Morgunblaðið - 06.03.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1980
47
Sigurkarfa Vals
kom á síðustu
sekúndunni
VALUR sigraði UMFN með 105
stigum, gegn 103 í Njarðvík i
gærkvöldi í bikarkeppni KKÍ.
Leikurinn var mjög vei leikinn
allan tímann. Mikill hraði og
hittni góð. Kristján Ágústsson
var hetja Vals, hann skoraði
sigurkörfuna langt utan af velli,
boltinn small ofan i körfuna um
leið og flautan gall. Var það í
fyrsta og eina sinn sem Valur var
yfir i leiknum. Það skipti sköpum
fyrir UMFN að missa Ted Bee út
af á fimmtándu mínútu leiksins
er staðan var 96 — 89 fyrir Njarð-
vík. Var það ákaflega hæpinn
dómur að veita Ted fimmtu vill-
una svo ekki sé tekið sterkara til
orða. Eftir það átti lið UMFN i
vök að verjast.
Valsmenn minnkuðu forskot
Njarðvíkinga og þegar 32 sek. voru
til leiksloka jöfnuðu þeir 103—103,
mikill darraðardans var stiginn
lokasekúndurnar, og þegar þrjár
sekúndur voru eftir stökk Guð-
steinn Ingimarsson upp en um leið
var greinilega brotið á honum og
skotið geigaði. Dómararnir
dæmdu ekkert og Valsmenn náðu
knettinum, brunuðu upp, boltinn
sendur til Kristjáns Ágústssonar
sem skoraði með skoti langt utan
af velli og fögnuður Valsmanna
var mikill.
Njarðvíkingar sátu því eftir
með sárt ennið nokkuð óverð-
skuldað, því að lengst af voru þeir
betra liðið á vellinum og höfðu
frumkvæðið í leiknum. Fyrri hálf-
leikur var mjög jafn en Njarðvík
fyrri til að skora. Á 10. mínútu var
staðan 33—30 og í leikhléi 55—53.
Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálf-
leikinn af miklum krafti og kom-
ust í 61—55, en Valsmenn jöfnuðu
65—65, aftur sigu Njarðvíkingar
fram úr og á áttundu mínútu
skildu 9 stig, 79—70. Á 14. mínútu
stóð 92—83.
Það verður að segja Valsmönnum til hróss
að þótt þeir hafi átt undir högg að sœkja
gegn UMFN lögðu þeir aldrei árar í bát.
Tim Dwyer var snjall, skoraði 46 stig, og
var þó allan síðari hálfleik með fjórar villur.
Þórir Magnússon, Ríkharður Ilrafnkelsson,
Torfi Magnússon og Kristján Ágústsson
voru allir mjög góðir.
Lið Njarðvíkur var mjög óheppið að tapa
leiknum því að lengst af voru þeir betri.en
lukkan lék ekki við þá. Það var mjög
vafasamur dómur að vikja Ted Bee af
leikvelli, þá var greinilega brotið á Guð-
steini á lokasekúndunni er hann reyndi skot.
Ted Bee, Gunnar Þorvarðarson og Guðsteinn
Ingimarsson báru af í liði UMFN og Jónas
að vanda sterkur í fráköstum.
Þeir Hörður Túliníus og Jón Otti dæmdu
erfiðan leik vel,
Stig Vals: Dwyer 46, Þórir 18, Torfi 12,
Kristján 11, Ríkharður 10, Gústaf 4 og
Sigurður 3.
Stig UMFN: Ted Bee 32, Guðsteinn 29,
Gunnar 22, Júlíus 8, Jónas og Valur 6 hvor.
H.Halls.
Evrópukeppni meistaraliða:
Forest tapaði
EVRÓPUMEISTARAR Nottingham Forest eru nú í stórhættu að
falla út úr Evrópukeppninni, eftir að hafa tapað á heimavelli fyrir
austur-þýska liðinu Dinamó Berlin. Forest, sem tapaði fyrir Bolton
í ensku deildarkeppninni á laugardaginn, hefur verið óútreiknan-
legt lið lengst af i vetur og i gærkvöldi gekk dæmið ekki upp hjá
leikmönnum liðsins. Forest sótti allan tímann mun meira, en vörn
þýska liðsins var sterk. í siðari hálfleik átti þýska liðið nokkrar
skyndisóknir og úr einni slikri skoraði Hans Júrgen Riediger
sigurmarkið i leiknum. Annars urðu úrslit i meistarakeppninni í
gærkvöldi sem hér segir:
Hamb. SV - Hadjuk Split 1-0
Nott.Forest — Dinamó B. 0—1
Strassbourg — Ajax 0—0
Celtic — Real Madrid 2—0
Celtic vann athyglisverðan
sigur á spænsku meisturunum.
