Morgunblaðið - 06.03.1980, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 6. MARZ 1980
Völundur — óðinn kynna nýja endurbætta fiskflokkunarvél:
Hafa framleitt 36 fiskflokkunar-
vélar auk annars raf eindabúnaðar
MIKILL (>k vaxandi áhusi
er hér á landi á ýmis
konar raíeindabúnaði til
ha^ræðiniíar í fiskiðnaði,
enda virðast menn vera
nokkuð sammála um að
framleiðni vinnslustöðv-
anna getur ekki aukist
teljandi úr þessu nema til
komi hraðvirkari og ör-
ugKari vinnsluaðferðir,
það er að betri nýting fáist
úr hráefninu. Eitt þeirra
fyrirtækja sem framleitt
hafa ýmis konar rafeinda-
búnað ok hagræðibúnað
fyrir fiskvinnsluna er Völ-
undur-óðinn samsteypan í
Vestmannaeyjum. Mbl.
ræddi fyrir skömmu við
Ilalldór Axelsson, sem hef-
ur hannað flestar þær huR-
myndir sem fyrirtækin
hafa síðan framleitt og
nægir í því efni að benda á
fiskflokkunarvélar fyrir-
tækisins sem náð hafa
vinsældum hér á landi.
„Það má segja að þetta hafi
byrjað fyrir um tveimur árum
þegar samstarf tókst með Völ-
undi, sem er vélsmiðja, og hefur
verið starfandi um langan aldur
og svo Oðni um hönnun á fisk-
flokkunarvélinni. Völundur sér
sem sagt um alla grófari járn-
smíðavinnu og við hjá Óðni um
rafeindabúnaðinn.
Við höfum á þessum tveimur
árum framleitt 36 fiskflokkun-
arvélar, sem hafa farið víða um
landið, má segja í flest stærstu
húsin. Við höfum allan þennan
tíma verið að vinna að endurbót-
um á henni og um þessar mundir
er ný og endurbætt vél að líta
dagsins ljós. Hún er fullkomnari
að allri gerð og mun nákvæmari
en þær eldri. Það má í raun segja
að við séum búnir að slíta
barnsskónum í þessari fllrauna-
framleiðslu okkar. Þá má ekki
gleyma því að um fjórðungur
framleiðslunnar fer erlendis,
mest til Færeyja, en líka til
Bretlands og Bandaríkjanna.
Við tókum til að mynda þátt í
mikilli sjávarútvegssýningu í
Seattle í Bandaríkjunum síðasta
haust og ég má segja að vélin hafi
fengið mjög jákvæðar viðtökur.
Hún hefur síðan verið á stöðugu
flakki um Bandaríkin, þannig að
ég á von á því að úr fari að rætast
með pantanir þaðan. Við ætlum
og á næstunni að halda sérstakar
stórar kynningar á vélinni, ann-
ars vegar í Bandaríkjunum og
hins vegar í Kanada.
Þær fiskflokkunarvélar sem við
framleiðum eru örtölvustýrðar
með teljara fyrir hvern flokk og
síðan með skóflulaga lokum fyrir
faltfiskinn. Ennfremur bjóðum
við endurbættan rafeindabúnað í
eldri gerðir flokkunarvéla. Nú
afgreiðslutími á svona vél er um
einn mánuður og hún kostar á
bilinu 4,3—5,0 milljónir, 3ja og
. 4ra flokka", sagði Halldór.
Þið framleiðið ýmislcgt ann-
að. er ekki svo? — „Jú, allt frá
því að framleiðslan á fiskflokk-
unarvélunum var komin af stað
fórum við að hugsa okkur til
hreyfings með annars konar
framleiðslu og í dag bjóðum við
t.d. ýmis konar vogir, rafeinda-
pökkunarvogir, prentara, nýt-
ingarvaktir og rafeindabónustelj-
i ara svo eitthvað sé nefnt. Við
- en framleiðsla
og notkun rafeinda-
búnaðar fer nú
stöðugt vaxandi
hér á landi, enda
ein forsenda auk-
innar framleiðni
fiskvinnslunnar
framleiðum rafeindaupphengju-
vog, þar sem botninn er opnaður
með tveimur lofttjökkum. Hún er
ennfremur búin skráningu og
tengingu við prentara og tölvu.
