Morgunblaðið - 09.03.1980, Side 5

Morgunblaðið - 09.03.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 5 Sjónvarp úr Hertogastræti í kvöld: Lovísu og Tyrrel fæðist dóttir bað dregur heldur betur til tíðinda hjá henni Lovisu okkar i Hertogastræti í þættinum sem verður á dagskrá sjónvarpsins klukkan 21.15 í kvöld. Ástarsamband tekst milli hennar og Tyrrels, og fer svo eins og svo oft þegar teygað er af bikar freistninnar, að hún verður þunguð. Hún vill þó ekki að barnsfaðirinn komist að hinu sanna, og fer þvi til smábæjar nokkurs og elur þar dóttur. Tyrrel kemst hins vegar að hinu sanna, og eltir Lovisu, sem ekkert vill hafa með hann að gera, og hvorki verða eiginkona né móðir. Gefur hún þvi barn sitt, en heldur aftur til Lundúna þar sem hún tekur upp eftirlætisiðju sina, hótelrekstur og matseld! Nýtt framhaldsleikrit á morgun: Siskó og Pedró Á morgun, mánudag klukkan 17.20 byrjar í útvarpi flutningur á fram- haldsleikriti fyrir börn og unglinga, „Siskó og Pedró". Það er byggt á sögu eftir dönsku skáldkonuna Estrid Ott, en Pétur Sumarliðason samdi leik- ritsgerð og er jafnframt sögumaður. Leikstjóri er Klemenz Jónsson, en með hlutverk drengjanna tveggja fara Borgar Garðarsson og Þórhallui Sigurðsson. Leikritið sem er í 7 þáttum, var áður flutt 1973. Siskó er fjórtán ára, munaðarlaus drengur, sem á heima í Portúgal Hann hefur fengið dvalarstað hjá efnuðum hjónum í Portó og kynnist þar Pepítu, dóttur þeirra, sem er jafnaldri hans. Hann segir henni m.a. frá dvöl sinni á heimili götu- drengja, sem presturinn faðir Ameríkó stjórnar. Svo fer, að Siskó er valinn umsjónarmaður litlu drengjanna á heimilinu. Um svipað leyti hittir hann götustrákinn Pedró, sem er bara 8 ára, en á éftir að hafa mikil áhrif á líf hans. Estrid Ott fæddist í Kaupmanna- höfn árið 1900. Hún gaf út fyrstu bók sína aðeins 17 ára gömul og fór síðan að læra blaðamennsku. Tvítug að aldri ferðaðist hún kringum hnött- inn, var þá um leið fréttaritari Berlingske Tidende. Estrid giftist Bandaríkjamanni og var búsett vestra í tíu ár, en sneri aftur til Danmerkur 1934 eftir að hafa dvalist á Grænlandi í heilt ár. Hún var eftir það á sífelldum ferðalögum. Síðustu Klemenz Jónsson Ieikstjóri. árin bjó hún til skiptis á Mallorca, í Lichtenstein og í Danmörku. Hún lést 1967. Estrid Ott skrifaði úm 80 bækur. Fletar þeirra sækja efni sitt í ferðalög hennar og meginhlutinn eru svokallaðar „telpnabækur". En um 1950 fer hún að skrifa drengjasögur undir dulnefninu Magnus Moen, og fékk 1957 verðlaun fyrir fyrstu bók sína um Siskó (eða Chico, eins og hann heitir á frummálinu). Sú saga var flutt í leikritsformi árið 1970 í útvarpinu og nefndist „Siskó á flæk- ingi“. Morgunblaöið óskar eftir blaöburðarfólki Uppl. í síma 35408 Vesturbær: Hávallagata Aðeins 50 eintök. Úthverfí: Heiöargeröi Sjónvarpsleikrit annað kvöld: Framadraumar ungrar söngkonu Framabrautin getur oft verið þyrnum stráð, ekki hvað síst á sviði lista, og um það verður fjallað í sjónvarpsleikritinu Frama- draumar sem er á dagskrá sjónvarpsins annað kvöld klukkan 21.25. Leikritið fjallar um stúlkuna Julie, sem hefur hug á að verða dægurlaga- söngkona. Tekur hún þátt í keppni áhugamanna á því sviði í þeirri von að hún fái atvinnutilboð. Víða um heim, ekki hvað síst í Bret- landi og Bandaríkjunum, er starfandi mikill fjöldi söngvara og hljóðfæraleik- ara, sem allir stefna á tindinn, en aðeins örfáum þeirra tekst það þó að láta draumana rætast. Höfundur þessa leikrits er Victorioa Wood, en hún leikur einnig aðalhlut- verkið ásamt Julie Walters. Úr leikritinu Framadraumar, sem er á dagskrá sjónvarps annað kvöld. Victoria Woods og Peter Ellis í hlutverkum sínum. S % Spyrjið vini og kunningja um Portoroz - einn vinsælasta sumarleyfisstað íslend- inga síðustu árin. Löng reynsla og örugg viðskiptasambönd tryggja farþegum okkar fullkomna þjónustu og lægsta mögulega verð. Stórbrotin náttúrufegurð og ná/ægð stór- borga gefa möguleika á fjölda ógleyman- legra skoðunarferða, m.a. til Feneyja, Bled vatnsins, Postojna dropasteins- hellanna og víðar. BEINT DAGFLUG auðvelt og áhyggjulaust Munið einkarétt okkar á heilsugæslu Dr. Medved pöfSP BOf Utaí íafn a Hringið eða skrifið eftir nýja Júgóslavíubæklingnum. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 friðsæl og falleg sólarströnd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.