Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
11
í þrjátíu ár hefur Sinfóníu-
hljómsveitin stækkað og vaxið
í margvíslegum átökum og er
nú ein þeirra stofnana, sem
íslendingar geta verið hvað
stoltastir af.
Afmælistónleikarnir hófust
á forleiknum að Tannháuser
eftir Wagner. Það var margt
glæsilega gert í þessu verki og
í heild var flutningurinn mjög
góður. Næstu þrjú verkin voru
einleiksverk og stóðu á pallin-
um þrír félagar úr sveitinni.
Fyrst var Konsert eftir Bellini
og lék Kristján Þ. Stephensen
einleik. Kristján er góður óbó-
leikari og átti góða spretti í
annars frekar léttvægu verki.
Annar í röðinni var Pétur
Þorvaldsson og lék hann Eleg-
ie, eftir Gabriel Fauré, sem
upphaflega var samin fyrir
píanó og celló. Hljómsveitar-
gerðin er ekki eins falleg og
frumgerðin. Leikur Péturs var
í góðu jafnvægi og vel útfærð-
ur. Síðasta einleiksverkið var
Consertino, eftir Weber og lék
Einar Jóhannesson einleikinn.
Einar er frábær klarinettu-
leikari og lék þennan
skemmtilega konsertþátt mjög
glæsilega. Síðasta verkið á
efnisskránni var „sú fjórða"
eftir Tsjaikovský. í hröðu köfl-
unum var leikur hljómsveitar-
innar með því besta, sem
heyrst hefur á tónleikum
sveitarinnar. Það er hins veg-
ar nokkuð til ama, hversu Páll
P. Pálsson er „fjötraður við
taktinn" í hægu tónferli. í
hröðu tónferli er nauðsynlegt
að halda vel utan um taktinn,
því þar er spennan fólgin í
stundvísi. í hægu tónferli er
spennan oft fólgin í leik með
tímann, slökun í takti án þess
að rjúfa hina hrynrænu fram-
vindu. Taktfastur leikur
slíkrar tónlistar getur minnt á
kæruleysislega göngu í um-
hverfi, þar sem ýmislegt fall-
egt mætti finna ef til væri
leitað.
Þrjátíu ár eru ekki langur
tími, en þó hafa býsna margir
komið við sögu og átt þátt að
viðgangi Sinfóníuhljómsveitar
íslands (87 hljómsveitarstjór-
ar, nærri 200 einleikarar og
fjórtán kórar).
Fróðlegt væri ef gert yrði
yfirlit um verkefni hljómsveit-
arinnar, fjölda starfandi
hljóðfæraleikara og hversu
margir áheyrendur hafa notið
listmiðlunar sveitarinnar á
þessum árum. Það er svo með
olnbogabörn, að oft eru þau
drýgri til stórra verka, svo
sem dagarnir líða, en þau sem
vel voru nestuð í upphafi
lífsferðarinnar, því það er 1
þeirri þraut, að yfirstíga erfið-
leika, sem manninum vex
manndómur og þrek til að ná
settu marki.
Við skulum vona að enn
finni menn þörf hjá sér til að
skammast út í starfsemi Sin-
fóníuhljómsveitar Islands og
minna velunnara hennar á, að
enn séu óunnin þau verk er
órjúfanlega tengi hana við
sköpun íslenskrar menningar,
halda síðan upp á fjörtíu ára
afmælið, með því að flytja
ekki aðeins erlend snilldar-
verk, heldur einnig eitthvað
heimatilbúið. Má vera að
mönnum muni þá ef til vill
þykja minna um vert, það sem
íslensk tónskáld hafa þá lært
til verka, þó nú séu þeir ekki
gjaldgengir við hátíðleg tæki-
færi.
Sinfóníutónleikar
Efnisskrá:
Cimarosa Forleikur (Leyni-
brúðkaupið)
Þorkell Sigurbjörnsson
Euridice-konsert
Lutoslawski Sinfónía nr. 1
Einleikari:
Manuela Wiesler
Stjórnandi:
Páll P. Pálsson
Óperan var fyrir fólk á 18.
