður telur ekki vænlega
stefnu að lýsa yfir hlutleysi lands-
ins með þá „neyðarráðstöfun" í
bakhöndinni að biðja um hervernd
Bandaríkjanna, ef til styrjaldar
drægi. Slík stefna mundi skapa
hættulegt hernaðarlegt tómarúm,
og vegna hinna miklu hernaðar-
legu hagsmuna gæti sú staða
komið upp, að á spennutímum yrði
kapphlaup um landið, og það yrði
vettvangur beinna stórveldaátaka.
Slíkt væri nákvæmlega þveröfug
niðurstaða við yfirlýstan tilgang
herstöðvarandstæðinga, en því
miður líklegri útkoma, ef ráðum
þeirra væri fylgt. Slík staða kom
upp í Norður-Noregi í heimsstyrj-
öldinni síðari, er Bretar og Þjóð-
verjar börðust um Narvik. Flota-
styrkur Sovétmanna nú er þó
hlutfallslega miklu meiri en Þjóð-
verja þá, og hættan fyrir hlutlaust
ísland í nýjum átökum væri til-
svarandi meiri.
Hér að ofan hafa verið færð
nokkur rök fyrir þeirri niðurstöðu,
að það sé óraunsætt að vilja gera
ísland hlutlaust eða varnarlaust.
Meginþættir röksemdafærslunnar
voru:
1. Sagan sýnir að einhliða afvopn-
un eykur ekki friðarlíkur, held-
ur þvert á móti er vísasti vegur
til styrjaldar.
2. Á undanförnum 15 árum hafa 18
Sovétríkin byggt öflugan her-
skipaflota, sem hefur á að skipa f!
kjarnorkukafbátum bæði til
árása á skotmörk í landi og á
sjó.
3. Flotauppbygging Sovétríkj-
anna hefur orðið þrátt fyrir
það, að þá reki engin efnahags-
leg nauðsyn til, hvorki þjóð-
hagslega mikilvæg viðskipti við
aðrar álfur né hráefnaflutn-
ingar þótt landfræðileg skilyrði
séu ekki hagstæð.
4. Hin mikla flotauppbygging
Sovétríkjanna er fyrst og
fremst hernaðarleg og stjórn-
málaleg. Þessi flotaaukning fj
verður aðéins skilin sem þáttur
í útþenslustefnu.
5. Á stríðstímum hlyti sovézki ,1
flotinn að verða alvarleg ógnun
við siglingaleiðir Vesturveld-
anna. Vegna legu sinnar yrði
ísland í víglínu.
6. Hin hernaðarlega mikilvæga
lega landsins í Atlantshafi
miðju, ásamt hinni hernaðar-
lega óhagstæðu legu sovézkra
heimahafna, gæfi sovézkum
ráðamönnum sterka ástæðu til
að leita eftir flotaaðstöðu hér á
landi.
7. Aðeins ótvíræð afstaða íslenzku
þjóðarinnar með vestrænni
samvinnu og áframhaldandi
aðild að NATO, ásamt banda-
rískri hervernd er fullnægjandi
lausn á öryggismálum landsins.
Sögulega og menningarlega á
ísland heima í hópi hinna vest-
rænu lýðræðisríkja. Örlög þessa
lands og þeirrar þjóðar, sem það
byggir verða ekki aðskilin frá
örlögum þeirra þjóða Norður-
Ameríku og Vestur-Evrópu, sem
hún hefur löngum haft nánust j||
samskipti við. Undirritaður er
þess fullviss, að það samrýmist
miklu betur manngildis- og
drengskaparhugsjón alls þorra
Islendinga að taka skýra og ótví-
ræða afstöðu með hinum vestrænu 8
vinaþjóðum okkar og varnabanda- j
lagi þeirra, heldur en óraunsæi og 1
hálfvelgja hlutleysisstefnu og
varnarleysis, sem aldrei gæti stað-
ið af sér hinn minnsta andbyr. jj
Slík afstaða meiri hluta lands-
manna kom skýrt í ljós í undir-
skriftasöfnun Varins lands fyrir
fáum árum.
Reykjavík, 4. marz 1980
Sigurður H. Friðjónsson
A ð bita í
skottiö d sér
Lengi var Vilmundur Gylfason
búinn að snúast í hringi frammi
fyrir því vandamáli að skipa
prófessor í sögu, en það er fyrst
eftir að Ingvar Gíslason er búinn
að veita embættið að hann nær að
bíta í skottið á sér. Það er þegar
hann segir í upphafi viðtals í Mbl.
