Morgunblaðið - 09.03.1980, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.03.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1980 29 hansa flýgur á tvisvar sinnum dýrara fargjaldi og ég þarf ekki að sjá bíó á leiðinni. Við höfum tekið börnin okkar með og þetta hefur því sparað okkur mikla peninga. Þetta hefur alltaf gengið vel nema í eitt skipti þegar hreyfill bilaði, en ég flýg ennþá eins og þú sérð. Mér líkar þjónustan vel og maturinn er góður. Því miður hef ég ekki gist Island ennþá en við hugsum okkur að gera það við tækifæri. Venjulega kaupi ég hins vegar íslenzkar vörur í verzlun- inni á Keflavíkurflugvelli og ég veit um fólk sem fer beinlínis með Icélandair til þess að geta verzlað þar.“ „Frétti af Icelandair hjá vinum mínum“ „Mér er verr við að gefa upp nafn mitt en það er sjálfsagt að svara spurningum," sagði ung kona sem var á leið til Þýzkalands með tvö ungabörn sín. „Ég frétti af Icelandair hjá nokkrum vinum mínum í Bandaríkjunum og þetta er fyrsta flugið mitt með félaginu. Þjónustan er mjög góð og ég er ánægð með það hvað vel er látið fara um börnin. Þau fá sérstök sæti þannig að þetta er allt mjög þægilegt og ánægjulegt. Þegar við töluðum við ferðaskrifstofu um flug yfir hafið kvaðst ég fremur vilja fara með litlu flugfélagi en stóru þar sem mikil örtröð kynni að vera og ég er mjög ánægð með niðurstöðuna í alla staði." „Síðan hefur Icelandair verið mitt flugfélag44 Iria Meloni er frá Ítalíu, en býr í Florida. „Nú er ég að fara til Ítalíu í eitt ár. Ég hef búið í Bandaríkjunum með manni mín- um í 20 ár. Síðustu daga var ég í Texas hjá syni mínum sem er háskólaprófessor og þaðan tók ég flugvél til Cicagó til þess að ná Icelandair. Ég er nefnilega að fara til eiginmanns míns á Italíu. Við fórum saman þangað á síðasta ári, en hann vildi ekki fara aftur til Bandaríkjanna í húsið okkar, en ég varð að fara í vinnuna. Nú ætla ég að vera eitt ár á Ítalíu og ég vona að hann komi síðan með mér aftur. Ég hef verið svolítið upp- trekkt út af þessu en ég vona að það lagist. Þetta er í þriðja skiptið sem ég ferðast með Icelandair. Mér líkar vel við flugfélagið, verðið sem það býður er svo hagstætt. Frá Lux- emburg tek ég síðan lest til Florenz. Ég kynntist Flugleiðum þegar ég spurði ferðaskrifstofu á sínum tíma um hagstæða fcrð og síðan hefur Icelandair verið mitt flugfélag. Ég hef heyrt marga tala um félagið og þeir þekkja það á ferðaskrifstofunum í Florida." „Stefni að því að heim- sækja Island“ Connie Haberzeth frá Berlín var að koma úr heimsókn til Banda- ríkjanna, en þangað ætlar hún aftur næsta haust til þess að vinna. „Þetta er fyrsta ferðin mín til Bandaríkjanna og ég valdi Ice- landair vegna þess að vinir mínir í Bandaríkjunum bentu mér á fé- lagið og svo var verðið mjög hagstætt. Einnig hentaði það mér vel að fara frá Luxemburg. Ég vissi lítið um þetta flugfélag áður, en mér líkar þjónustan vel. Sumir vinir mínir hafa gist ísland og þeim líkaði stórvel. Ég stefni að því að heimsækja þetta forvitnilega land síðar.“ Attræður að leita sér að stelpu Mathias Steindl frá Austurríki var líklega elzti maður um borð, 80 ára. „Ég hef búið í Bandaríkj- unum í 25 ár, en nú er ég að leita mér að stelpu og ég veit um eina heima í Austurríki. Ég fann hana þar í fyrra þegar ég kom í heimsókn, hún er rúmlega 60 ára gömul og það er ungt fyrir mig. Hún sagði mér fyrir skömmu að koma og vera hjá sér. Nú, ég reyni, kannski gengur það, kannski ekki. Allavega get ég dvalið lengur í Austurríki ef ég flýg með Iceland- air og íslenzka flugið er það ódýrasta. Áður flaug ég alltaf með Lufthansa, en þetta er í fyrsta skiptið með þessu félagi og þjón- ustan er góð og flugfreyjurnar fallegar svo þetta er allt í þessu fína lagi.