Morgunblaðið - 09.03.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 Veiöiferð, kvikmynd þeirra Andrésar Indriðasonar og Gísla Gestssonar, var frumsýnd í Aust- urbæjarbíói í gær. Hún er önnur íslenzka kvikmyndin, sem er frumsýnd á tiltölulega skömmum tíma og er vottur um þá grósku, sem einkennir kvikmyndagerö á íslandi í dag. Veiðiferð er fyrsta íslenzka kvikmyndin, sem er ein- göngu hljóöunnin á íslandi svo að hún markar þáttaskil í kvik- myndasögu okkar að því leyti. Veiöiferö er — eins og þær íslenzkar kvikmyndir, sem hafa verið unnar undanfarin misseri, dæmi um þá dirfsku og þaö áræði, sem einkennir íslenzka kvikmyndageröarmenn. Þrátt fyrir erfið skilyrði hafa kvikmynda- geröarmenn gengiö á brattann og vissulega gefa þær íslenzku myndir sem hafa veriö unnar á skömmum tíma fögur fyrirheit. Loks virðist íslenzk kvikmynda- gerð vera aö ná sér á strik. „Mynd fyrir alla fjölskylduna“ „Við fórum út í þessa kvik- myndagerð af bíræfnislegri bjartsýni. Og i sannleika sagt þá held ég að ég leggi ekki slíkt á mig aftur. Þennan mánuð sem við dvöldum á Þingvöllum þá fórum við á fætur klukkan sex á morgn- ana og voru búin þetta klukkan tvö til þrjú á nóttunni. Enda var það svo, að þegar ég fór með spólurnar út til Englands og hafði skilað þeim af mér þá svaf ég samfellt í rúman sólarhring," sagði Gísli Gestsson, annar fram- leiðandi Veiðiferðar í samtali við blaðamann Mbl. En Gísli var ekki bara fram- leiðandi, eins og honum segist sjálfum frá: „Ég var allt í senn, framleiðandi, kvikmyndatöku- maður og kokkur. Yfirleitt er það nú svo, að maðurinn á bak við linsuna hefur 2 til 3 aðstoðar- menn en því var ekki að dreifa. Raunar held ég að við höfum sett heimsmet þarna austur á Þing- völlum og þá á ég við hve fáliðuð við vorum. Þegar ég tala um, að standa ekki í svona ævintýri aftur þá á ég fyrst og fremst við það hve fáliðuð við vorum. Ég mundi ekki vilja fara út í slíkt ævintýri með jafn fámennt lið og við höfðum, þó auðvitað vonist ég til að taka þátt í fleiri kvikmynd- um.“ Var langur aðdragandi að myndinni ykkar — hún hefur ekki verð bara vegna barnaárs- ins. Spjallað við Gísla Gestsson, en hann er framleiðandi Veiðiferðar ásamt Andrési Indriða- syni „Jú, það má segja að langur aðdragandi hafi verið að þessari mynd. Við Andrés Indriðason höfum verið að gerja þetta með okkur síðastliðin tvö ár. Andrés samdi síðan handritið og útslagið gerði að við fengum 5 milljón króna styrk úr kvikmyndasjóði. Það hleypti í okkur kjarki og má segja að hafi verið ákaflega mikilsverður móralskur stuðn- ingur. Myndin er því ekki bara af því það var barnaár á síðastliðnu ári. Hún er hugsuð sem fjöl- skyldumynd og við höfðum reynt að stilla miðaverði mjög í hóf.