Morgunblaðið - 11.03.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1980
17
Verðlaunaafhendingin og
mótsslitin fóru fram í síðdegis-
boði, sem menntamálaráðherra,
Ingvar Gíslason og kona hans,
héldu þátttakendum og starfsliði
mótsins. Menntamálaráðherra
tók á móti gestum og bauð þá
velkomna. Hann sagði í ávarps-
orðum að Skáksamband íslands
og Taflfélag Reykjavíkur hefðu
staðið vel að undirbúningi og
framkvæmd mótsins og það ver-
ið góð landkynning. Hann þakk-
aði öllum keppendum þátttök-
una og óskaði sigurvegaranum
til hamingju.
Þá tók til máls Einar S.
Einarsson forseti Skáksambands
íslands. Hann þakkaði boð
menntamálaráðherra og sagði
undirtektir ráðamanna sýna að
þeir kynnu að meta skák. Hann
rakti síðan nokkrum orðum gang
mótsins og sagði síðan: „“Löngu
og erfiðu móti er nú lokið, jafnt
fyrir keppendur sem fram-
kvæmdaaðila. Margir harðir
leikir hafa verið háðir á svörtu
og hvítu reitunum og eins hefur
útvegun peninga fyrir mótið oft
reynst undirbúningsaðilum erf-
ið.“
Einar tilkynnti síðan úrslit og
afhenti verðlaun. Heildarupp-
hæð verðlauna var 7.500 dollarar
eða rúmar þrjár millj. kr. Einnig
voru rúmlega 3.000 dollarar
greiddir í svokallað búnusfé.
Fyrstu veðlaun hlaut Viktor
Kupreitschik Sovétríkjunum,
eins og áður segir og hlaut hann
814 vinning. I verðlaun fékk
hann 2.500 dollara eða rúma eina
millj. kr. I öðru sæti varð Walter'
Browne Bandaríkjunum með 7!4
vinning, verðlaunaupphæð hans
var 1.800 dollarar eða rúmar 700
þús. kr. í þriðja til fjórða sæti
urðu Anthony Miles Englandi og
Gennadi Sosonko Hollandi með 7
vinninga hvor, hlutu þeir 1.000
dollara hvor, eða rúmar 400 þús.
ísl. hver þeirra. í fimmta sæti
varð síðan Evgeny Vasjukov
Sovetríkjunum með 614 vinning
og hlaut hann 600 dollara eða
um 240 þús. kr. ísl. í sjötta til
sjöunda sæti urðu Margeir Pét-
ursson og Eugenio Torre Filips-
Snubbóttur
eyjum og skiptu þeir með sér 600
dollurum. Fjórir efstu menn
fengu einnig að gjöf þrjú pund af
reyktum lax, sem gefinn var af
verzluninni Jónsval. Sigurvegar-
inn fékk einnig gjöf frá Hand-
prjónasambandinu, sem hann
mátti sjálfur velja.
Fegurðarverðlaun mótsins
hlaut að þessu sinni Margeir
Pétursson fyrir skák sína við
Hauk Angatýsson í þriðju um-
ferð mótsins. Verðlaunin voru
200 dollarar, þ.e. rúmar 80 þús.
ísl. Efstu sjö menn fengu einnig
að gjöf minjagrip og borðfána.
í stuttu spjalli við Mbl. í lok
verðlaunafhendingarinnar sagði
sigurvegarinn, Viktor Kupr-
eictshik, að sér liði ósköp venju-
lega, þrátt fyrir sigurinn og
stórmeistaratitilinn. Aðspurður
sagðist hann ekki vita hvað tæki
við, eða hvert hann stefndi. „Ég
fer héðan heim til Rússlands."
Hann sagði mótið hafa verið
ágætt. Erfiðasta skákin sagði
hann að hefði verið við Miles.
Hann taldi okkur eiga marga
góða skákmenn á íslandi.„Þetta
er þó ekki í fyrsta skiptið sem ég
tefli við íslendinga. Ég tefldi við
íslendinga á stúdentamóti fyrir
tíu árum síðan." Kupreitschik
sagði í lokin, að hann teldi
stórmeistaratitilinn ekki endi-
lega þýða það, að sérstaklega
góður skákmaður ætti í hlut.
(Jrslitin
1. Viktor Kupreitschik, Sovét-
ríkjunum, 8,5 vinningar. 2. Walter
Browne, Bandaríkjunum, 7,5 vinn-
ingar. 3.-4. Anthony Miles, Eng-
landi, og Gennadi Sosonko, Hol-
landi, 7 vinningar. 5. Evgeny
Vasjukov, Sovétríkjunum, 6,5
vinningar. 6.-7. Margeir Péturs-
son og Eugénio Torre, Fiiipseyj-
um, 6 vinningar. 8.-9. Robert
Byrne, Bandaríkjunum, og Harry
Scússler, Svíþjóð, 5,5 vinningar.
