Morgunblaðið - 06.03.1980, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
Bruggarinn
vann aftur!
David Preston, bruggar-
inn enski sem vann tæpar
900 milljónir íslenskra
króna i getraunum fyrir
rúmri viku, gerði sér Íítið
fyrir og vann aftur, aðeins
fáeinum krónum minni upp-
hæð. Er nú deginum ljósara,
að Preston og frú hans
þurfa ekki að vinna handtak
það sem eftir er ævinnar.
Preston, sem er senn á
forum til Las Vegas í frí,
sótti fyrri vinning sinn til
Littlewoods getraunaskrif-
stofunnar og var þar ljós-
myndaður í bak og fyrir,
enda metvinningsupphæð.
Að þessu sinni ætlar hann að
láta getraunirnar senda sér
ávísunina í pósti.
Paolo Rossi
og fleirum
mútað?
MEIRI háttar hneykslismál
fer nú hamförum um dag-
blöð á Ítalíu. Þannig er mál
með vexti, að tveir kaup-
menn hafa ásakað 27
knattspyrnumenn úr 12 fé-
lögum, þar af tvo lands-
liðsmenn, um að þiggja mút-
ur til þess að greiða fyrir um
getraunavinninga fyrir um-
fangsmikið glæpafyrirtæki.
Kaupmennirnir, sem farnir
eru í felur af ótta við að setið
sé um líf þeirra, telja sig
geta lagt fram sannanir
gegn knattspyrnumönnun-
um. Dómstólar á ítaliu hafa
tilkynnt umræddum leik-
mönnum að hagir þeirra
verði rannsakaðir niður í
kjölinn næstu vikurnar og
komi eitthvað fram sem
styður ásakanirnar, verði
viðkomandi leikmenn dregn-
ir fyrir rétt.
Landsliðsmennirnir tveir
sem í spilinu eru, eru þeir
Paolo Rossi hjá Perugia og
Bruno Giordani hjá Lazio.
Báðir hafa neitað harðlega að
þeir séu viðriðnir nokkuð
slíkt. Reyndar hafa allir leik-
mennirnir 27 neitað sakar-
giftum og sumir hafa ákveðið
að fara í meiðyrðamál við
kaupmennina tvo. Sannist
sekt einhvers þessara manna,
er viðbúið að sá sami verði
dæmdur í ævilangt bann frá
knattspyrnu fyrir utan það
sem hið opinbera deilir út
sem refsingu.
Ingibjörg
hin sterka
Ingibjörg Guðmundsdótt-
ir sigraði bæði í kringlu-
kasti og kúluvarpi á
Burknamóti FH sem haldið
var fyrir skömmu. Kastaði
hún kringlunni 30 metra og
kúlunni 9,10 metra. Anna
Haraldsdóttir varð önnur í
báðum greinum, kastaði
kringlunni 20,81 metra og
kúlunni 8,14 metra.
Léttur
sigur Fram
Leikur í 1. deild kvenna í
handknattleik fór fram i
fyrrakvöld. Fram sigraði þá
KR með yfirburðum, 19—9.
Guðríður Guðjónsdóttir
skoraði mest fyrir Fram að
venju, 9 mörk. en þrjár
stúlkur sáu um fátæklega
markaskorun KR, þær Arna
Garðarsdóttir, Hansína
Melsteð og Hjördís Sigur-
jónsdóttir með 3 mörk hver.
Úr fyrri leik Vals og Atletico Madrid. Einum Valsmanni hefur verið hrint illa á gólfið þar sem hann var
kominn i gegn. Ekkert var dæmt og lætur Steindór Gunnarsson óánægju sina i ljós, en hann er lengst til
hægri á myndinni. Á myndinni má sjá hversu nálægt leikvellinum áhorfendur sátu.
Ljósm. Mbl. — þr.
Tekst Val að sigra?
TEKST Valsmönnum að komast í
úrslitaleikinn í Evrópumeistara-
keppninni i handknattleik? Þetta
er spurning sem brennur á vör-
um margra þessa dagana. Síðari
ieikur Vals og spænska liðsins
Atletico Madrid fer fram á
sunnudagskvöldi kl. 19.00. Vals-
mönnum nægir að sigra með
þriggja marka mun í leiknum
skori spænska liðið færri en 21
mark hér, þar sem fleiri skoruð
mörk á útivelli gilda sé saman-
lögð markatala liðanna jöfn.
Spænska liðið er væntanlegt til
landsins i kvöld.
Lið Vals hefur undirbúið sig af
kappi undir leikinn og æfði liðið
til dæmis sama kvöld og það kom
úr keppnisferðinni frá Spáni.
