Morgunblaðið - 06.03.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
25
Þing Norðurlandaráðs
Full aðild Fær-
eyinga og Græn-
lendinga rædd
ÞING Norðurlandaráðs mun i dag fjalla um þau mál, sem laganefnd
ráðsins leggur fyrir þingið. Þá mun m.a. koma til umræðu full aðild
Færeyinga og Grænlendinga að Norðurlandaráði en það mál hefur
verið í brennidepli eins og mönnum er kunnugt og f jallaði laganefndin
m.a. um það mál á fundi^ sínum í gærmorgun. Fulltrúi íslands í
laganefndinni er Halldór Ásgrímsson og var hann kjörinn varafor-
maður nefndarinnar, en formaður hennar er K.B. Andersen, fyrrver-
andi utanrikisráðherra Dana.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Halldór Ásgrímsson um þetrta mál.
Halldór sagði að laganefndin hefði
komið saman á fundi í Stokkhólmi
29. janúar sl. og var þar fjallað um
tillögu frá Erlendi Paturssyni
lögþingsmanni í Færeyjum og
fleirum um sjálfstæða aðild Fær-
eyinga að Norðurlandaráði. Sam-
þykkti meirihluti nefndarinnar að
aðhafast ekkert vegna tillögunnar.
Síðan hefði það gerst 7. febrúar,
mörgum á óvart, að fram kom
tillaga Ankers Jörgensens og
dönsku stjórnarinnar um að at-
hugað yrði með hvaða hætti Græn-
lendingar og Færeyingar gætu
fengið sjálfstæða aðild að Norður-
landaráði.
um ef Færeyingar og Grænlend-
ingar eiga að fá fulla aðild. Málið
er líka flókið vegna þess að ef það
hlýtur samþykki kann það að þýða
verulega fjölgun fulltrúa í ráðinu
því hinar þjóðirnar vilja kannski
fjölga sínum fulltrúum til sam-
ræmis. Loks er málið flókið vegna
þess að Álandseyingar og jafnvel
Samar kunna að fylgja í kjölfarið
og óska eftir fullri aðild, sagði
Halldór Ásgrímsson.
— Ég vil að það komi skýrt
fram, sagði Halldór, að íslenzka
nefndin styður óskir Færeyinga
um fulla aðild en málið er mun
flóknara en menn virðast almennt
gera sér grein fyrir.
SVlINN Michel Ostlund fékk fyrstu verðlaun i samkeppni Norrænu félaganna um
gerð merkis i tilefni Norræna málaársins og er verðlaunaféð 15 þúsund sænskar
krónur, eða um 1,3 milljónir íslenzkra króna. Alls barst 341 tillaga. Reidar
Carlson, formaður Sambands norrænu félaganna, sést hér afhenda Östlund
verðlaunin. Á bak við þá sjást nokkrar af tillögunum, sem bárust. Verðlauna-
merkið er fellt inn í myndina. Ljósmynd Mbl. Emilía.
Halldór kvað það mikilvægt at-
riði í málinu, að sjálfstæð aðild
þessara þjóða hefði verið könnuð
mjög rækilega og væri lítið meira
hægt að kanna í þeim efnum. Því
kæmi þessi tillaga mörgum á
óvart. Hins vegar væri nauðsyn-
legt að fram kæmi hvað Danir
vildu sjálfir í þessu máli en það
hefði því miður ekki komið fram.
Það yrði t.d. að koma fram hvernig
Danir vildu að aðild þjóðanna yrði
háttað, hve marga fulltrúa þær
ættu að hafa og hver yrði staða
þeirra og ennfremur hvort þeir
væru tilbúnir til að samþykkja þá
fjölgun þingfulltrúa í Norður-
landaráði sem yrði samfara fullri
aðild þjóðanna.
Á fundinum í gær ákvað laga-
nefndin að taka tillöguna frá
Erlendi Paturssyni aftur til með-
ferðar og einnig tillögu dönsku
stjórnarinnar og sagði Halldór að
því virtist ljóst, að málið yrði ekki
afgreitt á þessu þingi og að
framundan væri enn frekari vinna.
Kvað Halldór það hugsanlegt að
sérstakri nefnd yrði falin af-
greiðsla málsins milli þinga.
— Þetta mál er flókið því að
samningurinn um Norðurlandaráð
er byggður á samkomulagi 5 sjálf-
stæðra þjóða og það þarf að gera
grundvallarbreytingu á samningn-
Samstarfs-
ráðherrar
SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norð-
urlandanna hafa haldið þrjá fundi
á meðan þing Norðurlandaráðs
hefur staðið yfir hér í Reykjavík.
Friðjón Þórðarson dómsmálaráð-
herra gegnir þessu starfi fyrir
íslands hönd og er það nýbreytni,
þvi hingað til hafa forsætisráð-
herrar íslands jafnframt verið
samstarfsráðherrar.
Friðjón Þórðarson sagði í stuttu
samtali við Morgunblaðið í gær að
aðalmál fundanna hér hefðu verið
orkumálin en þau voru sérstaklega
rædd á þriðjudaginn á sameigin-
legum fundi forsætis-, samstarfs-,
iðnaðar- og orkumálaráðherranna.
Voru orkumálin sérstaklega tekin
fyrir að beiðni Ankers Jörgensens,
forsætisráðherra Dana.