10.—11. Guðmundur Sigurjónsson
og Jón L. Árnason 5 vinningar. 12.
Haukur Angantýsson, 4,5 vinn-
ingar. 13. Helgi Ólafsson, 4 vinn-
ingar.
„ÞETTA var nú heldur
snubbóttur endir á annars
góðu skákmóti," sagði einn
áhorfenda að þrettándu og
síðustu umferð Reykja-
víkurskákmótsins á sunnu-
dag. Mestum vonbrigðum olli
viðureign þeirra Kupreitch-
iks og Browne, þar sem
margir bjuggust við því að
Bandaríkjamaðurinn myndi
reyna að þjarma að Rússan-
um og ógna honum á toppn-
um. En Browne hugsaði ef-
laust sem svo, að hann myndi
ekki sækja gull í greipar
Rússans og of harður at-
gangur hans kynni allt eins
að enda með tapi og hann þá
ekki sitja einn að öðru sæt-
inu. Svo öryggið sat í fyrir-
rúmi hjá báðum og þeir
sömdu um jafntefli eftir 14
leiki.
Önnur úrslit 13. umferðar:
Miles vann Helga Ólafsson í
28 leikjum og Haukur Ang-
antýsson vann Jón L. Árna-
son í 50 leikjum. Jafntefli
gerðu Vasjukov og Schússler
eftir 27 leiki, Torre og Byrne
eftir 20 leiki, og Margeir og
Sosonko eftir 13 leiki. Guð-
mundur Sigurjónsson sat
hjá.
Úrslit 12. umferðar á laug-
ardaginn: Haukur Angantýs-
son vann Harry Schússler og
var það eina tapskák Svíans
á mótinu, hinar enduðu allar
með jafntefli. Ekki verður
annað sagt en að endasprett-
endir
ur Hauks á mótinu hafi verið
harður, en hann hlaut 3
Vinninga úr fjórum síðustu
umferðunum. Browne gaf
ekkert eftir í skákinni gegn
Torre, heldur tefldi eins og
sá, sem ætlar að sigra. Það
tókst honum líka í 80 leikj-
um. Guðmundur Sigurjóns-
son tefldi síðustu skák sína í
mótinu gegn Helga Ólafssyni
og vann sinn eina sigur.
Jafntefli gerðu Byrne og
Vasjukov, Sosonko og Kupr-
eitchik og með þessu jafn-
tefli náði Rússinn árangri til
stórmeistaratitils. Viðureign
Miles og Margeirs lauk með
jafntefli eftir 120 leiki. Jón
L. Árnason sat hjá í tólftu
umferðinni.
Bidlg Nafn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. Vinn.
2940 1. W. Browne (Bandar.) [ 1 'h % 'h 1 'h 1 'h 0 1 'h 'h Th
2530 2. R.Byme(Bandar.) 71 'h 1 'h 0 'h 'h 'h 'h 'h 0 1 5 'h
2420 3. H. Schússler (Sviþjóð) 'k 'h 'h 'h 'h 'h 'h 0 'h 'h 'h 'h 5 'h
2435 4. Jón L. Árnason 'h 0 'h 'h 'h 0 1 0 'h 'h 'h 'h 5
2475 5. Guðmundur Sigurjónsson 'h 'h 'h 'h 'h 'h 1 0 'h 'h 0 0 5
2545 6. A. Miles (England) 0 1 'h 'h 'h 'h 1 'h 1 'h 0 1 7
2425 7. Margeir Pétursson 'h 'h 'h 1 'h 'h 0 1 'h 0 'h 'h 6
2445 8. Heigi Ólafsson 0 'h 'h 0 0 0 1 1 'h 'h 0 0 4
2405 9. K. Helmers (Noregur)
2425 10. Haukur Angantýsson 'h 'h 1 1 1 'h 0 0 0 0 0 0 4 'h
2545 11. E Vasjukov(Sovétr.) 1 'h 'h 'h 'h 0 'h 'h 1 1 'h 0 6 'h
2520 12. E Torre (Filippseyjar) 0 'h 'h 'h 'h 'h 1 'h 1 0 'h 'h 6
2535 13. V. Kupreitshik (Sovétr.) 'h 1 'h 'h 1 1 'h 1 1 'h 'h ! 'h 8V4
2545 14. G.Sosonko(Hollandi) 'h 0 'h 'h 1 0 'h 1 1 1 'h 'h 7
svartur greinilega betur) Rxf3+,
18. Dxf3 - Dxf3, 19. gxf3 -
Hxf3, 20. Bdl?! (betra var 20. Bf2
með þeirri hugmynd að leika síðar
Rg3 og Hel og staðan er í
janfvægi að kalla)
Hf7, 21. Bb3 - c6, 22. Bd4 -
Bh3,23. Re3?! (eftir 23. Rg3 - h5!
hefur svartur einnig góð sóknar-
færi, en það var þó skárri kostur)
Hf4, 24. Hel - He6, 25. Bc2
h5? (einfaldasta leiðin til þess að
ná vinningsstöðu var 25. ... Hxe3!
