Morgunblaðið - 09.03.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 Erlendu skákmeist- ararnir í f jöltefli „Ég ætla að verða stórmeistari ok sÍKurveKari á þessu Reykjavíkur- skákmóti,- Kæti Sovétmaðurinn Viktor Kupreichik verið að huKsa, þeKar þessi mynd var tekin á Reykjavikurskákmótinu fyrir helK- ina. Ok vissuleKa var ekki annað að sjá þá en að honum tækist hvort- tveKKja. ÝMSIR af erlendu skák- mönnunum, sem teflt hafa á Reykjavíkurskák- mótinu, en því lýkur í dag, munu tefla fjöltefli víðs vegar um land fram eftir vikunni. Brezki stórmeistarinn Ant- hony Miles ætlar að tefla á Húsavík á þriðjudaginn, Akur- eyri á miðvikudaginn og í Keflavík á fimintudag. Hollenzki stórmeistarinn Gennady Sos- onko hefur ákveðið að tefla í Borgarnesi á þriðjudaginn og í Reykjavík á miðvikudag. Þá hafa Sovétmennirnir Viktor Kupreichik og Evgeny Vasjukov ákveðið fjöltefli í Reykjavík á miðvikudaginn og Svíinn Harry Schussler ætlar að tefla fjöltefli í Reykjavík. Leikbrúðuland: Mikil aðsókn að meistara Jakobi Yngsta kynslóð leikhúsgesta sýningum við og verður síðasta virðist kunna vel að meta Meist- sýningin sunnudaginn 23. mars. ara Jakob og skyldulið hans, því í dag kl. 3 verður sýning að undanfarna 3 sunnudaga hefur Fríkirkjuvegi 11 og hefst að- verið fullt hús í Leikbrúðulandi göngumiðasala kl. 1 á sama stað. að Fríkirkjuvegi 11. Ætlunin var Tekið er á móti pöntunum í síma að hafa fjórar sýningar og því 15937. ætti sýningin í dag að vera sú Hér hefur Kasper, bróðir síðasta en aðsóknin er svo mikil, Meistara Jakobs greinilega kom- að ákveðið hefur verið að bæta 2 ist í hann krappan. Loðnuaflinn um 340 þús. 24 SKIP tilkynntu Loðnu- nefnd um afla í fyrradag, alls um 11.700 lestir, fram til hádegis í gær bættust síðan 2 skip við með um 900 lestir. Heildarloðnuaflinn frá áramótum er nú orðinn tæplega 340 þúsund tonn, um 290 þúsund á hinni „hefðbundnu" loðnuvertíð og tæplega 50 þúsund eftir það. Þessar tölur skoluðust til í frétt Mbl. í gær og eru þær hér með leiðréttar. Atvinnulausum fækkar um 178 ATVINNULEYSI hefur minnkað nokkuð víðast hvar á landinu og samkvæmt skráningu félagsmálaráðu- neytisins í lok febrúar voru þá 473 atvinnulausir á öllu landinu. Ilöfðu þeir verið 651 í lok janúar og því fækkað um 178. Þá hafði atvinnuleysisdög- um í mánuðinum fækkað mjög frá fyrra mánuði eða úr 14.170 4 8.712. Á einstaka stað jókst tala atvinnulausra um einn eða tvo, stóð í stað í Kópavogi og Eyrarbakka, en jókst um 21 á Djúpavogi. Mikil fækkun atvinnulausra varð á Vopna- firði og Þórshöfn þar sem þeim fækkaði úr 95 í 7 á báðum stöðunum samtals. Sýningu Hrings lýkur í kvöld Mikil aðsókn hefur verið að sýningu Hrings Jóhannessonar listmálara í Norræna húsinu. Hafa tæplega þrjú þúsund manns séð sýninguna og um þriðjungur myndanna hefur selst. Sýning- unni líkur í kvöld, en hún er opin milli kl. 14 og 22. Næg atvinna í Siglufirði Siglufirði. 8. marz 1980. MIKIL og góð atvinna hefur verið hér í Siglufirði að undanförnu, og gott útlit framundan hvað það snertir. Til skamms tíma hefur verið unnið á vökt- um í verksmiðju S.R., og um helgar hefur skólaífólk verið beðið um að koma til starfa við fiskvinnslu og útskipun. Hér inni eru nú tveir togarar sem komu í morg- un með afla. Sigluvíkin kom með 125 tonn og Sigl- firðingur með 135 tonn. Þá er Brúarfoss að taka hér freðfisk og Selfoss kemur í fyrramálið og Úðafoss var hér að losa farm í morgun. m.j Kominn með um 650 tonn á vertíðinni Vestmannaeyjum 8. marz EYJABATAR hafa undan- farið fengið góðan afla í djúpkantinum, en hins vegar virðist lítill fiskur genginn á grunnið. Neta- bátarnir hafa margir kom- ið með um og yfir 50 tonn síðustu daga eftir að hafa dregið einu sinni, trollbát- arnir hafa einnig aflað ágætlega en komið að landi eftir hátt í