Síðan hefur verið æft af kappi og
leiknir æfingaleikir. Ekki er á því
nokkur vafi að með góðri hjálp
áhorfenda og góðum leik getur
Valur náð að velgja Spánverjun-
um undir uggum.
Forsala aðgöngumiða hefst í
dag og er rétt að benda fólki á að
tryggja sér miða tímanlega þar
sem allt eins má búast við að
uppselt verði á leikinn. Aðgöngu-
miðar verða seldir í dag á tveimur
stöðum í íþróttahúsi Vals að
Hlíðarenda og Rakarastofu Aust-
... og Akranes
Selfoss, 30:16
Selfyssingar eygðu aldrei neina
von gegn Akurnesingum, sem not-
uðu tækifærið til þess að hleypa
leikþyrstum varamönnum inn á.
Gestirnir voru óhressir yfir því
að heimamenn dæmdu og það að
boði frá HSÍ, ekki að það hefði
nein áhrif á úrslit leiksins, heldur
fannst þeim þetta kórónan á
síendurtekið virðingarleysi við sig
í dómaramálunum.
Mörk Akraness: Daði Halldórs-
son 5, Hallgrímur Rögnvaldsson 1,
Haukur Sigurðsson 8, Hlynur Sig-
Staðan í 3. deild
Akranes 11 8 2 1
Breiðablik 10 8 1
Stjarnan 11 7 2 2
Óðinn 11 5 3 3
Keflavík 10 4 1 5
Grótta 10 3 1 6
Dalvík 10 2 0 8
Selfoss 11 0 0 11
259:313 18
1 262:192
283:217 16
256:247 13
201:199 9
227:251 7
209:257 4
206:329
0
Næstu leikir
Keflavík—Grótta í Njarðvík
fimmtudagskvöld 6. febr. kl. 20.
Dalvík—Stjarnan á Dalvík
laugardag kl. 15.
Keflavík—Selfoss í Njarðvík á
laugardag kl. 16.
Grótta—Breiðablik á Seltjarn-
arnesi á sunnudag kl. 16.
urbæjar, Laugavegi 178. Miða-
salan hefst kl. 6.30 og stendur yfir
til 22.00.
Atletico vill
fá Hellgren
ÞAÐ vill oft gleymast þegar
islenskum félagsliðum gengur
vel í keppni við erlend félagslið,
að keppt er við atvinnumenn í
iþróttum. Lið Atletico Madrid,
sem mætir Val á sunnudags-
kvöld, er eingöngu skipað leik-
mönnum sem gera ekkert annað
en að æfa og keppa, góð frammi-
staða Vals er þvi enn glæsilegri.
Leikmenn Atletico fá um það bil
fimm hundruð þúsund króna
aukagreiðslu takist þeim að kom-
ast i úrslit Evrópukeppninnar.
Valsmenn fá hins vegar bara
ánægjuna. Nú að undanförnu
hefur lið Atletico verið á höttun-
um eftir markmanni og hefur
hug á að kaupa til liðs við sig
Sviann Hellgren sem leikur með
Heim, liðinu, sem sló Viking út
úr Evrópukeppninni. Hellgren er
boðinn tveggja ára samningur og
i honum felast miklar peninga-
greiðslur. Eins og fram hefur
komið tapaði lið Heims fyrir
spánska liðinu Calpisa, 40 — 25, á
Spáni um siðustu helgi í Evrópu-
keppni bikarhafa.
Baráttan á milli
UBK og Stjörnunnar
í siðustu viku fóru fram tveir leikir i 3. deildinni, en þeim þriðja var
frestað — þó með hálfgerðum ósköpum. Akranes skaust á toppinn en
Stjarnan fylgir fast og þessi tvö félög berjast enn hart við Breiðablik
um sigur. Akranes og Stjarnan eiga enn eftir að kljást sin á milli og
eiga bæði þyngri þrautir eftir en Breiðablik, svo að likurnar eru
Breiðablik i hag. Þá kemur annað sætið til og aukaleikirnir við
næstneðsta lið 2. deildar um sæti þar.
Stjarnan bakaði
óðin, 31:18
Fyrstu 10 mínútur þessa leiks
gekk hvorki né rak og virtist
báðum liðunum fyrirmunað að
leika handknattleik.
Þá kom Viðar Símonarson inn á
hjá Stjörnunni, og þótt hann væri
tekinn úr umferð gjörbreyttist
leikur Sjörnumanna svo að gest-
irnir fengu við ekkert ráðið. Óð-
insmenn í greinilegri afturför
voru allan leikinn til enda ráð-
villtir og hnoðandi og létu það svo
fara í skapið á sér þegar á leið.