Bæði voru mörkin skoruð í síðari
hálfleik, eftir frekar tíðindalít-
inn fyrri hálfleik. George
McCluskey skoraði fyrra markið
á 52. mínútu eftir að markvörður
Real hafði misst frá sér knöttinn
eftir skot Allan Sneddons. Síðan
skoraði John Doyle glæsilegt
mark eftir fyrirgjöf Sneddons á
75. mínútu. Möguleikar Celtic
hljóta að teljast góðir eftir þessi
úrslit.
HSV átti í miklum erfiðleikum
með sterka Jugóslavana frá
Split. Þýska liðið mætti með tvo
tapleiki í röð á bakinu úr
deildarkeppninni og sýndi ekki
góða knattspyrnu. Eina markið
skoraði Caspar Memering á 45.
mínútu, klaufamark mikið, skot
hans breytti stefnu mörgum
sinnum á leiðinni í netið. Kargus
markvörður HSV bjargaði
glæsilega tvívegis í síðari hálf-
leik og hélt lífi í möguleikum
HSV.
Ajax stendur með pálmann í
höndunum eftir markalaust
jafntefli úti gegn Strassbourg.
Heimaliðið sótti án afláts, en
það var hollenska liðið sem átti
engu að síður hættulegustu fær-
in, tvö dauðafæri hjá Jensen og
La Ling, en bæði fóru forgörð-
um.
UEFA-keppnin:
Þrjú þýsk lið
í 4-lioa úrslit?
Borussia Mönchengladbach St.Etienne — Mönch. bach 1—4
vann athyglisverðan sigur, 4— Kaiserslautern — Bayern 1—0
1, á útivelli gegn franska liðinu Frankf. - Zbroj. Brno 4 — 1
St. Etienne. Nielsen (2), Nickel Nachtweih, Lorant, Nickel og
og Lienen skorðuð fyrir BMG í Karger skoruðu mörk Frank-
fyrri hálfleik, Mjchel Platini furt, Horni svaraði fyrir Brno.
svaraði fyrir Etienne. Urslit Axel Brummer skorað sigur-
leikja í UEFA-bikarnum urðu mark Kaiserslautern gegn
þessi: Bayern.
• Það skipti sköpum fyrir UMFN að missa Ted Bee út af með fimm
villur i síðari hálfleiknum. Ljósm. Emilia.
Evrópukeppni bikarhafa:_
Stórsigur Arsenal
Þorsteini Ólafssyni og félögum
hans hjá sænska liðinu IK Gauta-
borg gekk ekki allt í haginn er
þeir mættu Arsenai á Highbury í
8-liða úrslitum Evrópukeppni
bikarhafa í gærkvöldi. Er
skemmst frá að segja, að Sviarnir
og íslendingurinn áttu aldrei
möguleika og eftir 5—1 sigur,
verður að telja næsta víst, að
Arsenal fari i undanúrslitin. Al-
an Sunderland skoraði tvívegis
og í leikhléi stóð 3—1. Price
Young og Brady skoruðu hér
mörk Arsenal, en Nilson svaraði
fyrir sænska liðið.
Úrslit leikja í 8-liða úrslitum
Evrópukeppni bikarhafa urðu:
Arsenal—Gautaborg 5—1
Barcelona—Valencia 0—1
Dinamó Moskva—Nantes 0—2
NK Rijeka—Juventus 0—0
95.000 trylltir áhorfendur baul-
uðu og bauluðu er Barcelona beið
ósigur fyrir Valencia á Nou Camp
leikvanginum í Barcelona. Leik-
menn Barcelona gátu með engu
móti brotið á bak aftur sterkan
varnarmúr Valencia, en framherj-
ar síðarnefnda liðsins voru hins
vegar stórhættulegir í skyndi-
sóknum. Eina mark leiksins skor-
aði Pablo á 51. mínútu. Síðari
leikurinn verður afar erfiður fyrir
Barcelona, Skagabanana.
