Morgunblaðið - 09.03.1980, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980
7
Umsjón: Gísli Jónsson
Þórunn Guðmundsdóttir í
Reykjavík kemur mér í dálít-
inn vanda með orðið kryst-
all (kristall). Hún segir.
„Krystall þykir mér fallegt
orð enda merkir það fallega
hluti. Fyrrum var endingin
-all látin haldast í öllum
tölum og föllum. í nýlegum
ritum hefi ég sé síðara 1-ið
fellt niður í aukaföllunum.
Skilst mér því að það sé talið
nefnifalls-1. Væri þá ekki
rétt að stíga skrefið til fulls
og beygja orðið eins og öll
hin sem enda á -ill eða -all,
svo sem bagall, kaðall, þist-
ill: krystall, um krystal, frá
krystli, til krystals; krystlar,
um krystla, frá krystlum til
krystla? Þetta finnst mér
augljóst".
Það er nú svo. í orðabókum
yfir fornmálið finn ég ekki
kristall (krystall). Ég veit
ekki hversu orðið er gamalt í
íslensku. Starfsmenn Orða-
bókar háskólans segja mér
að það muni vera tökuorð úr
grísku og elsta bókfesta
dæmið, sem þeir hafa, er úr
Guðbrandsbiblíu (pr. 1584).
Þar er orðið kristall og
kemur fyrir í nefnifalli.
Beyging sést ekki. Næstelsta
dæmið, sem orðabókarmenn
hafa, er úr Ritum þess
íslenska lærdómslistafélags
(frá 18. öld, en þar er það
kristallur. með tveimur 1-um
gegnum alla beyginguna. í
Blöndalsbók er notuð nefni-
fallsmyndin kristall (kryst-
all), en í bók Menningarsjóðs
er farið eftir félagsritunum
gömlu og haft kristallur.
Að öllu þessu athuguðu
sýnist mér eðlilegast að fara
eftir málvenjunni í fleirtölu:
kristallar. ískristallar, segj:
um við, ekki ískristlar. í
samræmi við það hafna ég
þeirri uppástungu, sem
fremur mun gerð í gamni en
alvöru, að beygja orðið krist-
all eins og t.d. kaðall eða
þumall.
Þá er það sögnin sem
samsvarar nafnorðinu ryk-
suga. Algengast mun að
segja sem svo: ég ætla að
ryksuga teppið. Þórunn
Guðmundsdóttir vill heldur
nota sögnina að ryksoga og
færir fram þá réttu athuga-
semd að ekki tíðkistaðmynda
veikar sagnir af þriðja
hljóðskipti sterkra sagna. En
myndarlegast þætti mér, eða
svipmest, að nota í þessu
dæmi samsetningu af sterku
beygingunni og ryksjúga.
Dæmi: Ég ryksýg í dag, þú
ryksaugst í gær.
Þórunn Guðmundsdóttir
vill með engu móti taka
undir með Gísla Magnússyni
í Eyhildarholti, að stjaka við
orðinu ljósapera. Hún segir:
„Ekki vil ég amast við per-
um, hvorki til matar né ljósa.
Orðið pera fellur vel í málið
og byggir engu orði út“. Enn
segir hún:
„Öðru máli gegnir, þegar
ágæt íslensk orð eru látin
víkja fyrir erlendum slettum.
Ég vil aðeins nefna þá hvim-
leiðu sögn að tjakka eða
tjekka. Eg veit varla hvort
um flátt e eða blendið a er að
ræða. Mér skilst, að þetta orð
komi í stað ýmissa annarra,
41. þáttur
svo sem: að athuga, gá að,
fylgjast með, yfirfara og
jafnvel fleiri".
Ég tek eindregið undir það
með Þórunni að reynt verði
að rýma þessari óþörfu
slettu burt.
Veigamesta atriði í bréfi
Þórunnar er um áherslu.
Eins og ég hefur hún marg-
oft heyrt undanfarið hvernig
helstu lögmál tungunnar eru
brotin í þessu efni, og er þar
sýnu meira í húfi, en hvort
eitt og eitt tökuorð slæðist
inn í málið að óþörfu. Merg-
urinn málsins er sá að marg-
ir virðast ekki lengur kunna
að hafa aðaláherslu á fyrsta
atkvæði eða fyrri hluta orðs.