Hvítur leikur bezt 26. Bxh7+ —
Hxh7, 27. Bxe3 — Hg4+, en
svartur ætti engu að síður ekki að
vera í erfiðleikum með að inn-
byrða vinninginn) 26. Bd3 — h4,
27. Bc5 - a5, 28. Bfl - Bf5, 29.
He2 — Be4 (Svartur hefði a.m.k.
jafnt tafl með því að leika 29. ...
Hxfl+, 30. Kxfl — Bd3 hér eða í
næsta leik) 30. h3 — Hf3, 31. Hf2
- Hxf2, 32. Kxf2 - Hf6+, 33.
Kel — Hf3?! (Svartur er sleginn
hroðalegri skákblindu og hug-
myndin á bak við þennan leik er
alröng. Eftir 33.... Kf7 var staðan
í jafnvægi) 34. Rg4 — Bd3?
(Svartur snýr ekki frá villu síns
vegar)
35. Bxd3 - Hxd3, 36. Be3? (Sá á
kvölina sem á völina. Eftir 36. Re3
kemst svartur út í endatafl með
hrók gegn tveim mönnum með 36.
... d4, 37. Bxd4 - c5, 38. Bxc5 -
Hd7. Textaleikurinn virðist aftur
á móti vinna samstundis, en ...)
d4!, 37. cxd4 — b4!! (Þessi hóg-
væri fótgönguliði leikur aðalhlut-
verkið í sjónleik svarts) 38. Ke2
(Eða 38. b3 - Hc3!, 39. Kd2 - a4!
og svartur hefur mjög góða vinn-
ingsmöguleika) b3, 39. a4 — Hc3
(Músin bjargar fílnum, því ef
hrókurinn er drepinn verður peðið
ekki stöðvað.) 40. Re5 — Hc2+, 41.
Kd3 - Hxb2, 42. Bd2 - Ha2, 43.
Bxa5 - Hh2!, 44. Bc3 - b2, 45.
Bxb2 - Hxb2,46. RÍ3 - Ha2,47.
Rxh4 - Kf7, 48. Rf3 (Ef 48. Kc4
þá Hf3, 49. a5 g5) Ke6, 49. Kc4 —
Hxa4, 50. Kc5 - Ha3, 51. Re5 -
Hc3+, 52. Rc4 — g5 og hvítur
gafst skömmu síðar upp.
Torre beitti tékkneska afbrigð-
inu í Ben-Oni byrjun gegn drottn-
ingarpeðsbyrjun Sosonkos. Hol-
lenski stórmeistarinn náði rýmra
tafli, en aldrei meiru, þannig að
taflið endaði með skiptum hlut.
11. umferð
Helgi — Jón L. 0—1
Torre — Kupreitschik 'k — xk
Vasjukov — Browne 1—0
Miles — Sosonko 1—0
Haukur — Byrne 'k — 'k
Margeir — Guðmundur 'k — 'k
í þessari umferð gerðust þau
tíðindi að tvö traust vígi féllu, en
það voru þeir Browne, sem tapaði
fyrstu skák sinni á mótinu fyrir
Vasjukov og Sosonko sem tapaði
fyrir Miles.
Umferðin var því ein sú
skemmtilegasta á að horfa á
mótinu og greinilegt að ýmsir
voru vel hvíldir eftir jafnteflin
daginn áður.