Franska liðið Nantes vann mjög
athyglisverðan sigur á útivelli
gegn sovéska liðinu Dinamó
Moskvu. Fyrri hálfleikurinn var
markalaus, en heimaliðið sótti þá
mun meira. Frakkarnir tóku öll
völd á vellinum í sínar hendur í
síðari hálfleik og þá skorðuðu þeir
Tusseau (57. mín.) og Eric Pecout
(86. mín.). Stendur franska liðið
nú mjög vel að vígi.
Það gerir einnig Juventus, sem
náði markalausu jafntefli gegn
sterku liði Rijeka frá Júgóslavíu.
Juventus stendur með pálmann í
höndunum með heimaleikinn eft-
ir.
Ingólfur $etti tvö
glæsileg Islandsmet
UNGUR og bráðefnilegur sund-
maður frá Akranesi, Ingi Þór
Jónsson, setti tvö glæsileg
íslandsmet og jafnaði það þriðja
á sundmóti Ármanns í fyrra-
kvöld. Ingi Þór byrjaði á því að
setja nýtt íslandsmet í 100 metra
flugsundi, synti vegalengdina á
1:01,6 mín. og bætti þar með 12
ára gamalt met Guðmundar
Gislasonar sem var 1:01,6 mín.
Skömmu síðar jafnaði hann svo
íslandsmetið í 100 metra skrið-
sundi, synti á 54,9 sek., og loks
bætti hann metið i 100 metra
baksundi, synti á 1:03,9 min.
Besta afrekið á sundmótinu
vann Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi,
synti hún 200 metra bringusund á
2:48.0 mín. Gaf afrekið 732 stig.
Ingólfur Gissurarson frá Akranesi
sýndi eins og félagi hans Ingi Þór
að þar er mikið efni á ferðinni.
Ingólfur sigraði í 200 metra
bringusundi á 2.35,6 mín. og í 400
metra fjórsundi á 4:59.4 mín.
Óvænt úrslit urðu svo í 100 m
flugsundi kvenna en þar sigraði
Anna Gunnarsdóttir, Ægi, fékk
tímann 1:12,3 mín.
11 réttir
gáfu stór-
vinning
í 27. leikviku kom fram 1
röð með alla leiki rétta, en
einn leikur féll út (var leik-
inn föstudag). Þetta er f
fyrsta skipti á þessu ári, að 1
vinningur er óskiptur. 2
vinningur var líka dágóður,
þar sem aðeins átta raðir
komu fram með 10 rétta og
kemur í hlut hvers kr.
125.800.-
Fylkir mætir
Ármanni
í kvöld
Einn leikur fer í kvöld fram
i 2. deild íslandsmótsins í
handknattleik. Eru það
Ármann og Fylkir sem eig-
ast við í Laugardalshöllinni
og hefst leikurinn klukkan
18.50. Fylkir hefur næstum
tryggt sér sæti í 1. deild að
ári og hefur verið áberandi
jafnbesta lið deildarinnar í
vetur. Engu að síður sigraði
Ármann í fyrri leik liðanna,
lék einn sinn besta leik á
vetrinum.
Meistaramót
í frjálsum
íþróttum
MEISTARAMÓT íslands í
frjálsum íþróttum fyrir 15
til 18 ára unglinga verður
haidið um næstu helgi. Það
hefst i Baldurshaga á iaug-
ardaginn klukkan 14.00 og
vcrður síðan framhaldið á
Sclfossi á sama tíma á
sunnudaginn. Þátttökutil-
kynningar skulu berast til
skrifstofu FRÍ eða til hér-
aðssamhandsins Skarphéð-
ins sem allra fyrst.
A-stigs
námskeið
KSÍ á
Akranesi
TÆKNINEFND KSÍ gengst
fyrir A-stigs námskeiði i
þjálfun á Akranesi um helg-
ina. Samhliða því verður
kynnt miniknattspyrna og
knattþrautir KSÍ íyrir
iþróttakennara og unglinga-
þjálfara.
Merkilega, er skortur á
þátttakendum og er því
möguleiki að KSi verði að
aflýsa námskeiðinu vegna
þessa. Þeir sem áhuga hafa á
sliku námskeiði ættu að
snúa sér til KSI.