viku útiveru. Um togarana er sömu sögu að segja eins og víðast annars staðar, góður afli frá áramótum, og þá er því nóg að gera í fiskvinnsl- unni, auk þess sem miklu hefur verið landað af loðnu hér síðustu dagana. í dag landaði Friðrik Sigurðsson hér m.a. og þess má geta að þessi Þorláks- hafnarbátur er kominn með um 650 tonn frá ára- mótum og hefur gengið einstaklega vel. — Sigurgeir. Koma hefði mátt i veg fyrir að svo gifurlegt tjón yrði hjá Vör með meiri brunavörnum og sömuleiðis hefði það auðveldað slökkvistarf og gert möguleika slökkviliðsmanna meiri. en þeir sýndu mikinn dugnað við erfiðar aðstæður. Rætt við Þóri Hilmarsson brunamálastjora, m.a. um brunann hjá Vör hf. á Akureyri GÍFURLEGT tjón varð á Akureyri aðfararnótt síðast- liðins fimmtudags er skipasmíðastöðin Vör nær eyði- lagðist í eldi. Morgunblaðið ræddi í gær við Þóri Hilmarsson brunamálastjóra ríkisins og spurði m.a. um brunavarnir almennt og þá þessum einstaka vinnustað. Sagðist Þórir hafa farið til Akureyrar á fimmtudag og skoðað aðstæður. j vj5ræ5um v;5 slökkvi- liðsstjórann á Akureyri hefði komið fram, að fjögur veigamikil atriði í brunavörnum voru ófull- nægjandi hjá skipasmíðastöðinni Vör. í fyrsta lagi hefði vantað eldvarnarvegg á milli sambyggðra húsa fyrirtækisins, sem þar átti að vera. Reykræstibúnaður var ekki til staðar eins og farið hafði verið fram á. Æskilegt hefði verið að hafa aðvörunarkerfi á staðnum og mun það vanta í flest hús í þessu iðnaðarhverfi á Óseyri á Akureyri. I fjórða lagi væru brunahanar ekki nægjanlega margir á svæðinu eða aðeins einn á Óseyrinni. I þessum niðurstöðum er húsa- skoðun Eldvarnareftirlitsins á Akueyri 5. febrúar 1976 höfð í huga og sömuleiðis bókun í bygg- ingarnefnd Akureyrar vegna byggingaleyfis á sínum tíma, en athygli hafði verið vakin á fram- angreindum atriðum og farið fram á auknar brunavarnir hjá fyrir- tækinu. Sagði Þórir, að þó þessi atriði ættu við fyrirtækið, sem varð fyrir hinu mikla tjóni í vikunni, þá væri sömu eða svipaða sögu að segja um fjölmörg fyrirtæki um allt land. Nefndi hann t.d. að við hlið skipasmíðastöðvarinnar Varar á Óseyri væri annað hús nákvæm- lega eins byggt og gæti þar orðið svipað tjón í bruna þegar minnst varði. — Ef hjá Vör hf. hefði verið betri reykræsting og steyptur veggur á milli húsa þá hefði e.t.v. mátt verja verkstæðishúsin, auk þess er viðvörunarkerfið gífurlegt atriði og ef það hefði verið til staðar hefðu möguleikar slökkvi- liðsmanna verið miklu meiri, skipasmíðasalurinn var alelda þegar þeir komu á staðinn, sagði brunamálastjóri. — Þegar svona tjón verður vakna menn upp við vondan draum, en það er í raun ódýr lausn fyrir svona iðnaðar- hverfi að hafa viðvörunarkerfi, en þau eru gjarnan mannlaus öll kvöld og allar helgar, en að auki eru betri reykræsting og meiri hólfun nauðsynlegar brunavarnir. — Þá má nefna það, að meira samræmi vantar á milli trygg- ingafélaga, bæjarfélaga og bruna- málastofnunar til að fylgja eld- varnareftirliti betur eftir. Það er skoðun margra, að opinbert eld- varnareftirlit sé of seinvirkt og þar eru lögin hvorki nógu ákveðin né skýr. T.d. má nefna, að ef eitthvað er aðfinnsluvert er mál- um gjarnan fyrst vísað til bruna- málanefnda á viðkomandi stað, sem er pólitískt skipuð, og þar daga málin því miður oft uppi, sagði Þórir Hilmarsson. Aðspurður um eldsupptök, sagði Þórir, að þau væri ekki vituð, en unnið væri að rannsókn þess máls. Hann sagði þó, að á miðvikudag hefði rafmagn verið tekið af þessu svæði á Óseyrinni, en það síðan komið á aftur á milli klukkan 2 og 3 um nóttina. Hvort einhver tengsl væru á milli þessa og eldsupptaka sagði Þórir ekki vit- að, en væri meðal þess, sem nú væri rannsakað. Eldvarnir eru mjög víða ófullnægjandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.