29.2: „Dómnefnd sú, sem skipuð
var, vann vel.“ Dómnefndarálitið
sem Vilmundur gefur þennan
gæðastimpil er 63 bls. og er þar þó
vísað til áður gerðs dómnefndar-
álits um mesta verk eins umsækj-
anda. Vilmundur hengir enn hatt
sinn á 12 blaðsíðna langt sérálit
Bjðrns Þorsteinssonar og telur að
vegna þess hefði átt að skipa nýja
dómnefnd. Það væri gaman ef
Vilmundur vildi gera opinberlega
grein fyrir þeirri skoðun sinni að
með því að skrifa illa rökstuddan
viðauka við nefndarálit geti
minnihluti nefndar gert starf
meirihlutans ógilt.
Fyrsta árásin á þetta nefndar-
álit var gerð áður en atkvæði voru
greidd í heimspekideild, þegar
Ingi Sigurðsson og Þór Whitehead
lögðu fram skrifleg andmæli.
Þessi skriflegu andmæli þeirra
beinast eingöngu að meirihluta-
álitinu vegna þess að þeim var
ljóst að það, sem fundið var að
þeim í séráliti Björns Þorsteins-
sonar, voru svo ódulbúnar
persónulegar skoðanir hans að
kennarar deildarinnar gátu
óstuddir tekið afstöðu til þess.
Eftir að úrslit í atkvæðagreiðslu
deildarinnar lágu fyrir hefur mál-
ið hins vegar verið flutt á allt
öðrum grundvelli. Sérálit Björns
Þorsteinssonar hefur verið notað
sem átylla til að hnekkja niður-
stöðu mikils hluta heimspekideild-
ar sem tekin var á fyllilega
lögmætan hátt og er óaðfinnanleg
miðað við starf þeirrar dómnefnd-
ar sem Vilmundur segir að hafi
unnið vel. Þess vegna var á sínum
tíma engin ástæða til að fara að
beiðni Vilmundar að taka málið
upp að nýju enda stóð það ekki í
valdi heimspekideildar sem hefur
ekkert yfir dómnefndum að segja.
Vilmundur lætur að því liggja,
og á því er hnykkt í fyrirsögn
blaðsins, að einhver klíka hafi
ráðið afstöðu deildarinnar í mál-
inu. Reyndar er á það að líta að á
íslenskan mælikvarða er heim-
spekideild hreint ekki „lítil há-
skóladeild" og það má vera býsna
öflug klíka sem getur safnað þar
jafnótvíræðum meirihluta og 17
atkvæðum gegn 10(sem dreifðust).
Það er auðvitað alltaf vandalítið
að vera með getsakir um klíku-
skap þegar ákvarðanir eru teknar
sem manni líkar ekki við. Ég get
líka búið til klíku, mas. margar
klíkur. Hugsum okkur að ýmsir
aðilar séu óánægðir með niður-
stöðu embættisveitingar og vilji
fara að beita áhrifum sínum
gagnvart veiklunduðum ráðherra.
Þar gæti verið um að ræða
Vésteinn ólason
Nokkur orð í
tilefni af
viðtali við
Vilmund
Gylfason fv.
ráðherra
frændur ráðherrans sem hefðu
fengið niðurstöðu, sem var þeim
mjög á móti skapi. Þar gæti verið
um að ræða skólabræður og nána
vini einhvers þess umsækjanda,
sem ekki var mælt með. Hugsum
okkur bara að einhver umsækj-
andi eigi vini sem áhrifamiklir eru
hjá öflugum fjölmiðlum eins og
t.d. Morgunblaðinu. Hver veit
nema sá klíkuskapur gæti orðið
honum að einhverju liði?
Mér dettur ekki í hug að fara að
ræða þetta mál með dylgjum og
getsökum eins og Vilmundur og
fleiri hafa gert sig seka um. I
slíkum leik eru engar reglur því að
aldrei er hægt að sanna að menn
hafi rangt fyrir sér.
Hluti af klíku- eða samsæris-
kenningu Vilmundar birtist í því,
að hann vill tengja þetta mál við
veitingu prófessorsembættis í því
sem hann nefnir „gamalíslenska"
sögu og að „meirihlutinn" eigi sér
kandidat í það embætti, Gunnar
Karlsson lektor, sem sé reyndar
sérfræðingur í því sem réttast
væri að kalla „ungíslenska" sögu
samkvæmt fræðiheitakerfi fv.
menntamálaráðherra. Sjálfsagt
velkist enginn í vafa um það, eftir
mína aðild að þessu máli, að ég sé
með í þeirri meirihlutaklíku
(„rússaklíku" svo að notuð séu orð
annars merkismanns) sem öllu vill
ráða í heimspekideild. Ég get
fullvissað Vilmund og lesendur
Morgunblaðsins um, að þetta mál
hefur ekki mér vitanlega verið
rætt af neinni klíku eða hóp. En
skiptir það einhverju máli, hvort
sú fullyrðing mín er tekin trúan-
leg?