öldinni margþætt skemmtan,
ekki aðeins söngur og leikur,
heldur og upplifun hljóms-
veitartónlistar. Vel gerðir
forleikir vinsælla leikverka
voru mikið fluttir á almenn-
um tónlistarkvöldum og er
synfónían í raun stækkun á
óperuforleiknum, þar sem
bætt var við köflum til að
auka fjölbreytni tónlistar-
innar. Þrátt fyrir það að
skýrskotunin til vinsælla
leikverka sé úr sögunni, hafa
ýmsir vel gerðir forleikir
haldið velli og meðal þeirra
er forleikurinn að Leyni-
brúðkaupinu, eftir Domenico
Cimarosa. Forleikurinn var
vel leikinn en nánast beint af
augum, án þess að staldrað
væri nokkurs staðar við, til
að gefa laglínum meira
svigrúm. Það er taktfestan í
stjórnun Páls, sem getur
verið truflandi fyrir þann
sem vill fá fram greinarskil í
framsetningu, eftir efni og
innihaldi.
Næsta verk var frumflutn-
ingur flautukonserts, eftir
Þorkel Sigurbjörnsson og
fluttur af flautusnillingnum
Manuelu Wiesler. Það verður
allt fallegt 'sem hún leikur.
Einn tónn er nóg fyrir hana
til opinberunar. Verk Þor-
kels er fallega og fagmann-
lega unnið. Flauturöddin
hefst á stefi úr D óperunni
Orfeusi eftir Gluck og þaðan
er komið Euridice nafnið.
Verkið er mótað af sögunni
um Söngvarann og sorg
hans, en lifað af Euridice og
endar á því að hún er ein og
upphafin af óminnisveigum
Letu. Tónleikunum lauk svo
með sinfóníu eftir Lutos-
lawski. Verkið gerir miklar
kröfur til flytjenda og í þessu
verki var stjórn Páls P.
Pálssonar frábær.
Flautusnillingurinn Manuela
Wiesler
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Finnsk
grafík í
Norræna
húsinu
OUTI Heiskanen sýnir um þessar
mundir grafíkmyndir í anddyri
Norræna hússins. Hún býr í Hel-
sinki, nam ma. í Listaháskólanum
í Finnlandi og hefur haldið fjölda
sýninga, bæði einkasýningar og
verið aðili að samsýningum,
heima og erlendis. Hér mætti
nefna til sýningu á finnskri list og
nútímagrafík, sem haldin var í Tel
Aviv og Stokkhólmi 1975, New
York og San Francisco, Moskvu og
London 1976, í alþjóðlegum sýn-
ingum svo sem alþjóða grafíkbíen-
alinní Flórens 1978, sýningum
Norræna grafíkbandalagsins 1975
og 1977, Nordisk Grafik í Færeyj-
um 1975. Outi Heiskanen á verk í
mörgum söfnum í heimalandi sínu
og á Norðurlöndum, m.a. eru eftir
hana verk í Listlánadeild Nor-
ræna hússins. Hún hefur hlotið
mörg verðlaun fyrir verk sín.
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
jn*r0unblabiÖ
Miðbær í Garðabæ
verslunarpa shrifstof uhúsnæði
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðiö að kanna áhuga fyrir
þátttöku í verslunar- og skrifstofuhúsnæði í fyrsta áfanga
miðbæjar í Garðabæ.
í fyrsta áfanga eru, við yfirbyggðagöngugötu, tvö fjölbýlishús
með verslunarhúsnæði á jarðhæð ásamt tveim verslunar-
húsum með skrifstofuhúsnæði á efri hæð.
Þeir, sem kynnu að hafa áhuga, hafi samband við undir-
ritaðan fyrir 14. mars 1980.
GARÐABÆR
BÆJARSTJÓRINN