Byrjanaval Browne gegn Vasju-
kov virtist fæstum skynsamlegt og
greinilegt að bandaríksi stór-
meistarinn þekkti ekki vel til
Rússans. Vasjukov, sem hefur
ekki teflt mikið utan Sovétríkj-
anna undanfarin ár, er nefnilega
þekktur fyrir að kunna margar
byrjanir með hvítu mjög vel. Flest
eru þessi óskaafbrigði hans mjög
hvöss og eftir að Browne álpaðist
óviljandi inn í eitt slíkt á laugar-
daginn var ekki að sökum að
spyrja:
Hvítt: yasjukov Svart: Browne
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 -
cxd4, 4. Dxd4 — Rc6 (Browne
velur tvíeggjað afbrigði. Ágætt er
að leika hér 4. ... a6) 5. Bd5 —
Bb7, 6. Bxc6 — Bxc6, 7. Rc3 —
Rf6, 8. Bg5 - e6, 9. 0-0-0 - Be7,
10. Hhel - 0-0,11. Kbl—Dc7,12.
Dd2 - hfd8, 13. Rd4 - hac8
(Sem dæmi um hætturnar sem
leynast við hvert fótmál má nefna
skák Júgóslavanna Ciric og Popvic
í Trstenik í fyrra: 13. ... h6? 14.
Bxh6! — gxh6,15. Dxh6 — Re8,16.
Hd3! og hvítur fékk óstöðvandi
sókn) 14. f3 — a6, 15. g4 — b5,
16. Rce2! (Þessum riddara er
ætlað að taka þátt í sókninni)
Bd7,17. Rg3 - g6,18. Hgl (Eftir
þennan leik vofa yfir riddarafórn-
ir á f5 og h5. Það er nú ljóst að
Browne heíur teflt byrjunina of
hægfara og það er hvítur einn sem
hefur sókn. Sennilega má skella
skuldinni á 13. leik svarts, Hac8.
Hann hefði betur leikið strax 13.
... a6 og síðan b5 og b4 með betri
horfum en í skákinni. 13.... Hac8
er hins vegar ágætt dæmi um það
þegar að stórmeistari leikur
„rútínuleik" á rangri stundu) e5?!
(Svartur hefði hér fremur átt að
reyna 18. ... d5?, en hann hafði
augljóslega þetta framhald í huga
er hann lék 16. ... Bd7, annars
hefði hann leikið 16....
19. Rdf5! - Bxf5 (19.... gxf5, 20.
gxf5 - Kh8, 21. Bxf6 - Bxf6, 22.
Rh5 endar með ósköpum) 20. exf5
- d5, 21. h4 - IId6, 22. Hg2, 23.
Bxf6 — Bxf6, 24. g5 — Be7, 25.
f6 — Bd6, 26. Rfl! (Sóknin má
bíða betri tíma, því svartur hefur
hvort sem er verið kviksettur) e4,
27. Re3 - exf3, 28. Rxd5 - Dd7,
29. Re7+!
Kf8, 30. Rxc8 (En ekki 30. Hf2
- Hxc2) fxg2, 31. Re7! - Hb6,
32. Dxg2 - De8, 33. Dgl og
svartur gafst upp.
Miles sló byrjanasérfræðinginn
Sosonko út af laginu í byrjuninni,
náði betra endatafli og í slíkri
aðstöðu gegn Miles hjálpar stór-
meistaratitill lítið:
Hvítt: Miles Svart: Sosonko
Pirc vörn með skiptum litum
1. g3 - e5, 2. Bg2 - d5, 3. d3
- Rf6, 4. Rf3 - Rc6, 5. 0-0 -
Be7, 6. a3 (Miles teflir oft byrjan-
ir með skiptum litum. Skyndilega
hefur Sosonko hvítt í Pirc vörn,
með leiktapi, en þá byrjun er hann
öldungis óvanur að tefla) 0-0 (6.
... a5 kom sterklega til greina) 7.
b4 — e4 (Of fljótt farið af stað.
Betra var 7.... a6) 8. Rfd2 — Bf5,
9. Rc3 - exd3, 10. cxd3 - Dd7,
11. Bb2 - Bh3, 12. Rf3 - Bxg2,
13. Kxg2 - a6, 14. Hcl - Hfe8,
15. Ra4 — Rg4 (til greina kom 15.
... d4!? eða 15.... Had8) 16. h3 -
Rh6, 17. e4! - Bf8, 18. Rc5 -
Bxc5, 19. Hxc5 (Hvítur fórnar
peði, en fær í staðinn mjög
hagstætt endatafl) dxe4, 20. dxe4
- Dxdl, 21. Hxdl - Hxe4.
22. Hd7 - Hc8, 23. Re5 -
Rxe5, 24. Bxe5 - f6. 25. Bxc7 -
Rf7, 26. Bf4 - Hxc5. 27. bxc5 -
Hc4, 28. Hxb7 - Re5, 29. Hc7 -
h5, 30. Bxe5 - fxe5, 31. Kf3 -
Kh7,32. c6 - Kg6,33. Hc8 - h4,
34. gxh4 — Kf5, 35. c7 og svartur
gafst upp.
Á morgun verður fjallað um
síðustu tvær umferðir Reykja-
víkurskákmótsins.