Auðvitað verður deildin að meta
hvern hún telji hæfastan hverju
sinni án þess að velta því fyrir sér,
hverjir sæki um einhverjar aðrar
stöður. Allt annað mundi stríða
bæði gegn lögum og reglugerð og
almennu velsæmi. Þetta er ég viss
um að Vilmundur sér. Ætli sé ekki
langbest að bíða og sjá hvað
dómnefnd um hitt embættið kem-
ur til með að segja? Hitt er annað
mál, úr því að þetta er komið til
umræðu, að ég skal fúslega játa,
að það kæmi mér ekkert á óvart,
þótt bæði dómnefnd og heimspeki-
deild kæmust að þeirri niðurstöðu
að Gunnar Karlsson væri hæfast-
ur til embættis í „gamalíslenskri"
sögu. Þótt hann hafi skrifað bæk-
ur um stjórnmálasögu 19. aldar
hefur hann líka birt merkar rit-
gerðir um sögu þjóðveldisins og
kennt „gamalíslenska“ sögu, enda
nýtur sérfræðiþekking hans á
þessu sviði þeirrar viðurkenn-
ingar, að hann var á sínum tíma
fenginn til að skrifa kaflann um
atvinnu- og stjórnmálasögu þjóð-
veldisins í Sögu íslands, II. bindi
(Þjóðhátíðarsögunni).
„Þetta mál er auðvitað flókið,"
segir Vilmundur, og um það er ég
honum hjartanlega sammála. Ég
held að opinber umræða um svona
mál komi að afarlitlu gagni, m.a.
vegna þess hve henni hættir til að
fara að snúast um aukaatriði eins
og það hvort merkilegri séu dokt-
orsritgerðir frá Bretlandi eða
Svíþjóð. (Kjarni málsins er auð-
vitað sá að það sem skiptir máli,
eru þær ritgerðir, sem umsækj-
andi leggur fram en ekki hvar þær
hafa hlotið viðurkenningu).
Bæði Vilmundur Gylfason og
Svarthöfði Vísis (sem enginn hef-
ur hugrekki til að viðurkenna sem
sitt afkvæmi) saka Ingvar Gísla-
son um hugleysi fyrir að hafa veitt
þetta umrædda prófessorsemb-
ætti í samræmi við niðurstöðu
heimspekideildar. Ég skal ekki
leiða neinum getum að því hvort
þar hafi meiru ráðið réttsýni
Ingvars Gíslasonar og traust á
kennurum heimspekideildar, ell-
egar hræðsla hans við okkur (og er
þó vandséð hvernig við hefðum átt
að koma fram hefndum). Hitt
sýnist mér engum vafa undirorpið
hvor muni hugrakkari, sá ráð-
herra sem þorir að taka ákvörðun
í umdeildu máli og reita þar með
annan aðila þess til reiði, eða sá
sem enga ákvörðun þorði að taka.
Reykjavík 1. mars 1980
Vésteinn Ólason
íslensk rokkópera
Höfundar handritsins eru
Kristberg Óskarsson og Ari
Harðarson, tónlistin er eftir
Kjartan Ólafsson en text-
arnir við lögin eru eftir Ara
Harðarson. Sjö leikarar
koma fram í myndinni
ásamt fimm manna hljóm-
sveit. Myndin verður um 50
mínútna löng og fjallar um
baráttu góðs og ills.
NOKKRIR nemendur
Menntaskólans í Hamra-
hlíð hafa að undanförnu
unnið að kvikmyndun
rokkóperunnar „Himna-
hurðin breiða?“ Að sögn
aðstandendanna verður
myndin væntanlega páska-
mynd Regnbogans.
Myndin er gerð á vegum
Listforms s.f. en þeir Ari,
Kristberg og Kjartan fjár-
mögnuðu gerð myndarinnar.
Jafnframt fengu þeir
500.000 króna styrk frá
Menntaskólanum við
Hamrahlíð auk þess sem
þeir hyggjast sækja um
styrk til kvikmyndasjóðs.