“ „Verðið hagstætt44 John Ang er frá Indónesíu, en hefur búið í Heidelberg i Þýzka- landi síðan 1973. „Ég var að heimsækja foreldra mína í Banda- ríkjunum, ég geri það á hverju ári og hef ávallt flogið með Icelandair síðan 1974. Þjónusta félagsins er góð og verðið hagstætt. Stundum hef ég lent í seinkun á vetrum, en slíkt getur alltaf komið upp, sér- staklega á vetrum. Það var eldri bróðir minn sem benti mér á þetta flugfélag. „Það er vingjarnlegt fólk og gott félag," sagði hann og ég er honum sammála. Foreldrar mínir og systkini fljúga alltaf með þessu félagi." „Þjónustan er mjög góð og mér finnst áberandi hvað flugfreyj- urnar ykkar eru heimilislegar þótt þær hafi norræna reisn. Ég þarf að lifa ódýrt og þess vegna er hagstætt fyrir mig að fljúga með Icelandair, því ég fæ jafnhliða góða þjónustu. Ég kynntist Loftleiðum fyrst í blöð- um fyrir mörgum árum. Þegar ég var 16 ára fékk ég áhuga á sögu og Skandinavíu og sérstaklega á víkingarómantíkinni. Síðan fór ég að grufla í fornnorrænu og kynnt- ist þá nútíma íslenzku. Þannig tengist þetta allt saman. Ég lagði reyndar sérstaklega stund á sænsku og Dagens Nyheter er eitt af uppáhaldsblöðum mínum. Ég held að Morgunblaðið sé nokkuð líkt því, mér virðist það vera mjög gott blað og með ótrúlega mikið af erlendum fréttum. Mér fannst Slagsíðan merkileg í Morgunblað- inu með öllu spjallinu um tónlist úr ýmsum áttum. Morgunblaðið er stórborgarfréttablað. „Icelandair hefur gott orð á sér“ John Ukisasiki frá Minnesota var á leið til Evrópu til þess að ferðast um suðurhluta þeirrar álfu, Spán, Ítalíu og Grikkland. „Ég ætla að vera á ferðinni í nokkra mánuði, en ég hef ekki komið til Evrópu síðan 1965. Þetta er í annað skiptið sem ég flýg með Icelandair eða Loftleiðum, en í fyrra skiptið höfðu þeir ekki þotur. Það er mjög hagkvæmt að fljúga með Icelandair og hefur reynzt mér vel. Ég treysti Iceland- air og það hefur gott orð á sér og svo er það staðsett nógu norðar- lega til þess að verða ekki fyrir barðinu á flugræningjum. Ég heyrði fyrst um þetta ís- m 00 t—*' ji.tmmr w Joy Dempsey Tveir ur hópi yngstu farþeg- John Ang. anna. Larry Palmquist. John Ukisasíki m lenzka flugfélag hjá stúdentum árið 1964. Þeir höfðu ferðast með félaginu til Evrópu og mín kynni af því kemur heim og saman við þeirra, góð þjónusta, góð reynsla. Ég hef mikinn áhuga á því að stoppa á íslandi i bakaleiðinni því ísland er forvitnilegt land og það vekur furðu mína að landið sjálft skuli ekki vera meira kynnt.“ „Hef heyrt látið mikið af íslands- heimsóknum“ Frank Untermyer býr í Cicagó, en var á leið til Frankfurt vegna hljóðfærasölu, en fyrirtæki hans framleiðir og selur hina rómuðu Hamer-rafmagnsgítara. „Ég hef flogið fimm sinnum með Icelandair á einu ári og ég flýg með þessu flugfélagi af því að þjónustan er ódýr og góð og lendingarstaðirnir eru vel stað- settir. Við seljum Hamer-gítara víða í Evrópu og einnig á Islandi. Ég ætla að stoppa á íslandi í einhverri ferðinni, því ég hef heyrt látið mikið af slíkum íslandsheimsóknum. Ég á það ábyggilega eftir því við leggjum aukna áherzlu á viðskipti í Evrópu en meðal kunnra hljómsveita sem leika á Hamer eru Jethro Tull og Who.“ „Fer beinlínis um Islands til að verzla“ Joy Dempsey frá Indiana var á leið til Þýzkalands að hitta son sinn sem býr þar. „Við fórum fyrst með Icelandair fyrir 5 árum og síðan höfum við farið 5 sinnum. Núna verðum við í Evrópu í nokkrar vikur en ’78 t.d. vorum við í 9 mánuði. Við fljúgum með Icelandair vegna verðsins. Luft-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.