Samstarfsráðherrar Norðurlanda
hittast 6—7 sinnum á ári og verður
næsti fundur þeirra í Stokkhólmi í
lok þessa mánaðar.
Friðjón Þórðarson dómsmálaráð-
herra sagði að lokum að störf þings
Norðurlandaráðs hefðu að hans
mati gengið vel og hagur Islands af
þessu samstarfi væri ótvíræður.
Spamaður Norðurlandaráðs virðist aðallega
bitna á menningarmálastarfseminni
MENNINGARMÁLAFJÁRLÖG Norðurlandaráðs fyrir árið 1981
hafa verið ákveðin og verður þá varið 85,6 milljónum danskra
króna til menningarmálastarfsemi á Norðurlöndunum eða sem
svarar 6300 milljónum íslenzkra króna á núgildandi gengi.
Menningarmálin voru á dagskrá þings Norðurlandaráðs í gær og
tók Árni Gunnarsson alþingismaður þátt í þeim umræðum. en
hann er formaður menningarmálanefndarinnar. Morgunblaðið
ræddi við Árna um menningarmálastarfsemina.
Árni Gunnarsson sagði að
ráðherrar Norðurlandanna
ákvæðu fjárlög menningarmála
fyrir hvert ár. Menningarmála-
skrifstofan í Kaupmannahöfn
ákvarðaði síðan hvert fjármagn-
ið færi í samræmi við umsóknir
en þær voru á síðasta ári um 700
en um 200 aðilum var veittur
fjárstuðningur.
Samkvæmt upplýsingum Árna
Gunnarssonar er skiptingin í
menningarfjárlögunum sú að
Danir greiða 23,7% eða 1,5
milljarð króna og er það 10,3%
hækkun frá síðasta ári. íslend-
ingar greiða 0,9% eða um 55
milljónir króna og er hækkunin
33,5% frá síðasta ári. Norðmenn
greiða 18% eða 1,3 milljarða og
er hækkunin 6,3% frá síðasta
ári. Svíar greiða 41,4% eða 3
milljarða króna og er hækkunin
0,03%. Sagði Árni Gunnarsson
að út úr þessum tölum mætti
lesa verðbólguþróun í viðkom-
andi löndum en framlag hverrar
þjóðar er reiknuð frá ári til árs í
samræmi við verðbólgustig í
hverju landi. Kvað Arni þá
fjárupphæð mjög athyglisverða
sem Norðurlöndin legðu fram til
menningarmála en það væri um
hálft prómill af heildarfjárveit-
ingum Norðurlandaþjóðanna á
sama tíma og þau hefðu það að
markmiði að leggja fram 1% af
þjóðartekjum til vanþróaðra
landa.
— Þetta þing hefur fært okk-
ur heim sannindin um það, sagði
Árni Gunnarsson, að Norður-
landaþjóðirnar búa nú við til-
tölulega þröngan fjárhag og
orkukreppan hefur sett mjög
svip sinn á umræður þingsins.
Þar hafa allir áhuga á því að
þær leiti sameiginlega að nýjum
orkulindum, ekki síst vegna þess
að þær þurfa að mæta sífellt
harðnandi samkeppni við stóru
iðnaðarþjóðirnar. Það er því
sífellt verið að krefjast meira
fjármagns til sameiginlegra
rannsókna á sviði orkumála á
kostnað annara þátta.
Árni Gunnarsson sagði að
sparnaður Norðurlandaráðs
virtist aðallega bitna á menning-
armálastarfseminni. Nefndi
hann dæmi sem snerta íslend-
inga, en það eru jarðfræðiferðir
til Islands og rithöfundanám-
skeið, sem íslendingar hafa sótt
til Biskopsarnö. Þessar ferðir og
námskeið hafa verið haldin ár-
lega til þessa en verða framvegis
haldin annað hvert ár. Þá kvaðst
Árni bera íþróttasamskipti
Norðurlanda sérstaklega fyrir
brjósti og sagði að sumir vildu
meina að íþróttaferðir heyrðu
ekki undir menningarsamstarf.
Það væri mesti misskilningur og
fleiri þátttakendur væru í þeim
þætti menningarsamskipta
Norðurlandaþjóðanna en nokkr-
um öðrum. Á þessu ári verður
varið 300 þúsund dönskum krón-
um til þess að styðja íþróttasam-
skipti Norðurlandaþjóða og þá
aðallega íþróttasamskipti við
jaðarlöndin svokölluðu, Ísland,
Grænland, Færeyjar og Norð-
ur-Noreg. Kvaðst Árni hafa lagt
á það mikla áherslu á fundinum
hér í Reykjavík að íþróttasam-
skiptin væru t mikilli hættu
vegna óheyrilegra fargjalda til
annarra Norðurlanda. Sagði
Árni að málflutningur hans
hefði fengið góðar undirtektir,
enda biði þetta upp á að íslend-
ingar myndu beina samskiptum
sínum á sviði íþrótta í auknum
mæli til engilsaxneskra landa.
Sagði Árni að margir fulltrúa,
sem nú sitja Norðurlandaþing og
eru einlægir íslandsvinir, hefðu
einmitt haft það á orði að þeir
óttuðust að íslendingar drægjust
smám saman meira og meira inn
í hinn engilsaxneska heim.