Stjarnan hlaut þarna auðveldan
sigur, staðan var 12:5 í leikhléi og
leikurinn endaði 31:18.
Mörk Stjörnunnar: Eggert ísdal
13, Gunnar Björnsson 3, Gunnar
Sigurgeirsson 1, Hilmar Ragn-
arsson 4, Magnús Andrésson 4,
Pétur Andrésson 1, Viðar Símon-
arson 5.
Mörk Óðins: Frosti Sæmunds-
son 1, Gunnlaugur Jónsson 4,
Jakob Þórarinsson 4, Kristján
Hilmarsson 1, Óskar Bjarmars 8.
urbjörnsson 2, Jón Hjaltalín
Magnússon 1, Kristján Hanni-
balsson 5, Þórður Björgvinsson 1,
Þórður Elíasson 5, Þorleifur Sig-
urðsson 2.
Mörk Selfoss: Árni M. Jónsson
2, Ásgrímur Kristófersson 5, Gísli
Ágústsson 2, Guðjón Einarsson 2,
Ingólfur Sigmundsson 1, Þórarinn
Ásgeirsson 4.
Leik Keflavíkur
og Gróttu frestað
Gróttumenn fóru í undarlegt
ferðalag suður með sjó á sunnu-
daginn. Þeir ætluðu að mæta í leik
við Keflavík, en fundu hvergi
andstæðingana, þótt leitað væri í
öllum íþróttahúsum á Reykjanesi.
Það kom svo ekki í ljós fyrr en á
mánudag, að einum forystumanna
Gróttu hafði láðst að láta boð
ganga um frestun leiksins. En nú
er ákveðið að Keflavík og Grótta
leiki í Njarðvík á fimmtudags-
kvöldið kl. 20.
• Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, gaf HSÍ fyrir nokkrum dögum,
nýjan og glæsilegan bikar. Ber bikarinn nafnið Hallsteinsbikar, í
höfuðið á Hallsteini Hinrikssyni, iþróttafrömuðinum mikla. Verður
framvegis keppt um bikar þennan á Islandsmótinu i útihandknattleik.
Á meðfylgjandi mynd eru börn Hallsteins, öll kunn úr iþróttalifinu,
f.v. Ingvar Hallsteinsson, örn Hallsteinsson, Sylvia Hallsteinsdóttir
og Geir Hallsteinsson. Ingvar var á sinum tima landsliðsmaður í
frjálsum iþróttum, en hin þrjú eiga öll að baki fjölmarga landsleiki i
handknattleik. — Ljósm. GB.
Ágúst sigraði
stjörnuhlaupið
ÁGÚST Þorsteinsson sigraði i
þriðja stjörnuhlaupi FH á þess-
um vetri. Ágúst tók strax örugga
forystu í hlaupinu og eftir 2
kilómetra hafði hann stungið
aðra keppendur af. Tími og röð.
Karlar:
Ágúst Þorsteinss. UMSB 26:17,0
Lúðvik Björgvinss. UBK 27:45,0
Jóhann Sveinss. UBK 27:49,0
Magnús Haraldss. FH 28:23,0
þ Ágúst Gunnarss. UBK 28:26,0
Guðm. Gislas. Á 28:47,0
Leiknir Jónss. Á 29:32,0
Sig. Haraldss. FH 30:16,0
Gunnar Kristjánss. Á 30:37,0
Árni Kristjánss. Á 30:38,0
Jóhann Garðars. Á 33:47,0
Kristinn Hjaltalin Á 35:28,0
Konur:
Guðrún Karlsd. UBK 10:09,0
Linda B. Ólafsd. FH 15:48,0
Getrauna- spá M.B.L. 2 Í9 jO C 3 ÖC u O 5 Sunday Mirror Sunday Péople Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS
Coventry — WBA X 1 X 1 X 1 3 3 0
Derby — Stoke í X X 1 1 X 3 3 0
Leeds — Southampton í X 2 X 1 1 3 2 1
Norwich - Brighton X 1 1 X 1 1 4 2 0
Bristol Rov. — Orient X X 1 X 2 X 1 4 1
Burnley — QPR 2 2 2 X X 2 0 2 4
Cambridge — Newcastle 1 X X X X X 1 5 0
Fulham — Chelsea 1 X 2 2 2 X 1 2 3
Oldham — Swansea X 1 1 X 2 X 2 3 1
Preston — Luton X X X 2 1 X 1 4 1
Shrewsbury — Birmingham 1 X X X 2 X 1 4 1
Sunderland — Leicester 1 1 I 1 1 X 5 1 ó