Þessi vog er mjög hentug til
vigtunar inn á vélar.
Þá framleiðum við rafeinda-
pökkunarvog til vigtunar í
pakkningastærðir tengda prent-
ara og tölvu. Þessar vogir okkar
eru vatnsþéttar og smíðaðar úr
ryðfríu stáli og eru fáanlegar sem
sjálfstæðar einingar og tengdar
prentara eða tölvu og er verðið
samkvæmt tilboði hverju sinni.
Þá framleiðum við prentara,
sem eru tengdir vogum eða tölv-
um. Þeir prenta niðurstöður vigt-
anna og eða nýtingarhlutfall á
strimil eða venjulegan pappír
samkvæmt þörfum í hverju til-
felli. Við framleiðum og svokall-
aða El-vakt, eða nýtingarvakt.
Það er nokkurs konar tölvukerfi
til nýtingareftirlits með stækk-
unarmöguleikum fyrir t.d. bón-
uskerfi og fleira. Nýtingarvakt
reiknar stöðugt út nýtingarhlut-
fall í hverri vinnslurás og sýnir
það á skermrita og eða prentara.
Síðan má kannski nefna El-telj-
arana, en það er rafeindabónus-
teljari með fjórum rásum, sem
nýtast sem teljararásir og klukk-
ur“, sagði Halldór ennfremur.
Þá kom það fram hjá Halldóri
að fyrirtækin hafa að undanförnu
verið að koma öllum þessum
tækjum fyrir í Fiskiðjunni í
Vestmannaeyjum og ætti hún að
Fiskflokkunarvél Völundar-óðins uppsett i tsbirninum i Reykjavík.
verða fullbúin um miðjan næsta
mánuð.
Sá aðili sem hefur tekið að sér
sölu á framleiðslu Völundar-
Óðins er Ólafur Gíslason & Co hf.
— Mbl. ræddi við Friðþór Kr.
Eydal sölumann og spurði hann
m.a. hvers vegna fyrirtæki í
Reykjavík sæi um sölu á fram-
leiðslu fyrirtækja í Vestmanna-
eyjum. — „Þetta er gert fyrst og
fremst í hagræðingarskyni. Þeir
sem standa í framleiðslunni hafa
hreinlega ekki tíma til þess að
standa í sölunni. Þá er fyrirhugað
að hafa alla sölu og þjónustu á
einni hendi, þ.e. hér i Reykjavik.
Þá má og segja að það sé ekki
óeðlilegt að við tökum að okkur
sölu á framleiðslu sem þessari,
þar sem fyrirtækið hefur selt
ýmis konar tæki til fiskvinnsl-
unnar í tæp 50 ár og má þar
nefna Avery vigtar, sem eru í
nær hverri einustu fiskvinnslu-
stöð á landinu", sagði Friðþór.
Saudi-Arabar þrýsta
nú á Bandaríkjamenn
Hóta olíuframleiðsluminnkun, ef Bandarikjamenn fái ísraels-
menn ekki til að samþykkja sjálfstætt riki Palestinuaraba
Það hefur verið haft eftir nánum samstarfsmönnum
Zbigniew Brzezinski öryggisfulltrúa Carters forseta
Bandaríkjanna, að þegar Brzezinski var í Saudi-Arabíu í
byrjun mánaðarins hafi þarlendir ráðamenn lagt mjög
hart að Bandaríkjamönnum að falla frá ýmsum ákvæðum
Camp Davidsamkomulagsins milli Egypta og Israels-
manna, auk þess sem pressað var á Bandaríkjamenn að
beita hrifum sínum á ísraelsmenn, þannig að þeir myndu
viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínuaraba í tengslum við
Jórdaníu. Ef Bandaríkjamenn ekki samþykktu þessar
kröfur Saudi-Araba var því hótað á móti að Saudi-Arabar
myndu minnka olíuframleiðslu sína um 2 milljónur tunna
á dag, myndi sú minnkun koma til framkvæmda í maí n.k.