Vandamálin heyrum við sagt
í stað vandamálin og suð-
austan sex í staðinn fyrir
suðaustan sex, svo að einföld
dæmi séu tekin. Þórunn
heyrði jafnvel sagt herflug.
vél, þar sem, eins og hún
segir, „her og vél hékk mátt-
laust á miðstykkinu“. Varla
er hægt að brjóta íslensk
áherslulögmál freklegar en
þetta. Aðaláhersla skal vera
á fyrsta atkvæði, og aukin
aukaáhersla á þriðja. Þess
skal þó gætt í dæminu því
arna að um samsett orð er að
ræða.
Líftaug þjóðernis okkar er
tungan og bókmenntirnar
sem á henni hafa orðið til.
Umfram allt megum við ekki
glata þeirri sérstöðu sem
felst í áherslulögmálum okk-
ar, beygingakerfi, orðaröð,
hljómi, stuðlasetningu og því
að vera enn sem fyrr son og
dóttir.
Elsku Rut á Akranesi
LEIKKLÚBBUR Fjölbrautaskól-
ans á Akranesi hefur að undan-
förnu æft amerískan gamanleik
„Elsku Rut“ eftir Normann
Krasna og verður frumsýning í
Fjölbrautaskólanum á Akranesi
kl. 20.30 n.k. sunnudagskvöld 9.
mars.
Leikurinn gerist á styrjaldarár-
unum og fjallar um hermenn í
leyfi sem hitta pennavinkonur
sínar.
Leikendur eru 10 en samtals
vinna um 20 nemendur að sýning-
unni. Leikstjóri er Þorvaldur
Þorvaldsson.
Þetta er í annað sinn sem
leikklúbbur N.F.F.A. stendur að
leiksýningu frá stofnun skólans,
en í fyrra voru sýndir tveir
einþáttungar undir stjórn Jóns
Júlíussonar.
Leikritið „Elsku Rut“ er í 6
þáttum og tekur sýningin um 2
klst.
Önnur sýning er ákveðin þriðju-
daginn 11. mars kl. 20.30.
Aðgöngumiðar verða seldir í
skólanum á sunnudag kl. 4—6 e.h.
og við innganginn og er aðgangur
áð sjálfsögðu heimill öllum al-
menningi meðan húsrúm leyfir.
Árfellsskilrúm
í stofur og ganga
Sýnlng
kl. 2—5
sunnudag
í Verzluninni
Sedrus,
Súðarvogi 32.
trésmiðja
Súöarvogi 28,
sími 84630.
Aþena
Hárgreiðslustofa
Leirubakka 36. Sími 72053.
„Halló“
Breiðholtsbúar
Við bjóðum upp á
• Tískuklippingar
• Permanent
• Lokkalýsingar
• Litanir
• Næringarkúra
• Blástur og fleira
Opið mánudaga frá 10—1.
Virka daga 9—6.
Laugardaga frá 8—2.
Reiðskóli
fyrir börn á aldrinum 8—14 ára, tekur til starfa 10. marz.
Kennari verður Hrönn Jónsdóttir. Lagöir eru til hestar
og reiðtygi.
Innritun hefst mánudaginn 10. marz í félagsheimili Fáks,
sími 33679 kl. 13—18.
Hestamannafélagið Fákur.
anœstunni
Úrvals páskaferðir 1980
24. mars 3 vikur Florida St. Petersburg Verö frá: Uppselt
27. mars 3 vikur Florida Miami Uppselt
28. mars 8 nætur Austurríki skíðaferð Örfá sæti laus
30. mars 3 vikur Kanaríeyjaferö Örfásæti laus
30. mars 7 nætur Mallorca kr. 196.000,- Laus sæti
1. apr. 7 nætur London kr. 205.000,- Nokkur sæti laus
2. apr. 5 nætur Akureyri skíðaferð kr. 47.000,- Nokkur sæti laus
3. apr. 15 nætur Ibiza kr. 275.000.- Nokkur sæti laus
3. apr. 15 nætur Mallorca kr. 275.000,- Laus sæti
3. apr. 5 nætur Kaupmannahöfn kr. 158.100,- Nokkur sæti laus
FERÐASKRIFSTOFAN
URVAL
VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900