Morgunblaðið - 09.03.1980, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980
Góður
matur
Geymsla hreingerningaref na
— ein helzta orsök slysa á heimilum er eitranir
í greinargerö landlæknis um
slysatíðni á heimilum, sem birt
var í Mbl. á föstudag í tengslum
við könnun Junior Chamber á
öryggi barna á heimilum, sem
fram fer nú um helgina í sam-
vinnu við landlækni, segir m.a. að
ein helzta orsök slysa á heimilum
séu eitranir. í því sambandi má
hér geta þess, að þvottalegir og
önnur hreingerningarefni, sem
mörg innihalda efni, sem varla
geta talist holl og eru sum beinlín-
is hættuleg mönnum, eru oft
geymd í eldhússkápum niðri við
gólf og því auðvelt fyrir börn að
ná til þeirra. Það er ástæða til
þess fyrir fólk, þar sem börn eru í
heimili, að geyma slík efni ekki
síður en meðul á stað þar sem
börn ná ekki til þeirra. Erlendis
hefur víða verið tekin upp sú regl"
að hafa að minnsta kosti einn
læsanlegan skáp í eldhúsi af
varúðarástæðum. Slíka reglu eða
reglu um skápa, sem eru þar sem
að börn ná ekki til, t.d. fyrir ofan
ísskápa, ættu eldhúsinnréttinga-
framleiðendur hér á landi að taka
upp, því aldrei verður það ofbrýnt
fyrir foreldrum að gæta að sér í
þessu efni.
Sætur er
sjaldfeng-
inn matur
— tvær íslenzkar
verðlaunauppskriftir
úr norrænu mat-
reiðslukeppninni
Eins og fram hefur komið í Mbl.
tóku matreiðslumeistararnir
Gísli Thoroddsen, Haukur Her-
mannsson og Kristján Daníelsson
þátt í norrænni matreiðslukeppni
á vegum Klúbbs matreiðslumeist-
ara á íslandi í Bella Center í
Kaupmannahöfn um miðjan
febrúarmánuð sl. í þessari keppni
voru Islendingarnir í öðru sæti á
eftir Finnum, en Danir, sem
frægir eru fyrir matreiðsluhæfi-
leika sína, urðu að láta sér nægja
þriðja sætið og bronzverðlaun.
Island hlaut sérstök verðlaun
fyrir skemmtilegar skreytingar
og hugmyndaríkar uppsetningar
á köldum réttum á föt.
Daglegu lífi lék forvitni á að
vita hvernig matreiðslumeistar-
arnir hefðu matreitt sína verð-
launarétti og fékk uppskriftir af
sítrónumarineruðum lambahrygg
með madeirasósu og djúpsteiktum
skötusel með rjómasoðnu spínati.
En af köldum réttum framreiddu
íslendingarnir steikta og fléttaða
villigæs, fylltan lambahrygg,
smálúðuflök í hlaupi með hörpu-
DAGLEGT LlF
Vorið —
Sumarið
í Daglegu lífi hefur verið vikið
að tízkulitunum í vor og sumar
samkvæmt uppskriftum franskra
tízkuhönnuða. Bæði pilssíddin og
jakkasíddin verður styttri í ár en
hefur verið. Yves St. Laurent er
hönnuður þessa klæðnaðar, dragtin
er hvít, blússan svört og hvit og
sokkarnir svartir. Jakkinn er
bolerojakki og pilsið í stíl við lagið
á jakkanum.
Þessi
dragt er frá
Balmain,
— bæði
jakkinn
og piisið
styttri
frá því sem
verið hefur.
æ I
öa B
m 1
1
Um stríð og frið
I Daglegu lífi hefur áður verið sagt frá undirskriftaherferð
kvenna á Norðurlöndunum fyrir heimsfriði og tryggri framtíð
uppvaxandi kynslóðar. Þær konur sem fyrir undirskriftunum
standa gera sér vonir um að 5 milljónir kvenna hafi skrifað
undir áskorunina um að valdabarátta stórveldanna og ögranir
við heimsfriðinn verði stöðvaðar, dregið verði úr herbúnaðar-
kapphlaupi stórveldanna og því fjármagni sem eytt hefur verið
til vopnaframleiðslu verði beint til framleiðslu á matvælum,
fyrir 15. maí n.k. Þá verða listarnir sendir Sameinuðu
þjóðunum, Moskvu, höfðuðstöðvum NATO og Varsjárbandalag-
inu. Dea Trier Mörch teiknaði þessa mynd af móður og barni og
hefur hún verið tileinkuð undirskriftasöfnuninni.