Saudi-Arabar framleiða í dag
um 9,5 milljónir tunna á dag og
það myndi hafa ófyrirsjáanlegar
afleiðingar fyrir hin vestrænu
iðnríki ef af þessar framleiðslu-
minnkun yrði. Bandaríkjamenn
hafa átt í nokkrum deilum við
Saudi-Araba að undanförnu og
m.a. neituðu þeir að senda orku-
fulltrúa forsetans til Saudi-
Arabíu fyrir skömmu, sögðu það
óþarfi þar sem Brzezinski yrði þar
innan tíðar. Saudi-Arabar munu
hafa kunnað þessu mjög illa og
hafa í hyggju að veita Bandaríkja-
mönnum einhverja ráðningu.
Málið er og ekki eins einfalt og
það lítur út varðandi framleiðslu-
magn Saudi-Araba, því sam-
kvæmt þeim heimildum, sem tald-
ar eru áreiðanlegar, hefur fram-
leiðsla þeirra á undanförpum
mánuðum verið í kringum 10,5
milljónir tunna þrátt fyrir að þeir
hafi sagst framleiða aðeins 9,5
milljónir. Þetta kann að vera
skýringin á þeim mikla óróleika
sem ríkt hefur á olíumarkaðinum
að undanförnu, og því verðfalli
sem orðið hefur á Rotterdam-
markaði að undanförnu.
Það eru og fleiri heldur en
Saudi-Arabar sem framleitt hafa
meira heldur en opinberar tölur
segja til um, til að mynda hafa
írakar framleitt um 3,7 milljónir
tunna á dag, þrátt fyrir að opin-
berar tölur segi magnið aðeins
vera 3,3 milljónir tunna á dag.
Búist er við að framleiðsla íraka
muni verða aukin í 4 milljón
tunnur án þess að það verði gert
opinbert.
Mikið um að vera hjá
St jórnunarf élagir u
Mikið líí hefur vcrið í starfi Stjórnunarféla jsins að
undanförnu. Á fimmtudag lauk einkaritaranámsk 'iði, se
keypt hafði verið frá sænsku fyrirtæki. en það sóttu
einkaritarar með mikla reynslu. en hún var skilyrði fy r
þátttöku. Þórður Sverrisson framkvæmdastjóri félag
sagði í samtali við Mhl. að námskeiðið hefði te dst nu.
ágætum. en íélagið hafi vcrið frekar ragt að fara út í ið kaupa
hingað svona námskeið kostnaðarins vegna.
Þá fór stór hópur félaga í
heimsókn til Landsbanka Islands,
þar sem stjórnendur bankans
skýrðu hvernig stjórnkerfi hans
væri háttað. Að sögn Landsbanka-
manna er það nokkur nýlunda að
hópar komi þangað í heimsókn.
Þórður Sverrisson sagði að í
næsta mánuði myndi félagið gang-
ast fyrir svokölluðum „stressnám-
skeiðum" fyrir stjórnendur fyrir-
tækja, en þau hafa verið haldin
nokkrum sinnum og gefist ein-
staklega vel. Dr. Pétur Guðjóns-
son mun leiðbeina á báoum nám-
skeiðunum, en hann er forstöðu-
maður stofnunar í Bardaríkjun-
um, sem sérhæfir sig í streytu.
Fyrra námskeiðið verðar haldið
10.—11. marz og hið síöara 12.—
13. marz.
Þá mun félagið efna til nf
skeiðs fyrir starfsmanr astj' •
marz, nánar tiltekið 17,—18.
n.k. Leiðbeinandi á þessu
skeiði verður Bandaríkjamæ
nafni Soul Gellerman, seni ci
þekktur ráðgjafi á þessu sviði.
Það var fríður hópur elnkaritara sem sótti einkaritaranámskeið
ÍP