“ Hverngi gekk svo kvikmynda- takan fyrir austan? „Ja, það er saga frá því að segja. Fyrstu sjö dagana ringdi stanzlaust og brúnin á okkur var orðin anzi þung og við sáum fyrir okkur gjaldþrot. Þessa sjö fyrstu daga var kostnaður 7 milljónir svo að útlitið var ekki gott. En á áttunda degi skein sólin og brún- in lyftist á öllum. Sólin skein í Þeir Andrés Indriðason og Gísli Gestsson afhenda Kristni G. Árnasyni í Aust- urbæjarbíó spólurnar að myndinni Veiðiferð. heiði út allan júlímánuð og alltaf batnaði veðrið og allt gekk eins og Í Sögu. Það hjálpaði mikið að við höfðum æft allt mjög vel áður en við komum austur, allir vissu hvað þeir áttu að gera, allt þrautskipulagt. Leikararnir voru mjög hjálplegir, hvort heldur var fyrir framan myndavélina eða við að aðstoða að tjaldabaki. Allir lögðu sitt lóð á vogarskálina". Mikið fyrirtæki, ekki satt? „Jú, gífurlet en segja má að síðasta áratuginn hafi ég verið að viða að mér tækjum. Ég hef starfað við heimilda- og auglýs- ingamyndir. Kostnaður við myndina er 40 milljónir króna, þetta er í raun áhætta upp á 40 milljónir og við þurfum 40 millj- ónir króna til að ná kostnaði inn. Nú þess má geta, að þetta er fyrsta myndin sem er hljóðunnin á Islandi. Hún var hljóðunnin í vinnustofu Kot h.f. en það er sameiginleg vinnustofa kvik- myndagerðarmanna." Og nú er stóra stundin runnin upp. „Já, stóra stundin er runnin upp. Spólurnar eru komnar í dósirnar og engur verður breytt héðan í frá. Ég vona og held að bjart sé framundan í íslenzkri kvikmyndagerð og ef það kemur í Ijós að fólk metur það sem við erum að gera, þá veitir það manni bjartsýni og kraft til að fást við ný verkefni." Segir Andrés Indriðason leikstjóri „Kveikjan að því, að við ákváð- um að ráðast í þetta verk er sú að við fengum úthlutun úr kvik- myndasjóði ríkisins fyrir réttu ári,“ sagði Andrés Indriðason leik- stjóri myndarinnar í samtali við Mbl., en hann og Gísli Gestsson eru framleiðendur myndarinnar. „Ég hófst síðan handa við að skrifa handritið í aprílmánuði sl. og æfingar hófust í júní. Taka myndarinnar fór síðan fram á Þingvöllum í júlímánuði. Töku- dagar voru alls 19 og við urðum að hafa okkur alla við að nota sólargeislana þegar þeir komu. Alls eru það um 40,manns sem koma fram í myndinni, en leikarar í stórum hlutverkum eru sautján. Þar að auki vorum við fjögur sem unnum að gerð myndarinnar, Gísli sá um kvikmyndatökuna, Jón Kjartansson annaðist hljóðupp- tökuna og Valgerður Ingimars- dóttir var „skrifta". Ég vil sérstaklega taka það fram að allt samstarf gekk mjög vel fyrir sig og sem dæmi um velvilja leikaranna þá má geta þess að þeir fá allir laun sín greidd eftir á,“ sagði Andrés ennfremur. Þá kom það fram hjá Andrési að myndin yrði frumsýnd samtímis í Austurbæjarbíói í Reykjavík og Borgarbíói á Akureyri. Heildar- kostnaður myndarinnar var um 40 milljónir króna og sagði Andrés að um 40 þúsund áhorfendur þyrfti ef fyrirtækið ætti að borga sig fjárhagslega, en verði aðgöngumiða verður stillt í hóf, kosta þeir -1800 krónur. Myndin er að sögn Andrésar fyrir fólk á öllum aldri, reyndar megi segja að hún sé mynd fyrir alla fjölskyld- una. Að síðustu kom það fram að í bígerð væri að fara með myndina víðar um land að lokinni sýningu í Reykjavík og Akureyri þannig að sem allra flestir landsmenn ættu kost á að sjá hana. í íslenzkri náttúru, — þau Einar Einarsson og Auður Elísabet Guðmunds- dóttir í hlutverkum sinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.